NT


NT - 17.03.1985, Page 9

NT - 17.03.1985, Page 9
: ' •• : : : ■ : M Rúmrí öld eflir dauða Bachs málaði listamaðurínn Toby Edward RosenthaI þessa mynd af ham- ingjuríku heimilislífi Bachs, sem hér situr við sem- balið, meðan börnin safnast syngjandi um hann. Með fyrri konu sinni átti hann sjö börn, en þrettán með þeirri síðari. Sunnudagur 17. mars 1985 9 haldið konsert." Synirnir Wil- helm Friedmann, Carl Philipp Emanuel, Johann Christian og Johann Cristoph Friedrich urðu allir þekkt tónskáld, þótt þeir stæðu föður sínum óralangt að baki. Þegar vegur sonanna var hvað mestur við hinar ýmsu hirðir í Þýskalandi voru verk ganila mannsins samt löngu gleymd. Meðan verið var að flytja „Messí- as“ jafnaldra Bachs, Hándels, í Ameríku og F.nglandi með 5000 rnanna kórum þekkti ekki nokkur maður „Matteusar-passíuna". Það var loks er hinn tvítugi Mend- elsohn Bartholdy gekkst fyrir flutningi'hennar í Berlín 1829 að frægðarferill Bachs hófst. Allsherjarandi „Þetta er enginn stakur andi, þetta er allsherjarandi," skrifaöi Albert Schweitzer, hinn mikli Bachtúlkandi. En þrátt fyrir það samdi „allsherjarandinn" nota- lega tónlist til heimilisnota. ef svo má segja, sem lagið um' tóbaks- pípuna, svo ekki sé minnst á „kaffi-kantötuna". Þrátt fvrir rýr kjör var Bach samt ætíð kóngur í sínu eigin ríki - ríki tónlistarinnar. Aðeins einu sinni, tveimur árum fyrir dauða sinn, yfirgaf hann Leipzig á þeim langa tíma sem hann bjó þar. Hnn fór þá í fáeina daga til Potsdam, þar sem sonur hans, Carl Philipp, var semballeikari við hirðina. „Drottinn minn dýri, hann Bach gamli er kominn," sagði Friðrik mikli og lagði frá sér flautuna. Hann sleit strax hinum venjubundna kvöldkon- sert og bauð gamla manninum til hallarinnar Sanssouci. Bach gekk inn í höllina í ferða- fötunum, sveittur og rykugur, „Hann stóð þarna eins og bergrisi eitthvert furðudýr út úr liðinni tíð,“ segir tónlistarsögufræð'- ingurinn Alfred Einstein. Kóng- urinn neyddi hann til þess að prófa öll sembölin senr í höllinni voru, teymdi hann úr einum salnum í annan. Loks spilaði Friðrik mikli lag eftir sjálfan sig á flautuna og skipaði Bach að semja upp úr því sex radda fúgu. En Bach varð að afþakka. Hann gat þegar í stað leikið scx radda fugu við eigið lag, en ekki við lag fúskarans konungboma. En þegar að ferðinni lokinni tók hann sig til og samdi verk upp úr lagslúf kóngsins og sendi honum með tileinkun. Verkið kallaði hann „Fórnarlamb tónlistarinnar". Þar gerði hann lævíslegt grín að hin- um mikla manni. Sjóndepra sótti á Bach með aldrinum. Hann var cnn á lífi þegar farið var að svipast um eftir nýjum kantor við kirkjuna, scm ber ekki vott um mikla tillitssemi. En Bach lct sig hvergi og gckkst meira að segja undir tvo augnauppskurði; ckki síst til þcss að halda stöðunni. Sjónin batnaði um hríð, cn hann bjó ckki lengi að þeim bata, því liann lést úr slagi hinn 28. júlí 1750. Á næstu döguni mun færi gef- ast á að hlýða á verk Bach á ýmsum vettvangi, jafnt í útvarpi scm hljómleikasölum. Þarerfæri fyrir þá scm ekki liafa kynnst manninum sem nefndur hefur verið upphaf og endir alls sem máli skiptir í tónlist að bæta ráð sitt en hina að votta meistaranum lotning á 300 ára afmæli hans. á bílasýningu í Lágmúla5 um helgina. Vor og sumartískan 1985 er komin frá Frakklandi. Við sýn- um fjóra stórglæsilega Citroén bíla á bíiasýningu laugardag og sunnudag frá ki. 13—17. Það eru engar stórbyltingar í sniðum og stærðum, enda breytir Citroén aldrei breyting- anna vegna. Citroen 1985 Hvernig væri að iíta við og máta einn góðan um helgina. Opið frá kl. 13-17 laugardag og sunnudag. BX16 TRS sportfrakki, sem reynst hefur frábærlega við íslenskar aðstæður. CX 20 Pallas, sannkallaður útgerðar- mannsfrakki með öllu. GSA Pallas, traustur klassískur frakki sem hentar jafn vel öllum árstíðum. CX 25 Familiale, 8 manna fjölskyldu- frakki, óskadraumur leigubílstjórans. £ G/obusf LÁGMÚLI5, SÍMI81555 CITROEN A

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.