NT - 27.03.1985, Blaðsíða 12

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 12
 Miðvikudagur 27. mars 1985 12 Rómantíkin blómstrar! ■ Hin heimsfræga stjarna Joan Collins og sambýlismaður hennar, Peter Holm, hafa nú gert það opinbert að hann sé fluttur inn á heimili hennar í Hollywood. Það stóð mikið til fyrir flutninginn, því að Joan lét innrétta hið skrautlega hús sitt upp á nýtt. Rjómalitt og svart eru aðallitirnir í innrétt- ingunum og gler og speglar eru í borðum og ýmsum skreyting- um. Borðstofuborðið, sem er sérstaklega hannað fyrir róm- antíska kvöldverði fyrir þau tvö, er með spegilplötu, svo þau geti speglað sig um leið og þau skála í kampavíninu. Bæði segjast þau elska að lifa í lúxus, svo þau njóta lífsins, klæða sig upp á og skála við spegilborðið, þegar Katy litla, dóttir Joans, er komin í rúmið. Líklega hafa þau svo einhvern til þess að taka fram af borðinu - og þvo upp! Arftakar bi ins ■ Breska skautaparið Ja Torvill og Christopher D hafa í mörg ár verið freir sínu heimalandi og ein: skautamótum um allan hi Þau hættu á sl. ári að taka í keppni, en hafa lagt fyrii sýningar á list sinni. Nú er komið fram á sjói sviðið í Bretlandi skauta] sem kallað er „ Arftakar To: og Dean“. Þau heita Ke Barber og Nicky Slater Joan og Linda í Dynasty - gætið að: Nú kemur Diahann Carroll til skjalanna ■ Diahann Carroll segist vera í sjöunda himni yfir að leika Dominique Deveraux í Dynasty-þáttunum, og þeir sem þekkja til þar segja að hún gefi ekkert eftir hinni frægu Joan Collins, sem leikur „fallega óþokkakvendið“ hana Krystle í Dynasty, - og sé jafnvel allt að því eins „sæt“ og Linda Evans! Framleiðandi Dynasty-þátt- anna, Aaron Spelling segir þannig frá því hvernig hann uppgötvaði Diahann Carroll í hlutverk Deveraux-kvensunn- ar. Það var í samkvæmi í Los Angeles. „Um leiðogDiahann gekk inn í stofuna, leit ég á hana og sá á svipstundu, að hún var einmitt sú sem mig vantaði í þetta hlutverk. - Hún er alveg upplögð „Dynasty- kona“, sagði ég við sjálfan mig.“ Auðvitað komust strax á kreik sögur um ósamlyndi þeirra Joan Collins og Diah- ann, en persónurnar sem þær leika eiga í útistöðum og svífast einskis í sjónvarpsþátt- unum. Því fannst fólki að eitthvað því líkt myndi sam- band þeirra leikkvennanna vera í einkalífinu. - En það var nú eitthvað annað. Þær Joan og Diahann hafa þekkst í 20 ár og þær segjast báðar njóta þess vel að leika saman. Diahann sagðist eitt sinn hafa spurt Joan eftir eitt illinda-atriðið þeirra: „Hvernig tókst þetta hjá okkur?“ „Bara vel,“ sagði Joan, „en þú hefðir mátt vera heldur kvikindislegri, - það hefði ver- ið enn betra.“ Diahann fæddist í Harlem- hverfinu í New York. Pabbi hennar var járnbrautarstarfs- maður en mamma hennar var hjúkrunarkona. - Þau gerðu sitt til að ég fengi gott uppeldi og menntun, segir leikkonan, sem sagðist hafa haft mikið sjálfstraust og komist vel áfram á framabrautinni. Hún lék í kvikmyndinni Porgy og Bess 1959 og um svipað leyti fékk hún Tony-verðlaunin fyrir frammistöðu sína í söngleikn- um „No Strings“ á Broadway. í þrjú ár var hún með sinn eigin sjónvarpsþátt, sem hét Julia, og hún fékk tilnefningu til Oscars-verðlauna fyrir myndina Claudine. Eftir það vann Diahann aðallega sem söngkona í fræg- um næturklúbbum í Las Vegas og víðar. Hún hefur verið gift þrisvar sinnum, tvisvar skilið og einu sinni misst manninn. Eina dóttur á hún, sem heitir Suzanne og er hún í fjölmiðla- námi. - Jú, ég á vin, segir leikkon- an, það er Vic Damone, 56 ára söngvari sem var mjög frægur á sjötta áratugnum, en rekur nú hljómplötufyrirtæki. - Launin fyrir leik í Dynasty eru góð, 35.000 dollarar fyrir hvern þátt, og fötin eru algjört æði, sagði Diahann, en bætti svo við: Svo er bara að muna eftir að gera morgunleikfimina og passa sig í mataræði svo maður taki sig vel út í fínu fötunum!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.