NT - 23.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 23. mars 1985 2 Hinn dæmigerði húsbyggjandi í Grafarvogi: Tveggja barnafaðir úr 4 herbergja íbúð í Breiðholti - á fertugsaldri ■ Segja má að hinn dæmigerði húsbyggjandi í nýja Grafarvogs- hverfinu komi úr Breiðholtinu, sé á aldrinum 25-34 ára, giftur með tvö börn, flytji úr 3 til 4 herbergja íbúð og vinni við byggingarvinnu. Nemar í borgarlandafræði í H.í. könnuðu lóðaumsóknir í Grafarvogi í haust undir leið- sögn kennarans Bjarna Reynis- sonar. Tilgangur könnunarinn- ar var að athuga hvort einhverjir þættir væru sameiginlegir með umsækjendum. í sambandi við könnunina var m.a. athugað núverandi heimilisfang, starf umsækjenda, vinnustaður, húskaparstétt, fjölskyldustærð og hvort umsækjandi býr í eigin húsnæði. Úrtakið var 667 lóða- umsóknir frá Reykvíkingum, enda umsækjendur lóða lang flestir úr borginni. í Ijós kom m.a. að 42% umsækjendanna búa í Breið- holti, þó þar búi hins vegar aðeins 22% borgarbúa. Lang fæstar umsóknir komu hins veg- ar frá fólki í gamla vesturbæn- um, hlutfallslega um 14 sinnum færri. Langflestirlóðarumsækj- endur voru á aldrinum 30-34 ára, en alls voru um 70% þeirra á aldrinum 25-29 ára. Af lóðar- höfum eru 95% giftir menn eða í sambúð. Töluvert af pipar- sveinum sótti að vísu um, en meirihluti þeirra afsalaði sér lóðum sínum. Um þriðjungur allra lóðarhafa á 2 börn og um fjórðungur til viðbótar 3 börn eða fleiri. Alls eru 3 eða fleiri í heimili hjá um 80% umsækjenda, en aðeins í 30% af íbúðum í Reykjavík búa 3 manna fjölskyldur eða stærri. Algengast er að lóðarhafar í Grafarvogi búi í eigin húsnæðl og eru því væntanlega að stækka við sig í fyrsta eða annað skipti. Nær þriðjungur þeirra býr í 4 herbergja íbúðum og hátt í það eins stór hópur í 3 herbergja íbúðum. Þá kom í Ijós að af umsækj- endum eru þeir sem starfa við byggingar um tvisvar til þrisvar sinnum fleiri en almennt gerist í Reykjavík. Hins vegar eru þeir, sem starfa við þjónustu ýmiss konar, rnun færri meðal um- sækjenda en hlutfallslega er í Reykjavík. Átján metrar af f iskréttum - á fiskhátíð Vörumarkaðarins ■ „Fiskhátíð" Yörumark- aðarins verður haldin á Eið- istorgi 11, sunnudaginn 24. mars, kl. 13-18. Kynntar verða helstu fisk- afurðir íslendinga úr sjó og vötnum og leiðbeint um matreiðslu og framreiðslu. Fiskborðið verður 18 metra langt og þar verða á boðstólum nýir fiskréttir og sérkynningar á t.d. BÚR- karfa og nýju saltfiskafurð- inni „Tender fish“ eða Tandurfiski. Fiskhátíðin verður með svipuðu sniði og sú fyrri. Tilgangur hennar er að kynna fyrir fólki möguleik- ana með fisk sem hráefni í matargerð. Einnig hvernig fiskur getur hentað bæði sem hversdags- og hátíðar- matur. Fiskréttir sem tilbúnir eru í ofninn verða seldir á staðnum. Járnblendiverksmiðjan hagnast í fyrsta sinn: Starfsmenn verðlaunað- ir með 13. mánuðinum ■ Starfsmenn íslenska jám- blendifélagsins á Grundarfanga fengu óvæntan glaðning í gær, þegar þeim var greidd uppbót, sem nemur um einum mánaðar- launum, á mann. Ástæðan var góð afkoma fyrírtækisins á síð- asta árí, en þá sýndi það hagnað í fyrsta sinn frá því það tók til starfa árið 1979. Hagnaðurínn nam 132.2 milljónum króna, eða 10.8% af veltunni. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi,sem forráðamenn fyrirtækisins efndu til í gær, í tilefni aðalfund- ar, sem haldinn var á miðviku- dag. Velgengni járnblendiverk- smiðjunnar í fyrra á sér margar ástæður. Markaðir fyrir kísil- járn voru hagstæðir og tækja- búnaður fyrirtækisins skilaði meiri afköstum en nokkurn tíma hafði verið vænst af honurn. Þá tóku hluthafarnir á sig miklar byrðar til að gera fyrirtækið fjárhagslega öflugt og til að gera fjármagnskostnað þess bærilegan.- Jón Sigurðsson forstjóri ís- lenska járnblendifélagsins sagði á fundinum, að útlitið í ár væri ekki eins bjart, þarsem nokkrar birgðiraf kísiljárni hefðu hlaðist upp hjá framleiðendum í heirn- inum. Sagði Jón, að framhaldið réðist af því til hvaða aðgerða yrði gripið, t.d. hvort dregið yrði úr framleiðslu til að halda verðinu uppi, eins og gert hefði verið í áliðnaðinum. Jón sagðist hafa trú á því, að nokkurrar niðursveiflu myndi gæta á árun- um 1986-1987. Járnblendi- verksmiðjan hefur þó tryggingu fyrir að selja 50 þúsund tonn af framleiðslu sinni á ári hverju, með samningum við erlendu hluthafana, Elkem í Noregi og Sumitomo í Japan. Verðið á afurðunum er þó ekki tryggt að sama skapi. Framleiðsla íslenska járn- blendifélagsins á síðasta ári nam um 61 þúsundi tonna, sem er 0,8% af þjóðarframleiðslunni. Heildarsalan nam hins vegar rúmum 63 þúsundum tonna og var hún 4,8% af heildar útflutn- ingstekjum þjóðarinnar í fyrra. Jón Sigurðsson sagði á fund- inum, að undir lok þessa| áratugar mundi íslenska járn- blendifélagið hafa verulega burði til fjárfestingar, miðað við það, sem gerðist hér á landi, og fyrirtækið myndi kanna allar þær leiðir, sem því stæðu opnar til að vaxa og eflast með nýjum fjárfestingum, jafnvel í nýjum atvinnugreinum. Hann sagði þó, að enn væri ekki farið að velta því fyrir sér h var fyrirtækið myndi festa fé sitt. En hann nefndi sem dæmi, að hægt yrði með skikkanlegu móti að tvö- falda verksmiðjuna og þar með skapa atvinnu fyrir 150 manns til viðbótar við þá 180, sem starfa hjá fyrirtækinu. Barði Fríðríksson stjórnarformaður íslenska járnblendifélagsins, Jón Sigurðsson forstjórí og Stefán Reynir Krístinsson fjármálastjóri segja frá hagnaði fyrírtækisins á síðasta árí. Hann nam 132 milljónum króna. NT-mynd: Sverrir Bæjarstjórinn vannhugoghjörtu Húsvíkinga ■ Bæjarfulltrúar - þótt bærilegir séu - eru yfirleitt fyrir flest annað frægari en að gleðja og kæta umbjóð- endur sína. Að þessu leyti er bæjarstjórn Húsavíkur þó undantekningin sem sannar regluna, samkvæmt frásögn í síðasta Víkurblaði. Hafa vart önnur eins fagnaðarlæti bortist út á samkomu þar nyrðra en við frumsýningu á leikritinu „Ástin sigrar" - þar sem bæjarstjórnin sigraði gjörsamlega, aðra skemmti- krafta á sviðinu. í leikritinu gerist eitt atrið- ið á heilsuræktarstöð. Þegar ljósin voru kveikt á sviðinu í upphafi þessa atriðis var þar staddur hópur fólks í heilsu- rækt, hoppand, sippandi teygjandi gorma í miklum móð, íklætt stuttbuxum eða íþróttagöllum. Gífurleg fagnaðarlæti brutust úr í samkomuhúsinu þegar leik- húsgestir áttuðu sig á því að heilsuræktarhópurinn vai enginn annar en bæjarstjórn Húsavíkur eins og hún lagði sig, að einum undanskildum. Bæjarfulltrúarnir virtust líka una sér vel á sviðinu. enda margir sviðsvanir, og sýndu tilþrif sem sómt hefðu sér í hvaða leikhúsi sem er, segir Víkurblaöið. Og þá hló marbendill ■ Páll Magnússon frétta- maður Sjónvarps átti í gær- kvöld eitt ágætt viðtal við Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og ræddi um stjórnarsamstarfið. Viðtalið sjálft var hið gagn- merkasta, eins og við mátti búast, en það vakti athygli dropateljara hversu bros- mildir þeir Páll og Þorsteinn Hverju þeir félagar voru I að brosa að vitum vér ekki en hitt vitum vér að á tímum virtist sem þeir væru að bresta í mikinn hlátur. Ólíkt nær hefði verið að leyfa oss kímnigáfuðum að njóta þess. WtOPAH Kennaraleysið: Framhalds- skólanem- endur settust að í fjármála- ráðuneytinu. Getur hann ekki kennt okkur í akkorði þessi? Fiskveiðisjóður íslands: Nauðungar- uppboðá13 fiskiskipum ■ Fiskveiðisjóður íslands hef- ur beðið um nauðungaruppboð á 13 fiskiskipum, þar af eru þrjú togarar og tvö vélskip yfir 100 rúmlestir. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Skúla Alexanders- sonar um uppboðsbeiðnir Fisk- veiðisjóðs sem svarað var á Al- þingi í vikunni. Það kemur einnig fram í svar- inu að sjóðurinn hefur ekki í hyggju, að svo stöddu, að biðja um nauðungaruppboð á öðrum fiskiskipum en samkvæmt eðli málsins verður þó alltaf að gera ráð fyrir að til slíks geti komið með stuttum fyrirvara. Þau skip sem um er að ræða eru togararnir Sölvi Bjarnason, Kolbeinsey og Sigurfari II. Vél- skip yfir 100 rúmlestir eru Helgi KE-7 og Freyja GK-364 en vélskip undir 100 rúmlestum sem beðið hefur verið um nauð- ungaruppboð á eru Jón Ásgeir ÍS-95, Víðir KE-102, Aron RE- 105, Þorsteinn HF-107, Már NS-87, Eva Lind ÍS-182 og Sæ- unn ÓF-7. Segir enn fremur í svarinu að reynslan verði að leiða í ljós hvort Fiskveiðisjóður eða aðrir verða hæstbjóðendur. Málverkasýning í Vín í Eyjafirði ■ Iðunn Ágústsdóttir listmál- ari, Akureyri, verður með mál- verkasýningu í garðyrkjustöð- inni Vín, Eyjafirði, helgina 23. og 24. mars. Sýnd verða 29 verk, unnin í oííu og pastel. Þetta er sölusýning.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.