NT - 23.03.1985, Blaðsíða 21

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 21
1 J LlL Útlönd Afvopnunarráðstefnan í Stokkhólmi: Skiptar skoð- anir um árangur Stokkhólmur-Reuter ■ Fimmta fundi afvopnunar- ráðstefnu 35 Evrópulanda lauk í gær og voru fulltrúar NATO- landanna bjartsýnir á að sam- komulag um aðgerðir til að minnka stríðshættu væri í sjón- máli. — Stærsta sjúkrahús í Evrópu Áchen-Reuter ■ Stærsta sjúkrahús í Evrópu var formlega opn- að nú í vikunni í Achen í Vestur-Þýskalandi. í sjúkrahúsinu eru 1500 sjúkrarúm og háskóla- deild fyrir 3.600 iækna- nema. Bygging sjúkra- hússins hófst fyrir sex árum og mun hafa kostað 2,4 milljarða marka (rúml. 30 milljarðar ísl.kr.) sem er fjórum sinnum hærri upphæð en upphaflega hafði verið ætluð til sjúkrahúsbyggingarinnar. Stjórnsýslustofnanir í Vestur-Þýstaklandi munu enn ekki hafa komið sér saman um hver skuli greiða kostnaðinn við bygginguna. Sovéski sendiherrann, Oleg Grinevsky, var svartsýnni, og sagði hann að austur og vestur greindi enn á í grundvallaratrið- um. Bandaríski sendiherrann sagði þetta mikilvægasta fund- inn til þessa. Hann hefði verið mjög jákvæður og skoðana- skiptin væru orðin alvarlegri. Grinevsky sagði að þrátt fyrir það hefði NATO enn ekki svar- að tillögum Varsjárbandalags- ins. Hann sagði ennfremur að viðræðurnar væru ófyrirgefan- lega hægfara miðað við spenn- una sem ríkjandi er í Evrópu. Ráðstefnan ræddi hvernig draga mætti úr tortryggni í því skyni að minnka hættuna á því að strið brjótist út í Evrópu vegna mistaka. Þráðurinn verð- urtekinnuppánýhinn 14. maí. í tillögum NATO-ríkjanna um leiðir til að draga úr stríðs- hættu er farið fram á að skipst verði á hernaðarlegum upplýs- ingum og heræfingar verði til- kynntar fyrirfram. Varsjár- bandalagið vill að gert verði samkomulag um það að bannað verði að beita hervaldi til þess að leysa milliríkjadeilur. í lokaræðum fundarins í gær hvöttu NATO-fulltrúarnir Varsjár-bandalagsríkin til þess að svara tillögum NATO í smá- atriðum. Grinevsky sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tillögumar sem hann sagði miða að því að tryggja einhliða aukið öryggi NATO-ríkjanna. Vestur-Evrópubúar f lykkjast frá íran Ankara-Reutcr. ■ Hundruð Vestur-Evrópu- búa hafa komið til Tyrklands landleiðina frá íran á síðustu dögum í kjölfar aukinna stríðsá- taka írana og íraka. Talsmenn ítalska sendiráðs- ins sögðu að ítölsk herflutninga- flugvél hefði flutt 38 ítali heim frá Austur-Tyrklandi eftir 40 klukkustunda akstur í rútu frá íran. Breskur kaupsýslumaður sem kom til Ankara í gær sagði Reuters að „gífurleg biðröð'' væri við landamærin. Hann þurfti, ásamt fleirum, að bíða í fimm klukkustundir eftir því að komast yfir landamærin. Meðal þeirra sem komu frá íran í gær voru Svisslendingar, Hollendingar, Austurríkismenn og nokkrir íranar, en ekki er vitað nákvæmlega hversu marg- ir þeir voru. Flest erlend flugfélög hættu að fljúga til Teheran í síðustu viku eftir að írakar lýstu því yfir að þeir litu á íranska lofthelgi sem vígvöll og að farþegaflug- vélar gætu orðið fyrir árásum fyrir mistök. Laugardagur 23. mars 1985 2 Suður-Afríka: Rannsókn lofað á fjölda- morðum ■ Per Lindegaard sáttasemjari tilkynnir blaðamönnum að hann hafi gefist upp við að reyna að miðla málum á danska vinnumarkaðnum. Verkfallið skellur á á miðnætti aðfararnótt mánudagsins. Danmörk: Samfélagið lamast vegna verkfalla - fólk farið að hamstra mat Frí Guðnínu Ögmundsdóltur fréllaritarn NT í Kaupmannahöfn • ■ Nú þegar um það bil 300.000 manns fara í verkfall á miðnætti aðfararnótt mánudags er það í fyrsta sinn í tólf ár að danskt samfélag lamast vegna stórátaka á vinnumarkaði. Árið 1973 voru verkföll og var það þá sem fengin var í gcgn krafan um styttingu vinnutímans úr 41 Vi tíma niður í 40 stunda vinnuviku og einnig urðu atvinnurekendur og Alþýðusambandið þá sammála um að koma í raun á jöfnuði í launum karla og kvenna. Bæði 1975 og 1977 var ákveðið á þingi að grípa inn í með lögum til að fá frið á vinnumarkaðnum. Tveimur árum síðar, eða 1979, var allt útlit fyrir að stórátök yrðu, bæði með verkföllum og verk- bönnum. Þá fengu ríkisstjórnar- flokkarnir, þ.e.a.s. Sósíaldemó- kratar og Venstre, viðtekna tillögu sem tryggði frið á vinnumarkaði næstu tvö árin. Síðustu tvö skiptin sem samn- ingar hafa staðið fyrir dyrum þ.e.a:s. 1981 og 1983 tókst báðum aðilum vinnumarkaðarins að vera sammála um iengd samningstíma- bilsins. 1983 var tiltölulega rólegt tímabil með tilliti til samkomu- lagsins á vinnumarkaðnum. En aftur á móti einkenndist samninga- tímabilið 1981 af verkföllum hjá prenturum og í kjölfarið fylgdu margir blaðalausir dagar þær vikur sem biaðamenn fóru líka í verkfall. Það verkfall sem nú stendur fyrir dyrum mun hafa mjög víðtæk áhrif. Einungissjúkrahús, lögregla og brunaverðir koma ekki nálægt þessu verkfalli. Stræstisvagnarnir munu þó halda áfram að aka bar til bensínbirgðir þeirra þrjóta. All- ar bensínstöðvar loka þar sem starfsfólk þeirra er í verslunar- mannafélaginu, HK. Rafmagnsveit- urnar stöðvast og verður ekki gert við þær bilanir sem kunna að verða. Fólk er farið að hamstra mat en talið er að nægrar matarbirgðir séu í verslunum fram að páskum. Brugsen og Irma (sbr. hið íslenska KRON) loka þó ekki þar sem samningar við starfsfólk þeirra verða síðar. En aftur á móti eru þeir sem keyra út vörurnar í verkfalli þannig að erfitt vcrður að útvega vörur. Fyrir landbúnaðinn þýðir verk- fallið tap á hálfum milljarði danskra króna í útflutningi á viku hverri. Útflutningurinn stöðvast vegna verkfalls hafnarverka- manna og bílstjóra. SÍB gefur aðeins undanþágu fyrir dreifingu elds- neytis til sjúkrahúsa og elliheimila og ekki verður dreift steinolíu til hitunar á íbúðum. Hluti af dagblöðunum mun heldur ekki koma út. Þó munu Aktuelt Information, Land og folk og Jyllandsposten koma út. Flug mun ekki að öllu leyti stöðvast og er talað um að fljúga frá einhverjum af Norðurlöndun- um. Mun þá vera haft í huga að fljúga frá Málmey. Flugumferð mun þó fyrst og fremst stöðvast vegna eldsneytisskorts þar sem fólkið sem við það vinnur fer í verkfall. Einnig mun öll þjónusta við flutning og afgreiðslu á far- angri lamanst. Formaður málmiðnaðarsam- bandsins, Georg Paulsen, reiknar með að ríkisstjórnin muni nota þá taktík að láta verkfallið vera í viku og eftir það verði gripið inn í með lögum. Verkalýðsfélögin eiga tiltölu- lega digra sjóði og geta þess vegna haldið út langt verkfall. Talið er að málmiðnaðarmenn eigi 440 milljónir danskra króna í verkfallssjóði handa sínum 110.000 meðlimum. SIB eiga 1,5 milljarða danskra króna handa 320.000 meðlimum sínum. HK, verslunarmannafélag- ið, á 600 milljónir handa sínum l 300.000 meðlimum og Verkalýðsfé- lag kvenna sem telur 100.000 með- limi á um það bil 325 milljónir í sjóði. Þeir sem eru í verkfalli fá að meðaltali 300 danskar krónur á dag. Félag atvinnurekenda á 1,1 mill- jarð króna í sjóði en þar fyrir utan eiga meðlimir í félögum innan sambands þeirra samalagt um einn milljarð. Uitenhage-Reuter ■ Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa lofað að láta rannsaka til- drög þess að lögregla skaut 18 blökkumenn til bana í fyrradag. Mennirnir, sem lögreglan drap, höfðu tekið þátt í friðsam- legum mótmælaaðgerðum til að minnast þess að nú eru 25 ár lið- in frá því að lögreglan skaut til bana 69 manns í Sharpeville fyr- ir sunnan Jóhannesarborg. Ráðstefna kaþólskra biskupa í Suður-Afríku hefur fordæmt ntorðin og lýst þeim þannig að þau nálgist það að vera fjölda- morð. Kirkjuráð Suður-Afríku fordæmdi morðin einnig og sagði þau enn eina spegilmynd sjúks þjóðfélags. Morðunum ltefur verið mót- mælt víðsvegar um heiminn og blökkumenn á rnörgum stöðum í Suður-Afríku mættu ekki til vinnu í gær í mótmælaskyni. — Spánn: Neyðarþing kommúnista Madrid-Reuter ■ Spænskir kommúnistar hafa ákveðið að kalla sanian ncyðarþing nú 29. mars til að reyna að koma í veg fyrir nýjan klofning í flokknum. Kommúnistaflokkur Spán- ar beið niikið afhroð í þing- kosningunum 1982 en þá fækkaði þingmönnum hans úr 23 niður í 4. Núverandi aðalritari flokksins, Gerar- do Iglesias, hefur fylgt op- inni breiðfylkingarstefnu þar sem flokkurinn reynir að ná til stórs hóps róttækra vinstrimanna. En fyrrver- andi leiðtogi flokksins, Sant- iago Carrillo, vill fylgja kommúnískri harðlínu- stefnu til að mynda ákveð- inn og greinilegan valkost við sósíalistafiokkinn. í fyrra klufu nokkrir áhrifamenn sig úr kommún- istaflokknum og stofnuðu lítinn harðlínuflokk vegna óánægju með óljósa stefnu meirihlutans. Ákærðir um sölu á pappírsskriðdrekum Ziirích-Reuter ■ í þessari viku hófust réttarhöld yfir þremur Svisslendingum sem ásakaðir eru um að hafa svikið 46,9 milljónir dollara út úr Írönum með því að selja þeim 50 skríðdreka árið 1981 sem hvergi voru til nema á fölsuðum pappírum. Ákærunni er fyrst og fremst beint gegn Walter Gnædiger sem er gefið að sök að hafa samið við fyrrverandi varaforsætisráð- herra írana, Sadeq Tabatabai, um sölu á 50 bandarískum skriðdrekum af gerðinni M48 A5 fyrir 67 milljónir dollara. Samkvæmt samningnum skyldu 70% af söluverðinu afhendast við afhendingu fragtskjala og tryggingarskjala. Tabatabai var síðar dæmdur í fjarveru sinni til þriggja ára fangelsis í Dússeldorf í Vestur-Þýskalandi fyrir að smygla 1,7 kíló- um af ópíum til Vestur-Þýskaíands. Hæsti- réttur Vestur-Þýskalands felldi dóminn nið- ur nokkru síðar vegna friðhelgi hans sem erlends sendimanns.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.