NT


NT - 17.03.1985, Side 8

NT - 17.03.1985, Side 8
Sunnudagur 17. mars 1985 8 Þegar Bach gekk til náða á kvöldin skiptust hinir snemmgáfuðu og músíkölsku synir hans á um að spila hann í svefn. Þessi skylda var mikil leiðindakvöð á drengjunum. Philipp Emanuel fylgdist vand- lcga með því hvenær karlinn byrjaði að hrjóta... og einn tveir og þrír! Strákur stökk upp af stólnum frá píanóinu í miðju lagi. En við það vaknaði sá gamli undir eins. Lagið sem ekki var fulleikið angraði hann og kvaldi og skar í eyru. Fyrst hélt hann að sonurinn hefði brugðið sér frá til þess að pissa. En þegar ekki rættist úr, reif hann sig á fætur, klóraði sér og ók sér. Svo fálmaði hann sig í rökkrinu að píanóinu, byrjaði þar sem hinn hafði hætt og lék lagið til cnda. Upphaf allrar tónllstar Þannig var það á tímum Bach, samkvæmt frásögn eins samtíðar- manns hans. Þá hlustuðu menn af alvöru á tólistina, scm Lúther sagði að næst gcngi guðfræðinni af guðs gjöfum. Um Johann Se- bastian Bach sagði Max Reger að V Bach leikur fyrir Friðrik mikla í Polsdam. Konungurinn lék lagslúf eflir sjálfan sig, og vildi að Bach semdi við það sex radda fúgu! Bach liafnaði þessu, en samdi síðar stærðarverk við lagið og tileinkaði konungi. hann væri „Upphaf allrar tónlist- ar,“ og í fúgum hans kvaðst Mozart hafa fundið „hið listrænasta og fcgursta í tónlist“. „Ættfeður samhljómanna," kallaði Bcet- hoven hann, sem lærði kontra punkt af „Das Wohltemperierte Klavier". Tólftóna-tónskáldið Anton von Wcbern lagði tón- ana b-a-c-h til grundvallar í strengjakvartett sínum og Max Rcger í „Fantasíu og fúgu" op. 46. Brasilíumaðurinn Hector Villa Lobos samdi „Bachianas brasileiras" honum til vegsemd- ar. í nýju vcrki á Broadway lætur leikskáldið Tom Stoppart leika kafla úr þriðju hljómsveitarsvítu Bach og verður það tilcfni eftir- farandi samræðna: „Henry: Nei, hlustaðu. Hvað er þetta?" Annie: Kanntu að meta þetta? Hcnry: Ó, ég elska þctta! Annie: Þetta er Bach Henry: Bölvaður þjófurinn. Hann hcfur stolið þessu, hverri nótu. Þetta er allt komið frá Procul Harum. En hann nær þessu heldur ekki alveg. Bíddu við, ég ætla að spila fyrir þig einu og sönnu gerðina." Þannig fer þegar fólk er hætt að hlusta á tónlist og lætur sér nægja yfirborðslegar melódíur. Þegar Max Reger kallaði „Föður Sebastian" líka „Endi allrar tón- listar," mun hann varla hafa grunað að það ætti eftir að gera grín að honum á þennan hátt. En hvcrnig berst Bach mönn- um til eyrna nú til dags? Það er með ýmsu móti. Toccata og fúga í d-moll hefur verið notuð í hljóm- sveitaruppfærslu sem undirspil í „Fantasíu" Walt Disney. Swingle Singers gefa út plötuna „Bachs Greatest Hits". Píanóleikarinn Jacques Loussier leikur svo- nefndan saloon-djass á plötunni „Play Bach". Popphljómsveitin Procul Harum dubbaði aríu eftir Bach upp með nafninu „A Whit- er Shade of Pale“, sem komst í fyrsta sæti vinsældalistans I967. John Neumeier gerði ballett eftir Matteusar-passíunni. „Hann hefði ekki átt að heita Bach (lækur) heldur Meer, (haf),“ átti Beethoven að hafa sagt. 20 barna faðir Um þessar mundir er mikið um að vera í tónlistarheiminum í tilefni af 300 ára afmæli meistar- hjú hundruðár erulíðin fráfæðingu mesta tónsniD- ingsaDra tíma,- Johann Sebastían Bachs ans, en það er 21. mars n.k. Utvarps- og sjónvarpsstöðvar um heirn allan iáta gera sérstakar hátíðardagskrár og ævisögum og ritgerðasöfnum um snillinginn rignir yfir erlendis. Það er líka tilefni þess að við hér í blaðinu stiklum á ýmsu unt Bach og ævi hans. Bacli var af tónlistarmönnum kominn, því sex kynslóðir á und- an honurn höfðu verið fastráðnir borgarhljómlistarmenn, organ- istar og kantorar. Ekki færri en 27 af 33 körlum fjölskyldunnar stundui.u tónlistarstörf í Thúr- ingen, Franken, Neðra-Saxlandi og víðar. Þeir hittust jafnan einu sinni á ári og byrjuðu mót sitt með því að syngja einhvem sálnt, enda var þetta guðhrædd öld. En að því búnu var öll alvara látin lönd og leið og lífsins notið í ríkum mæli. Bach var fyrst organisti í Mú- hlhausen og Arnstadt, en þá konsertmeistari í Weimar og hirðhljómsveitarstjóri í Köthen. Loks gerðist hann kantorTómas- arkirkjunnar í Leipzig. Hann kvæntist fyrst frænku sinni Maríu Barböru, en eftir dauða hennar söngkonunni Önnu Magdalenu. IJann eignaðist 20 börn. Ekki voru kantornum í Leipzig búin mikil lúxuskjör. íbúð fylgdi að vísu embættinu, en'til þess að komast inn varð að ganga í gegn um kirkjugarðinn. Handan við þunnan skilvegg var kennsustofa þar sem allt endurómaði gjarna af ærslum barnanna. Bókasafn hans var ekki mikið að vöxtum, aðeins Biblían, nokkrar söng- bækur, rit Lúthers og 50 bindi af guðfræðibókum. Snillingurinn gleymdi Á unga aldri var hann þótta- fullur og skorti síst sjálfsálit. Hann bar sig eins og aðalsmaður, bar sverð sér við síðu og þótti hofmóðugur. Hann lét ekki njörva sig niður við að spila gamalkunna hluti þegar hann var í Múhlhausen og Árnstadt, held- ur lék hann af fingrum fram við messugjörðir undurfagrar „varíasjónir" sem gerðu áheyr- endur dolfallna. Alla ævi var hann í þjónustu fursta og borgar- ráða, en varð aidrei leiðitamur hirðþjónn. Þegar hann hugðist taka töggur sínar í Weimar og fara burt komu engar málamiðl- anir til grejna og lauk því svo að það varð að kyrrsetja hann í mánuð. Þá fékk hann loks að fara til litlu hirðarinnar í Köthen, þar sem hann skrifaði „Branden- borgarkonsertana". Þaðan fór hann svo eftir að furstinn hafði misst niður músíkáhugann. í Leipzig bjó hann svo það sem hann átti ólifað, eða í 27 ár, þótt mestur fjöldi samborgara hans mæti list hans lítils, þar sem þeir skildu hana ekki. Alla tíð var hann þrjóskur og þver, en með fádæmum kærleiks- ríkur heimilisfaðir. Sonur hans Carl Philip Emanuel skrifaði um hann að honum látnum og vott- aði að hann hefði ætíð lifað í hamingjusömu hjónabandi, fyrst með henni Maríu sinni, sem lést 1720 og þá með söngkonunni Önnu Magdalenu, en handa henni skrifaði hann þekkt söng- lagakver. Fullur af föðurstolti skrifaði hann um fjölskyldu sína á þessa leið: „Allt eru þetta fæddir tónlistarmenn og hér eru nógu margirhljóðfæraleikararog söngvarar til þcss að þeir gætu ■ Mynd meistarans prýðir orgel kirkjunnar í Arnsladl, þar sem Bach lék í fjögur ár. NT-mynd: Sverrir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.