NT - 27.03.1985, Blaðsíða 11

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 11
■ Guðbjörg Halldórsdóttir Það er ekki mikill vandi að hrista þess háttar af sér. Dropinn holar steininn Þar kom, að þessi sterka unga stúlka var orðin langlegu- sjúklingur, fyrst hjá lækni aust- ur í sveit og svo á Landspítal- anum. Þá kom í ljós, að auk kirtla- og brjósthimnubólgu var hún komin með’ heila- bólgu. Hún var þakklát fyrir spítalahjálpina, en sérstaklega nefndi hún oft Sigurð Sigurðs- son yfirberklalækni með þökk og virðingu. Þegar Guðbjörgu fór að batna þráði hún mjög að komast austur í Hraungerði og fékk þá ósk sína uppfyllta. Fyrst eftir heimkomuna var hún nærri rúmliggjandi, en smáhresstist og for að geta gripið í létt verk til hjálpar á heimilinu. Sú, sem þessar línur ritar, álítur að þá hefði erfiðasti hjallinn verið klifinn, ef þá miklu sorg og ógæfu hefði ekki hent, að. Sigrún, þessi mikil- hæfa persóna og elskulega móðir, veiktist af heimakomu og dó eftir nokkra daga. „Eftir það var Bagga bæði faðir okkar og móðir,“ segir Rögnvaldur. Sjaldan er ein báran stök Nokkru síðar missti Rögn- valdur heilsuna, var í vinnu í Vestmannaeyjum og datt nið- ur ósjálfbjarga. Sigmundur hafði orðið að hætta við kenn- araskólanám vegna þrauta í höfði, hafði þó orð á sér fyrir að vera lestrar- og námshestur. Allt dró þetta kjarkinn úr fjöl- skyldunni við búskapinn. Sandbyljirnir voru líka miklu verri eftir Kötlugosið en áður. Halldór, sem lengi hafði verið veill til heilsu, seldi jörðina eftir 35 ára búskap. Hann flutti að Skógum til vinafólks síns, þar sem Sigríður dóttir hans var. Guðbjörg fór með þrjú syst- kini sín að Blikastöðum í Mos- fellssveit, og unnu þau þar og í Reykjavík, eftir því sem heilsan leyfði. Sigmundur varð eftir lausamaður í sveitinni, en flutti síðar til fjölskyldunnar í Reykjavík. Eftir eitt ár, það eftirminnilega ár 1940, var Guðbjörg búin að ná sér í leiguíbúð í Reykjavík og hafði þar með haslað sér og sínu fólki völl í höfuðstað landsins, sem hafði margt gott upp á að bjóða, sem ekki var að hafa úti á landi, svo sem læknisþjón- ustu, og það sem dró urmul af fólki að, hina miklu vinnu, sem skapaðist við komu setu- liðsins. Þrengslin og húsnæðis- eklan voru gífurleg hjá að- komufólki. Guðbjörg lét því strax innrita sig í byggingarfé- lag og beið í góðri von. En það voru margir sem biðu og menn misjafnlega duglegir að ota sínum tota. Þar kom, að hina miklu þolinmæði Hraungerðis- fjölskyldunnar þraut. Guð- björg fór til ráðamenna, rak hnefann í borðið og heimtaði íbúðina og minnti þá á, að hún hefði alltaf borgað upp á dag allt, sem um hefði verið samið, og í hvað mörg ár. Systkini hennar og fleiri studdu mál hennar. Um haustið 1957 flutti hún loks í eigin íbúð með sitt fólk, eftir lygilega langan bið- tíma. Þá kom í ljós að Guð- björg hafði smám saman keypt ýmsa fagra og nytsama hluti og haft þá í góðum geymslum, t.d. útskorið sófasett, sérlega fallegar ljósakrónur, glugga- tjöld, gólfteppi o.s.frv. Nú byrjaði nýtt líf fyrir Guð- björgu. Þegar hún losnaði úr húsnæðiskreppunni, kom bet- ur í Ijós hve hún var mikill fegurðardýrkandi og hve hún þráði að safna fallegum hlutum. Hún talaði aldrei mik- ið um veikindi sín og líkast til hefur hún náð sér furðanlega hvað vinnuþrek snerti, því að hún vann alltaf mikið úti með heimilinu til sjötíu ára aldurs og tók um tíma tvö verslunar- hús til ræstingar í næturvinnu. Rannveig systir hennar gekk í næturvinnu með henni, þó að hún ynni alltaf fullan vinnudag og geri enn. Halldór faðir þeirra lifði góðu lífi hjá börnum sínum, var alltaf eins og hann væri að fara til kirkju, svo hreinn og snyrtilegur og unglegur með svart þykkt hár. Var aðdáan- legt, hvað Guðbjörg ásamt hinum systkinunum, sem búa saman, hugsuðu vel um hann síðustu árin. Þótti Guðbjörgu það mjög miður ef systkinin, sem búa búum sínum annars staðar, gátu ekki komið og verið með þeim á afmæli pabba þeirra og um hátíðir. Henni var mjög annt um að taka vel á móti gestum, hreinlæti og reglusemi til fyrirmyndar, eng- inn kveikti í sígarettu hvað þá meira. Með árunum smá juk- ust þægindin, heimilisbíll og ferðalög heim á æskustöðvarn- ar og upp í Borgarfjörð til Sigríðar systur þeirra. Eins og fyrr segir, kunni Guðbjörg ekki að skera neitt við neglur sér, en það er þó víst, að hún eyddi ekki í skart á sjálfa sig, hún var alltaf í vetrarfötunum árið um kring, til að klæða af sér kuldatilfinningu, sem hún þjáðist alltaf af, eftir að hún fékk heilabólguna. Eftir það sá enginn mjóa mittið eða fína vöxtinn hennar Böggu frá Hraungerði, hún varð að klæða sig svo mikið til að jaola við. Eins og fyrr segir, hætti Guðbjörg að vinna úti þegar hún varð sjötug, en ekki var hún ánægð með að setjast í helgan stein. Hún hafði oft minnst á, hvað sér finndist íbúðin uppi á loftinu, fyrir ofan sína íbúð, falleg, já, hvað hún væri falleg, hvað það mundi vera gaman að geta bætt henni við sig. Svo losnaði íbúðin fallega og var til sölu. Þá vantaði bara eitt, en það voru peningar til að kaupa fyrir, þeir voru hvorki í bönk- um eða annars staðar og engin fasteign til að veðsetja, nema íbúðin, sem þau bjuggu nú fimm í. Nú gerðust góð ráð dýr. Þannig stóð á, að frændi hennar var langt kominn í langskólanámi og vantaði íbúð. Ungi maðurinn keypti sér vasatölvu og reiknaði dag og nótt, eins og Guðbjörg komst að orði, alltaf jafn gam- ansöm. Útkoman varð: „Möguleiki, ef ég fæ góða vinnu,“ og hún fékkst. Nú var hafist handa að skrapa saman lán í fyrstu út- borgun. Allt heimilisfólkið lagði sig fram og Guðbjörg gekk fram fyrir skjöldu og talaði, eins og áður, við fólk, sem gat lánað, og bankastjóra, en þeir voru ekki alltaf upp- veðraðir, t.d. benti einn þeirra henni á að hún hefði ekki ávaxtað peningana sína í þess- um banka. Guðbjörg svaraði um hæl: „Já það er náttúrlega ósköp barnalegt að vera að geyma þetta heima.“ Það var oft hægt að brosa, þegar syst- urnar sögðu frá samtölum Guðbjargar og lánadrottn- anna. Hún vár orðin svo slæm yfir höfðinu, að einhver fór með henni og leiddi hana ef hún fór ekki í bíl, en alltaf var hún jafn fylgin sér, sniðug og fljót að svara fyrir sig. Mikið var haft fyrir að tína saman smálán sitt á hverjum stað, en margt smátt gerir eitt stórt. Jú, það hafðist, og það sem meira var, hvert einasta lán var borg- að skilvíslega á þeim degi, sem um var samið og auðvitað afborganir af þeim stærri. Það þarf enginn að reyna að leika slíkt eftir, nema sá, sem er þekktur fyrir að vera fulltrúi hins gamla, góða stolts, sem er eitt hið dýrmætasta í menningu okkar, það, að láta orð sín standa eins og stafi á bók og skulda ekki neinum neitt. Þetta gekk allt svo fljótt, að það líktist kraftaverki, að minnsta kosti ef hin fyrri íbúð- arkaup eru höfð í huga, en það er mikill munur á því, að ganga ein aðkomustúlka um ókunnar götur, sjálfsagt oft lasin og lúin, eða að vera orðin ýmsum hnútum kunn í borg- inni, hafa samfylgd, bíl, og það sem mestu máli skipti, hámenntaðan Reykvíking til skrafs og ráðagerða og til allra útreikninga. Enn einu sinni hafði hún staðið í fylkingarbrjósti, þegar á reyndi og sigrað með heiðri og sóma. Systkini hennar halda, að hún hafi ofreynt sig við þetta stóra átak, en það þarf ekki til. Stuttu síðar varð hún fyrir því slysi að detta og meiða sig mikið á fæti, slík meiðsli reynast mörgum þung í skauti, þó að ekki sjáist brot á myndum. Eftir það var eins og hún þyldi mjög lítið, ekki einu sinni að ganga stigann upp í fallegu íbúðina. Eg get ekki fengið mig til að skrifa nein kveðjuorð til Guð- bjargarHalldórsdóttur. Efhún kemur ekki til okkar, þá förum við til hennar. Guðrún Brynjúlfsdóttir Rvík 13. mars 1985 Þannig voru viðhengi merkjanna fram til 1979, er arkastærð var breytt. Þá minnkuðu arkirnar um helming. Nú voru 25 merki í örk og þá aðeins fimm með viðhengi í neðstu röð og hefst það með Jóns Sigurðs- sonar merkinu, 1979. Þá er lýsing viðhengjanna slík: 1) Raðnúmer arkar. 2) Aðeins munstur. 3) TD númer útgáf- unnar, ásamt litarstillingu. 4) Aðeins munstur. 5) Prent- unardagsetning og láréttar línur. Enn breytist þetta með nýrri merkjastærð er útgáfa dýramerkjanna hefst 24. jan. 1980. Enn eru aðeins fimm merki í neðstu röð, en samt eru tíu viðhengi að neðan- verðu, tvö og tvö undir hverju merki. Auk þess eru nú heil viðhengi tökkuð á öllum hliðum efst á örkinni auk venjulegra jaðra. Því hefir aðeins 10. hluti eða 10% merkjanna viðhengi að neðanverðu og sama hlutfall viðhengi að ofanverðu. Þá ber þess að gæta að munstrið á aðallit merkisins skiptist nú á milli beggja viðhengjanna að neðanverðu og viðhengis og jaðars að ofanverðu. Að öðru leyti er áprentun við- hengjanna eftirfarandi: 1, 2 og 4 eru án áprentunar einnig oft 3. Ef punktur er nptaður til að stilla lit, þá er hann að finna á viðhengi 3. Viðhengi 5 er annaðhvort án, með einu eða tveim láréttum strikum. Á þetta við um efri röð viðhengjanna. Sé neðri röðin skoðuð, þá hefir við- hengi 6 raðrúmer arkarinnar. 7. og 9 viðhengið er án sérstakrar áprentunar. 8. viðhengið hefir „TD“ núm- erið og 10. viðhengið prent- undardagsetningu arkarinn- ar. Viðhengin ofan arkarinnar eru öll eins. Eftir að hafa þannig gert grein fyrir sérkennum þess- arar prentunar, hefi ég einnig sett upp skrá yfir hverjir hafa grafið merkin, „TD“ númer útgáfanna og prentunardag- setningar. Tekið skal fram áð eitthvað kann að vanta á þessa skrá. T.d. er ekki langt síðan ný dagsetning fannst á fyrsta merkinu, auk þess sem furðuleg dagsetning hefir fundist á 1982 prentun 50 aura merkjanna með mynd músarindils, hvort sem þar er um prentvillu að ræða eða ekki. Eg væri þakklátur fyrir viðbótarupplýsingar. í næsta þætti verður svo skrá yfir alla þekkta prentundardaga og ártöl. 1985 Sigurður H. Þorsteinsson Heimildir: Eigið safn efnis. Frímerkjamiðstöðin: Bréf, júní 1980. Þormar, S. Bréf og samtöl, 1975-1983. Þorsteinsson, S.H. íslenzk frímerki. ísa- fold. Östergaard, Folmer, Rapport no. 44, Stockholm 1980. Bréf og samtöl. 1 ■ Stök jaðarprent og innsigli prentsmiðju. ■ Hvít viðhengi. snvnyififiH í ipnn íjU LíU DUU HOLTAKEX Lísukex SSlSL nr dds Sykur 2 kg Sanitas Pilsner Sanitas Maltöl <^>ÍVA FRIGG j (j Þvottaefni/i 2,3 kg ^ÞVOL FRIGG Þvottalögur 1/2| snöfinrs Tómatsósa 525 gr ...vöruverð í lágmarki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.