NT - 23.03.1985, Blaðsíða 20

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 20
Laugardagur 23. mars 1985 20 Útlönd ■ Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, býður til hringferðar Förum hringinn - í Tónabíói á sunnudaginn kemur ■ Á sunnudaginn gefst fólki kostur á því að fara hringinn með Friðriki Þór Friðrikssyni og félögum hans í íslensku kvikmyndasam- steypunni, við undirleik frá- bærrar tónlistar Lárusar Grímssonar. Það er ekki á hverjum degi sem landanum bjóðast ferða- lög á slíkum kjörum sem hér er urn að ræða enda er bæði tíma- og orkusparnaðinum viðbrugðið. Á hinn bóginn er ekkert annað sparað, enda er kvik- mynd þessi hin frumlegasta að allri gerð og vel til þess fallin að endurvekja hlýlegar tilfinningar til landsins okkar, séu þær á annað borð farnar að kólna í einhverjum brjóstum. Og þá er það bara við- bragðsstaðan: klukkan þrjú á sunnudaginn í Tónabíói sem sagt - góða skemmtun! Grikklandsvinir funda ■ Grikklandsvinir stofnuðu með sér félag föstudaginn 22. febrúar og voru stofnendur um 170 talsins. Fundurinn hófst með því að kynntur var tilgang- ur félagsins og lesin upp drög að lögum fyrir það sem voru einróma samþykkt. Síðan var gengið til stjórnarkosningar. Formaður var kosinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur, en með honum í stjórn Haraldur Böðvarsson háskólanemi, Helga Bachmann leikkona, Kristján Árnason mennta- skólakennari og Mikael Lyras Magnússon veitingamaður. í varastjórn voru kjörnir Árni Larsson rithöfundur og Friðrik Páll Jónsson fréttamaður. Að aðalfundarstörfum loknum sagði Kristján Árnason frá sérkennilegú og afar fámennu félagi sem stofnað var fyrir rúmum aldarfjórðungi og nefndist Balkanvinafélagið Býsantíon. Var stofnfundurinn haldinn í munkalýðveldinu Aþos í Norður-Grikklandi, en færri sögum fór af starfsemi félagsins hér heima. Því næst las Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona upp úr Grískum þjóð- sögum og ævintýrum í þýðingu Friðriks Þórðarsonar, sem var reyndar annar stofnenda Balk- anvinafélagsins. Að lestri lokn- um var borinn fram grískur réttur, sérstaklega matreiddur af þarlendum fagmanni. Seinna um kvöldið fluttu leikararnir Brynja Benediktsdóttir, Erl- ingur Gíslason og Ragnheiður Steinþórsdóttir valda þætti úr gamanleiknum Lýsiströtu eftir Aristófanes í þýðingu Kristjáns Árnasonar, og loks sýndu Helga Englezos og Stelíos Saví- óltdes gríska dansa. Leikin var grísk tónlist milli atriða og stiginn dans frameftir kvöldi. Mánudagskvöldið 25. mars kl. 20.30 efnir hið nýstofnaða félag til fundar uppi á lofti í veitingahúsinu Gauki á Stöng í tilefni af þjóðhátíð Grikkja. Þar mun formaðurinn skýra í stuttu máli frá aðdraganda gríska frelsisstríðsins, sem hófst á boðunardegi Maríu árið 1821, en síðan flytja fyrir- lestur um elddans í Grikklandi, sem efnt er til árlega í litlu þorpi í Makedóníu á helgidegi dýrlingana Konstantínosar keisara og Helenu móður hans, hinn 21. maí. Eftir fyrirlestur- inn munu þrír íslendingar, sem náð hafa valdi á hinu sér- kennilega hljóðfæri Grikkja bouzouki, leika grísk lög. Þeir eru Haraldur Arngrímsson, Hilmar Hauksson og Matthías Kristiansen. Auk þess verða leiknar hljómplötur með helstu meisturum bouzouki-tónlistar- innar. Allir velunnarar Grikk- lands eru velkomnir á fundinn. Ráðgert er að halda fundi í Grikklandsvinafélginu á svo sem tveggja mánaða fresti yfir veturinn, og hafa ýmsir góðir menn heitið fulltingi sínu og munu flytja margvíslegan fróð- Ieik um Grikkland fyrr og nú. Þá er í ráði að fá öðru hverju til landsins gríska fræði- og listamenn og bjóða upp á fræðslumyndir um land og þjóð. ■ Síðastliðinn þriðjudag myrtu ísraelskir hermenn 20 manns í þorpinu Angoun í Suður-Líbanon. Á myndinni hér að ofan sjást syrgjendur fylgja hinum látnu til fjöldagreftrunar. Kirkjan í Bólivíu ber klæði á vopnin Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 24. mars 1985. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðs- þjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 2.00 Organleikari Jón Mýrdal. Mánudag 25. mars, páskabingó á vegum fjár- öflunarnefndar Árbæjarsafnaðar í hátíðarsal Árbæjarskóla kl. 20.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Guðs- þjónusta kl. 2.00. Föstumessa 27.mars kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Kl. ll.OObarnasamkoma. Kl. 14.00 fjölskylduguðsþjónusta í Breiðholts- skóla. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega velkomin. Sr. Lár- us Halldórsson. Bústaðakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Aðalsafn- aðarfundur eftir messu. Æskulýðs- fundur þriðjud. kl. 20.00. Félagsstarf aldraðra miðvikudag kl. 2-5. Föstu- messa miðvikudagskvöld kl. 20.30. Séra Ólfur Skúlason. Digranesprcstakall Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastígkl. 11.00. Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkj- unni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurð- ardóttir. Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Föstumessa kl. 2.00. Fermingarbörn aðstoða. Lit- anian sungin. Fólki er bent á að hafa með sér Passíusálma. Sr. Þórir Step- hensen. Dómkórinn syngur, organ- leikari: Marteinn H. Friðriksson. Landakotsspítali: Messa kl. 10.00. Organleikari Birgir Ás Guðmunds- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elli- heimilið Grund: Messa kl. 10.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fella- og Hólaprestakall Laugardag: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnu- dag: barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11.00. Kl. 17.00 vígir biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson þann hluta kitkju Fella- og Hólasafnaðar sem fullbúinn er. Kirkjan stendur við Hólaberg 88. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík Ferming og altarisganga kl. 11.00. Bænastund í Fríkirkjunni virka daga (þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud.) kl. 18.00 og stendur í stund- arfjórðung. Sr. Gunnar Björnsson. Grcnsáskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Æskulýðsstarf föstu- dag. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímsprestakall Laugardag: Samvera fermingar- barna kl. 10 - 14. Félagsvist í safnað- arsal kl. 15.00. Sunnudag: Barnasam- koma og messa kl. 11.00 Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17.00. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag: Föstumessa kl. 20.30. Eftir messu starfar leshringur um Líma-skýrsluna í umsjá dr. Einars Sigurbjörnssonar. Fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.20. Kvöldbænir með lestri Pass- íusálma eru í kirkjunni alla virka daga nema miðvikudaga kl. 18.00. Landsspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Börn úr Álftamýrarskóla syngja undir stjórn HannesarBaldurssonar. Messa kl. 2.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Föstuguðsþjónusta miðvikudags- kvöld 27. mars kl. 20.30. Sr. Arn- grímur Jónsson. Kársnesprestakall Laugardag: Barnasamkoma í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11.00 árd. Sunnudag: Fjölskyiduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 árd. Kór Kársnesskóla syngur, stjórnandi Þór- un Björnssdóttir. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00, söngur - sögur - myndir. Guðsþjón- usta kl. 2.00. Einsöngur Katrín Sig- urðardóttir, organleikari Jón Stefáns- son. Prestur: Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Fjáröflunarkaffi og merkjasala Kvenfélagsins til styrktar kirkjunni kl. 3.00. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Fermingarbörn að- stoða. Þriðjudag 26. mars, bænaguðs- þjónusta á föstu kl. 18.00. Kirkju- kvöld á föstu kl. 20.30. Motettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Haukur Guð- laugsson segir frá J.S. Bach. Föstu- dag: Síðdegiskaffi kl. 14.30. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Neskirkja Laugardag: Samverustund aldr- aðra kl. 15.00. Sigurlaug Bjarnadóttir segir frá fuglalífi og náttúru í Vigur og sýnir litskyggnur þaðan. Hrönn Hafliðadóttir syngur einsöng við undirleik Hafliða Jónssonar. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11.00 Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fimmtudag: föstuguðsþjónusta kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Ath. Opið hús fyrir aldraða þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13 til 17. (Húsið opnar kl. 12.00). Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skóla 10.30. Barnaguðsþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14.00. Tekið verður í notkun nýtt orgel. Violetta Smidova leikur einleik á orgelið. Kristín Sigtryggsdóttir syngur einsöng. Að lokinni guðsþjón- ustunni verður kökubasar til styrktar orgelsjóði. Þriðjudag 26. mars, fund- ur í æskulýðsfélaginu Sela í Tindaseli, 3 kl. 20.00. Fimmtudag 28. mars, fyrirbænasamkoma í Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Barnasamkoma kl. 11 í sal Tón- skólans. Sóknarnefndin. Fríkirkjan í Hafnarfírði Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 14.00, Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir, guðfr.nemi leikur á þver- flautu og Þóra Guðmundsdóttir á orgel. Sr. Einar Eyjólfsson. La Paz-Reuter ■ Kaþólska kirkjan í Bólivíu reynir nú eftir mætti að koma i veg fyrir að tveggja vikna alls- herjarverkfall verkamanna leiði til vopnaðra átaka. Brynvarðir bílar hafa að undanförnu ekið um götur La Paz og vopnaðar sveitir her- manna hafa verið kallaðar til að koma í veg fyrir frekari mót- mælaaðgerðir verkamanna í höfuðborginni. Biskuparáð Bólivíu hefur boðist til að miðla málum og koma í veg fyrir bræðravíg. Fulltrúar verkamanna hafa þeg- ar lýst yfir vilja til frekari við- ræðna en þeir höfnuðu fyrir nokkru boði stjórnarinnar um þrefalda hækkun lágmarkslauna og aðild að ríkisstjórninni þar sem slíkar launahækkanir dugi skammt í óðaverðbólgunni og aðild að ríkisstjórninni myndi aðeins gera verkamenn sam- ábyrga fyrir vandanum sem þeir beri enga ábyrgð á. Kúba: Sykurþjóðin kaupir sykur Havana-Reuter ■ Kúbanir, sem eru stærstu hrásykurútflytjendur í heimi, neyðast til að kaupa sykur fyrir 100 milljónir dollara á heims- markaðinum á þessu ári til þess að mæta auknum kröfum Sovét- manna, að því er opinberar heimildir herma. í skýrslum landsbankans á Kúbu segir að svipaðar ráðstaf- anir hafí verið gerðar á síðast liðnu ári til þess að mæta skuld- bindingum við Moskvu. Hafði það í för með sér að Kúbanir eyddu yfír þriðjungi af þeim gjaldeyri, sem þeim áskotnaðist af sykursölu til vestrænna ríkja árið 1984, í að kaupa meiri sykur. Því er nú haldið fram að þeir gömlu og góðu dagar þegar Sovétríkin leyfðu Kúbu að fresta sykursendingum til þess að þeir gætu halað inn vestræn- an.gjaldeyri, séu liðnir. Á síðast liðnu ári fluttu Kúb- anir sykur fyrir andvirði 270 milljónir dollara til Vesturlanda en búist er við að sú tala lækki um 20 milljónir á þessu ári. Megnið af þeim átta milljón tonnum, sem venjulega eru uppskorin á Kúbu, er flutt út til kommúnískra ríkja, einkum Sovétríkjanna, í skiptum fyrir rúblur, sem ekki er hægt að skipta á vestrænum gjaldeyris- mörkuðum, eða vörur. Á síðustu mánuðum hefur Kastro forseti margsinnis sagt að Kúba verði að endurgjalda Sovétmönnum veittan stuðning með því að mæta öllum við- skiptalegum skuldbindingum við þá að fullu. í staðinn leyfa Sovétmenn Kúbönum að endurselja þá sov- ésku olíu sem er umfram þeirra eigin neyslu. Þannig græddu Kúbanir yfir 500 milljónir doll- ara á síðasta ári. Því er haldið fram að fyrir- huguð sykurkaup stafi fremur af þörfinni fyrir að mæta of bjartsýnum útflutningsáætlun- um og breyttri afstöðu Sovét- manna en ótta við lélega upp- skeru á þessu ári. Því er spáð að sykurframleiðslan aukist á þessu ári og jafnvel álitið að hún gæti orðið meira en nokkru sinni fyrr eða allt að 8,6 milljón- ir tonna. Lasjoa: lójur Etósss ii Mja B Fwiólik

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.