NT - 23.03.1985, Blaðsíða 14

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 14
Laugardagur 23. mars 1985 14 Sjónvarp laugardag kl. 21.05: Milljón punda seðillinn kemur manni bæði úr og í klípu ■ Fyrri laugardagsmynd sjónvarpsins, Milljón punda seðillinn (The Million Pound Note), er bresk gamanmynd frá 1954, gerð eftir samnefndri sögu Marks Twain. Sýningin hefst kl. 21.05. Myndin gerist í London fyrir aldamót. Tveir forríkir og sér- vitrir bræður veðja um það, hvort bláfátækur og heiðarleg- ur maður hefði nokkurt gagn af því að ganga um með milljón punda seðil á sér. Tilraunadýr þeirra bræðra verður ungur Bandaríkjamaður, vina- og fjármunalaus í London. Hon- um er fenginn milljón punda seðillinn til notkunar í eitt ár. Fljótlega kemur í ljós að seðillinn opnar allar dyr fyrir unga manninum, en enginn þeirra sem hann á viðskipti við treystir sér til að skipta seðlin- um. Hann eignast unnustu en samband þeirra verður brösótt þegar hann reynir að koma henni í skilning um að í raun- inni sé hann bláfátækur. Og í þann mund sem hann er að verða búinn að sannfæra hana, kemur vinur hans með þær fréttir að hann hafi unnið óhemju fé í kauphöllinni. Ekki fer hjá því að ungi maðurinn eignist öfundar- menn og einn þeirra gengur svo langt að stela seðlinum fræga og breiðir svo út þann orðróm að trúlegst hafi hann aldrei verið til! Afleiðingin er sú að lánardrottnar flykkjast á vett- vang til að krefjast greiðslna á skuldum. Nú er ástandið orðið svart hjá vini okkar, en myndin er ekki búin enn og þess vegna von til að úr rætist hjá honum. Með aðalhlutverk fara Gre- gory Peck, Jane Griffiths, Ronald Squire og Joyce Grenfell. Leikstjóri er Ronald Neame. Pýðandi er Rannveig Tryggva- dóttir. ■ Allir vilja eiga viðskipti við milljónamæringinn á meðan allt leikur í lyndi. Gregory Peck leikur unga Bandaríkjamanninn með milljón punda seðilinn. Ingibjörg Guðjónsdóttir Michael Jón Clarke Viðar Gunnarsson Allt í góðu með Hemma Gunn ■ Hermann Gunnarsson, hinn eitilhressi og vinsæli íþrótta- fréttamaður útvarpsins um mörg undanfarin ár, hefur nú sagt skilið við íþróttafréttamennsk- una og tekið til við önnur verk- efni. Hann hefur tekið að sér dagskrárgerð fyrir útvarpið og fá hlustendur að fylgjast með fyrsta þættinum hans á morgun, sunnu- dagkl. 15.15. Allt í góðu með Hemma Gunn heitir þátturinn og er „bara eins og nafnið bendir til, allt í góðu,“ segir Hermann. Hann segir létt- leikann sitja í fyrirrúmi og ekki fari hann troðnar slóðir, svo að þar ætti eitthvað áð vera að finna fyrir alla, sem á annað borð hlusta á þetta með þægilegu hugarfari í kaffitímanum á sunnudögum. Hermann fær gesti í þáttinn á morgun og þeir eru ekki af verri endanum. Öll þjóðin þekkir þessa menn, en nú ætla þeir að sýna ít sér nýja hlið, m.a.s. „alveg splunkunýja," segir Hermann, og gera eitthvað sem þeir hafa aldrei gert áður. Gest- irnir eru Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins, en þeir Hermann eru gamlir skóla- ■ Þorsteinn Pálsson, gamall kunningi Hermanns, sýnir út- varpshlustendum á sér nýja hlið í þættinum á morgun. ■ Rúnar Júlíusson er enn á fullu í poppbransanum, þó að hann hafi haft þar hlutverka- skipti frá Hljómaárunum. bræður, rallýkappinn Jón Ragn- arsson, sem Hermann segir heimsfrægan, og „einn af æðstu prestum popptónlistar í gegnum tíðina,“ Rúnar Júllusson. ■ Jón Ragnarson lætur ekki sitt eftir liggja í hvaða rallýi sem er. Ásdís Kristmundsdóttir Glín Sigmarsdóttir Erna Guðmundsdóttir Sjónvarp sunnudag kl. 21.35: Söngkeppni Sjónvarpsins 1985 ■ Annað kvöld kl. 21.35 fer fram söngkeppni Sjónvarpsins í beinni útsendingu úr sjón- varpssal. Þetta er í annað sinn sem slík keppni fer fram. Skipulagið er með sama sniði og var í fyrri keppninni. Keppendur, sem eru sex, syngja tvö lög hver með píanó- undirleik og eitt með Sinfóníu- hljómsveit íslands, og eru laun sigurvegarans þau að taka þátt í söngkeppni BBC í Cardiff í Wales. Formaður dómnefndar er Jón Þórarinsson. Kynnir er Anna Júlíana Sveinsdóttir. Umsjón og stjórn annast Tage Ammendrup. Utvarp sunnudag kl. 15.15: Laugardagur 23. mars 7.00 veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Astríður Haraldsdóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áöur. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla. Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar örn Pétursson. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 (slenskt mál Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Niarðvík. 17.10 A óperusviðinu Umsjón: Leif- ur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Á hvað trúir hamingjusam- asta þjóð í heimi? Umsjón: Valdís Óskarsdóttir og Kolbrún Halldórs- dóttir. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne Ragnheiður Arn- ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs- sonar (12). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.50 „Skylmingar við skáldið Svein“ Auðunn Bragi Sveinsson ræðir viö Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi, sem rifjar upp viðskipti sín við Svein Hannesson frá Elivogum. (Áður útvarpað 1970) 21.25 „Frásögnin um lestina" eftir Evu Moberg Hanna Lára Gunn- arsdóttir les þýðingu sína. 21.35 Kvöldtónleikar. Þættir úr sí- gildum tónverkum. 22.00 Lestur Passiusálma (42). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þriðji heimurinn Þáttur í umsjá Jóns Orms Halldórssonar. 23.15 Hljómskálamúsík Guðmund- ur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 24. mars 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson prófastur flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Hans Carste leikur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.25 Stef numót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í Garðakirkju Prestur Séra örn Bárður Jónsson. Organ- leikari: Þorvaldur Björnsson. Há- degistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 „Ævintýri úr hugarheimum" Þáttur um þýska rithöfundinn Mic- hael Ende og verk. hans. Umsjón Arthúr Björgvin Bollason og Helga Brekkan. 14.30 Frá tónlistarhátíðinni í Salz- burg sl. sumar Edita Gruberova syngur lög eftir Richard Strauss og Ambroise Thomas. Irwin Gage leikur á píanó. 15.15 Allt í góðu með Hemma Gunn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um visindi og fræði Um samkirkjulega guðfræði. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Á óperutónleikum í Háskóla- bíói Martha Colalillo og Piero Visc- onti syngja með Sinfóniuhljóm- sveit islands: 18.00 Vetrardagar Jónas Guð- mundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 18.20Tónleikar. Tllkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og umræðuþáttur um fréttamennsku. og fjölmiðlastörf. Umsjón: Hall- grímur Thorsteinsson. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 20.50 islensk tónlist „Sumarmál" eftir Leif Þórarinsson. Manuela Wi- esler og Helga Ingólfsdóttir leika á flautu og sembal. 21.05 Evrópukeppnin í handknatt- leik Ragnar Orn Pétursson lýsir siðari hálfleik Víkings og Barcel- ona i Laugardalshöll. 21.45 Útvarpssagan: „Folda“ eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (6). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK) 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Áma- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur ■Vt 23-mars 14:00-16:00 Léttur laugardagur. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Hlé 24:00-24:45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Jón Ólafsson. Rásirnarsamtengd- ar að lokinni dagskrá rásar 1. Laugardagur 23. mars 16.30 Iþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan 19.25 Þytur í laufi 3. A ferð og flugi. Breskur brúðumyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin. Tíundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen 21.05 Milljón punda seðillinn 22.35 Hliðarspor (L'escapade) Svissnesk-frönsk biómynd frá 1973. Leikstjóri Michel Soutter. Aðalhlutverk: Jean-Louis Trintign- ant, Marie Dubois, Philippe Cleve- not og Antoinette Moya. Ungur líffræðingur sækir námskeið í smábæ einum. Þar kynnist hann stúlku, sem á hvergi höfði sínu að halla, og skýtur yfir hana skjólshúsi þótt eiginkona hans taki það óstinnt upp í fyrstu. Þýðandi Pálmi Jó- hannesson. 00.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 24. mars 14.15 Úrslitaleikurinn um Mjólkur- bikarinn Norwich City og Sund- erland keppa á Wembleyleikvangi i Lundúnum. Bein útsending frá 14.20 - 16.20 (Evróvision - BBC) 17.00 Sunnudagshugvekja. 17.10 Húsið á sléttunni 18. Sylvía - fyrri hluti. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón armaður Guðmundur Ingi Krist- jánsson. 20.55 Saga og samtíð. 2. Heimilið - hornsteinn þjóðfélagsins I Um- sjón og stjóm: Hörður Erlingsson og Sigurður Grímsson. 21.35 Söngkeppni Sjónvarpsins 1985 Söngkeppni Sjónvarpsins fer nú fram öðru sinni í beinni útsend- ingu úr sjónvaipssal. Þátttakendur í úrslitakeppninni eru sex ungir söngvarar og mun sigurvegarinn taka þátt í söngkeppni BBC í Cardiff í Wales. Keppendur syngja tvö lög hver með píanóundirleik og eitt með Sinfóníuhljómsveit Is- lands undir stjórn Páls P. Pálsson- ar. Söngvararnir eru: Ásdís Krist- mundsdóttir, Elín Sigmarsdóttir, Erna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Michael Jón Clarke og Viðar Gunnarsson. Formaður dómnefndar er Jón Þórarinsson. Kynnir er Anna Júlíana Sveinsdótt- ir. Umsjón og stjórn: Tage Ammen- drup. 23.40 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.