NT - 23.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 5
Ér Laugardagur 23. mars 1985 L.J1 II rf á kerf isbreytingu? 9 Bandalag háskólamanna gengst fyrirráðstefnu, ídagáHótel Loft- leiðum. Þar verður reynt að sýna fram á að með tilteknum breytingum í stjórakerfinu og á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga megi ná fram aukinni virkni með minni tilkostnaði. Ráðstefnunni verður skipt niður í fjóra hluta. Fyrst verður fjallað um skiptingu verkefna milli framkvæmdavalds, lög- gjafarvalds og dómsvalds. Framsögumenn þar um verða Magnús Pétursson, hagsýslu- stjóri, og Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari. í öðrum hluta ráðstefnunnar verður fjallað um breytta verkefna- skiptingu milli ríkis, sveitarfé- laga og annarra aðila. Fram- sögumenn verða Logi Kristjáns- son, verkfræðingur, og Þórður Friðjónsson, hagfræðingur. í þriðja lagi verður fjallað um skipulagsbreytingar í stjórnar- ráðinu, frummælendur Eiríkur Tómasson lögfræðingurogJafet S. Ólafsson, viðskiptafræðing- ur. Fjórða umræðuefnið verður samskipti stjórnvalda við borg- arana og fjölmiðlana. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 í ráðstefnusal Hótel Loftleiða með setningarræðu Gunnars G. Schram formanns BHM. Frjáls- ar umræður og fyrirspurnir verða að loknum hverjum þætti ráðstefnunnar, sem áætlað er að ljúka kl. 17.00. ¦ Frá og með deginum í dag og fram yfir páska eiga listunn- endur kost á að kynna sér merkan þátt úr finnskri myndlist, á Kjarvalsstöðum. Þar verður opnuð í dag sýning á verkum textfllistakonunnar Doru Jung, eins af helstu frumkvöðlum finnsks listiðnaðar á öldinni. Dora Jung lést árið 1980. Lisa Johansson Pape innan- hússarkitekt frá Finnlandi var náin vinkona listakonunnar og hún er stödd hér á landi til að annast uppsetningu verkanna. Hún sagði við blaðamann að Dora Jung hefði verið í fremstu röð þeirrar kynslóðar finnskra listamanna sem sameinaði list og fjóldaframleiðslu, sýndi fram á að list og listiðnaður gætu haldist í hendur, en hin Orka úr innfluttu koksi ódýrari en íslenskt vatnsaf I ¦ Lisa Johansson Pape sér um uppsetningu á sýningu vinkonu SÍnnar. NT-mynd: Ari. Sýning frægrar finnskrar textillistakonu á Kjarvalsstoðum Listiðnaður getur verið háþróuð list fræga finnska hönnun býr í dag mjög að starfi þessa fólks. Jo- hansson Pape lauk miklu lofs- orði á sýningaraðstöðuna á Kjarvalsstöðum sem hún sagði frábæra. Sýningin sem hingað kemur er farandsýning. Hún var fyrst sett upp í listiðnaðar- safninu í Helsingfors og kemur hingað gegnum Stokkhólm og Osló. Héðan fer sýningin til Gautaborgar. Sendiherra Finna á íslandi, Martin Isaksson, opnar sýning- una á Kjarvalsstöðum í dag og meðal gesta við opnunina verð- ur forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir. ¦ Komið hefur í ijós að mun ódýrara er fyrir Steinullarverk- smiðjuna á Seyðisfírði að fram- leiða orku með innfluttu koksi heldur en að kaupa haná fra Rafveitu Sauðárkróks, sem fær orkuna frá RARIK og Lands- virkjun. Rafmagnið sem Steinullar- verksmiðjunni býðst frá Raf- veitu Sauðárkróks er á 75 mill kílóvattstundin en 25 mill ef notað er koks frá Evrópu. Til samanburðar má nefna að Ál- verið í Straumsvík borgar 12-13 mill fyrir kílóvattstundina. Aflþörf Steinullarverksmiðj- unnar er um tvö megavött sem er svipað og allur Sauðárkróks- bær notar í dag. Til að geta notað koksið verður að kaupa nýjan bræðsluofn en raf- bræðsluofninn, sem þegar er búið að kaupa, kostaði um 20 milljónir. Að sögn Þorsteins Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar hf. er ekki spurning að koksið verði notað ef innlenda raforkan verður seld á því verði sem þeim er boðin hún í dag, en búið er að gera orkusölufyrir- tækjunum og iðnaðarráðherra grein fyrir þessu og stefnt er að viðræðum á næstunni. Það ætti því að skýrast fljótlega hvort tlytja verður inn orku frá út- löndum fyrir Steinullarverk- smiðjuna á Sauðárkróki. Ráðgert er að byrja að prófa vélar verksmiðjunnr í júlí og hefja síðan framleiðsluna í ágúst. Reiknað er með að búið verði að framleiða um 700 tonn af steinull um næstu áramót. Tekinn með hass: Þrjátíu daga gæslu- varðhald ¦ Tæplega þrítugur Reykvíkingur hefur verið úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald eftir að á honum fundust 1,6 kíló af hassi á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins fyrr í vikunni. Smygl mannsins liggur Ijóst fyrir en gæsluvarð- haldsúrskurðinn er til þess að kanna hans feril frekar að sögn Arnars Jenssonar hjá < fíkniefnalögreglu. Maðurinn hefur ekki kom- ið áður við sögu fíkniefna- lögreglu. Ætlað er að hann hafi smyglað hassinu til sölu og hefði þá getað fengið fyrir það nær eina milljón ícróna á íslenskum markaði. Hassið var keypt í Amsterdam. Upp komst um smyglið þegar hasshundur fór að 'tösku einni sem verið var að flytja inn í flugstöðina í Keflavík. Var leitað á eiganda töskunnar og fannst eitrið þá á honum innan klæða. Taskan geymdi ekki hass en hefur verið notuð undir það ein- hvern tíma fyrr og þá tekið í sig hasslykt. LÆRIÐ EIMSKU í ENGLANDI Undanfarin 8 ár höfum viö sent Islendinga á öllum aldri til aö læra ensku í Englandi hjá A.C.E.G. skólunum í Bournemouth á suöurströnd Englands um 2ja tíma akstur í suðvestur frá London, frægur baöstrandarbær. Hægt er að velja um fjölda námskeiða, sóm flest ganga árið um kring, en einnig eru sumarskólar yfir hásumartím- ann. Yfirleitt er gist á einkaheimilum, en hægt að"fá gistingu á hótelum og heimavist. Á einkaheimilunum, sem valin eru hverju sinni úr stórum hópi heimila, fá nemendur einkaherbergi meö baði og wc, eða aðgangi að slíku, og snæða morgunverð og kvöldverð með fjölskyldunum alla skóladaga, mánudaga til föstudaga, en að auki hádegisverð um helgar. Á heimilunum eru fleiri nemend- ur, þó aldrei fleiri en einn ísl. nemandi. Skólarnir byrja yfirleitt á mánudagsmorgnum og er þá flogið degi fyrr eða þá helgi með Flugleiðum til London, ekið með langferða- bifreið til Bournemouth og nemendur vistaðir á heimilum sem þeim hefur verið úthlutáö áður. Á mánudagsmorgnum eru nemendur prófaðir (krossapróf) og þeim raðaö i deildir eftir getu hvers og eins þó þannig að engir tveir íslendingar lendi í sömu deild. AngíöfHontír^r^ PLÚS-LÁN: Til aö auövelda nemendum greiðslur viljum viö minna á svokölluo plúslán bankanna, þ.e. nemandi leggur ákveöna upphæð inn mánaöarlega í lágmark 3 mánuöi og fær jafn- háa upphæö lánaöa, sem greiöist síöan á næstu 3 mán- uöum eftir að komið er heim. Skólarnir 1.04 með20tíma á viku, 1.05 með25timaá viku og 1.06 með30tíma kennslu á viku, eru ætlaðir þeim sem vilja stunda almennt enskunám, eru ársskólar og hefjast námskeiðin eftirtalda dagaá þessu ári: 31. mars, 14. og28. apríl, 19. maí, 2., 16., 30. júni, 21. júlí, 4. og 18. ágúst, 1..15. og29. sept., 20. október, 3. og 17. nóvember og 1. des. Lágmarksdvól er 3 vikuren hægt að framlengja um eins margar vikur og vill. Verð námskeiðanna miðað við gengi eins og það var 23. des. sl., er fynr 3 vikur 1.04 kr. 31.701 - á 1.05 kr. 34.895 og fyrir 1.06 kr. 38.125. Hveraukavikakostar 1.04 kr. 6.230 - 1.05 kr. 7.301 og 1.06 kr. 8.171, oger þá reiknað með að flug, gisting á einkaheimilum með fæði svo sem að framan greinir, kennslu, tryggingum, læknisaðstoð en ekki flugvallarskattur sé innifalið i verði. Skoðunarferðir og þátttaka í íþróttum er skipulögð af skólanum og greidd aukalega og eru það ekki tilfinnanleg útgjöld. Við kennsluna er notuðfullkomin kennslutækni, upptaka kvikmynda, sýningar sjónvarps, vídeó o.fl. Kennd er viöurkennd almenn enska, enda skólarnir meðlimir helstu skólasambanda Bretlands og viðurkenndur af breska menntamálaráðuneytinu. Aörirskólareru rreit sérhæföir og standa skemur. Við höfum handbæran bækling á ensku og islensku um skólana, einnig vídeó (VHS kerfi) sem við lánun. út, kvikmyndiro.fi. og seiidum hvertá landsem er. Allar upplýsingar um aðra skóla eiu handbærar í skrifstofu okkar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.