NT - 23.03.1985, Blaðsíða 24

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 24
—— II—------ -------------------------- Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Húsfreyjan heldur á rjómasprautunni sem setti allt á annan endann í eldhúsinu og braut rúðuna eins og sést á myndinni. Rjómasprauta sprakk í hönd- um húsfreyju ■ „Það varð gífurleg sprenging, og hvellurinn sem fylgdi var rosalegur. Rjóma- sprautan skaust úr höndum mér, og kastaðist í eldhús- rúðuna og braut hana. Síðan kastaðist hún af rúðunni og í vegginn á móti“ sagði hús- freyja í austurbænum sem lenti í fyrrgreindu óhappi þegar hún var að gera kolsýruhlaðna rjómasprautu tilbúna til notkunar. í samtali við NT sagði húsfreyjan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að mesta mildi væri að ekki hlaust slys af. „Maðurinn minn var nýstaðinn upp frá borðinu þegar sprengingin varð. Hylkið sem rjóminn er settur í, kastaðist í vegginn einmitt þar sem hann hafði setið nokkrum sekúndum áður. Ég tel enga ástæðu til þess að þegja yfir þessu, heldur vil ég vara fólk við þessum rjómasprautum, því ekki er víst að jafn vel fari ef þetta endurtekur sig“ sagði hús- freyjan. Húsfreyjan hafði oft notað sprautuna áður og ekki orðið vör við neitt athugavert. Seyðisfjörður: Larisa Tarkovskí: að fá son minn frá Rússlandi Albert Geirsson fréttarítari NT á Seyðisfírði: ■ Á þilfari skipsins El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar rétt fyrir utan höfnina á 36 m dýpi liggja um tuttugu djúpsprengjur og ýmis konar skotfæri. í dag var haldinn fundur um borð í einu af skipum Landhelgis- gæslunnar sem liggur við bryggju á Seyðisfirði. Tilgangurinn mcð fundinum var að kynna ráðamönn- um bæjarins fyrirætlanir Land- helgisgæslunnar um að hreinsa sprengiefni úr El Grillo. Mikið sprengiefni er í hverri sprengju eða 148 kíló af TNT. Engar for- sprengjur eru tengdar við aðal- sprengjurnar, þannig að lítil sem engin hætta stafar af hreinsuninni. Kafarar, sem vinna vcrkið, eru flestir í bandaríska hernum og undir stjórn hans. Sprengjusér- fræðingur Landhelgisgæslunnar Gylfi Geirsson lagði áherslu á það . að Seyðfirðingar gætu verið alveg áhyggjulausir því þeim stafaði engin hætta af hreinsuninni. El Grillo er breskt olíuflutn- ingaskip sem sökk á Seyðisfirði. ■ Undirskriftasöfnun meðal íslenskra mæöra, til stuðnings því að Tarkovskí hjónin fái son sinn til sín hefst í dag. „Ég hef trú á því að stuðningur íslenskra mæðra geti hjálpað í baráttu okkar“ sagði Larisa Tarkovskí á blaðamannafundi í gær. Fundurinn var haldinn á veg- um nokkurra kvenna sem standa fyrir undirskrifta- söfnuninni. Söfnuninni er beint til íslenskra mæðra og ætlað að ýta á sovésk stjórnvöld til að gefa syni Tarkovskí hjónanna ferðafrelsi. Hann er fjórtán ára og hefur í meira en þrjú ár búið hjá aldraðri ömmu sinni. Undirskriftalistarnir verða sendir beint til Gorbasjofs, æðsta manns Sovétríkjanna og einnig í sovéska sendiráðið hér. Undirskriftasöfnunin stendur út næstu viku og þær konur, sem áhuga hafa á að safna undirskriftum, geta snúið sér til ■ Larisa Tarkovskí í miðið ásamt Hallveigu Thorlacius, Kristínu Á. Ólafsdóttur og túSki sínum Christianc Bertoncini. NT-mynd: Ámi Bjama ■ Gylfi Geirsson sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar við kort af El Grillo. NT-mjnd Aibert eftirfarandi aðila og fengið lista. Þeir eru Hallveig Thorlacius, Kristín Á. Ólafsdóttir, Vilborg Harðardóttir, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Kvennahúsið Hótel Vík og Skrifstofa Kvennafylk- ingar Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105. Tuttugu djúpsprengjur og talsvert af skotum 9 eta h ijál Ipað mér Islenskar mæður - hreinsað úr flaki El Grillo

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.