NT - 23.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 22
23. mars 1985 22 Þingvallagangan: Sá yngsti 15 sá elsti 64 Mannbjörg hjálpar S.R. ■ Hann er í dag úrslitaleikurinn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Einar Bollason hafði ástæðu til að grípa um höfuð sér eftir leikinn í gær. íslandsmeistaratitillinn smaug þá mjög naumlega úr höndum hans og Haukanna. Ekki er gott að segja hvað gerist í dag. nt-mynd Svernr „Bjór- og bleiulið“ ■ Réttur í Frankfurt í Vestur- Þýskalandi úrskurðaði í vikunni að Gúnter Mast, forseti knatt- spyrnufélagsins Eintracht Braunschweig og forstjóri bjórsamlagsins „Jágermeister", mætti ekki skíra knattspyrnu- liðið upp og kalla það „Jáger- meister Braunschweig". Vestur-þýska knattspyrnu- sambandið, DBF, setti þær regl- ur að lið mætti ekki nefna sig eftir styrktaraðila (sponsor) sínum. Dómarinn, FritzTraub, sagði svo í dómsniðurstöðu sinni: „Markmið DBF er vel skiljanlegt, að koma í veg tyrir að knattspyrnan verði hlægileg. ...Það yrði í meira lagi skondin uppákoma ef bjórliðið frá Braunschweig léki á móti „bleiuliðinu frá Offenbach". Þess má geta að sponsor Offen- bach heitir „Pampers“ og fram- leiðir einnota bleiur... Vígslumót á gervigrasinu ■ í dag verður háð mik- ið vígslumót á gervigras- vellinum í Laugardal. Þar keppa 9 lið úr 4. flokki um glæsilega verð- launastyttu, sem Júlíus Hafstein formaður ÍBR hefur gefið. Liðin sem keppa eru: Fram, Þróttur, Valur, Ármann, IR, Leiknir, KR, Víkingur og Fylkir. Leikirnir hefjast klukkan 9.30 árdegis, og úrslita- leikurinn hefst 22 mínút- ur fyrir 8 um kvöldið. Umsjónarmaður mótsins er Eiríkur Helgason. Fimleikar ■ Unglingameistara- mót Islands í fimleikum verður haldið í Laugar- dalshöll sunnudaginn 24. mars og hefst keppni kl. 14. Allt besta fimleika- fólk landsins tekur þátt í mótinu. Sérstakt mót í eldri ilokki verður haldið samhliða unglingameist- aramótinu. ■ í dag verður Þingvallaganga á skíðum, gengið frá Skíða- skálanum í Hveradölum til Útilokaðir ■ ...Þeir eru haröir í Aíríku. Um daginn tapaði liðið Ports fró Gambíu fyrir liði hersins i Marokkó með átta mörkum gegn engu í Afríkukeppni bikarhafa. Yfirvöld í Gambiu tóku hart ó málum og hafa útilokað Ports fró þótttöku í alþjóðlegum keppnum í að minnsta kosti tvö ór. Þó bað knattspyrnusamband Gambiu kollega sina í Marokkó afsökun- ar ó þessum hræðilega leik... ...Indónesar sigruðu Bangla- deshbúa i Asíuriðlinum i undan- keppni heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram í fyrrakvöld og voru það markaskorararnir Bambang Nurdiansyah og Dede Sulaiman sem gerðu mörkin... Þingvalla. Gangan hefst um kl. 12 á hádegi, og er fjöldi kepp- enda skráður til leiks. Yngsti keppandinn sem skráður er, er Reykjavíkur- meistarinn í unglingaflokki, Einar Kristjánsson, sem er 15 ára. Sá elsti, Leifur Múller er 64 ára. Að auki verða margir knáir kappar með, svo sem Halldór Matthíasson, Haukurog Ingþór Eiríkssynir, og meistarinn frá því í fyrra og toppgöngumaður lslendinga, Gottlieb Konráðs- son. Björgunarsveitin Mannbjörg frá Þorlákshöfn mun hjálpa Skíðafélagi Reykjavíkur, sem stendur fyrirgöngunni, með því að fylgjast með á vélsleðum sínum, ef eitthvað kærni upp á. Þetta erS.R. að kostnaðarlausu og á sveitin heiður skilinn fyrir. Sumar í öðru landi Hefur þú áhuga? AFS getur enn boðið ungu fólki 2 mán. sumardvöl í: • Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi: Dvöl hjá fjölskyldu: 15-18 ára. • Bretlandi, írlandi: Sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs. • Noregi: Dvöl hjá fjölskyldu, sveitastörf: 15-19 ára. • Hollandi: Menningar- og listadagskrá: 16-? ára Umsóknartími er til 30. mars. Hafið samband við skrifstofuna til að afla frekari upplýsinga. Skrifstofan er opin frá 14-17 virka daga. Hverfisgata 39 P.O. Box 753 IS-121 Reykjavík Sími25450 - alþjóðleg fræðsla og samskipti - Tætarar á vildarkjörum Við sendum þér tætarann í dag og þú greiðir í sumar og haust. 60" kr. 31.500.- 70" kr. 42.000.- Bíldshöfða 8 - Símar 68-66-55 & 68-66-80 )«ily Mail, Monday, Mirch 18,1985 SI&OI JONSSON . ■ . . ttlll Uarnlng THE Intense taetlcal debate would clearly have been loet on Siggi Jonsson. He Is, aftsr ell and as he kspt remlndlng us, just an il-ysar-old from lcsland whe Is stlll learnlng what must have seemed on Saturday to be a blrarre game. Hls arrlval on to Hllls- borough was greeted wlth a roar only mlnlmally groater than whsn the loudspeaker announced that, on chalr- man's ordsrt, seven fant had bsen bannsd from lollowlng the olub. Thelr names and addrstses were rsad out in a humlllat- Ing roll of honour. If ever thoss Isss-than- magnlhcent seven-who had watched Wednesday enoe threatsn to take the Flrst Dlvlslon by storm — were allowed back In, thay would not rscognlse ths slds. Wsdnssday are now a gasping rsllo of the predators whose breaknech football thrashed Manchester Unitsd SPORTSMAIL MONDAY VERDICT Jonsson too young fior leadlng role In Wednesday revolutlon By NEIL HARMAN: SketReM Wed. 1, Lvtoa Towa 1 and Llvsrpool on thelr own grounds. Thty have run out of puff, and, It appears, out ot Ideas. Perhaps Jonsson, who, admlts managsr Howard Wllklnton, it 'spmethlng speclal', and Slmon Stainrod will - radlcally alter the Wtdnesday phllosophy. That dsep - thfnking manager Davld Pleat, of Luton, cer- tainly hinted at mueh. II Wednesday are undsr- golng somt tactlcal revolu- tion, it seems a llttle unfalr to oxpect too much, foo seon of a young lcelandor stlll trying to find hls Tset. In the first half, young Jonsaon wlth hls typlcally NonMc stralght back, long strldlng approach, found effeotlva spacs, trisd to work epenlngs and generally con- trlbuted hls falr shart to Wednssday's Isad. bscame embrolled In th gtnsral malalss whlch ovti took hta nsw ckib. ‘I wa pleased more wlth my pe« tormanoe at Lslcsster taj week,1 he sald Luton deeerved thel potnt, and almost got th victory whloh would hav lestened the pain at the foc of the table. Only Marti Hodge's brilllant save fou minutee frorn time prevente Mlok Harford addlng to hl ssth-mlnute equallser. G0AL8.—Shefheld Wsd. Varadl (7). Luton i Hai tord (55). ■ Þessi úrklippa barst okkur frá Englandi. Hér fjallar einn af íþróttafréttamönnum Daily Mail um Sigurð Jónsson og hið nýja „útlit“ sem Sheffield Wednesday hefur fengið með tilkomu Sigga og Stainrod. Hann bendir á að ekki sé rétt að ætlast til of mikils af hinum unga íslendingi. Sigurður var ekki með Sheffield í leik gegn Forest í vikunni og aUs er óvíst hvort hann leiki með í dag. Sheffield á í höggi við Sunder- land á heimavelli þeirra síðar- nefndu. Alfreð Þorsteinsson, formaður lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ: Hver er að ganga í skrokk á hverjum? ■ Ætla má af skrifum Ólafs Sigurgeirs- sonar, formanns Kraftlyftingasambands íslands, að hann haldi, að hann geti kjaftað sig út úr þeim vandræðum, sem hann er búinn að skapa sjálfum sér og Jóni Páli Sigmarssyni með því að neita þeirri sjálf- sögðu skyldu allra íslenzkra íþróttamanna að gangast undir lyfjapróf, ef eftir því er óskað. Málflutningur kraftlyftingaformannsins er á því plani, að erfitt er að eiga orðastað við hann um hinn raunverulega kjarna málsins, sem ekki snýst um lagaflækjur, heldur um stefnu íþróttahrcyfingarinnar í lyfjaeftirlitsmálum og framkvæmd hennar. Stefna íþróttahreyfingarinnar á fslandi í þessum málum er ótvíræð. Hún berst af alefli gegn hvers konar misnotkun lyfja í íþróttum. Það gerir hún með fræðslustarf- semi og lyfjaprófum. Frá því, að reglugerð um lyfjaeftirlit t íþróttum hérlendis var samþykkt 1981, hafa tugir íþróttamanna úr mórgunt grein- um, þ.á m. frjálsíþróttum, sundi, júdó, handknattleik, körfuknattleik og lyftingum verið lyfjaprófaðir. Gagnvart öðrum grein- um en lyftingum, og nú síðast kraftlyfting- um, hafa þessi lyfjapróf gengið snuðru- laust, enda eru lyfjapróf talin sjálfsagður hlutur í íþróttum um allan heim, nema í austantjaldslöndunum. Hver er að ganga í skrokk á hverjum? Ólafur Sigurgeirsson spyr „hví þurfi að ganga í skrokk á einum bczta dreng íslenzku þjóðarinnar". Spyrja má á móti: Hver er að ganga í skrokk á honum? Á Jón Páll að njóta einhverra forréttinda umfram aðra íslenzka íþróttamenn, þegar kemur að iyfjaprófi? Það er cngin sam- þykkt til um það innan íþróttahreyfingar- innar, að því er ég bezt veit. Sannleikurinn er sá, að Jón Páll, að undirlagi Ólafs, er sjálfum sér verstur með því að mæta ekki tii lyfjaprófs eins og annað íþróttafólk. Neitun er talin svo alvarleg, að hún er alls staðar túlkuð sem viðurkenning á því, að viðkomandi íþrótta- maður noti ólögleg lyf, og refsing því strangari en ef viðkomandi íþróttamaður hefði verið uppvís að því að nota ólögleg lyf að undangengnu lyfjaprófi. Ekki ætla ég að bera á móti þeirri fullyrðingu Ólafs, að Jón Páll sé sterkasti maður í heimi. En ekki ber það vott um mikinn kjark að gugna, þegar að lyfjaprófi kemur. Ekkert einkamál lyfjaeftirlitsnefndar Reglugerð um lyfjaeftirlit í íþróttum hér á landi er ekkert einkamál lyfjaeftiriits- nefndar ÍSÍ eða framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Hún er samþykkt af íþróttaþingi og sam- bandsstjórnarfundi ÍSÍ, sem fara með æðsta vald íþróttahreyfingarinnar. Það er svo hlutverk framkvæmdastjórnaroglyfja- eftirlitsnefndar að framfylgja lögum og reglugerðum, sem áðurnefndar stofnanir setja. Reglugerð ÍSÍ um lyfjaeftirlit er sniðin eftir gildandi reglugerðum um sama efni og á öðrum Norðurlöndum, og er ísland aðili að samnorrænu samstarfi á þessu sviði. Aldrei hefur verið deilt um það, að öllum íþróttamönnum innan ÍSÍ er skylt að fara eftir gildandi reglugerð um lyfjaeftir- lit. Um þrjár aðferðir er að ræða, þegar lyfjaeftirlit er framkvæmt. í fyrsta iagi er hægt að boða til lyfjaeftirlitsprófs í samráði við sérsamböndin. í öðru lagi er hægt að fara fyrirvaralaust inn á æfingar íþrótta- fólks. Og í þriðja lagi er hægt að fram- kvæma það í sambandi við keppni. Lyfja- eftirlitsnefnd ÍSÍ hefur kosið að fara fyrst nefndu leiðina, þar sem hún hefur minnst truflandi áhrif á íþróttafólkið, því að það er töluverð röskun fyrir íþróttafólkið ef lyfjaeftirlits er krafist fyrirvaralaust á æfing- um og í keppni. Hvers vegna lyfjaeftirlit? Á síðasta íþróttaþingi var samþykkt einróma, að lyfjaeftirlit hérlendis yrði hert frá því sem verið hefur. Hvers vegna skyldi íþróttaþing, sem fer með æðsta vald íþróttahreyfingarinnar. samþykkja slíka tillögu? Lengi var búið að halda því fram af ýmsum forystumönnum íþróttahreyfingar- innar, að útlokað væri, að nokkur íslenzkur íþróttamaður neytti ólöglegra lyfja. Nú standa mál hins vegar þannig, að tveir íslenzkir íþróttamenn eru í tveggja ára banni vegna notkunar ólöglegra lyfja. Baráttan gegn ólöglegum iyfjum í íþrótt- um er byggð á þeim tveim meginforsend- um, að það sé siðferðilega rangt, að íþróttamenn geti aukið árangur sinn með notkun lyfja í keppni við aðra, sem ekki gera það, svo og hinni miklu heilsufarsiegu hættu, sem því er samfara að nota lyf í íþróttum fyrir viðkomandi íþróttamenn. Lokaorð Röksemdafærslur Óiafs Sigurgeirssonar, formanns Kraftlyftingasambandsins, um ólögmæti ÍSf til afskipfa af Jóni Páli standast ekki. Gengið var frá boðun Jóns Páls áður en Kraftlyftingasambandið var stofnað. Auk þess er nýja sambandið ólöglegt, og Lyftingasamband íslands mun hér eftir sem hingað tii fara með mál kraftlyftingamanna sem annarra lyftinga- manna, þar til löglega verður gengið frá annarri skipan mála. Alþjóðakraftiyftinga- sambandinu mun verða gerð grein fyrir þessym málum í næstu viku. Ósmekkiegar athugasemdir kraftlyft- ingaformannsins unt stjórn ÍSf, starfsmenn fSl og blaðamenn. leiði ég hjá mér. Málflutningur Ólafs dæmir sig sjálfur. Að lokum skal það tekið fram, að nákvæmlega sömu forsendur giltu um lyft- ingamenn sem aðra, er valdir voru til lyfjaprófs að þessu sinni. Það er því út í hött, að einhverjum öðrum aðferðum hafi verið beitt gagnvart lyftingamönnum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.