NT - 17.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 17.03.1985, Blaðsíða 10
rffull fyrirbæri Sunnudagur 17. mars 1985 10 V Atburðirnir áttu sér fyrst stað i húsinu til hægri á mynd- inni en eftir því sem leið á veturinn kom „leki“ fram í fleiri húsum við götuna þangað til kvartanir íbúanna urðu það háværar að bæjaryfírvöld fóru fram á aðstoð við rannsókn þessa dularfulla máls. ftbe<«tV cét báit * 4 en* s v.'"'' v,>.!><"" 4 V.,of<•<" ut- . «,..eíbtt _.„a«nV»e% , ?';Sé\tttít5eðl” ^tt^ «3 cí ttttt tatttt' í»» e‘ * tíe>e‘® ” h* te«»» 1>«" V»“ 'Vallið “»'» ' s.»» «“ " > seW peit 4,t“ th»*»4 s6V>tt»(V ,taeí>ttttta*: • l9-72 oft it ■ vettð ^;oVvuv. ' vaWa óst\*val ettttt iVesttt* ett^tt bátt tanttSO;A t ^ \tt*dU? _;,v.aU't at V.VA settt ^nfa\d\e?,a settt tiotaí bet W'tslV””"'1-"4' VeVtta Utt tttá\s'n tattttso^ otðtð- Vatnsdrauga- gangur Þýska orðið „Poltergeist" er það nafn sem oftast er notað í fræðilegri unifjöllun uni ýmiss hreyfifyrirbæri sem á kjarn- yrtri íslenskunni eru nefnd draugagangur. Bæði þýska og íslenska orðið hafa þó þann agnúa að þau gera því skóna að einhverskonar andar séu að verki. Svo þarf þó ekki að vera eða hvað? Beiðni um rannsókn Skammt fyrir vestan borgina Kassel í Vestur Þýskalandi er smábærinn Scherfede. Þar búa rúmlega þrjú þúsund manns og bærinn sker sig að engu úr fjöldamörgum svipuðum bæj- um í kringum Rínarhéruðin. í desembermánuði árið 1972 barst beiðnifrá bæjar yfirvöld- um í Scherfede til „The Frei- burg Institute" um rannsókn á dularfullum atburðum, sem átt höfðu sér stað í bænum. „The Freiburg Institute" er stofnun í Þýskalandi, sem mikið hefur fengist við dularsálarfræðileg- ar rannsóknir og getið sér gott orð fyrir áreiöanleik og vís- indaleg vinnubrögð. Stofnunin hafði töluvert komið við sögu í sambandi við rannsókn á undarlegum fyrirbærum er átt höfðu sér stað í bænum Rosen- heim árið 1967 og mikið var fjallað um í fjölmiðlum á sín- um tíma. Sú umfjöllun hefur vafalítið ýtt undir að haft var samband við stofnunina nú fimm árum seinna. Sérfræðing- ar voru strax sendir á vettvang og hófu rannsókn á atburðúni sem eiga sér fáa líka. Undarlegur ,,leki“ Nokkruni mánuðum áður eða í september árið 1972 hafði lítil fjölskylda í bænum orðið fyrir óþægindum hvað eftir annað af völdum vatns- leka að því að menn töldu. Þótt undarlegt megi virðast þá leiddi rannsókn pípulagningar- manns ekkert það í ljós sem skýrt gæti þennan leka. Það fannst með öðrum orðum ekk- ert að pípulögninni en samt sem áður kom fjölskyldan hvað eftir annað að vatnspoll- um á hinum ýmsu stöðum í húsinu. Til að byrja með hafði fyrst orðið vart við þennan ófögnuð á baðherbeiginu en síðar fannst vatn bæði í stofu og eldhúsi og íbúarnir, sem voru hjón ásamt fjórtán ára gamalli dóttur sinni, vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Vatnsgangurinn jókst eftir því sem nær leið jólum og í nóvember höfðu veggir í hús- inu skemmst vegna leka og ekki nóg með það heldur urðu hjónin vör við að húsið var rennandi blautt að utan þó svo að þurrt væri í veðri. Vatnsveitunni í Scherfede var gert viðvart en þrátt fyrir ýtarlega rannsókn kom ekkert í Ijós sem skýrt gæti út þennan dularfulla vatnsgang. Menn voru fengnir til að vakta húsið til að reyna að koma upp um hrekkjalóma, sem hér væru hugsanlega að verki, en allt kom fyrir ekki. Reimleikarnir breiðast út Þann 10. desember keyrði fyrst um þverbak. Með 20 til 30 mínútna millibili mynduð- ust stórir vatnspollar á hinum ýmsu stöðum í húsinu og ekki nóg með það heldur komu nágrannarnir og kvörtuðu und- an sams konar leka hjá sér. fólk dreif að úr öðrum húsum í götunni og menn reyndu eftir fremsta megni að hjálpa til við að þurrka upp vatnið til að það ylli ekki meiri skemmdum en orðið var. Að sjálfsögðu komust alls kyns sögur á kreik. Einhverjir bentu á að svæði þetta hefði verið í eigu kirkjunnar og hér væri því um einhvers konar hefndaraðgerðir að ræða vegna ágangs yfirvalda eða jafnvel tákn af himnurn ofan. ■ Svo virtist sem vatn mynd- aðist svo að segja úr engu. Þegar farið var að rannsaka málið beindist athygli vísinda- mannanna að ungri stúlku sem gat verið það sem kallað er „fókus persóna“. NT-mynd: Sverrír Aðrir bentu á að vatns- gangurinn stæði í einhverju sambandi við byggingu mikill- ar brúar yfir hraðbraut skammt . frá þessum stað og þá helst að mannvirkin væru það þung að þau breyttu rennsli jarðvatns á þessu svæði. Vatnsveita bæjarinsskrúfaði fyrir vatnsæð götunnar en það virtist engin áhrif hafa. Fleiri og fleiri íbúar í götunni leituðu aðstoðar vegna „vatnsleka" í húsum sínum. Opinber rannsókn Þegar hér var komið sögu fóru bæjaryfirvöld þess á leit við „The Freiburg Institute" að stofnunin skærist í málið. í stuttu máli leiddi sú rann- sókn ekkert í Ijós, sem að fullu gæti skýrt það sem hér hafði átt sér stað. Athygli sér- fræðinganna beindist sérstak- lega að dóttur hjónanna sem fyrst höfðu orðið vör við þessa einkennilegu reimleika. í flestum þeirra tilfella, þar sem sambærileg fyrirbæri hafa verið rannsökuð hefur komið í ljós að þau virðast standa í einhvers konar sambandi við svo kallaða „fókus persónu." Mjög oft virðast þessar persón- ur vera unglingar og oftar stúlkur en drengir. Fræðimenn hafa bent á að „fókus persón- an“ ætti gjarnan við sálræna erfiðleika að stríða. Kkki sökudólg- ar í venjulegri merkingu Það þykir þó sannað að „fókus persónur", eins og unga dóttirin í þessu tilviki, séu ekki sökudólgarnir að því leytinu til að þeir komi ekki fyrirbærun- um af stað með beinum hrekkjum. Þannig gat stúlkan ekki sicrúfað frá vatni eða kom- ið af stað leka með öðru móti í tilvikunum þar sem þess var

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.