NT - 23.03.1985, Page 4
Laugardagur 23. mars 1985 4
Riðuvarnir:
Bændur kæra
kindadrápin
■ Eigendur þeirra 23
kinda í Barðastrandasýslu
sem Reykjavíkurlögregia
var í fyrri viku fengin til að
skjóta á færi hafa sent
kæru vegna atburðarins til
ríkissaksóknara.
Fara bændurnir, sem eru
þrír, fram á að upplýst verði
hvereðahverjirfóru framá
þessi „dráp og hroðalegustu
limlestingar" og hver tók
endanlega ákvörðun um að
þau áttu sér stað. Þá er farið
fram á að rannsóknin leiði
meðal annars í ljós hver réttur
bænda sé gagnvart sauðfjár-
veikivörnunum.
FERMINGARGJAFIR
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverstunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐÍSL. BIBLÍUFÉLAG
<f>iiÖbranböötofn
Hallgrimskirkja Reykjavlk
simi 17805 opiö 3-5 e.h.
■ Eyjólfur Pétursson, skipstjóri innan um alla mælana sína og ■ Birgir stýrimaður kemur fyrir batteríum í netsjá sem er í
tækin, í brúnni á Vestmannaey, sem er eitt af hinum 5 skipum í trollinu.
rannsóknarleiðangrinum sem nú stendur yfír. NT-myndir: inga Gísia
Rannsóknarleiðangur sjómanna og Hafrannsóknarstofnunar:
Vel fer á með togarajöxl-
um og fiskifræðingum
■ „Þessi rannsóknarleiðang-
ur virðist ganga mjög vel. Tog-
ararnir lönduðu allir í byrjun
vikunnar - voru flestir með 40
til 50 tonn en einn - Páll
Pálsson - með 70 tonn. Verk-
efnið er það langt komið að ég
á von á að þeir Ijúki þessu
fljótlega upp úr helginni,“
sagði Jakob Jakobsson, for-
stöðumaður Hafrannsóknar-
stofnunar, spurður jim leið-
angurinn sem menn hans taka
nú þátt í á fímm japönskum
skuttogurum hringinn í kring-
um landið.
Jakob sagði að rannsókn-
armönnum stofnunarinnar -
sem eru 5 á hverju skipi -
líkaði ákaflega vel um borð í
togurunum. Og eftir því er
hann hefði heyrt frá útgerð-
armönnum væri sú ánægja
gagnkvæm - skipverjum á tog-
urunum þætti mjög lærdóms-
ríkt að taka þátt í rannsóknun-
um. Eiga menn von á því að
leiðangurinn verði til þess að
auka skilning og tiltrú milli
Hafrannsóknarstofnunar og
sjómanna í framtíðinni og jafn-
framt að sjómenn verði fúsir til
að taka þátt í endurtekningu
slíks rannsóknarleiðangurs á
sama tíma að ári.
Fyrir leiðangurinn var land-
grunninu öllu skipt í reiti og
svo og svo mörg tog ákveðin í
hverjum þessara reita, en alls
voru ákveðin 600 tog. Toga-
fjöldi sem ákveðinn var í hverj-
um þessara reita fór, að sögn
Jakobs, eftir því hve menn áttu
von á miklum fiski á hverjum
stað, en stuðst var við reynslu
skipstjóra og gögn Hafrann-
sóknarstofnunar. Hafrann-
sóknarstofnunin valdi 300 tog
á tilviljanakenndan hátt, en
skipstjórar togaranna völdu
hin 300 togin eftir því hvar þeir
töldu bestu fiskislóðirnar vera
að sinni reynslu. í hvorum
flokknum hefði veiðst betur
kvaðst Jakob ekki hafa spurt
um. En það verði gert upp og
gæti orðið mjög skemmtilegur
samanburður.
Á togi er farið eftir ákveðn-
um reglum, hvert tog er tekið
í ákveðna stefnu, togað í 4
mílur á hverjum stað og alltaf
á sama hraða. Hugmyndin er
að leiðangurinn verði endur-
tekinn nákvæmlega að ári og á
næstu árum, þ.e. sömu togin
tekin á sama tíma, með sömu
veiðarfærum og helst á sömu
skipunum. Þær breytingar
sem fram koma í öllum þessum
togum frá ári til árs eiga síðan
að endurspegla breytingar í
stærð fiskistofnanna, enda fæst
með þessari aðferð mjög góð-
ur samanburður sérstaklega
þegar búið verður að endur-
taka leiðangurinn í nokkur ár.
Til þessa sagði Jakob þá hjá
Hafrannsóknarstofnun aðeins
hafa haft möguleika til að
reyna svona rannsóknir á einu
eða tveim skipum. Þegar lítið
fannst á einhverjum stað t.d.
fyrir austan, var ekki ótítt að
sjómenn segðu ekkert að
marka það - fiskurinn væri
einmitt allurfyrirvestan, þessa
stundina. Þegar hinsvegar er
togað svona víða við landið á
svo stuttum tíma á þetta mörg-
um skipum samtímis, er það
gert til að fiskurinn hafi ekki
tíma til að ílytja sig af einum
miðum á önnur meðan á rann-
sókn stendur.
Aflinn sem skipin hafa land-
að er ekki nema þriðjungur til
helmingur af því sem líklegt er
að þau hefðu veitt á sama tíma
að öllu jöfnu. Hafrannsóknar-
stofnun og útgerðarmenn
komu sér því saman um
ákveðna viðmiðunartogara í
hverjum landshluta. Reiknað-
ur verður út afli þeirra annars
vegar og rannsóknartogaranna
hins vegar og Hafrannsóknar-
stofnun mun síðan greiða mis-
muninn sem verður á aflaverð-
mætinu, þannig að rannsókn-
arskipin fái greitt venjulegt
úthald yfir tímabilið.
■ Rannsúknarmcnnirnir Alberf Stefánsson og Ólafur Ástþórs-
son eru hér að kvarna, kyngreina og mæla fískinn ásamt því að
kanna hvað fískurinn hefur étið. Allt þarf svo að festa niður á
skýrslu um leið.
Stéttarsamband bænda
Mótmælir
harðlega
virðis-
aukaskatti
■ „Stjórn Stéttarsam-
bands bænda mótmælir
harðlega framkomnu
frumvarpi til laga um virð-
isaukaskatt og telur að ef
það verði að lögum, muni
það leiða til kostnaðar-
auka og verulegs óhagræð-
is fyrir bændur.“
Þannig hljóða upphafs-
orð ályktunar Stéttarsam-
bands bænda sem sam-
þykkt var á stjórnarfundi í
vikunni. í ályktuninni er
ennfremur varað við hug-
myndum um nær 19%
matvöruverðhækkun sam-
fara skattlagningunni.
Bent er á að slík hækkun
komi verst við tekjulágar
barnafjölskyldur sem eyða
stærri hluta sinna tekna í
matvörur en hinar sem
miklar tekjur hafa.
Þá fer Stéttarsambandið
fram á að ef af skattlagn-
ingunni verður þá verði
búvörur og önnur matvæli
undanþegin virðisauka-
skatti. Bent er á að virðis-
aukaskattur á matvælum
muni koma þyngra niður á
dýrum matvörum eins og
til dæmis kjöti, osti og
smjöri.
Hvítir mávar:
Fjölskyldu-
afsláttur á
sunnudögum
■ Um sjöþúsund og fimm-
hundruð manns hafa séð
kvikmyndina Hvítir mávar
sem nú er sýnd í Háskóla-
bíói.
Aðstandendur myndar-
innar hafa nú ákveðið að
veita nokkurskonar fjöl-
skylduafslátt á þrjúsýning-
um á sunnudögum og verður
miðaverð þá 190 krónur.
WSi
HÚSGÖGN OG *
INNRÉTTINGAR CQ CQ QH
.SUÐURLANDSBRAUT18 UO
Cabína rúmsamstæða
Tekk dýnustærð 200x90 cm.
Beyki dýnustærð 191x92 cm.
Yerð kr. 15.700.-
Fornaldartónlist frá Kína
■ Ein besta þjóðlagahljómsveit Kína
er nú hér á landi. Hún er m.a.sérstök
fyrir það að flest verkin, sem hún hefur
flutt, eru ævaforn, jafnvel árþúsunda
gömul enda er eitt af hljóðfærunum
sem hún spilar á smíðað fyrir þúsund
árum á tíma Sung-keisaraættarinnar
löngu áður en Marco Polo fór til Kína.
Þetta forna hljóðfæri heitir Guqin
(frb. gútsín) og er það nokkurs konar
sítar með 7 strengjum. Fyrstu heimildir
um það eru frá því þúsund árum fyrir
Krist. Það Guqin, sem hljómsveitin er
með, var á safni í Kína. Að sögn
hljómsveitarmanna fengu þeir ekki að
taka það með til íslands fyrr en eftir
langar fortölur.
Hljóðfæraleikararnir, sem eru tíu,
eru allir í röð fremstu hljóðfæraleikara
Kínverja og hafa sumir fengið verðlaun
sem bestu hljóðfæraleikarar á viðkom-
andi hljóðfæri.
Hljómsveitin hefur haldið tónleika á
Akureyri, í Neskaupstað, á Akranesi
og í Hafnarfirði en seinustu tónleikar
hennar hér á landi verða í hátíðarsal
Menntaskólans við Hamrahlíð í dag
klukkan 14.