NT - 27.03.1985, Blaðsíða 14

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 14
■ David Attenborough við rannsóknarstörf. Sjónvarp kl. 20.40: Utvarp kl. 16.20: Lesin ævisaga Bachs í tilefni 300 ára afmælis tónskáldsins ■ Aðundanförnuhefurverið í útvarpinu með margs konar hætti minnst 300 ára afmælis tónskáldsinsBachs. Kynningar hafa verið í útvarpi á verkum skáldsins og útvarpað frá merkum tónleikum. Nú bætist einn þátturinn við í minningu tónskáldsins í eyr- um hlustenda, en um þessar mundir er lesin ævisaga hans í útvarpið og verður einn lestur- inn kl. 16.20 í eftirmiðdag. Ævi og samtíð heitir ævisagan og er eftir Hendrik Willem van Loon. Þýðingu hefur gert Árni Jónsson frá Múla, en sonur hans Jón Múli útvarpsþulur mun lesa söguna. Árni Jónsson er fæddur 1891 á Reykjum í Reykjahverfi, en látinn 1948 í Reykjavík. Hann var alþingismaður N. Múla- sýslu árin 1923-1927. Hann vann verslunarstörf og fleira, en var síðar blaðamaður við Vísi og ritstjóri og vann mikið að ritstörfum. Ævisögu Backs þýddi hann og kom hún út 1946. Fljúgandi snákar og stærsta blóm í heimi! ■ í sjónvarpinu í kvöld kl. 20.40 verður David Attenbor- ough með 4. þátt sinn af tólf í þáttaröðinni „Lifandi heim- ur“. Þessi þáttur nefnist Frum- skógarlíf og er í honum sýnt hið ótrúlega fjölskrúðuga líf, sem eitt risatré í regnskógi í Asíu hefur að geyma. Attenborough fer „lóðrétta ferð“ um frumskóginn, þ.e. hann byrjar í sólböðuðum toppi risatrés og lætur sig síga niður og skoðar hið mismunandi. dýra- og jurtalíf, sem blómstr- ar í trénu. Þannig heldur hann áfram niður á skuggsælan skógarbotninn, þar sem líka þrífst ýmiss konar líf. Margar sjaldséðar dýrateg- undir verða þarna á vegi rann- sóknarmannsins, svo sem fljúgandi snákar, eldrauðir stórir páfagaukar á hreiðri sínu, margs konar einkennileg smádýr og skordýr. Stærsta blóm í heimi vex í þessu tré, en það er planta frá Borneo, sem ber það. Blómið lyktar sem rotnandi kjöt! Þarna má finna margbreytilegasta samansafn dýra og plantna sem hugsast getur, sem dafnar í hinu vota, græna belti jarðar regnskógun- um. ■ Bach er heiðraður á marg- ■ Jón Múli Árnason les ævi- víslegan hátt um þessar mundir sögu Bachs i útvarpinu. Sjónvarp kl. 21.50: Nú sígur á seinni hluta SHOGUN-þáttanna í kvöld kl. 21.50 verður sjöundi þáttur Herstjórans - eða Shoguns - á dagskrá. Þættirnir eru 12, svo nú eru þeir meira en hálfnaðir. Þessi bandaríski framhaldsmynda- flokkur hefur aflað sér vinsælda hér eins og annars staðar, þó mörgum hafi þótt harkan nokkuð mikil í þeim. í síðasta þætti vildi Blackt- horne stýrimaður fá höfðingj- ann til að afturkalla skipun sína viðvíkjandi þorpsbúa, en það átti að bitna á þeim, ef stýrimaður yrði ekki fullfær í japanskri tungu á vissum tíma. Að afturkalla skipanir var ekki eftir skapi höfðmgjans, enda sagði hann að þorpsbúar - líf þeirra og dauði - skiptu ekki nokkru máli. Þessi málalok gat Blackt- horne ekki sætt sig við, og sagðist ekki geta lifað með ■ Mariko, hinn fagri túlkur er leikin af Toshiro Mifune og Richard Chamberlain leikur stýrimanninn Blackthorne. þann stóra blett á heiðri sínum, að saklaust fólk yrði að líða fyrir sig og því yrði hann að svipta sig lífi. Hann sagðist hafa tekið siðu þessa lands, og því hefði hann rétt til að semja sig að venjum landsmanna. Þar á meðal að fremja „sep- ukku“ (sjálfsvíg eftir vissum reglum Samuraiara-höfðingja) með hnífi. Á síðustu stundu afvopnar aðstoðarmaður höfðingjans Blackthorne, þegar hann er að því kominn að reka hnífinn í brjóst sér. Þetta hugrekki kunna Japanir að meta og enn hækkar Blackthorne í áliti. í ástamálunum gengur á ýmsu. Blackthorne er ástfang- inn af túlknum Mariko, en hún er gift, og þó hún beri sömu tilfinningar til hans, þá lætur hún það ekki uppi, en reynir allt til að þerna hans geti þóknast honum á allan hátt. Hún er fallegasta sfúlka, en hugur Blackthornes stýri- manns er bundinn við Mariko. Við fáum nú að sjá hvaða framhald verður á ástamála- flækjunni og valdabaráttunni í japanska ríkinu á 17. öldinni. Miðvikudagur 27. mars 1985 14 ■ Alison Movet hefur frá barnæsku dáð Billie Holiday og syngur mjög í Hennar stíl lagið „That Old Devil Called Love“. Rás 2 kl. 15.00-16. Gamalt Billie Holiday-lag nú í öðru sæti á popplista ■ Gunnar Salvarsson er með þátt sinn „Nú er lag“ á Rás 2 kl. 15.00-16.00 í dag, - eða „Gömul og ný lög að hætti hússins,“ eins og segir í dag- skrárkynningu frá Rásinni. NT hafði samband við Gunnar og við báðum hann að segja okkur hvert væri aðalefni þáttarins í dag. Hann sagði m.a.: „Ég ætla að leggja áherslu á lag, sem Billie Holiday söng fyrir löngu og heitir „That Old Devil Called Love“. Það sem mér finnst merki- legt við flutning þessa lags er að nú get ég í fyrsta sinn sameinað lag úr „Listapoppi", þar sem eru nýjustu topplögin og þættinum „Nú er lag“, þar sem oftast eru eldri lög, því að „That Old Devil Called Love“ er nú sem stendur annað vin- sælasta lagið í Bretlandi! Ung söngkona, Alison Mo- yet, hefur nýlega sungið þetta lag inn á plötu - mjög í anda Billie Holiday - og það fær svona skínandi góðar viðtök- ur, að á tveimur vikum er það komið í annað sæti á popplista. Alison Moyet hefur frá barnæsku dáð Billie Holiday, og hún söng blús-tónlist í klúbbum og víða á skemmti- stöðum í Bretlandi. Þá var það að Vince Clark, sem er þekkt- ur söngvari þar í landi, „upp- götvaði“ Alison og þau fóru að syngja saman í dúett sem nefnd- ur var Yazoo. Síðan gaf Alison út plötu nú fyrir jólin. Platan heitir Alf og hefur selst mikið, - en Alf er gælunafn Alison sjálfrar. Svo verð ég með göm- ■ Gunnar Salvarsson er bæði með „Listapopp" og „Nú er lag“. Nú kemur fyrir í fyrsta sinn hjá honum sama lagið í báðum þáttunum. ul dægurlög og jazzlög eins og oft áður í þessum þætti," sagði Gunnar Salvarsson. - Hvað ferðu langt aftur í tímann þegar þú kallar lag gamalt? „Ég hef farið aftur til ársins 1910 og svo allt fram undir 1950. Ég tek vanalega fyrir eitt lag - og spila það þá í þremur ólíkum útsetningum - og það ætla ég að gera með þetta aðallag í þættinum mínum núna. „That Old Devil Called Love“, sem þær Billie Holiday og Alison Moyet hafa sungið inn á plötur með 30 ára milli- bili.“ Miðvikudagur 27. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á vírkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar 7.55 Daglegt mál: Endurt. þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Níels Árni Lund talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Albert" eftir Ole Lund Kirke- gaard Valdís Óskarsdóttir les þýð- ingu Þon/alds Kristinssonar (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr ). 10.45 Tslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt- ir. 11.45 islenskt mál Endurtekinn þátt- ur Guörúnar Kvaran frá laugar- degi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig Pálsdóttir 13.30 Þýsk dægurlög 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björns- son Helgi Þorláksson les (5). 14.30 Miðdegistónleikar Hornkon- sert í Es-dúr eftir Christoph Förster. Barry Tuckwell og St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leika; Neville Marriner stjórnar. 14.45 Popphólfið - Bryndis Jóns- dóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Frétlir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Johann Sebastian Bach - Ævi og samtfð eftir Hendrik Will- em van Loon. Þýtt hefur Árni Jónsson frá Múla. Jón Múli Árna- son les (3). 16.50 Síðdegistónleikar Sellósvíta nr. 1 í G-dúreftir Johann Sebastian Bach. Gunnar Kvaran leikur. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur Baldur Jóns- son formaður íslenskrar málnefnd- ar flytur. 19.50 Horft í strauminn með Krist- jáni Róbertssyni. (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans eftir Jules Verne Ragnheiður Arn- ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs- sonar. (13). 20.20 Mál til umræðu Þátturinn fjallar um aðskilnaöarstefnu stjórnvalda í Suður-Afriku og er unninn af nemendum í öðrum bekk Leiklist- arskóla Islands. 21.00 Organleikur i Kristskirkju Hörður Áskelsson leikur á tónleik- um i mars í fyrra. a. Svíta eftir Jean Adam Guilain. b. Prelúdia í e-moll eftir Nikolaus Bruhns. c. Inngangur og passacaglia í d-moll eftir Max Reger. 21.30 Að tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.00 Lestur Passíusálma (44) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Timamót Þáttur i tali og tónum. Umsjón: Árni Gunnarsson. 23.15 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miövikudagur 27. mars 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 14:00-15:00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16:00-17:00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og útivist. Stjórnandi: Júlíus Einarsson. 17:00-18:00 Tapað fundið Sögukorn um soul-tónlist. Stjórnandi: Gunn- laugur Sigfússon. Miðvikudagur 27. mars 19.05 Afmælismót Taflfélags Húsa- víkur Friðrik Ólafsson flytur skák- skýringar. 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið - Skipið sem gat siglt bæði á sjó og á landi, sögumað- ur: Halldór Torfason. Kanínan með köflóttu eyrun og Högni Hinriks, sögumaður: Helga Thorberq. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur 4. Frum- skógarlíf Breskur heimildamyndaflokkur í tólf þáttum. Umsjónarmaður David Attenborough. í þessum þætti er m.a. sýnt hið ótrúlega fjölskrúð- uga líf sem eitt risatré í regnskógi í Asiu hefur að geyma. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.50 Herstjórinn Sjöundi þáttur Bandarískur framhaldsmynda- flokkur í tólf þáttum, gerður eftir metsölubókinni „Shogun" eftir James Clavell. Leikstjóri: Jerry London. Aðalhlutverk: Richard Chamberlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.40 Baráttan við hugsýkina Kana- dísk fræðslumynd um rannsóknir á þunglyndi, orsökum þess og tilraunir til að ráða bót á þvi. Þýðandi: Jón O. Edwald. 23.10 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.