NT - 23.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 7
Vettvanaur Laugardagur 23. mars 1985 7 Lækkun húsnæðis- kostnaðar forgangsmál í framfærslukostnaði heim- ila sker sig einn kostnaðarliður úr miðað við nágrannalönd, þ.e. húsnæðiskostnaður. Ég held að fátt sé jafnbrýnt til úrbóta fyrir launþega eins og endurskipulagning húsnæðis- mála, þ.e. lækkun húsnæðis- kostnaðar. í þeim efnum gæt- um við margt lært af öðrum þjóðum, en okkur hefur enn ekki tekist það. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu tekið húsnæðis- málin til ýtarlegrar umræðu og endurskoðunar undir forystu félagsmálaráðherra. Stór- auknu fjármagni hefur þegar verið beint til húsnæðismál- anna. En það er ekki nóg. Nýting þessa fjármagns skiptir ekki minna máli. En þar stend- ur áreiðanlega mest upp á kerf- ið eins og húsnæðismálin hafa þróast hér á landi. Á því sviði bíður félagsmálaráðherra og ríkistjórnarinnar í heild vanda- samasta verkefnið. Lausn þessa verkefnis felst í því að húsnæðiskostnaður almenn- ings sé ávallt eðlilegt hlutfall af launatekjum. Að því verður að stefna með miklu markviss- ari hætti en verið hefur um langt skeið. Þetta markmið var sett með fyrstu lögum um fé- lagslegar úrbætur í húsnæðis- málum launafólks og nefni ég þá sérstaklega lögin um verka- mannabústaði og lög um sam- vinnubyggingarfélög, sem sett voru á árunum um og upp úr 1930. Þar voru meginforsend- urnar hóflegar íbúðir og löng og vaxtalág lán. Við þurfum að dusta rikið af þessum forsend- um og markmiðum og láta þau ráða stefnunni í húsnæðismál- um að nýju. Ég veit að núver- andi félagsmálaráðherra hefur fullan skilning á þessu atriði. En íbúðastærð og byggingar- hættir skipta hér einnig máli, ef skynsamleg nýting fjár- magns á að koma til. Ég vil að það komi skýrt fram í þessu skrifi, að þingflokkur fram- sóknarmanna hefur verið að ræða húsnæðismálin á þessu nótum að undanförnu. En um- ræður eru ekki einhlítar, ker- fisbreyting og framkvæmdir á nýjum grundvelli er það, sem öllu skiptir. í>að er brýn nauð- syn að umbreyta Húsnæðis- málastofnun ríkisins, jafnvel verkamannabústaðakerfinu og öllu þessu bákni, því ekkert af þessu er heilagt fyrirkomulag, sem ekki má hrófla við. Hitt er líklegra að húsnæðiskerfið sé staðnað. Kerfisbreytingar En þetta á reyndar við um margt annað í ríkiskerfinu. þar er tími til kominn að takast á við breytingar á ýmsum sviðum, án þess að ég ætli að fara að mæla bót breytingum breytinga vegna. í því er auð- vitað engin meining. En íhaldssemi á þessu sviði er ekki af hinu góða. Þjóðfélagið og stofnanir þess verða aldrei mótaðar í eitt skipti fyrir öll. Þessi mál eru til víðtækrar umræðu meðal stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar og beinast jafnt að endurskipu- lagningu stjórnarráðsins sem bankanna, fjárfestingarsjóð- anna, Framkvæmdastofnun og jafnvel- sveitarstjórnarfyrir- komulaginu. Kjarabætur eru nauðsyn Við getum ekki látið óá- nægju almennings með kjör sín sem vind um eyrun þjóta. Við komumst ekki hjá því að hlusta á þær raddir, sem eru býsna háværar í gagnrýni sinni á stjórnarfarið, því að hér er oft um réttmæta gagnrýni að ræða, t.d. hvað varðar launa- mál og framfærslukostnað. Ríkisstjórninni ber að hafa forgöngu um samráð við laun- þega um kjarabætur, ekki einhliða kauphækkanir i krónum, - þær eru ekki einhlít- ar - heldur aðgerðir, sem auka kaupmátt, létta framfærslu- byrðina, gera fólki kleift að lifa af þeim launum, sem greidd eru. Til þess að það megi gerast verða félagslegar ráðstafanir og fjármálaaðgerð- ir, sem beinast markvisst að hagsmunum launþega, að koma til, aðgerðir, sem launþegar finna að snerta hags- muni þeirra vafninga- og milli- liðalaust, og nefni ég þá enn og aftur bætt húsnæðislán, sem er aðkallandi réttlætismál. Unga fólkið á hér mestra hagsmuna að gæta, og unga fólkið er vakandi í sínum hagsmuna- málum. Unga fólkið er óhrætt að ræða kerfisbreytingar, m.a. í húsnæðismálum, og það hef- ur sínar hugmyndir um hvernig kerfið mætti breytast því í hag. Við eigum að hlusta á þetta fólk, ekki síst nú á ári æskunn- ar. (Flutt á stjórnmálafundi á Akureyri 6. mars). JAHE SAN DFORD Robert Peart ’atlut.compelJlnö ttwlller In the bestseiHng tfhere Eagtes Dare' Tvær ágætar spennusögur Robert Peart: Danger Signal. Fontana Paperbacks 1985. 317 bls. Jane Sandord: In safe hands. Fontana Paperbacks 1984. 314 bls. Þessar tvær bækur eiga það sammerkt að vera nútíma spennusögur, af þeirri gerð, sem svo mjög er algeng víða um heim um þessar mundir. í báðum er spilað á ótta fólks við geigvænlegar afleiðingar vísindalegra framfara, og á hræðsluna við starfsemi hermdarverkamanna og átök, sem af þeim geti hlotist. í fyrri bókinni greinir frá vísindamanni í Cambridge, Walesbúa af ítölskum uppruna. Hann var vísinda- maður að köllun, hafði lítinn áhuga á afleiðingum verka sinna, en hugsaði um verkin ein og þann árangur, sem hann gæti náð á rannsóknar- stofunni. Af einhverjum ill- skiljanlegum orsökum var honum sagt upp störfum við háskólann og fékk hann þá ekki atvinnutilboð nema frá fjarskyldum ættingja á Ítalíu. Það þáði hann, en þegar til Ítalíu kom þótti honum flest heldur grunsamlegt og þar kom, að hann flæktist inn í ýmis heldur leiðinleg en spennandi mál, þar sem saga fjölskyldu hans gegndi miklu hlutverki. Að lokum rann upp fyrir vísindamanninum, að hann hafði óafvitandi tek- ið þátt í gerð ægilegs vopns og hófst þá mikið kaupphlaup við að reyna að eyða því, áður en meiri skaði hlytist af. í seinni bókinni segir frá dóttur harðsvíraðs utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Henni var rænt og gerðu ræningjarnir þá kröfu , að faðir hennar segði af sér em- bætti, ella yrði henni ráðinn bani. Skyndilega tók nýjar hættur að steðja að, bæði stúlkukindinni og ræningjan- um hennar og þegar sagan nær hámarki er enginn örugg- ur fyrir neinum. Engin skil kann ég á höf- undum þessara bóka, að því undanskildu, að báðir eru breskir og báðir hafa starfað a.m.k. nokkuð við blaða- mennsku. Eins og áður sagði eru báðar þessar bækur spennu- sögur, afþreyingarbækur og ágætar sem slíkar, en litlar líkur eru til þess að þær eigi eftir að lifa lengi í heimsbók- menntunum. Jón Þ. Þór anir Friðriks í þeim Guðmund- ar H. Garðarssonar stíl að Framsóknarflokkurinn sé hagsmunaflokkur en Sjálf- stæðisflokkurinn „prinsip“ flokkur. Heyr á endemi. Hvurt er prinsip þess dásamlega flokks. Er prinsipið. að auka frelsi hinna fjársterku? Er prinsipið það að láta fjármagn- ið ráða hvernig byggð skipast í landinu? Er prinsipið það að gera þjóðfélagið að opnum leikvelli fyrir fjármálaspekúl- anta? Er prinsipið það að ný útvarpslög séu einskis virði nema ótakmörkuð heimild fylgi til að græða á auglýsing- um? Gaman væri að varafor- rnaður prinsipflokksins gerði nánari grein fyrir þessum prinsipumflokkssíns. Það væri góður undirbúningur undir það þegar prinsipmennirnir koma saman til landsfundar væntanlega til þess að herða sig í prinsipunum, sem svo mjög móta allt starf flokksins. í útlegð til Togó En hvað sem líður öllum draumsýnum Friðriks þá eru næsta litlar líkur á því að kosið verði í bráð. Hvorki framsókn- armenn eða sjálfstæðismenn fýsir í kosningar á meðan loft- bólan Jón Baldvin er útblásin og Alþýðubandalagið fylgis- snautt kærir sig síst af öllu um kosningar í bráð. Raunar var Svavar formaður með slíkar yfirlýsingar um daginn, en flokkurinn brást skjótt við og sendi hann á ráðstefnu til Togó í Afríku. Raunar fóru þeir tveir skólabræðurnir.Svavar og Friðrik Sophusson.svo að allt hjal um kosningar ætti að liggja niðri á meðan. Nú á bara eftir að koma í Ijós hvort flokkarnir hafa keypt miða fram og til- baka fyrir þá félaga. Baldur Kristjánsson. 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. ■Alexander Stefánsson mælti nýlega fyrir frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum. í því er um að ræða mikla breytingu á skipulagi sveitarfélaga og sjálfræði þeirra aukið veru- lega og að sama skapi dregið úr ríkisafskipt- um af málefnum þeirra. í frumvarpinu eru opnaðar leiðir fyrir sveitarfélög að eiga með sér samvinnu um framkvæmd einstakra verkefna. Þannig er gert ráð fyrir því að sveitarfélög geti myndað byggðasamlag um varanleg samvinnuverk- efni svo sem um rekstur skóla og heilbrigðis- stofnana eða brunavarnir. Á þennan hátt geta hin smærri sveitarfélög veitt sömu þjónustu og hin stærri. Þannig er hægt að stuðla að frjálsri samvinnu sveitarfélaga um lausn einstakra verkefna sem þeim eru falin lögum samkvæmt í stað þess að þvinga þau til að sameinast, með misheppnaðri lagasetn- ingu. Öflug og oft og tíðum blómleg starf- semi landshlutasamtaka sýnir og sannar að þessi leið er fær og þessi leið ætti að leiða til meiri eða minni sameiningar eftir því sem tímar líða. Frumvarpið tekur til allra þátta í starfi sveitarfélga. Það sem einna mesta athygli vekur er að gert er ráð fyrir að sýslufélög verði lögð niður. Þau hafa á síðari árum ekki verið sá samnefnari sem sveitarfélögum er nauðsyn- legur. í stað þeirra er lagt til að við taki nýr vettvangur sveitarstjórna - héraðsnefndir, þar sem öll sveitarfélög eigi fulltrúa. Þegar félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi sagði hann m.a.: „Sveitarstjórnir byggja tilvist sína á sveitarstjórnarlögum. Þau kveða á um rétt- indi og skyldur sveitarfélaga og takmarka stjórnsýsluvald ríkisins. Sjálfstjórn og ákvörðunarréttur héraða og byggðarlaga ræðst því að verulegu leyti hvernig til tekst á þessu sviði. Sem gamall sveitarstjórnarmaður er ég þeirrar skoðunar að sjálfstjórn sveitarfélaga beri að auka. Þau eigi að hafa meira frjálsræði en nú um stjórnarform og verk- efnaval. Og feli löggjafarvaldið í landinu þeim verkefni til úrlausnar þá fari sem mest saman ákvörðun, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð. Ég tel að það frumvarp sem hér er fylgt úr hlaði stefni að þessum markmiðum. Áð svo mæltu legg ég áherslu á að frumvarpið fái ítarlega umfjöllun hér á Alþingi og verði samþykkt sem lög sem allra fyrst.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.