NT - 17.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 17.03.1985, Blaðsíða 22
ljótt á litið er Pavarotti eins og lítið fjall í mannsmynd. Hver sentimetri af honum vegur kíló. Hann er 172 kíló að þyngd og 172 cm. á hæð. Pegar við hittum hann er 25 stiga frost og þess vegna er hann með sexpensara á höfði til að ofkælast ekki og svart úfið skeggið gerir sitt gagn. Um hálsinn (hann notar skyrtu sem er með hálsmálinu 52) ber hann stóran silkitrefil, scm öðrum mundi duga betur sem baðhandklæði. Heljarmcnnið teflir skák við um- boðsmann sinn meðan ritarinn lagar kaffi. Hann verður sífellt að hafa einhvern hjá sér, því hann er alinn upp af 16 ítölskum fjölskyldum ntcira eða minna. t>ar er um 100 manns að ræða og allir líta á hann sem son cða bróður. Nú heyrum við þessa rödd, sem Her- hert von Karajan kallaði „fegurstu rödd aldarinar". í Vín, New York, London og á Ítalíu eru menn reiðubúnir að borga 30 þúsund dollara fyrir citt óperukvöld með söng hans. Hann kemur fram um það bil 50 sinnum á ári, svo þetta verða um 1.5 milljón dollara. Þar við bætast tekjur af hljómplötum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og konsertum. Ævi- Að þessu sinni ilmar hér allt af „mine- strone“. Blöðin hafa greint frá því í gamansömum tón að Pvarotti hafi fallið á rassinn í spaghettiklessu. þegar hann eitt sinn var að elda af miklum móð. Megrunarkúr Hann cr nú í megrunarkúr og gcngur fram í því af lífi og sál. Eftir heitt bað mun hann fá sér súpu og halda að því búnu í rúmið. Annars hafði hann brugð- ið sér á ítalskan veitingastað og þeir sem hafa séð hann sitja undir borðum þar segja frá stórfenglegu borðhaldi. Fyrst borðar hann úr stórri salatskál og þá er Sunnudagur 17. mars 1985 22 minningar hans hafa selst vel. Hann auglýsir l'yrir lúxusbíla, lúxusúr, lúxus- skinnvörur og fleira. Hann er margmillj- ónari vegna raddhanda sinna sem eru 2.3 sentimetrar á lengd og geta sveiflast 1140 sinnuin á sekúndu. Hann er karlmannlegur og þegar hann talar er röddin fremur djúp. „Ég tefli ekki skák til þess aö vinna. Ég vil fremur tapa fallegri skák en i'inna klaufalega skák. Ég vinn ekki skáktölvu mcð hærra styrkleikastig en fimm." Já, það er sjaldgæft að hitta fyrir tcnorsöngvara sem kann að tapa! Nú hringir síminn. „Nei, kæra vin- kona, engin blóm. Það er svo leitt að horfa á þau deyja. Pottaplanta er mikið hetri, blóm sem dafnar og vex af eigin rót.“ Tenór sem á slíka samúðarkennd er líka vandfundinn. Hann blístrar aríu eftir Verdi meðan hann hremmir riddara andstæðings síns. Tenór sem er auðheyrilega músikalskur er líka sjaldfundinn. Við rekum augun í það að hann hefur lagt breiða sófasessu á stólinn. því annars kæmist afturhluti hans ekki fyrir þar. Allt sem Pavarotti viðkemur er heldur óvenjulegt. M Stjörnutenórinn velur sér skó í allra ódýrustu versluninni sem fyrir- finnst meðal skóbúða í Vín. M „Það eru örlög okkar tenórsöngvaranna að deyja á óperusviðinu, “ segir Pavarotti, hér í hlutverki Bajazzo. Söngrödd aldarinnar Á 56 óperusviðum En aðdáendur snillingsins í Vín eru í sjöunda himni yfir þessari svellandi allt- umlykjandi rödd sem á 56 óperusviðum hefur gert Pavarotti að hinum eina og sanna Rudolf í La Bohéme. (Sjálfur segist hann ekki telja óperuhúsin). Þegar blaðamenn hitta hann að máli í hótelíbúð hans í Vínarborg segir hann sitthvað sem varla væri að vænta að heyra af vörum mesta óperugoðs heims. „Ekki get ég dæmt um rödd mína," sagir hann, „En ef allt það er satt sem um hana er skrifað, þá hlýtur hún að vera mikil Guðs gjöf. Hvað get ég annað en þakkað forsjóninni fyrir hana. Ég má ekki líta svo á að þetta sé eitthvað sem að eilífu varir. Ég verð að halda áfram að æfa mig og lesa. Ég er sífellt að læra og læra.“ Á öllum hótelum sem hann dvelur verður að vera píanó til æfinga, en líka eldhús. Hann eldar nefnilega sjálfur ofan í sig. „Ég elda ekkert sérstakt. Bara smáréfti, sveppasúpur eða spaghetti..." það humar með öllu tilheyrandi. Á eftir er stórsteik borin fram. l.oks ábætir. „Ég borða í rauninni ekki þungan mat, mér er ekki um mikla fitu gefið,“ segir hann og ranghvolfiraugunum. „Ég er mest gefinn fyrir léttan mat. Hvers vegna er ég þá svo digur? Það kemur af því rnika magni sem ég læt ofan í mig. Ég er veikur fyrir stóru skömmtunum." Hann brosir og hefur gaman af að gera grín að sjálfum sér. Hendurnar eru spenntar framan á kviðnum. Fyrir tveim- ur vikum tók hann ákvörðun: Bara tvö þúsund kaloríur á dag. Er það erfitt? „Nei, þetta cr gott." Hve mikið ætlar hann að leggja af? „Ég ætla að hafa losnað við fjörutíu kíló, þegar ég verð fimmtugur þann tólfta október. „Fyrir tveimur árum léttist hann um 37 kíló á sex mánuðum. „Þunginn er mikið vandamál hjá mér. I fyrsta lagi get ég ekki spilað tennis eins vel og ég vildi og í öðru lagi vegna þess að hreyfingarnar á sviðinu verða mér of örðugar. I þriðja lagi eru leikstjórarnir óánægðir með slíkt vaxtarlag, þegar nýjar sýningar eru í undirbúningi." Bakarasonur Það verður ekki sagt að Luciano Pavarotti sé maður sjálfhælinn. Hann álítur að þegar hann byrjaði að syngja hafi verið þrjátíu, en alveg örugglega tíu eða fimmtán tenórsöngvarar jafn góðir og hann. Hann talar hka vel um helstu keppinauta sína, t.d. Placido Domingo. „Andstæðingur. En sú vitleysa. Við metum hvor annan einlæglcga." En skýringin á velgengni Pavarotti er þó ekki eingöngu löddin. Þegar milljónir manna heyra hann syngja, - til dæmis fimmtán milljónir í beinni útsendingu frá Metropolitan eða 150 þúsund manns í Madison Square Garden, - þá vita margir þessir áheyrendur þetta: Hann ólst upp við erfiö kjör. Faðir hans var bakari í Modena, móðirin var verka- kona í tóbaksverksmiðju. Fyrst varð hann kennari og kenndi í tvö ár. Árið 1956 fór hann í söngnám og kom fyrst fram 1961 sem Rudolf í La Bohéme. Þegar hann árið 1967 kom fram í Req- uiem Verdis hjá Karajan í Scala á tíu ára dánarafmæli Toscaninis varð honum loks Ijóst að hann var fæddur söngvari. „Þá velgengni sem ég hef notið á ég að þakka að mér þykir vænt um fólk og að ég elska starf mitt. Eg mundi líka syngja þótt ég nyti ekki frægðar né lófataks. Þetta finnur fólk." Kinfaldir hlutir Þetta kann að hljóma eins og það sé einmitt sagt fyrir blaðamenn, en Pavar- otti er maður sem við hljótum að trúa. Hann er þannig. „Ég ólst upp í stríðinu. Ég var níu ára þegar því lauk. Ég hef séð allar möguleg- ar ógnir, séð er fólk var drepið. Ég hef lært að sjá heiminn eins og hann er. Þessi reynsla hefur gert mig að miklum raun- sæismanni. Ég veit hve einfaldir hlutir eru fagrir svo sem sólin, himininn, stjörnurn- ar og hafið. Við mennirnir tökum allt þetta sem sjálfsagðan hlut og köfum niður í eigin vandamál. En sú skamm- sýni. Ekkert er stöðugt í þessum heimi. Ékkert öruggt. Við ættum að reyna að skilja og njóta þess sem einfalt er, því það er inntakið í fegurð lífsins. Éitt helsta áhugámál mitt er reiðmennska. Þegar ég fer í útreiðatúr snemma morg- uns með fjölskyldu minni og vinum, - hvað er fegurra? Ég dreg ekki dul á að ég er hversdagslegur maður. Ég er ekki í hópi þeirra sem sífellt kvarta. Ég elska lífið, tónlistina og heiminn. Þegar ég var barn sá ég Þjóðverja drepa ítalska skæruliða og skæruliða drepa Þjóðverja. Fyrst kölluðu menn Þjóðverja vini, en síðan svikara. Þetta hefur kennt mér að skipta heiminum ekki upp í vini og óvini." En Pavarotti hefur búist vel um í gamla heimalandinu. Hann á þrjú sam- byggð hús byggð frá öldinni sem leið í Modena. Þar búa foreldrar hans (þau fagna gullbrúðkaupi á næsta ári), systir hans, kona hans Adua og þrjár dætur. Lorenza sem er 22ja ára rekur verslun. Cristina 20 ára lærir blaðamennsku í Bologna og Giuliana, 19 ára, leggur stund á landbúnaðarnám. Hann á sinn

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.