NT - 23.03.1985, Blaðsíða 1

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 1
Mál Páls Magnússonar og Ingibjargar Hafstað: Pálldregurrannsóknar- beiðni sína til baka ■ Páll Magnússon fréttamað- ur hefur sent ríkissaksóknara bréf þar sem hann dregur til baka beiðni sína um rannsókn vegna bókunar Ingibjargar Hafstað útvarpsráðsmanns frá 9. nóvember s.l. og sé málinu lokið frá sinni hálfu. Ákvörðun Páls kemur í framhaldi af út- varpsráðsfundi í gær, þar sem samþykkt var yfirlýsing þess efnis að ráðið sæi ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við störf þingfréttamanns sjónvarps. Útvarpsráð tók þessa afstöðu á grundvelli yfirlits um fréttir úr Alþingi á tilteknu tímabili, sem Páll Magnússon tók saman að beiðni útvarpsstjóra. Ingibjörg Hafstað og Gerður Óskarsdóttir bókuðu þá afstöðu sína á út- varpsráðsfundinum að ófull- nægjandi væri að taka afstöðu á grundvelli þess yfirlits, þar sem Páll Magnússon væri ekki ólilut- drægur í málinu. Gerður Ósk- arsdóttir lagði til að gerð yrði úttekt á þingfréttum sjónvarps- ins s.l. ár og hún framkvæmd af hlutlausum aðila. Sú tillaga var felld. Umrædd ályktun útvarps- ráðs var samþykkt með 5 sam- hljóða atkvæðum, en Ingibjörg Hafstað og Gerður Óskarsdóttir sátu hjá. „Ég lít á ályktun útvarpsráðs sem traustsyfirlýsingu þess við mín störf og hjásetu Ingibjargar Hafstað skil ég þannig að hún haldi bókun sinni frá í nóvemb- er ekki til streitu," sagði Páll Magnússon í samtali við NT í gær. Skeyti Ragnhildar: Mætið til vinnu ■ Menntamálaráðu- neytið sendi útgengnum framhaldsskólakennurum skeyti í gær, þar sem skor- að er á þá að hefja störf eigi síðar en á mánudag, ella verði þeim veitt lausn frá störfum vegna ólög- legra fjarvista. Hið íslenska kennarafé- lag sendi menntamálaráð- herra bréf á móti, þar sem tilkynntvar, að kennarar færu ekki aftur til starfa nema tryggt væri, að þeir yrðu ráðnir á eigi lakari ráðningarkjörum en áður | og að það gilti um alla 1 kennara. Forystumenn | kennara hafa hins vegar h sagt, að enginn kennari f; mun mæta til starfa á j< mánudag. NT í uppsveiflu - tvö þúsund nýir áskrifendur ■ Áskrifendum að NT hef- ur frá síðustu áramótum fjölgað um nær tvö þúsund, auk þess sem þúsundir heimila kaupa blaðið nú reglulega í lausasölu á hverj- um degi. Þessi ijölgun fastra áskrifenda hefur komið sem afrakstur umfangsmikillar herferðar, sem dreifinga- deild blaðsins stendur fyrir. Eins og þúsundir heimila um land allt vita, hefur staðið yfir að undanförnu viðamikil hringingaherferð á vegum NT, bæði á höfuðborgar- svæðinu og í nokkrum stærri bæjum á landsbyggð- inni. Viðbrögð almennings hafa verið betri en bestu vonir. Svörun íbúa í bæjum eins og t.d. Akureyri og Grindavík hefur verið með slíkum ólíkindum að áskrif- endum þar hefur fjölgað um hátt á þriðja hundrað prósent. Um leið og NT vill þakka landsmönnum fyrir þessar góðu undirtektir, vill blaðið benda lesendum sínum á nýtt merki í hausi blaðsins, sem gefur til kynna þann árangur, sem útbreiðslustarfið hefur haft frá síðustu áramótum. Björgunarsveitin Blakkur: Bjargaði tveim kindum lifandi - úr hlíðum Tálkna ■ Félagar úr björgunarsveit- inni Blakkur á Patreksfirði fóru að beiðni tveggja fjáreigenda í nágrenni Patreksfjarðar á þær slóðir þar sem skytta lögregl- unnar skaut á dögunum 32 kindur. Alls fóru 13 manns, í þeim tilgangi að ná tveimur kindum sem enn léku lausum hala í hlíðum Tálkna. Ferðin gekk að óskum og komu björg- unarsveitarmenn til baka til Patreksfjarðar sex tímum síðar með kind og eitt lamb. Þeim mæðgum mun hafa heilsast vel, og verða þær sendar til réttra eigenda eins fljótt og auðið er. ■ Lítið hefur gengið í deilu kennara og ekki líklegt að eig- endur skólatasknanna sem sjást á myndinni vitji þeirra í bráð. NT-mynd Róbcrt Jafntefli hjá Áskeli og Lein ■ Áskell Kárason gerði jafntefli við stórmcistarann Lein í sjöundu umferð alþjóðlega skákmótsins sem fram fer á Húsavík. Áskell hafði svart í viðurcigninni, og var aldrei í vandræðum með að halda jafntefli. Eftir sjö umferðir er Lcin efstur með 5 'h vinning. í 2.-3. sæti eru Helgi og Jón L. með 4 'h vinning. Urslit í sjöundu umferð sem tefld var í gær urðu: Jafntefli gerðu Helgi og Jón L., Zucker- mann og Guðntundur, Lein og Áskell, Lombardy vann Sævar, og Karl vann Pálma. Skák Helmes og Tisdal fór í bið. Mælt með Ingólfi ■ Útvarpsráð mælti mcð því að Ingólfur Hannesson íþróttafréttamaður sjónvarps vcrði ráðinn íþróttafrétta- maður útvarpsins, en Sam- úcl Örn Erlingsson íþrótta- frcttaritari NT verði lausráðinn í fullt starf hjá stofnuninni. í prófi sem umsækjendur gengu í gegnunt var Samúel talinn númer eitt. Ingólfur hefur hins vegar alllaga starfsreynslu að baki sem íþróttafréttamaður hjásjón- varpinu. BWÚtvegsbankinn biðst 166 milljón krónaágrein- afsökunar á ordalagi ■ Útvegsbanki íslands hefur beðið bæjarráð Hafnarfjarðar afsökunar á orðalagi, en í papp- írum frá bankanum kom orðið veðsvik fyrir í tengslum við afurðaián fyrírtækisins. í samtali við NT í gær stað- festi Ólafur Helgason banka- stjóri að ákveðin birgðarýrnun hefði komið fram við könnun, sem gerð var, en það væri ekki sama og um veðsvik væri að ræða. Mistökin skrífast á reikning eins starfsmanna bankans. í yfirlýsingu sem Útvegsbank- inn hefur sent frá sér er staðfest að afurðarlán BÚH við bank- ann séu nú sem næst eðlilegt hlutfall af verðmæti birgða. „Það liggur fyrir", sagði Vil- hjálmur G. Skúlason við NT í gær, „að bankinn hefur fengið 8.2 milljónir í lok janúar uppí það sem hann fyrst kallar veð- svik en síðan er nefnt rýrnun birgða“. Litlirsemengirpening- ar hafa runnið til útgerðarinnar á þessum 2 mánuðum sem liðnir eru frá viðmiðun reikninga um áramót, þótt selt hafi verið af birgðum BÚH. „Útvegsbank- inn og Seðlabankinn hafa hirt þessa peninga og við höfum ekki fengið að vita hvað þetta er há upphæð, það viljum við fá að vita“, sagði Vilhjálmur, en ekki hafa fengist svör við því. Ólafur Helgason sagðist ekki geta gefið upplýsingar um við- skipti bankans og einstakra fyrirtækja en búið væri að semja um birgðamál. Mikill ágreiningur virðist einnig vera um verðmæti togara BÚH. í reikningsyfirliti Helga Númasonar bæjarendurskoð- anda er verðmæti þeirra áætlað 130.6 milljónir en í yfirliti Endurskoðunarskrifstofu Sig- urðar Stefánssonar sf. frá 1. des. ’84, er verðmæti þeirra ætlað 296.5 milljónir. Þessi mis- munur, að viðlögðum ætluðum viðgerðarkostnaði á togaranunr ingur um verðmæti togaranna Maí, samsvarar nokkurn veginn þeim mismun sem er á reikning- um BÚH, sem lagðir voru fram á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag og áætluðum efnahagsreikningi. Vilhjálmur G. Skúlason taldi að yfirlit sent lagt var fram í fyrradag væri rétt, hinar tölurn- ar væru byggðar á trygginga- verði skipanna, en ástand þeirra væri mun verra en ætlað var.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.