NT - 23.03.1985, Síða 11

NT - 23.03.1985, Síða 11
Laugardagur 23. mars 1985 11 ffT -ri ~ ^ 7 ' ul Minning Jórunn Ólafsdóttir í dag verður jarðsungin frá Kálf- holtskirkju tengdamóðir mín Jórunn Ólafsdóttir frá Hamrahóli. Hún lést á heimili okkar í Eyjum í Kjós aðfara- nótt 14. mars síðastliðinn. Hún var fædd 17. júlí 1893 í Desey í Norðurárdal og var því á 92. aldurs- ári þegar hún lést. Desey var smábýli úr parti af Hvammsengjum og er nú löngu komið í eyði, en þar bjuggu foreldrar Jórunnar þau Guðrún Þórð- ardóttir Jónssonar hreppstjóra á Brekku í Norðurárdal og Ólafur Ólafsson Ólafssonar ættaður af Akranesi, móðir Ólafs var Elín Guð- mundsdóttir frá Uppsölum í Norður- árdal. Jórunn ólst upp hjá foreldrum sínum á Desey ásamt systkinum sínum, en foreldrar hennar áttu ellefu börn. Af þeim eru nú á lífi Helga,sem býr í Damörku.og Albert fyrrverandi kennari og skólastjóri búsetur í Nor- egi. Látin eru: Kristín dó 5 ára. Halldór Ágúst bjó á Tjaldnesi í Dölum. Elín Kristín bjó á Háreksstöðum í Norðurárdal. Þorbjörn bjó á Hraunsnefi í Norðurárdal, síðar í Borgarnesi. Þórður bjó á Brekku í Norðurár- dal. Þorbergur bjó síðast á Akureyri. Ástríður bjó á Selfossi. Ólafur Kristinn bjó síðast í Reykja- vík. Það segir sig sjálft að það var þungt heimili á Desey á uppvaxtarárum Jórunnar og hún vandist því snemma að vinna og 17 ára gömul fór hún í vist til Reykjavíkur og er þar í vist næstu vetur, en á sumrin var hún í kaupavinnu og tvö sumur var hún á Norðfirði matráðskona á síldarverk- unarstöð. Á Norðfirði kynntist hún fyrri manni sínum Jóni Guðmunds- syni frá Sveinskoti í Skarðshreppi í Skagafirði en þau giftust í júní 1916. Þau byrjuðu þó ekki búskap strax. Jórunn fór þetta sumar kaupakona að Skarði í Landsveit, en Jón var háseti á togaranum Ingólfi Arnarsyni sem var við síldveiðar þetta sumar. En 3. september þetta sumar strandaði Ingólfur Arnarson í höfn- inni á Akureyri við Oddeyrartang- ann, og þegar verið var að ná skipinu á flot varð það slys að Jón Guðmunds- son drukknaði og var hann jarðsettur á Akureyri. Þetta var hinni ungu konu mikið áfall en til marks um samgöngur á þessum tímum er, að viku eftir að Jórunni var tilkynnt andlát Jóns fékk hún bréf þar sem hann sagði henni frá því að hann hafi fest þeim íbúð í Vestmannaeyjum en þar ætluðu þau að setjast að. Næstu tvo vetur var Jórunn hjá bræðrum sinum Þorbirni á Hrauns- nefi og Þórði á Brekku. En um vorið 1918 fór hún ráðskona til Tómasar Kristins Þórðarsonar á Hamrahóli í Ásahreppi, sem hafði þá misst konu sína frá 7 ungum börnum. Tómas var fæddur í Sumarliðabæ í Holtum 18. október 1877. Foreldrar hans voru Þórður Tómasson bóndi þar og kona hans Borghildur Brynjólfsdóttir. Á næstu árum gerist það að þau fella hugi saman.Jórunn og Tómas,og giftust þau 4. júní 1927. Börnum Tómasar, þeim 5 sem voru heima, gekk hún í móðurstað. En börn Tómasar af fyrra hjónabandi eru: Borghildur, húsfreyja, Brekku Þykkvabæ gift Runólfi Þorsteinssyni bónda. Þau eiga 3 börn. Rósa býr með Matthíasi Guð- bjartssyni í Reykjavík, hún á eitt barn. Guðrún Laufey býr með Vilbert Stefánssyni í Reykjavík, hún á tvö börn. Ragnheiður, húsfreyja, Bjólu Djúpárhreppi gift Einar Stefánssyni bónda. Þau eiga þrjú börn. Sigríður, húsfreyja, Lyngási Holt- um.gift Sveinbirni Stefánssyni bif- vélavirkja. Þau eiga átta börn. Þórður verkamaður Seltjarnarnesi kvæntur Petru Kristjánsdóttur, þau eiga þrjú börn. Sigurður hefur verið allan sinn aldur í Bjálmholti hjá frændfólki Tómasar. Hann er sjúkiingur. Börn Jórunnar og Tómasar eru tvö en þau eru Guðjón f. 5.9. 1927 bifreiðarstjóri hjá Skeljungi.kvæntur Margréti Einarsdóttur frá Húsum. Þau eiga einn son. Guðrún Ólafía f. 4.4. 1936 húsfreyja Eyjum, Kjós.gift undirrituðum. Hún á sjö börn. Ennfremur ólst upp hjá þeim að miklu leyti dóttursonur Tómasar, Tómas Steindórsson f. 22.12.1932. bóndi Hamrahóli kvæntur Sigurbirnu Guðjónsdóttur og eiga þau 6 börn. Tómas var í miklu uppáhaldi hjá henni og leit hún ávallt á hann sem eitt af sínum börnum. Á Hamrahóli var ekki auður í búi, en þau hjón Jórunn og Tómas voru samhent um að sjá sér' og sínum farborða og hjartahlýju höfðu þau mikla, þessum stað og þessari sunn- lensku sveit unni hún og þar vildi hún hvíla þegar kallið kæmi. A Hamrahóli átti hún heimili í 40 ár og oft kom það fram hjá henni hve mikið hún hélt upp á fyrrverandi nágranna sína í sveit- inni sinni. Tómas mann sinn missti Jórunn 13. okt. 1957 en hann varð bráðkvaddur að heimili þeirra. Hún bjó þó áfram á Hamrahóli næsta ár, en 1958 fluttist hún með Guðrúnu dóttur sinni til Hafnarfjarðar og átti þar heimili næstu ár. Árið 1964 hófum við Guðrún dóttir hennar búskap og fluttist Jórunn með henni hingað að Eyjum og átti hún heimili hér eftir það, en þær mæðgur voru alla tíð' mjög samrýmdar og hafa aldrei skilið. Jórunn var mýndarkona, fríð sýn- um hæglát og hlédræg en samt ákveð- in, hógvær og trygglynd og sagði ekki niðrandi orð um nokkurn mann. Hún var söngvin og hafði gaman af söng og oft rauðlaði hún fyrir börnin á heimilinu. Hún var alla tíð ákaflega heimakær en heimilið og börnin voru henni allt. Okkar börn voru mjög hænd að henni og héldu mikið upp á ömmu sína. Jórunn var mikil trúkona og margt kenndi hún börnunum af bænum og bænir hennar fylgdu okkur öllum á heimilinu. Margs er að minnast eftir rúmlega '20 ára samveru en efst eru í huga mér þakkir til minnar ágætu tengdamóður fyrir samfylgdina, sem engan skugga bar á gegnum árin, og þakkar fyrir allt sem hún var okkur, börnunum og samferðarfólki öllu, sem hér hefur verið. Jórunn verður jarðsett við hlið Tómasar manns síns í Kálfholts- kirkjugarði í dag. Fjölskyldan í Eyj- um II bíður henni velfarnaðar og blessunar Guðs í nýjum heimkynn- um, sem hún sjálft hafði þráð, eftir að andlegir og líkamlegir kraftar höfðu verið á undanhaldi á síðustu misser- um. Að endingu vil ég gera orð Davíðs Stefánssonar að kveðjuorðum fjöl- skyldunnar í Eyjum II til hennar. Þú áttir þrek og haíðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð, Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móður- handa, að miðla gjöfum - eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsund- faldar, og þjóðin öil má heyra kvæði mitt. Er íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Hafhjartansþakkir;blessunbarna þinna - og bráðum kemur eilíft vor. Magnús Sæmundsson. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar greinum í blaðinu, erbent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. HfiNS PETERSEN HF • Innbyggt eilííðarflass, sem geíur merki sé notkun þess þörf. • Rafhlöður endast á u.þ.b. 250 ílassmyndir. • Engar stillingar MYNDARLEG GJÖF nett mundavél sem notar35mm sýning um heleina I Al ir.ADHAr A « * LAUGARDAGA 10-14 T u u SUNNUDAG hSSöttin9a' 14-17 Háteigsvegi 3 Sími 27344 ^Jeldhús með 12 mánaða

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.