NT - 27.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 2
Hvort eigum við að fara til hægri eða vinstri? Sæmdur konfekti ■ Nýr slökkvibíll var fyrir skemmstu tekinn í gagnið hjá Hornfirðingum sem er svosem ekki sérstaklega í frásögur færandi. En heima- menn þar eystra minntust þessa með lítilsháttar sprelli slökkviliðsmanna og gerir ritstjóri Eystra-Horns þessu nokkur skil í síðasta tölu- blaði blaðs síns. Slökkvistjóri flutti tölu og manni þeim sem helst var þakkað að umrædd bifreið komst í flotann, Ragnari Imsland var færð blómakarfa „... en Þorsteinn Þorsteins- son var sæmdur forláta konf- ektkassa. Að síðustu var skálað fyrir nýja bílnum. Ekki var samt glösum klingt eins og almennt tíðkast held- ur var boðið upp á heilar flöskur." Já, engir smámenn Horn- firðingar, sæma mann kon- fekti og skála svo fyrir öllu saman í heilum flöskum. Það kemur reyndar í beinu fram haldi að flöskurnar hafi verið af minni gerðinni, eða romm- flöskurnar af sælgætisgerð- inni. Slökkviliðið varð enda að vera allsgáð því að athöfn lokinni var stutt slökkviæfing og reykköfun reynd í Skakkanum. Af f Ijótandi hreppsskrifstofu ■ Nú standa yfir umræður um hugsanlega sameiningu hreppanna í innanverðum Eyjafirði, Öngulstaða- hrepps, Hrafnagilshrepps og Saurbæjarhrepps. í Degi á Akureyri kernur fram að þarna sé um mikið tilfinn- ingamál að ræða, og menn skiptist í þrjá hópa. Vilji sumir sameina hreppana í einum hvelli og þá, sam- kvæmt áreiðanlegum heim- ildum Dags, undir nafninu Saurgilsstaðahreppur! Dagur segir frá fundi sem haldinn var um þetta málefni í Öngulstaðahreppi. Þarkom fram að menn voru efins um tilganginn með því að opna sameiginlega hreppsskrif- stofu fyrir hreppana ef áfram yrðu þrír oddvitar á skrifstof- unni. í því sambandi hafði Birgir oddviti Þórarinsson þau orð, að oddviti Saurbæj- arhrepps hefði eitt sinn aug- lýst viðtalstíma á ákveðnum dögum. Árangurinn varð sá að hreppsbúar í Saurbæjar- hreppi leituðu til oddvita síns á öllum öðrum tímum. Að þessum upplýsingum fengn- um taldi Kristján á Rifkels- stöðum aldeilis ómögulegt að sameinast Saurbæingum í sveitarfélagi þar sem þeir kynnu ekki á klukku. Þá kom líka fram á fundin- um að togstreita væri um hvar sameiginleg hreppsskrif- stofa ætti að vera. Eðlileg- asta lausnin var þó talin flotprammi á miðri Eyja- fjarðará þar sem hrepparnir þrír mætast. Þó var ekki talið útlokað að pramminn gæti verið eitthvað neðar, t.d. við brúna hjá Hrafnagili, því þó það væri nokkurn spöl frá Saurbæjarhreppi, væri víst að megnið af vatninu í ánni kæmi frá Saurbæingum... Vatnstaka íslandslax h.f. í Grindavík: Öllumstæðuhlið stæðkjörtilboða - segir landbúnaðarráðherra ■ Hart var deilt á landbúnað- arráðherra og ríkisstjórnina í fyrirspurnatíma í Sameinuðu alþingi í gær fyrir vatnstöku- samninga við íslandslax og var ráðherra sakaður um að mis- muna fyrirtækjum í fiskirækt og færa Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga gjafir á gulldiski. Landbúnaðarráðherra var sak- aður um að seija ístar.dslaxi vatnstökuréttindin undir mark- aðsverði og samráðherrar hans í ríkisstjórninni ásakaðir fyrir það að láta það viðgangast. Tóku nokkrir þingmenn svo hart í að þeir töldu nauðsynlegt að Alþingi beitti valdi sínu til þess að stöðva frekari framkvæmd- ir og boranir íslandslax á jörð- inni Stað við Grindavík meðan málið yrði kannað frekar. Landbúnaðarráðherra Jón Helgason vísaði á bug þeim fullyrðingum að verið væri að mismuna fyrirtækjum í fiski- rækt. Sagði hann tryggt að samningurinn við íslandslax veitti fyrirtækinu engin forrétt- indi fram yfir önnur sambærileg fyrirtæki. Sagði hann samning- inn m.a. byggjast á því að ríkisstjórnin hefði talið mikil- vægast að stuðla að uppbygg- ingu fiskeldis með því að standa við gefin orð og tryggja orku- sölu til þessa atvinnuvegar á sambærilegu verði og til annarra atvinnugreina. Umræður þessar spunnust í framhaldi af fyrirspurn Karls Steinars Guðnasonar til landbún- aðarráðherra um málið. Sagðist hann vera meðmæltur uppbygg- ingu laxræktar á Suðurnesjum því atvinnulíf þar hefði staðið á brauð- fótum en sagði að það yrði að gera þá kröfu að Suðurnesjamenn yrðu meðhöndlaðir sem skini bomar mannverur. Spurði hann ráðherra hvort honum hefði verið Ijóst þegar hann heimilaði vatnstöku í landi Staðar að samningsviðræður Islandslax og Hitaveitu Suður- nesja um sölu á heitu vatni hefðu verið á lokastigi. Hvort samráð hefði verið haft við bæjarstjóm Grindavíkur eða aðra aðila, hvort samráð hefði verið haft við iðnað- arráðherra og hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á því hvað vatnsbólin á Suðurnesjum þyldu mikla vatnstöku án þess að það hefði áhrif á neysluvatn. Að lokum var ráðherrann spurður hvort hann hefði í hyggju að gera hlið- stæða samninga við aðrar laxeldis- stöðvar sem fyrirhugað er að reisa við strendur Grindavíkur. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra gat þess í svari síriu að þegar að SÍS hefði sótt um að fá spildu úr landi Staðar. fyrir hugsanlega laxeldisstöð, hefði jafnframt verið óskað eftir vatnsréttindum. Þeim hefði verið heitið landinu, og vatns- réttindum, ef ekki semdist við Hitaveitu Suðurnesja, en þó með þeim fyrirvara að samþykki bæjar- stjórnar Grindavíkur fengist. Hefði bæjarstjórn veitt samþykki sitt með vissum skilyrðum en í þeim hefði ekki verið minnst á vatnsréttindin né að samráð þyrfti að hafa við önnur bæjarfélög um vatnstöku. Það kom einnig fram í svari ráðherra að samráð hefði verið haft við Orkustofnun en ekki haft beint samband við iðnað- arráðhera en málið verið kynnt á ríkisstjórnarfundi áður en samn- ingur var undirritaður. Sagði Jón Helgason að allmiklar rannsóknir hefðu farið fram á vatnsbirgðum Suðurnesja og starfsmaður Orku- stofnunar verið með í ráðum frá upphafi. Varðandi síðustu spurn- inguna sagði ráðheírann að engir aðilar aðrir hefðu sótt um að fá Ieigu á Stað, en ef til þess kæmi þá hlytu samningar við þá að verða sambærilegir. Ólafur G. Einarsson sagði að Hitaveita Suðurnesja hefði ekkert fengið að vita um þennan samning fyrr en tilkynnt var að samningar HS og íslandslax um vatnssölu yðru settir í salt og SÍS færður samningurinn við landbúnaðar- ráðuneytið á gullbakka. Benti hann á að í álitsgerð Orkustofnun- ar segði að ekkert væri hægt að segja til um skaða af vatnstöku í Staðarlandi, fyrir vatnsforðabúr Suðurnesja. Samningurinn gerði ráð fyrir því að SlS fengi í hend- urnar 550 hektara lands, með vatnsréttindum upp á 20 sekúndu- lítra af heitu vatni, 350 sekúndu- lítra af fersku vatni og 25 þúsund sekúndulítra af 15° heitum sjó og væri leigutíminn til 50 ára. Sagðist hann draga í efa að vinnubrögð ráðherra væ'ru siðferðislega rétt, þó þau stæðust lagalega. Benti hann á að þessu máli væri ekki lokið og samningurinn væri ekki kominn í gildi því enn hefði bæjar- stjórn Grindavíkur ekki staðfest hann. Því væri það einkennilegt að þegar væri hafist handa við framkvæmdir, bæði borun eftir heitu vatni og dælingu á fersk- vatni. Fleiri þingmenn tóku til máls, eins og áður sagði, og deildu hart á ráðherra fyrir samningin. Mjóanes í Þingvallasveit: Verður ekki leigt út sem sumarbústaðaland áfram búið á jörðinni og hún héldist þannig í byggð. Þingvallanefnd, sem að vísu hefur ekki yfirráð yfir svæðinu utan þjóðgarðsins, var mótfallin því að bæta við byggingum í Þingvallalandinu, og vísaði í bókun til samkeppni sem haldin var á árunum 1972-73 um skipu- lag Þingvalla. Þar bárust 14 tillögur sem allar gerðu ráð fyrir að ekki yrði frekar byggt á svæðinu þar sem þjóðgarðurinn myndi stækka. Hinsvegar taldi nefndin öryggisatriði fyrir svæð- ið að Mjóanes héldist áfram í byggð og því beitti hún sér fyrir þessari lausn á málinu. ■ Bóndinn í Mjóanesi í Þing- vallasveit hefur fallið frá ósk uni að á jörðinni verði byggð ný útihús, sem væri forsenda þess að hann byggi áfram á jörðinni, þar sem Þingvallanefnd hefur boðið honum hlutastarf við eftirlit og ýmis störf í þjóðgarð- inum. Eigendur jarðarinnar Mjóa- ness höfðu sótt um að fá að leigja út land undir 10 sumar- bústaði á jörðinni, og átti sú leiga að fjármagna byggingu útihúsa. Bóndinn, sem er leigu- liði á jörðinni, taldi þessi útihús forsendu þess að hann gæti Miðvikudagur 27. mars 1985 2 LlL Fréttir ■ Úti á þekju. Það kemur fyrst í hugann við þessa mynd en þetta er ekki afleiðing af umferðaróhappi eða glanna- skapur rallíkappa heldur var bílnum komið þarna fyrir með vilja. Bíllinn er splunkunýr af gerðinni Nissan Sunny og var honum stilit upp á þak sýn- ingarsals Ingvars Helgasonar h.f. til að minna á sýningu sem þar er inni á Nissan-bílum. NT-mynd: Sverrir A Iþýdubundalagið Framhaldsskólanemendur fá ekki frí til Suður-Afríkusöfnunar: Búið að trufla skólastarf nóg - segir Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra Áhugi á inngöngu í alþjóftsamband sósíalista ■ „Ef um það er að ræða að óskað verði eftir fyrirmælum héðan um að skóladeginum þennan dag verði varið til ein- hvers annars en náms, þá kemur það ekki til mála frá mínu sjónarmiði séð. Það er búið að trufla skólastarfið í þrjár vikur og ráðuneytið fer ekki að gefa fyrirmæli um að nota daginn til einhvers annars en nóms, sem nemendur eru búnir að bíða eftir í þrjár vikur.“ Þetta sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra í samtali við NT í gær, þegar hún var innt eftir því hvers vegna ráðuneytið neitaði um aðstoð við NOD-nefndina á íslandi. NOD-nefndin á íslandi tekur þátt í samnorrænu verkefni sem byggist á því að framhaldsskóla- nemar á Norðurlöndum bjóða vinnuveitendum krafta sína í einn dag, og síðan rennur af- raksturinn til uppbyggingar í menntamálum í Suður-Afríku. I viðtali við tvo af aðstand- endum verkefnisins kom fram að Ragnhildi var sent bréf í september síðastliðnum, þar sem lienni var gerð grein fyrir verkefninu. „Við fengum ekki jcöeutse'N 'ses svar, svo afráðið var að fresta söfnunardeginum til 28. þessa mónaðar, en þá var neitað. Þetta finnst okkur blóðugt þar sem útlagður kostnaður við verkefnið er nú um 7 hundruð þúsund krónur." Ragnhildur Helgadóttir var spurð hvort það skipti ekki máli að útlagður kostnaður væri nú þegar orðinn sjö hundruð þús- und krónur. „Óskaplega er þetta dýrt. Af hverju notuðu þau ekki þessa peninga til þess að hjálpa fólk- inu í Suður-Afríku.“ Sinubrunar byrja á ný ■ Eftir hlé síðan í góðviðr- inu í febrúar angra sinubrunar slökkviliðið nú aftur og voru tvö útköll vegna þessa í gærdag. Annar bruninn var í Árbæjar- hverfinu en hinn á Seltjarnar- nesinu. Mikil hætta stafar af sinu- bruna á þessum tíma því undir þurri sinunni er freðin jörð sem verkar þannig að eldurinn flýgur hraðar yfir en ella og tekst smáfólkinu sjandnast að ráða við eldinn eftir að hann hefur verið kveiktur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.