NT - 17.03.1985, Blaðsíða 16

NT - 17.03.1985, Blaðsíða 16
Hafa karlnicnn kímnigáfu ? Sunnudagur 17. mars 1985 16 Oddur Björnsson ■ í sumar sem leið var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á útvarpsþátt í samantekt og flutningi þriggja kvenna um „kímnigáfu" karlmanna. í þættinum komu og fram tveir karlmenn ónafngreindir (skal engan undra) og Flosi nokkur Ólafsson, sem einna þekktastur er fyrir það að reyna að vera fyndinn (að vísu reyndi hann það ekki svo mjög í þessum þætti, sennilega ekki kært sig um samanburð við kvennabrandarana sem fuku þarna í allar áttir - og gerði sér upp hógværð, sent var hyggilegt). Það er skemmst frá að segja að ég sem hafði haldið að húmor væri bara húrnor (án tillits til kynferðis) komst að raun um að skopskyn kvenna og „skopskyn" karla er sitthvað (sbr. karlmenn reka upp hrossahlátur þegar þeir halda að þeim sjálfum hafi tekist vel upp, konur aítur á móti hlæja eins og hross að sinni kvennafyndni). Það liggur í augum uppi að þetta er ekki hagstætt fyrir „sterkara kynið*'. Skulu nú tekin nokkur dæmi, sem sýna Ijóslega muninn á kímnigáfu kvenna og „kímnigáfu" karla. Karlahúmor (gæinn ekur brosandi og glaðbeittur útí ána á blazernum sínum þar sem konan situr með kveikjuna alltof neðarlega í sínum citroén sem hefur súnkað úr efstu pósisjón í neðstu, en konan gerir sér fullkomna grein fyrir því að það er mjög erfitt að þurrka kveikjulok að innanverðu í rennandi vatni - segir þá gæinn um leið og hann gerir smástans í miðri ánni þar sem konan sat í sínum bíl og var að hugsa): „Heyrðu vinan - ntaður keyrir sko hægt útí árnar." (Það þarf vonandi ckki að taka fram að þetta er ekki baun fyndið.) Kvennahúmor: „Það var kona sem fór á ball í Leikhúskjallarann og drakk sig alveg blekfulla og stóð varla í lappirnar. Svo fannst henni svo leiðinlegt að hún fór upp á borð og byrjaði að dansa „striptease". Hún háttaði sig úr öllu nenta skónum og allir karlarnir horfðu á og fannst voða gantan. Svo þegar bara skórnir voru eftir þá sparkaði hún í hausinn á nokkrum körlum sem voru að glápa og þá komu þjónarnir alveg óðir og sóttu lögguna og konan var sett í steininn. Um nóttina þegar hún var í steininum byrjaði hún á túr. Hún fór alveg í kerfi og kallaði á fangavörðinn. Hann kom alveg ferlega fúll og spurði hvað hún vildi. „Mig vantar Tampax," sagði konan. „Hcldurðu að þú hafir einhver forréttindi?" spurði fangavörðurinn, „Hér fá allir það sama: kornfleks.“"(Þessi brandari var reyndar svar við fúlum karla „bröndurum" og karlarnir urðu ofsa fúlir yfir svona „hallærislegum" kvennabrandara þar sem ráöist var á karla.) Karlahúmor: „Þegar ég gaf konunni nýja eldavél var ekki nóg með að ég þyrfti að kenna henni á takkana heldur varð ég líka að kenna henni upp á nýtt að steikja steikina eins og hún var vön að steikjana." (Fyndið? - Spyr sá sem ekki veit.) Kvennahúmor: „Kynhvötin er partur af mér." (Þetta er rnjög fyndið.) Karlahúmor: „Konan fór til læknis um daginn og spurðann að því hvernig hún gæti orðið sér út um spékoppa eins og konan í húsinu á móti. „Eldaðu þykkan hafragraut og sjúgðu hann upp í þig með röri," svaraði læknirinn og rukkaði hana um tvöhundruð kall." (Þessi er bara töluvert fyndinn, enda krakkabrandari fremur en karla.) Kvennahúmor: „Við hlógum og hlógum og sulluðum víninu á borðið einsog í gamla daga.“ (Þetta er í rauninni brandari fyrir alla, unga sem gamla, halta sem óhalta.) Karlahúmor: „Kona nokkur á ógreinilegum aldri og með útlit sem erfitt var að skilgreina kom æðandi niðrá lögreglustöð - „það er maður að elta mig, ég er viss um að hann er blindfullur." Varðstjórinn virti konuna fyrir sér og sagði svo með áherslu: „Já, það held ég líka": („No coniment“.) Kvennabrandari (og þessi er verulega góður): „Reykjavík er fegursta borg í heimi." (Þetta var raunar ekki meint sem brandari, en þannig verða líka sumir bestu brandararnir til. Hitt er svo lélegur brandari að sú hin fyndna kona skyldi ekki ná kosningu í borgarstjórn.) Og að lokuni fúll karlrembubrandari: „Öflug félagssanitök verði stofnuð til verndar norræna kynstofninum." (Það mætti kannski benda hinuni norræna bónda og brandarakalli á það að sætustu skvísurnar á söguöld voru kóngsdætur seni stolið var á írlandi. Má ég þá þiðja um kvennahúmor.) „Guð livað ég er heppin að hafa ekki meldað mig í naglaboðhlaup,“varð konunni niinni að orði þegar hún vaknaði að venju kl. 9 aó morgni 17. júní sl. og virti fyrir sér veðrið gegnum svefnherbergisgluggarúðuna. Lagakróku r Erégfor- dæmdur um alla eilífð? Kæii kiókui laganna Ég held að ég sé hvotki veni maðui en gengui og gerist. Þó eiþaðnú svo að ég hefoftaien einusinnikomist í kast við lögin eins og það heitii á fínu máli. Ég hef þó gert upp þæi sakii bæði við Guð ogmenn og tel mig veia kvittan i bili að minnsta kosti. Nú ei það sú spuining sem mig langaði að beia undii þig og hún ei sú hveisu lengi ég þaif að ganga með þann stimpil á mínu sakavottoiði sem á það hefui veiið þiykkt. Eiþað til- fellið að slíkt fyinist á ein- hveijum áium eða ei ég foi- dæmdui um aldui og ævi? Hiiðumaðui Nei Efalaust ert þú ekki verri maður en gengur og gerist oglangterþvífráaðþú sért fordæmdur um aldur og ævi. Það breytir hins vegar ekki því að gert er gert og sam- kvæmt upplýsingum frá sakaskrá ríkisins eru dómar sem gengið hafa áfram inni í sakaskránni þó að árin líði. Þú þarft því eins og þú orðar það að „ganga með þann stimpiT' ásakavottorðiþínu. Á hitt er þó að líta að áhrif dóms að öðru leyti falla niður eða geta fallið niður eftir á- kveðinn nánar tiltekinn ára- fjölda. Til að mynda falla í- trekunaráhrif dóms, sem svo eru nefnd, niður eftir að fimm ár eru liðin frá því að refsing hefur verið tekin út. Með í- trekunaráhrifum er átt við að í sumum tilfellum kveða lög á um eða heimila aukna hegn- ingu eða önnur viðurlög við því að brot er endurtekið. Ef brot hefur haft í för með sér skerðingu borgararétt- inda, s.s. missikosningarétt- ar og kjörgengis, þá er hægt að sækja um uppreisn æru eftir ákveðinn'tíma og að á- kveðnum skilyrðum upp- fylltum. Ef að um er að ræða fyrsta dóm sem hefur skerð- ingu borgararéttinda í för með sér og refsing fer ekki fram úr eins árs refsivist, þá nýtur viðkomandi allra rétt- inda sem fást með uppreisn æru eftir að fimm ár eru liðin frá því að refsing var að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin. Það er einnig skilyrði að við- komandi hafi ekki sætt ákæru á fyrrnefndum 5 árum fyrir brot sem þyngri hegn- ing liggur við en sektir. Ég vona „Hirðumaður" að þessi svör nægi þér og þú gerir þér að góðu að vera kvittur við bæði Guð og menn þó þú sért væntanlega á „skrá“ hjá báðum. Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurn• ingum iesenda um lögfræðileg málefni

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.