NT - 17.03.1985, Blaðsíða 4
Sunnudagur 17. mars 1985 4
1 LlL Ballett - — viðtal
■ Sveinbarn og stúlkubarn eru
borin út á Guð og gaddinn, en
dýr merkurinnar sjá aumur á
þeim og fóstra þau uns hjarðfólk
finnur þau og kemur þeim í
samfélag manna. Pau fá þann
starfa að gera sér grein fyrir
þeim tilfinningum sem þau bera
hvort til annars. Loks kemur þar
að þau öðlast þekkingu á ástinni,
en í sama mund ræðst óvinaher
á þetta friðsama samfélag og
elskendunum er stíað í sundur.
Eftir miklar mannraunir og
þrengingar ná elskendurnir loks
saman á ný og allt fer vel að
lokum eins og í öllum góðum
ástarsögum.
Já það er sagan af Dafnis og Klói
sem hér er rakin örfáum orðum, en
það er einmitt þessi saga sem myndar
umgjörðina um fyrsta íslenska
heilkvöldsballettinn sem sýndur
verður föstudaginn 22. mars n.k. í
Þjóðleikhúsinu. Höfundur ballettsins
eða kóreógrafíunnar er Nanna
Ólafsdóttir sem áður hefur vakið
athygli sem dansahöfundur, m.a. fyrir
„Largo y largo“ og „Turangalila," en
bæði þessi verk hefur Islenski
dansflokkurinn sýnt við mikla
hrifningu í hjóðleikhúsinu. Nannaer
listdansstjóri Pjóðleikhússins og
hefur annast alla þjálfun flokksins s.l.
fimm ár og í tilefni af væntanlegri
frumsýningu þessa mesta verks
hennar tókum við hana tali í
Þjóðleikhúsinu s.l. miðvikudag.
„Ég hef það ekki á hreinu hve
margirtaka þátt ísýningunni," svarar
Nanna Ólafsdóttir fyrstu spurningu
okkar brosandi," en það er mikill
fjöldi, - unr fjörutíu manns. Við
byrjuðum æfingarnar um miðjan
janúar, en á sólóatriðum var ég
byrjuö enn áður.
Ég byrjaði að semja ballettinn í vor
og valdi þessa sögu vegna þess að hún
hentar þessum hóp sem við höfum,
sem því miður er enn ekki nógu
fjölmcnnur. Sama máli gegndi um
fyrri ballettana, þá samdi ég líka
sérstaklega fyrir íslenska
dansflokkinn, bæði „Turangalila" og
„Largo y largo“ og líka ballettinn „I
■ Nanna Ólafsdóttir: „Ekki síður
gaman að það cru eingöngu Islend-
ingar sem taka þátt í sýningunni «g
stjórna henni. NT-mynd: Róberl
Helena Jóhannnsdóttir. Ég vil líka.
nefna Einar Svein Þórðarson, sem
hefur dansað í Bandaríkjunum, en
hann fer nteð hlutverk Dafnis.
Er aðsókn að
ballettskólanum
mikil, Nanna?
„Hún hefur verið góð, þótt
jassballettskólarnir hafi tekið dálítið
frá okkur. En það er líka jákvætt, því
með fjölgun dansskóla eykst áhugi á
dansi. Það er jákvætt fyrir okkur, því
þá fáum við fleiri áhorfendur. Við
erum með marga unga menn úr
jassballettskólum í sýningunni núna
ogþaðsegirsínasögu. Líkaerumeð
okkur leikarar og meira að segja
fimleikamaður, en hann er Jóhannes
call it“, sem Atli Heimir Sveinsson
samdi tónlistina við.
En núna er það Maurice Ravel sem
á tónlistina. Þessi saga, „Dafnis og
Klói,“ komst fyrst á svið sem
ballettverk á vegum „Ballett Russe“
árið 1912, en Ravel samdi tónlist sína
gagngert fyrir þá sýningu.
Danshöfundur var Mikael Fokine,
einn fremsti danshöfundur
aldarinnar.
hefur verið þrautin þyngri að fá fólk
inn. Þessu velduraðmínu mati óvani.
Við hefðum þurft að leggja meiri
áherslu á að kynna okkar starfsemi,
íslenska dansflokksins. En því miður
hefur þetta setið á hakanum vegna
annríkis okkar og fámennis.
Jú, það þyrfti óneitanlega að
myndast „tradisjón" í ballett hjá
okkur á íslandi. Enn erum við svo
ung að það hefur ekki tekist, en við
erum vongóð og munum halda áfram
að berjast fyrir að lifa.“
I»að sætir
tíðindum að þetta
er fyrsti íslenski
heilkvölds-
ballettinn
„Já, þetta er heilskvöldsballett,
þótt hann geti ekki talist langur, um
einn og hálfur tími. En það er ekki
síður gaman að það eru eingöngu
íslendingar sem taka þátt í sýningunni
og stjórna henni.
Það eru mjög góðir dansarar í
flokknum og efnilegir ungir dansarar
og ég vil nefna tvær ungar stúlkur sem
nú dansa ballerínuhlutverk í fyrsta
skipti. Það eru þær Katrín Hall og
Hafa íslendingar
lært að meta
ballett?
„Ég veit að þeir sem koma finnst
gaman, en hitt verður að játast að það
■ Jonas lryggvason flmleikaineistari er meOal efnilegra ís
lenskra hallettdansara, eins og sjá má.
i
1
í