NT - 23.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 6
Vettvangur Laugardagur 23. mars 1985 6 liigvar Gíslason alþingismaður: Rekstrargrundvöllur heimil- anna eðlilegt forgangsverkefni í efnhagsaðgerðum á næstunni ■ Ríkisstjórnin hefur orðið fyrir áföllum með stefnumál sín, eins og þau voru boðuö í upphafi stjórnarsamstarfsins fyrir tæpum 2 árum. Vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa dalað, a.m.k. í bili, og ekki laust við að það segi til sín í afstöðu fólks til stjórnarflokkanna. í því efni fær Framsóknarflokk- urinn sinn ómælda skammt. Það sem einkennir ástandið hvað mest er sú mikla óánægja, sem ríkir hjá launafólki með kjör sín, þ.e. kaupgreiðslur og kaupmátt launa, vaxtaþyngsli og aðra byrði af húsnæðislán-1 um. Fjöldí launþega er að kikna undir húsnæðiskostnað- inum. Húsbyggjendum svíður mest að búa við vísitölukerfi, sem verkar þannig að lánsupp- hæð hækkar í samræmi við veröbólgu, en launahækkanir vcgna veröbólgu eru bannað- ar. Það dæmi getur ekki gengið upp í verðbólguþjóðfélagi. Bændur una illa sínunt kjörum og stöðu landbúnaðarins yfir- leitt. Bændur verða fyrir barð- inu á hávaxtastefnu Seðla- bankans ofan á þann samdrátt, sem nauðsynlegt var að grípa til í framleiðslu dilkakjöts og mjólkur. Mæðir á forystuflokknum Ef ég virði fyrir mér þcssá óánægju meðal bænda og laun- þega með ástand sinna mála frá sjónarhóli Framsóknar- flokksins, þá er útlitið síður en svo gott. Framsóknarflokkur- inn sækir fylgi sitt jafnt til launafólks sem bænda, Fram- sóknarflokkurinn er sam- k.væmt stefnuskrá sinni flokkur alþýðu manna til sjávar og sveita og treystir á stuðning þessa fólks sér ti.l framdráttar. Það er því e.t.v. ckki að undra að skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið, benda til þess að fylgi Framsóknar- flokksins meðal kjósenda sé langt neðan við það, sern flokkurinn getur sætt sig við. Sú óánægja, sem verið hefur að grafa um sig undanfarna mánuði kemur helst niður á forystuflokki ríkisstjórnarinn- ar, - flokki forsætisráðherrans - og þarf ekki að koma á óvart í sjálfu sér. Framsóknarmenn eiga ekki að leyna þessari staðreynd. Hins vegar er engin ástæða til að missa móðinn eða halda því fram, að hér sé um varanlegt ástand að ræða. Hér er vafa- laust um tímabundið pólitískt ástand að ræða, sem getur breyst á skammri stundu, ef rétt er á haldið. Unnið að úrbótum En þegar hér er komið máli mínu, vil ég leggja á það áherslu, að þingflokkur fram- sóknarmanna og ráðherrar flokksins hafa unnið að ýmsum umbótatillögum varðandi efnahags- og kjaramál í Ijósi núverandi ástands, og forsæt- isráðherra leggur sig fram um að ná sem víðtækastri sam- stöðu milli stjórnarflokkanna um þessar tillögur og hug- myndir. Á það mun reyna á næstunni, hvort samstaða næst um brýnar úrbætur í þessuni mikilvægu málum, og svo hitt, hvort nýjar efnahagsaðgerðir fá „frið“ til að sanna, hvað í þeim kann að búa. Meginskil- yrði þess að það megi takast, sýnast mér vera tvenns konar: 1. Að ríkisstjórnarflokkarnir standi saman um aðgerðirn- ar, bæði nauðsynlega Iaga- setningu og framkvæmd þeirra. 2. Að áhrifaöflin utan ríkis- stjórnar og meirihluta Ai- þingis, þ.e. hagsmunasam- tök hvers konar, virði slíkar aðgerðir og snúist ekki gegn þeim með samtaka mætti sínum í ótíma. Þær aðgerðir, sem ég hef hér verið að nefna, og enn eru til umfjöllunar í stjórnarflokkun- um og hjá ríkisstjórninni miða að því að ná jafnvægi í efna- hagsmálum, þ.e.a.s. að halda verðbólgu í skefjum, stilla er- lendum lántökum í hóf og tryggja rekstur atvinnuveg- anna. Ég vil leyfa mér að brýna fyrir lesendum að markmið af þessu tagi eru ekki innantóm orð. Langvarandi ofsaverðbólga getur lagt efna- hagskerfið í rúst áður en við er litið. Óheftar erlendar lántök- ur geta grafið undan fjárhags- legu sjálfstæði þjóðarinnar, og atvinnuvegir, sem ekki hafa yfir að ráða neinum eiginsjóð- um til rekstrar, viðhalds og nýsköpunar, veslast upp nema til komi sífelldar neyðarráð- stafanir af einu eða öðru tagi til þess að framlengja líf slíkra fyrirtækja. Það getur ekki ver- ið neinum til góðs að atvinnu- fyrirtæki hangi alltaf á hor- riminni, eignist ekkert og geti ekkert framkvæmt af sjálfs- dáðum eða fyrir eigið fé. Af þessu má sjá, að ríkis- stjórnin tekst á við mörg fyrir- ferðarmikil verkefni, sem án efa eru í ýmsu umdeilanleg og áreiðalenga vandasöm til góðr- ar úrlausnar, og reynslan ein getur skorið úr um það, hver árangur verður af þeim breyt- ingum, sem að er stefnt. Mark- miðið með fyrirhuguðum breytingum er að gera stjórn- kerfið og fjármálastofnanir skilvirkari og hagkvæmari, að ég ekki segi lýðræðislegri og réttlátari gagnvart öllum al- menningi og til stuðnings at- vinnuuppbyggingunni í land- inu. Aðhald að fyrirtækjum Hins vegar má ríkisstjórnin ekki líta einhliða eða af þröng- sýni á þarfir atvinnufyrirtækja, eða gera ráð fyrir því að vandi þeirra verði einvörðungu leyst- ur með aðhaldi í kaupgjalds- málum. Kostnaðarliðir í rekstri fyrirtækja eru fleiri en kaupgjaldið eitt. Fjármagns- kostnaður íslenskra fyrirtækja má sín ekki minna, þ.e.a.s. vaxtagreiðslur, svo og geng- isstaða á hverjum tíma og gengisþróun yfirleitt. Að mín- um dómi er þörf á því að hafa stjórn og eftirlit með fleiru í rekstri fyrirtækja en kaup- gjaldi einu saman. Auk að- halds í vaxtamálum, sem Al- þingi og ríkisstjórn ættu að sjálfsögðu að hafa í hendi sér, ber að hafa nákvæmt eftirlit með ráðstöfun fjár fyrirtækja í eigin þarfir atvinnurekenda og fjölskyldna þeirra. Það er op- inbert leyndarmál að ýmsir atvinnurekendur og kaup- sýslumenn draga fé út úr rekstri til alls kyns óhófs- eyðslu. Þetta horfir almenn- ingur upp á. Og það er lítið gert til þess að koma í veg fyrir framferði af þessu tagi. Slíkt ætti þó að vera hægt að gera með hertu skattaeftirliti og að- haldi af hálfu viðskiptabanka. íslenskir kaupsýslumenn þurfa að hrista af sér allt óorð um að þeir hegði sér eins og menntun- arsnauðir braskarar og skatt- svikarar. Ég vil að athafna- menn hafi hagnað af fyrirtækj- um sínum, en þeir eiga að halda ágóðanum í fyrirtækjun- um og eyða ekki umfrarn skynsamlegar þarfir í skjóli ófullnægjandi skattaeftirlits. Rekstrargrundvöllur heimilanna ■ En eins og ríkisstjórnin sýnir áhuga á að tryggja rekstrar- grundvöll atvinnuveganna með viðeigandi efnahagsráð- stöfunum, þá er ekki síður nauðsynlegt að tryggja rekstrargrundvöll heimilanna og átta sig á því hvaða kostnað- arliðir vega þyngst í rekstri slíkra fyrirtækja, sem flestir líta á sem undirstöðu þjóðfé- lagsins. Heimilisrekstur á ekki minni rétt til þess að vera rekinn hallalaus en annar þjóð- hagslegur nýtur atvinnurekst- ur. Full atvinna í þessu sambandi vil ég þó undirstrika að núverandi ríkis- stjórn hefur sýnt fullan vilja á því að fullnægja stærsta hags- munamáli vinnandi fólks, en það er að koma í veg fyrir atvinnuleysi, halda uppi fullri atvinnu í landinu. Það er engin ástæða til að gleyma því, að ísland er enn eitt af örfáum löndum Evrópu og heimsins alls, þar sem ekki er útbreitt atvinnuleysi. Hins vegar er al- mennt dagvinnukaup lágt á ís- landi og framfærslukostnaður mikill. Þróunin hefur orðið sú hér á landi, að það lifir nánast enginn af dagvinnukaupi einn- ar fyrirvinnu. Sú þróun á sér reyndar langan aldur. Auk aðhalds í vaxtamálum, sem Alþingi og ríkisstjórn ættu að sjálf- sögðu að hafa í hendi sér, ber að hafa nákvæmt eftirlit með ráðstöfun fjár fyrirtækja í eigin þarfir atvinnu- rekenda og f jölskyldna þeirra. Lausn þessa verkefnis felst í því að húsnæðiskostnaður almennings sé ávallt eðlilegt hlutfall af launatekj- um. Að þvi verður að stefna með miklu markvissari hætti en verið hefur um langt skeið. í i n Prinsipflokkurinn U ■ Þegar þetta er skrifað eru þrjár vikur síðan kennarar á framhaldsskólastigi skelltu stresstöskum sínum saman og hurfu úr fræðaandrúmslofti skólastofunnar og út í óvissu atvinnuleysisins. Síðan hafa yfirlýsingar frá andstæðum að- ilum og samstæðum dunið á fjölmiðlum. Hinir frjálslyndu ráðherrar mennta- og fjármála hafa lagt sig í líma við að leysa deiluna en ekkert gengur. Raunar telja menn að deilan hafi verið að leysast á fimmtu- daginn, en þá var Albert í eigin persónu kominn í málið, en þá kom þessi makalausa yfirlýsing frá menntamálaráð- herra að ef kennarar væru ekki komnir til starfa á mánudaginn þá yrðu þeir reknir: Var engu líkara en að Ragnhildur óttað- ist lausn deilunnar og að eitt- hvað væri til í þeim getgátum að deilan hefði snúist upp í prófkjörsslag milli bc Alberts því þessi ótaktíska yfirlýsing færði deiluna þrjár vikur aftur í tímann. Nú má telja fullvíát að kennarar fara í öllu falli ekki inn fyrr en á þriðjudag, fari þeir þá nokkuð. Engu er aðtreysta Annars eru laun framhalds- skólakennara gott dæmi um þjóðfélag okkar þar sem allt er breytingum undirorpið og engu er að treysta. Þýðingar- laust er aö gera áætlanir fram í tímann, sama hvort verið er að velja sér starf, kaupa íbúð eða bara kaupa inn fyrir næstu I máltíð. Það sem er rétt og gott í dag er næstum því undan- tekningarlaust orðið fáránlegt á morgun. Þess vegna ættum við t.d. að taka allt uppeldi til endurskoðunar og banna börn- um að taká mið af því á fulloi'ð- in«nldri sem þnu iæra á f\;Mu . unum eða svo. : ■■ js g Þegar ég var ungur þótti t.d. mjög fínt að vera mennta- skólakennari. Starfið naut virðingar og var launað eftir því. Hinir bestu úrárganginum renndu gjarnan hýru auga til þessa starfa og hugðu þar vett- vang sinn í lífinu. Árið 1959 voru laun menntaskóla- kennara t.d hærri en alþing- ismanna og um það leyti var í opinberum umræðum bent á það að laun alþingismanna þvrfti að hækka til samræmis við laun menntaskólakennara. Nú skríða fyrrnefndu launin rétt yfir 20 þúsund en laun alþingismanna eru ca 57.000 krónur og hækkuðu síðast í vetur um 37%. Laun menntaskóla- kennara í heiðursskvni ' Þ gai þjóöin liefur viljað ger-*, vél' ið mhverja s) ni sina og úætur ba mvur veiið ' að skenkja þeim laun mennta- skólakennara í heiðursskyni. Þannig fá stórmeistarar okkar í skák laun menntaskóla: kennara og rithöfundar á starfslaunum sömuleiðis. Þetta hefur þótt mjög tilhlýðilegt og virðulegt. Þangað til á síðustu árum. Nú er það hálfgerð hneisa að vera settur á þessi laun. Rithöfundum verður hverft við er þeir fá senda 20 þúsund króna ávísun í pósti og enginn einkaritari hjá einka- fyrirtæki mundi láta bjóða sér slík smánarlaun. Það er þess vegna ekkert undarlegt þó að einhversstaðar verði undan að láta þegar starfshillan sem þú lagðir svo mikið á þig við að komast á reynist staður fyrir sveltandi kráku og virðing umhverfisins fyrir henni minnkar í samræmi við það. Eða ’nvaða heilvita maður sæk- i>t Irnaur eftir því að verða : •óíesi.fH viö Háskólann? Ekki nokkur, en fyrir 5 árum var þetta draumatakmark allra þeirra sem álitu sjálfa sig vera séní og mikilmenni. Mikilvægir vöðvar Makalaust bull í Friðrik Sophussyni út í stjórnarsam- starfið í Helgarpóstinum á fimmtudaginn. Það er greini- legt að maðurinn er að undir- búa þá landsfundarlínu aðekki sé hægt að starfa með Fram- sóknarflokknum. Honum finnst gæta þreytu í stjórnar- samstarfinu og talar um að mikilvægir vöðvar hafi slitnað á fyrstu starfsdögum stjórnar- innar (hálfgert knattspyrnumál og kannski engin tilviljun). Varaformaður stærsta flokks þjóðarinnar verður hinsvegar að gæta tungu sirrnar. Hann getur 'j malaö um þessa hluti á þrívát og persónulcgum skilja sem viðreisnarlöngun hinnar nýju forystu sem með kosningum og stjórn með Al- þýðuflokknum vill velta héraðs- höfðingjum flokksins úr sessi og setjast sjálf í ráðherra- stóla. Skiljanlegt hjá ungum og ráðherralega vöxnum mönnum en heldur dýrkeypt fyrir þjóðina ef velferð hennar á að fórna á altari valdabaráttu í Sjálfstæðisflokknum. „Pr iflsip”; kur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.