NT - 17.03.1985, Blaðsíða 19

NT - 17.03.1985, Blaðsíða 19
1 Sunnudagur 17. mars 1985 19 1 LJ jósbrot siónarmið kollinn á mér að ég yrði að framkalla myndirnar sem ég náði þennan apríldag, til að trúa því sem fyrir augun bar. Það að taka myndir í gríð og ergfærði migaðeinsfjærjjeirri hörmungsem við blasti. I þetta skiptið veitti myndavélin mér örlítið skjól," segir hún á einum stað í bók sinni „Dear Fatherland, Rest Quietly". ■ Það var mikill hvalreki fyrir áhugafólk um ljósmyndir að fá sýningu Margaret Bourke White á Kjarvalsstaði. Það var Ljósmyndasafnið auk Menningarstofnunar Bandaríkjanna og Kjarvalsstaða sem eiga heiðurinn af þessu framtaki en myndir þessar eru með þeim allra bestu sem hér hafa sést. Fáir Ijósmyndarar hafa getið sér jafn mikillar frægðar á öldinni og þessi bandaríska kona sem var stöðugt á ferð með myndavélar sínar og festi á filmur atburði sem hafa mikið sögulegt gildi. „Eðli Ijósmyndarinnar er þannig að hún sýnir sannleikann og ekkert nema sannleikann," er haft eftir Margaret Bourke White. í upphafi Ijósmyndaferils síns vakti hún strax athygli fyrir merkilegar myndir sem húnnáðiaförtvaxandi iðnaði í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum. Þessi áhugi hennar gerði það að verkum að hún var seinna eini Ijósmyndarinn frá Vesturlöndum sem fékk að fara til Sovétríkjanna og fylgjast með iðnaðaruppbyggingu þar í landi þegar Stalín hrinti af stað fyrstu fimm ára áætluninni. Alls fór hún fjórar ferðir til Sovétríkjanna og náði einstæðum myndum af átökunum þegar Þjóðvcrjar réðust inn í landið í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var hún orðinn einn af helstu Ijósmyndurum Life Magazine og reyndar prýddi ein af myndum hennar forsíðu fyrstu útgáfu blaðsins. Á fjórða áratugnum ferðaðist hún um Suðurríki Bandaríkjanna ásamt rithöfundinum Erskine Caldwell og birtist afrakstur þess ferðalags í bók þeirra „You Have Not Seen Their Faces“ sem varð strax metsölubók. Caldwell skrifaði seinna verkið „Tobaccao Road“ sem hann byggði á reynslu þeirra á þessu ferðalagi. Á árum seinni heimstyrjaldarinnar ferðaðist White á vegum bandaríska hersins og var hvað eftir annað mitt í hringiðu hildarleiksins. Meðal annars var hún við hlið George S. Patton þegar hann réðst með liði sínu inn í Buchenwald fangabúðirnar, auk þess sem hún var í hópi þeirra fyrstu sem fengu að sjá Erla dauðabúðirnar við Leipzig eftir uppgjöf Þjóðverja. „Ég átti erfitt með að trúa mínum eigin augum og svo skaut þeirri hugsun upp í Myndir Bourlke White áttu greiðan aðgang að síðum Life og hún fékk hvert verkefnið á fætur öðru þar sem jarðkringlan öll varð vinnustaðurhennar. Árið 1947 var hún í fylgd með Gandhi og vann þá að bók um Indland og þá sjálfstæðisbaráttu sem þar var háð. Hún ræddi meðal annars við Gandhi aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. Þessi kynni þeirra voru gerð ógleymanleg í kvikmyndinni um Gandhi sem sýnd var hér ekki alls fyrir löngu. Myndir hennar sjálfrar af leiðtoganum munu vafalaust prýða sö^gubækur framtíðarinnar. Arið 1953 fór Bourke White að finna til sjúkdóms sem síðar átti eftir að gera það að verkum að hún gat ekki lengur tekið myndir. Þetta var Parkinson's veiki og þrátt fyrir tvo meiriháttar heilauppskurði og meðferð af ýmsu tagi varð hún að lokum að leggja Ijósmyndavélina á hilluna. Hún lést árið 1971 en nafn hennar mun vafalítið lifa á meðan að myndir eru prentaðar á pappír. J.Á.Þ. I Margaref var með þeim fyrstu sem komu í Erla fangabúðirnar í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar höfðu gefíst upp. „Því sem við blasti verður varla með orðum lýst. Ég myndaði og myndaði og Ijósmyndavélin var mér eins konar vörn gegn dauðanum sem við blasti.“ Á girðingarnar hafði verið hleypt þvílíkum straumi að hver sem við vírana kom brann til ösku. ■ Vegna starfa sinna á vegum hersins var Margaret oft mitt í hringiðu atburðanna. Á síðustu dögum seinni heimsstyrjaldarinnar féllu margir nasistar fyrir eigin hendi og hér hefur hún komið að hjúkrunarfólki sem hafði „fíúið“ á þennan hátt í vonleysi sínu og örvæntingu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.