NT - 17.03.1985, Blaðsíða 17

NT - 17.03.1985, Blaðsíða 17
Um þessi handverk Báröar, ritar ritstjóri Hlínar: Pessi garöhleðsla og hinir veggirnir er allt hlaðið úr höggnu hraungrjóti og hand- bragð á því svo snilldarlegt, að furðu sætir. Veggir og garðar eins og væru þeir heflaðir." „Enn stendur nokkuð af veggjum bæjar Bárðar til prýði, enda eru þeir svo frábærlega vel hlaðnir að fágætt er,“ segir í bókinni „Landið þitt ísland". Bárður var laginn við garð- yrkju, ræktaði bæði matjurtir og blóm og kallaði sæluviku þegar hann var að pæla í garðinum á vorin. Síðar létu Héðinn Valdi- inarsson og kona hans Guðrún Pálsdóttir reisa sumarbústað fremst á höfðanum og hefur þar verið gróðursett mikið af trjám og blómum. Bárður var smiður og hag- leiksmaður. Um atvinnu sína segir hann í „Hlín": „Atvinna mín er mest smíðar, á seinni árum aðallega heima-ogþá helst spunavélar, og hefi jeg nú þá átjándu í smíðum. Ljósmyndir hefi jeg í hjáverkum til gagns og gamans. Lítið tek jeg af mannamyndum, en allmikið safn á jeg nú af útsýnis- og tækifærismyndum frá ýmsum ■ Dóttir Bárðar, Gyða, stendur hér í rústum Hafurs- höfðans, eða „Bárðarbáss“. stöðum hér á landi. Hef búið til og selt talsvert af rúmsjár- myndum (Stereoskop) og svo skuggamyndum og vélar til að sýna þær með. Ljóstæki fyrir carbid hef jeg verið að búa til og smá-laga í 15 ár. Jeg hef haft talsverðan hagnað af að ferðast með þessar myndir og sýna þær, einkanlega næstlið- inn vetur. Var mér alstaðar vel tekið.“ Börnin urðu 8, en hjónin fluttu áður til Akureyrar. Bær- inn mun hafá verið rifinn um 1934, en veggir standa heilir enn. Myndirnarafþeimteknar 1928, 1943 og 1975 þar sern Gyða og bekkurinn sjást ásamt hríslunum. Myndirnar hefur Gyða Bárðardóttir lánað til birtingar. Litla myndin, tekin 1943, sýnir veggina, en þeir voru hlaðnir 1912. Bærinn var rifinn um 1934. Á stærri veggjamyndinni sést Gyða Bárðardóttir. Þá 1975 erorðið mjög gróskulegt þarna. Á mynd, sem tekin var um 1928 sést bær Bárðar. Viðbyggingin vargerð 1927. ■ Bárður hét maður Sigurðs- son, fæddur á Kálfborgará í Bárðardal 1872 elstur af sjö börnum fátækra foreldra. Hann stundaði búskap heima til 20 ára aldurs, var um skeið í vinnumennsku, en gerðist lausamaður þrítugur. Bárður var víða á flakki næstu tíu árin og vann að ýmsu. I tímariti Halldóru Bjarnadóttur, „Hlín,“ 1926 segir Bárður svo frá m.a.: „Á fertugasta aldursárinu átti jeg ekki aðrar eignir en eitt hross, allmikið af smíðatólum fyrir tré ogjárn, ljósmynda og bók- bandsáhöid og dálítið bóka- safn til skemmtunar og fróð- leiks. Hafði það verið minn besti kennari í mörgum greinum. En nú var jeg líka orðinn svo piássfrekur, að jeg gat ekki fengið inni á nokkru sveita- heimili, og úr sveit vildi jeg ekki flytja ef mögulegt væri. ■ Bárður Sigurðsson. Loks þegar hann kvæntist var brúðurin 20 árum yngri. Þrenást h\/í aA lAita hlptti Æ t Fór jeg því að leita eftir bletti til að byggja á hér í sveitinni og hafði loks um nokkra staði að velja. En vegna þess að jeg hafði valið mér handiðn að lífs- starfi, kaus jeg hrjóstrugasta staðinn, en jafnframt langfeg- ursta, sem jeg þekkti hér við vatnið. Naut jeg líka þar góðra vina, sem voru gamla húsmóð- ir mína á Kálfaströnd og erf- ingjar hennar, sem seldu mér 8 dagsláttur af landi með lágu verði í Hafurshöfða, nálægt 1 km norðan við bæinn. Höfði þessi er mjög hár að norðan, en nokkurt láglengdi að sunnan og vestan; að mestu er hann umluktur vogum úr Mývatni. Af höfðanum er hin fegursta útsýn yfir sveitina og er fjöldi af varphólmum í vogunum í kring sem Kálfaströnd á. Vorið 1912 flutti jeg allt mitt hingað og bjó um það í stóru tjaldi í skjólgóðum hvammi. Ánnað minna tjald hafði jeg að sofa í.“ Síðan vann Bárður á ýmsum stöðum, en loks í miðj um ágúst gat hann farið að grafa fyrir húsgrunninum, en það var mik- ið verk því hann gróf inn í brekku þannig að framhlið hússins með kjallara er öll upp úr jörð, en þakið á bakhlið er jafnt jarðbrún. núáBárðarbás „Þetta," segir hann, „spar- aði mér samt mjög veggja- hleðslur. því innan í þessa tóft hlóð jeg einfalda hleðslu úr góðu, höggnu hraungrjóti, sem jeg gat fengið skammt frá hús- stæðinu. Tveim dögum fyrir vetur gat jeg flutt allt út tjöld- unum og sofið í fyrsta sinn undir eigin þaki. Gluggar voru þó ósmíðaðir og varð jeg að strengja léreft fyrir glugga- opin. Hægt og hægt gat jeg þó gert svo við, að vel mátti búa í kofanum og var jeg einsetu- maður næstu 4 árin, að vísu ekki alltaf heima, en þar leið mér þó best. Margir heimsóttu mig á þessum árum, bæði vegna atvinnu minnar og svo af for- vitni. Komu stundum að læstu húsi og varð þá til hin lands- kunna vísa: Smíðað hefur Bárður bás, býr þar sjálfur hjá sér. Hefur tíl þess hengilás, að halda stúlkum frá sér. Svo breyttist samt þetta allt Þessi frægi piparsveinn, sem lagði stund á ljós- inyndun í einverunni, varð landsfrægur fyrir eina vísu fruru í Garði árið 1916, þá giftist jeg stúlku, sem var fátæk eins og jeg, en 20 árum yngri. Mun jeg aldrei sjá eftir því tiltæki, því nú kveður einsetumannskofinn við af ærslum og gleðileikjum fjögra hraustra drengja og einnar stúlku“. Þegar von var á t'yrsta barn- inu kvað Þura í Garði: Þrengist nú á Bárðarbás, bráðum fæðist drengur Hefur bilað hengilás, hespa eða kengur? Varð sú vísa einnig lands- kunn og hafa fleiri fetað í slóðina. T.d. var nýlega sett skilrúm í stóra skrifstofu, skrif- stofustúlkurnar hólfaðar af svo þær fengju betri vinnufrið. Þá var kveðið: Hér er kominn hengilás, hespuð útí syndin. En er nú þessi Bárðarbás betri en fyrirmyndin? Seinna gerði Bárður mat- jurtagarð og hlóð háan grjót- skjólgarð að norðan og austan. f Tí? Sunnudagur 17. mars 1985 17 L lL Þjódlegur fródleikur og getur hún verið hættuleg? Kæri Páll, ■ Ég hef einhvers staðar heyrt að hópmeðferð gæti ver- ið hættuleg. Nú langar mig einfaldlega til að spyrja: Hvað er hópmeðferð og er það rétt að hún geti veríð hættuleg? Kveðja verðandi stúdína. ■Kæra „verðandi stúdína" Það má segja að hópmeðferð sé ein tegund geðmeðferðar sem grundvallast á því sem skeður, þegar sami litli hópur- inn (6-8 manns) hittist reglu- lega í lengri tíma undir stjórn menntaðs og vel þjálfaðs hóp- stjórnanda með því markmiði að losna undan geðraenum ein- kennum, að breyta óhentugu atferh 'og jafnvel stefna að persónuleikabreytingum. Lengi framan af voru bæði geðlæknar og sálfræðingar margir hverjir Utt trúaðu á þetta meðferðarform. 1 raun og veru ætti ekki að vera svo erfitt að skilja að meðferð í hópum er oft besta meðferðarformið. Manneskjan er félagsvera og er fyrstu ár ævi sinnar mjög háð umhverfi sínu, „hópnum sínum“. í uppruna sínum eða fjölskyldunni lærir einstak- lingurinn ýmis viðbrögð. Mikið fer eftir andrúmsloftinu í þess- um upprunahópi einstakUngs- ins, - hvað hann fær í vega- nesti til þess að takast á við vandamál ungUngsára og fuU- orðinsára. Margir eru þeir sem ekki komast klakklaust í gegn- um bernsku- og ungUngsár, eru kvíðnú og óöruggir og eiga jafnvel erfitt með að treysta nokkurri persónu. Er ekki úr vegi að ætla að kannski sé auðveldast að hjálpa þessum einstakUngum inn á rétta braut í meðferðar- hópi þar sem aðstæður verða oft svipaðar og í upprunahópn- um. Til gamans má geta þess að það voru ekki sálfræðingar eða geðlæknar sem fyrstir tóku eft- ir því að unnt var að ná árangri með því að safna saman fólki með svipuð einkenni, heldur var það bandarískur lyflæknir sem fyrstur er taUnn hafa kom- ið auga á þetta. Reyndar voru það og tveir franskir læknar sem lýstu svipaðri reynslu sinni í byrjun aldarinnar. Þessi bandaríski læknir hét Pratt og var hann lyflæknir í Boston. Hann safnaði saman berkla- sjúkUngum og gaf þeim upp- lýsingar um þennan sjúkdóm og lagði þeim ýmsar lífsreglur. Ekki má gleyma því að á þess- um tíma voru berklar ekki bara líkamlegur sjúkdómur en einnig félagslegur. Þessi sjúk- dómur hafði í för með sér andlega- sem félagslega ein- angrun og oft vonleysi um lækningu. Pratt komst að því sér til nokkurrar furðu að það voru ekki upplýsingarnar sem hann gaf sjúkUngunum sem þeim virtust að mestu gagni koma, heldur tækifærið til þess að hafa samneyti við aðra, sem voru í sama báti og þeir. Síðan Pratt byrjaði með þessa hópa sína í byrjun aldar- innar hefur ýmislegt breyst og augu sálfræðinga og geðlækna opnast fyrir þeim möguleikum sem hópmeðferðin býður upp á. Þó var það reyndar ekki fyrr en á stríðsárunum að læknar neyddust til þess að með- hörtdla fólk í hópum sökum fámennis lækna. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur svo orðið gífurleg þróun í hópmeð- ferð og í margar áttir. Því miður hafa höfundar ým- issa stefna í hópmeðferð verið mjög einstrengislegir, - haft ofsatrú á eigin ágæti og útilok- að kenningar annarra. Er ekki laust við að nokkur trúar- bragðakeimur hafi verið að mörgum kenningum. Sums staðar hafa hópar orð- ið eins konar tískufyrirbrigði og þá er sú hætta fyrir hendi að menn taki að sér að stjórna hópum, sem enga þjálfun eða þekkingu hafa til þess. Hug- myndirnar að baki þessara hópa eru oft góðar en hafi stjórnandinn ekki hlotið góða þjálfun og viti nokkurn veginn hvað hann er að gera í hópnum, geta afleiðingar orðið hörmulegar. Hef ég því miður alltof oft þurft að taka við fólki sem orðið hefur geðveikt í hópum þar sem stjórnandinn missti í raun og veru völdin. - Ekki má þó alfarið kenna stjórnendum um allt sem miður fer því stundum virðist raunin sú að einstaklingar sem eru tæpir á geði reyna oft mikið að komast í svokölluð „hópeflisnám- skeið“. Ekki dettur mér í hug að ég geti í stuttu svari lýst þeim aragrúa sem finnst af mismun- andi tegundum hópmeðferða. í stórum dráttum má þó skipta hópum í virknihópa, stuðn- ingshópa og innsæishópa og fer eftú sálarástandi einstakl- ingsins og aðstæðum hvers konar hópar eru heppilegir hverjum einstökum. Áður en einstaklingur er settur í hópmeðferð er mikil- vægt, sérstaklega ef um lang- tímameðferð er að ræða að hópstjóri meti persónuleika og sálarástand einstaklingsins mjög gaumgæfilega. Reyndar á þetta ekki aðeins að gilda um hópmeðferð en einnig önnur meðferðarform. Ef þessa er ekki gætt, sé hópstjórnandi óvanur og lítt þjálfaður og jafn- vel uppfullur af eigin vanda- málum sem hann ómeðvitað er að reyna að leysa í hópnum, getur illa farið. Stjórnandi hóps hefur oft yfir meiri möguleikum að ráða í meðferð einstaklingsins þegar hann getur notað þá krafta sem eru í hópnum. Valdi hóp- stjórinn hins vegar ekki þessu verkfæri sínu getur það snúist í höndum hans og valdið meiri skaða en gagni. Ætli maður sér í meðferð verður maður að vanda val meðferðaraðila sem maður ætl- ar sér að treysta fyrir sínum innstu leyndarmálum. Reyndar getur maður verið nokkuð ör- uggur um að vel gangi velji maður sér reyndan sálfræðing eða geðlækni því ef þessir tveir einstaklingar hæfa ekki hvor öðrum er útkoman í versta falli enginn árangur. Leggi maður aftur á móti út á hafið, í helg- arnámskeið í svokölluðu hóp- efli með einstaklingi sem er kannski fullur af áhuga en með litla stjórnunarreynslu að baki og kann sér ekki mörk er ekki víst að maður nái landi skakka- fallalaust. í svari þessu til þín, kæra „verðandi stúdína" hefi ég reynt í örstuttu máli að stikla á því allra stærsta, hvað varðar kosti og hættur hópmeðferðar, en um hópmeðferð hafa verið skrifaðar margar langar grein- ar og bækur þar sem þessu meðferðarformi eru gerð góð skil. Einnig hafa yfirleitt feng- ist hér í nokkrum bókabúðum ágætar vasabrotsbækur um hópsálarfræði sem oftast eru auðlesanlegar jafnt þeim sem ekki eru sterkir á svellinu í erlendum tungumálum. Bestu kveðjur, þinn Páll Eiríksson. Páll Eiríksson geðlæknir svarar spurningum lesenda |

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.