NT - 23.03.1985, Side 10
IU'
Laugardagur 23. mars 1985 10
Per Höjholt - æringinn og hugsuðurinn
í hópi danskra skálda heimsækir ísland
■ Skáldið sem lítur á orðlausan hlátur sem æðstan
sannleik, og sem þó hefur velt meira fvrir sér skáldskapn-
um í kringum og út frá tungumálinu en nokkurt annað
danskt skáld. Skáldið sem lesið er af fáum, og sem allir
stúdentar óttast að fá sem prófverkefni, því hann er svo
erfiður, af því það er ekki gerlegt að greina verk hans allt
í gegn, maður veit aldrei hvern þremilinn maður á að taka
til bragðs gegn honum. Skáldið sem hefur ferðast um
Danmörku þvera og endilanga og troðið upp og fengið
hinn dæmigerða meðal-Dana til að veltast um af hlátri í
troðfullum sölum. Höfundur Gittes Monologer (einræður
Gittu) sem hafa verið lesnar inn á hljómplötur og kasettur
sem hlustað er á á öllum dönskum heimilum, verk sem
fólk bæði elskar og hræðist vegna þess hve broddurinn er
atkáralcga og elskulega kaldhæðinn. Hann höfum við nú
möguleika á að hitta í eigin persónu tvisvar yfir næstu helgi,
í Háskóla íslands. á laugardag kl. 13.15, þar sem hann
ræðir um eigin rithöfundarferil og sunnudag kl. 15.00 í
Norræna húsinu þar sem hann fjallar um efnið; „Hvað
höfum við að gera með Holberg?“
Per Höjholt (f. 1928) kom
fyrst fram í tímaritinu Heretica
þegar áriö 1949. I byrjun orti
hann í anda síðsimbólismans
og hann sló ekki raunverulega
í gegn fyrr en 1966 áriö eítir að
liann flutti svo langt inn í
náttúruna sem hægt er í Dan-
mörku, til marka hinna jósku
skóga og heiða, þegar danskur
jarðvegur hafði verið frjóvgað-
ur með módernisma nægilega
lengi til þess aö fólk hafði lært
að meta línudansara orðsins.
Ég hafði sjálf mín fyrstu
kynni af Ijóðum Per Höjholts
árið 1969 og ég varð skelfingu
lostin! Á þeitn tíma stóð yfir
þriðja skeið módernismans
rneðal bókmenntafólks Kaup-
mannahafnar og Per Höjholt
var brautryðjandinn, sem átti
að vísá á hinar réttu brautir að
ferðast eftir í bókmenntunum.
Ég varð skelfingu lostin vegna
þess að ég hafði hugsað mér að
leggja stund á bókmenntir, og
allt í einu leit út fyrir að
tungumálið væri að hverfa!!!
Þ.e.a.s. tungumálið var í
Ijóðinu. En það var ómögulegt
að samsama sig nokkurri per-
sónu eða stemmningu. Leyfið
mér að koma með eitt dæmi:
Yfirstrikaðir bókstafir í röð
efst á blaðinu, þeir breikka og
línurnar lengjast eftir því sem
neðar dregur á síðunni, þar til
á miðjunni getur að lesa eina
læsilega setningu: „Sólin sjá
hennar voldugu hornmjólkin
frýs í umbúðum sínum,"
endurtekið þrisvar sinnum,
síðan minnka stafirnir aftur og
verða ólæsilegir á nýjan leik
neðst á blaðsíðunni.
Petta ljóð var dænti um hið
sérstaka form Per Höjholts
fyrir skrift-realisma og show-
estetík og það vísaði til baka
til konkretismans. Ég vil ekki
segja að égskildi ekki neitt. Ég
skildi hugmynd hans, að sýna
að eitthvað (Tungumálið)
sprettur upp af engu, verður
að einhverju, sem síðan verður
aftur að engu. En innihaldið
verkaði þunglamalega á mig,
ogformið ofþurrt. Mennta- og
karlasnobb hugsaði ég með
mér.
Heimspekilega einkennast
Notaðir traktorar
á vildarkjörum
Eigum ýmsar stæröir og gerðir af notuð-
um traktorum, sem fást á sérstökum
greiðslukjörum.
VCIADCCG
Bildshöfða 8 — Simar 68-66-55 & 68-66-80
verk Höjholts af núllheim-
speki. Núllin er hægt að telja
og m.a. vegna þess, að það er
hægt að telja þau, öðlast þau
jákvæð gildi, álítur Höjholt, -
og núllheimspekin felur þar
með í sér að maður upplifir
sjálfan sig sem þann sem getur
hugsað eigið tilvistarleysi.
í viðtali við Iben Holk (í
NaturRetur 1984) segir hann:
...ef mér hefur tekist vel til,
þá getur ljóð eftir mig gert
lesandanum kleift - í svip-
hending - að skilja hvaó þetta
snýst um. En aðeins sem svip-
hending. Og þessi sviphending
er bundin við þetta eina verk.
Maður getur munað þessa
sviphending, en hún verður
aðeins endurtekin á þessum
sama stað, - ef mér hefur
tekist það sem ég ætlaði mér.
Og það er þessi sviphending
sem ég reyni að skapa, mín
vegna og lesandans. Því þar
færð þú þá tilfinningu að þú
farir í gegnum núllsvæðið...
Hafi Kirkegárd sntíðað lík-
ingamál sitt á 70 þúsund faðma
dýpi, þá smíðar Höjholt það út
frá þeirri skynjun að hann
skrifi á þunnum ís til að halda
opnu fyrir vatni. Jaðarsvæði
hafa mikla þýðingu hjá Höjholt
og hann skilgreinir norrænu
sjúkdómseinkennin sent fyrir-
bæri sem eigi rætur í dálæti
okkar á því þokukennda ,.og
þess háttar". Hann álítur að
okkur líði best þegar okkur
tekst að einangra skynjun og
vitsmuni frá tilfinningunum -
og höldum okkur síðan við
tilfinningarnar. Afleiðinguna
segir hann vera bastarð í
fósturstellingu. Einangri mað-
ur tilfinningarnar frá vitsmun-
unum öðlast maður þá sýn á
bókmenntirnar sem fjöldi
danskra rithöfunda hefur:
smábarn - sent hvorki er fært
um að hugsa eða glápa. Fólk
heldur að það sé hægt að
aðskilja tilfinningar og vits-
muni, segir Höjholt, en það er
ekki hægt, vitsmunirnir eru
með. Þetta þýðir að hann
krefst þess af listinni að til þess
að hún sé list, sem þýðir að
hún uppfyllir fagurfræðilegar
kröfur, rúmi hún bæði tilfinn-
ingar og vitsmuni.
Það er ekki til sá rithöfundur
a.m.k. ekki í Danmörku sem,
skrifar minna um tilfinningar
en Per Höjholt - hin erótíska
veröld lýsir þar einfaldlega
með fjarveru sinni. Hann hefur
það orð á sér að vera ópersónu-
legur rithöfundur. En það er
ekki heldur á þann veg að
hann telji að maður eigi að
skrifa um tilfinningar og vits-
muni. Það sem hann á við er
að hvort tveggja skuli vera til
staðar í sjálfu verkferlinu. Að-
ferð hans er, - og hér einfalda
ég - að slaka aldrei á hinum
vitsmunalegu kröfum - og fara
síðan leið hjartans til höfuðs-
ins. Þetta kallar á árekstra sem
fá fólk til að veltast um af
hlátri, - lesandinn fær í svip-
hending innsýn inn í hið grót-
eska.
Þessi aðferð heppnaðist fyrir
alvöru í Gittes Monologer sem
út kom 1981. Hann segir sjálf-
ur að það.sem hann skorti fyrr,
var alþýðuhefðin, og að hann
hefði sjálfur átt að skilja fyrir
löngu að það var þessi leið sem
hann hefði átt að fara ekki síst
þar sem bæði Mallarmé og
Cézanne voru fastir förunautar
í fræðilegum farangri hans.
Hann hefur meira að segja
skrifað bók um Cézanne, þar
sem hann lætur í ljós þá skoðun
að maður komist lengst nteð
aö halda því frani að dæmigert
augnablik verði aðeins lifað,
ekki upplifað, ekki munað og
ekki þekkt aftur. Formi hans
og stíl í hinu lifaða núi verður
kannske best lýst þannig; það
inniheldur alla reynslu ntilli-
bilsins, og í því að hið dæmi-
gerða augnablik (það sem kall-
ar fram hlátur) skilur sjálft sig
ekki sem hluta heldur sem
þverskurð af heild.
Við hlæjum að Gittu, hvort
sem við viljum eða ekki. Gitta
er uppfull af klisjum, hún
skiptir stöðugt um stefnu, hug-
myndir hennar og vonir eru
sóttar í þá óskaveröld, sem hið
viðtekna hefur sett vörumerki
sitt á. Algjör skortur hennar á
vitsmunalegum viðmiðunum,
samfara ólýsanlegum barna-
skap hennar og um leið sjálfs-
ánægju og því hve hún er
sjálfri sér nóg; allt þetta leiðir
af sér reglulega árekstra milli
hins lifaða veruleika og upplif-
aða veruleika, sem brjóta nið-
ur markalínur með þeim hætti
að við hljótum að hlæja að
Gittu þegar ísskorpan brotnar
undan henni. En vegna þess
hve trúnaður höfundarins
gagnvart henni og ást hans til
hennar(?) gerir persónu henn-
ar fjarlæga okkur, koma einnig
sviphendingar þar sem ýmis-
legt úr okkar eigin hversdags-
lífi hrapar einnig í gegn.
Jósk mállýska Gittu og smá-
borgaralegur afdalahugsunar-
háttur hennar er ekki það sent
er í tísku sem viðfangsefni
menntamanna. Hún er í raun-
inni nautheimsk, svo það sé
sagt hreint út (það þorir þrett-
án ára dóttir mín óhikað að
gera), en Per Höjholt hefur
einnig sýnt okkur fram á að
tungumál hennar hefur yfir að
ráða áhrifaríkum táknkerfum,
þegar um viðurkenningu er að
ræða. í einræðu Gittu um Alp-
ana, þar sem hún, - nýkomin
heini úr ferðalagi - segir Sú-
sönnu vinkonu sinni frá því
sem hún upplifði, fáunt við
þannig að vita hvernig þau
hafa ekið fram og til baka og
leitað að Mont Blanc, meira
að segja haldið kyrru fyrir í
bílnum stundarfjórðung og
skoðað kortið og horft áAlpana
hvert um sig og verða að
lokum að hugga sig með því að
segja: „Nú hljótum við að hafa
séð það,“ og hlakka svo til að
fá að minnsta kosti kúlupenna
föðurins með ntynd af Mont
Blanc á í arf, einn góðan
veðurdag.
Per Höjholt mun lesa úr
Einræðum Gittu í fyrirlestri
sínum um rithöfundarferil sinn
í Háskóla íslands á laugardag
kl. 13.15. Á sunnudag talar
hann í Norræna húsinu um
Holberg, einkum um gleðileik-
ina og liann mun leggja til
grundvallar doktorsritgerð
Erik A. Nielsens um Holberg
þar sem hugtökin hlátur og
kómík eru lögð til grundvallar
og fjallað um skilyrði þessara
hugtaka á dögum Holbergs, -
síðan mun hann bjóða upp á
dærni um livað Holberg myndi
gera væri hann uppi í dag.
Hann mun einnig ræða al-
mennar forsendur hlátursins,
tengsl hans við hversdagslífið,
hversdagsmálið og tengsl hans
við módernismann.
Ég spurði Per Höjholt að
því á dögunum í símtali hvort
hann gengi ekki út frá að
Holberg myndi nota aðferð í
líkingu við hans eigin, væri
hann starfandi í dag: Það var
hann ekki í vafa um en hann
taldi einnig að „Fimm sinnum
Kaj“yrðuaðverameð. Fimm
sinnum Kaj er grínleikhópur,
sem gerir einkum grín að (eða
framreiðir) fimm karlpersón-
um sem allar heita Kaj, - á svo
elskulegan og samúðarfullan
hátt að hið gróteska bíómstrar
ekki aðeins heldur brýst fram.
Raunar er eitt sem Per Höj-
holt telur að sé mjög frábrugð-
ið okkar tímum frá því sem var
á dögum Holbergs, við getum
ekki lengur unnið með
„týpur“. Svo sem vel er þekkt
leiddi Holberg fram á sjónar-
sviðið ákveðnar týpur, þann
fjöllynda, þann tímalausa,
o.s.frv. en það telur Höjholt
að sé ekki lengur mögulegt.
Fólk er ekki týpur lengur segir
hann, það er ekki hægt að
segja; þannig er verkamaður,
þannig er atvinnurekandi og
þar frant eftir götunum. Fólki
er nú aðeins hægt að skipta
niður í „einn eftir einn eftir
einn“ o.s.frv.
Allt um það er Gitta týpa
fyrir mér. En Per Höjholt
hefur væntanlega aðra skýr-
ingu, sem hann leggur á borð
fyrir okkur um helgina.
Lisa Schmalensee
lektor í dönsku
Per Höjholt talar í stofu 101
í Lögbergi í dag, laugardag 23.
mars kl. 13.15 um rithöf-
undarferil sinn og aöferðafræði
sína auk þess sem hann les úr
Einræðum Gittu.
Á morgun 24. mars kl. 15
talar hann í Norræna húsinu
um efnið: Hvað eigum við að
gera með Holberg. Þar fer
einnig fram kynning á dönsk-
uni bókum, útgefnum ásíðasta
ári, þar sem Sören Ulrik
Thomsen, yngsti módernistinn
í hópi danskra skálda verður
einnig gestur.