NT - 27.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 27. mars 1985 22 Allt er fertugum fært: PAT JENNINGS - Setur nýtt landsleikjamet í kvöld - Hefur einnig leikið yfir eitt þúsund deildarleiki í ensku knattspyrnunni ■ Pat Jennings, markvörður norður-írska knattspyrnulands- liðsins, mun leika sinn 109. landsleik í dag er Norður-Irar mæta Spáni í vináttulandsleik. Enginn breskur knattspyrnu- maður kemst nærri Jennings að lcikjafjölda. Hann á að baki meira en 1000 deildarleiki og í dag bætir hann breska lands- leikjametið sem Bobby Moore, fyrrum fyrirliði enska landsliðs- ins átti. Jennings verður fertugur í júní en hann er samt landsliðs- markvörður númer eitt og hefur verið það síðan 1964 er hann lék sinn fyrsta lcik, ásamt öðrum snjöllum knattspyrnumanni, George Best. Þessir tveir eru ennþá síðhærðir, en lengra nær samanburðurinn ekki. Best hætfi áður en hann varð þrítugur, þoldi ekki sviðsljósið og lagðist í brennivín en Jenn- ings lét minna á sér bera fyrir utan knattspyrnuvellina. Á þeim var hann hinsvegar í sviðs- Ijósinu. Sautján ára gamall, eftir að hafa staðið sig mjög vel í Evr- ópukeppni unglingalandsliða 1962, gekk Jennings til liðs við 3. deildarliðið Watford. Það munaði litlu að honum tækist að koma liðinu upp í aðra deild á þeim tveimur árum sem hann staldraði þar við. Árið 1964 fór hann svo til Tottenham. Reynd- ar hafnaði hann fyrsta tilboðinu sem félagið gerði honum og var í staðinn úthrópaður í heima- borg sinni fyrir aurasýki. En þegar Tottenham hækkaði til- boðið sló hann til og átti í vændum 13 ára glæsilegan feril á White Hart Lane. Pat lék með frábærum leik- mönnum, svo sem Jimmy Grea- ves, Martin Peters og Dave KacKay og þeir félagar færðu félaginu FA-bikarinn, deildar- bikarinn tvisvar og UEFA- bikarinn. Á þessum árum setti Jennings leikjamet hjá liðinu. Jennings telur herbergisfélaga sinn á landsliðsferðum, George Best, og félaga sinn hjá Totten- ham, Jimmy Greaves, bestu knattspyrnumennina sem hann hefur leikið með eða á móti. Sú staðreynd að þeir hættu báðir knattspyrnuiðkun tiltölu- lega snemma og sneru sér að flöskunni, olli honum því mikl- um vonbrigðum. En írinn Pat Jennings er þekktur fyrir allt annað en þeir félagar hans, nefnilega að hafa lengstu handleggina í landinu vegna ótrúlegra hæfileika sinna að teygja sig í bolta sem virtust eiga greiða leið í netið. Hann var kosinn „leikmaður ársins" 1973 af félagi atvinnuknatt- spyrnumanna. Það eru einkum tveir leikir sem Jennings setur á oddinn á Tottenham-ferli sínum, gegn Manchester United í leik um góðgerðarskjöldinn 1967 en þá skoraði hann mark beint úr útsparki. Knötturinn lenti einu sinni á vellinum áður en hann skoppaði yfir markvörð United og í netið. Hinn leikurinn var í deildarkeppninni, gegn Liver- pool á Anfield Road og þá varði Pat tvær vítaspyrnur. Árið 1977 var Jenningsseldur frá White Hart Lane fyrir 45.000 sterlingspund. Þetta kom öllum jafn mikið á óvart, áhangendum Tottenham, Jennings sjálfum og öllum knattspyrnuáhugamönn- um í landinu. Það.sem meira var hann var seldur til aðal- keppinautanna í Norður- London, Arsenal. Jennings hafði átt við meiðsli að stríða keppnistímabilið á undan, þegar liðið var í fallbar- áttu sem gekk ekki betur en það að liðið féll í 2. deild. Nýi framkvæmdastjórinn Keith Burkinshaw, taldi að þörf væri á yngri markmanni en hann átti eftir að éta það ofaní sig fjórum árum seinna þegar Tottenham keypti Ray Clemence frá Liver- pool fyrir margfalda þá upphæð sem Jennings var seldur á. Clemence var að auki 33 ára, einu ári eldri en Jennings var þegar hann var seldur. Ahangendum Tottenham var sagt að Jennings hefði neitað að leika með liðinu í 2. deild og hefði heimtað nýjan samning, mun stærri en hann hafði. Þessu neitar Jennings alfarið. Jennings var 6. leikmaðurinn sem „fór yfir landamærin“ milli Tottenham og Arsenal og hann lék fjóra úrslitaleiki með nýja liðinu, í Evrópubikarkeppni og Meistaramót öldunga í frjálsum: Valbjörn stutt f rá heimsmeti Pat Jennings stendur enn í markinu og gefur ekkert eftir. ■ Fyrsta Islandsmeistaramót- ið í frjálsum íþróttum öldunga innanhúss var haklið um helg- ina. Keppendur voru 10 og geysilega skemmtileg stemmn- ing á mótinu. Helstu úrslit urðu sem hér segir: Flokkur 35-39 éra: 50 metra hlaup: Trausti Sveinbjörnsson UMFA 6,4 sek. 50 metra grind: Ungir Tjallar unnu unga Ira ■ England sigaraði írland í vináttuleik landsliða undir 21 árs í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Portsmouth á Englandi og Englendingar tóku foryst- una strax á 2. mínútu með marki Mark Walters. Chris Fairclough bætti einu við-á 23. mínútu með marki Marks Walters. Chris Fairclough bætti einu við á 23. mínútu og þannig var staðan í hálfleik, 2-0 fyrir England. Paul Wilkinson setti þriðja mark Englendinga á 55. mín- útu áður en írar komust á blað. Mick Kennedy gerði tvö mörk fyrir íra með stuttu millibili, á 62. og 68 mínútu, bæði úr vítum. 5.489 manns sáu leikinn. bikarkeppnum í Englandi, þar á meðal var sigur í FA-bikar- keppninni 1979. Pat Jennings hefur ekki getað haldið sæti sínu í liði Arsenal á þessu keppnistímabili, eftir slæm mistök sem hann gerði í nóvember og leiddu til þess að Arsenal datt út úr deildabikar- keppninni. Þrátt fyrir að vera ekki fastur maður í 1. deildar- liði, er nær öruggt að Pat verður áfram fyrsti markvörður norð- ur-írska landsliðsins í barátt- unni um sæti í úrslitakeppni HM í Mexíkó á næsta ári. Hann er mikill aðdáandi kollega síns, Dino Zoff, sem ieiddi Itali til sigurs í heimsmeistarakeppn- inni 1982. Zoff var fyrirliði liðsins, og eins og Jennings er nú, fertugur að aldri. Það yrði mikil uppreisn æru fyrir Jenn- ings ef Norður-írland kæmist til Mexíkó, hann myndi þá jafna met Zoffs og leika fertugur í úrslitakeppni HM. Já allt er fertugum fært. í dag bætir Jennings breska landsleikjametið. Það var ein- mitt sigurinn á Spánverjum 25. júní 1982 sem fleytti Norð- ur-írum í gegnum fyrsta þrep heimsmeistarakeppninnar. Sá sigur var stærsta stundin á knattspyrnuferli Jennings, að því er hann sjálfur segir, en þegar hann var spurður um leikinn í búningsklefanum strax eftir að honum lauk, sagði hann með sinni alþekktu rósemi og yfirlætisleysi á meðan írar gengu fagnandi berserksgang allt í kring svo vart heyrðist manns- ins mál: „Strákarnir léku vel.“ Falcao til Brasilíu - Leikur ekki meira á þessu tímabili Viola, til að yfirgefa Ítalíu þar sem hann myndi ekkert geta leikið með liðinu á þessu tíma- bili. Falcao hyggst fara til Banda- ríkjanna í hálfan mánuð og láta rannsaka sig hjá sama lækninum og skar hann upp. „Ég mun ekki snerta fótbolta fyrr en læknirinn segir að ég sé algerlega búinn að ná mér,“ sagði Falcao. ■ Brasilíski knattspyrnusnill- ingurinn Paolo Roberto Falcao sem lék með Roma á Ítalíu í vetur þar til hann meiddist á hné og þurfti að gangast undir uppskurð, hefur nú snúið endanlega til síns heima í Brasil- íu eftir mikið flakk yfir Atlants- ála á undanförnum misserum. Hann sagði í sjónvarpsviðtali í Brasilíu að hann hefði fengið leyfi frá forseta Roma, Dino Heimsmeistaramótið í víðavangshlaupi: Lopez og Zola Budd urðu sigurvegarar ■ Carlos Lopez frá Portúgal sigraði á heimsmeistaramótinu í víðavangshlaupi um helgina. Mótið var haldið í Portúgal og var þetta þriðji sigur Lopezar á slíku móti. Fyrst vjtnn hann 1975 næst í fyrra og nú full- komnaði hann stórkostlegan feril sinn. Tími Lopezar var 33:33 mín. en hlaupið var meira en 12 kílómetra langt. í kvennaflokki sigraði Zola Budd frá Englandi eftir að hafa háð harða keppni við Ingrid Kristiansen frá Noregi mest allt hlaupið. Kristiansen varð síðan að gefa eftir og Budd varð hinn öflugi sigurvegari. Á loka metr- unum komst bandaríska stúlkan Cathy Branta frám fyrir þá norsku og tryggði sér annað sætið. Tími Budd var 15:01 á meira en 5 km vegalengdinni sem farin var. Meistaramót I badminton ■ Meistaramót íslands í badm- inton, 1985, verður haldið á Akra- nesi, dagana 13. og 14. apríl n.k. Keppt verður í meistaraflokki, A-flokki, öðlingaflokki (40-50 ára) og æðsta flokki (50 ára og eldri), öllum greinum karla og kvenna ef næg þátttaka fæst. Þátttökutilkynningar skulu berast til B.S.Í. í síðasta lagi laugardaginn 6. apríl. Trausti Sveinbjörnsson UMFA 8,6 sek. Langstökk: Ólafur Guðmundsson KR .. 5,66 metrar Kúluvarp: Jón M. ívarsson HSK.....9,48 metrar Hástökk: Jón M. ívarsson HSK.....1,55 metrar Flokkur 45-49 árar: 50 metra hlaup: Björn Jóhannsson UMFK...... 7,5 sek. Langstökk: f Björn Jóhannsson UMFK .. 4,63 metrar Kúluvarp: ólafur Unnsteinsson HSK . 11,60 metrar Hástökk: Jón H. Magnússon ÍR.....1,35 metrar Flokkur 50-54 ára: 50 metra hlaup: Valbjörn Þorláksson KR..... 6,5 sek. 50 metra grind: Valbjörn Þorláksson KR..... 7,5 sek. Langstökk: Valbjörn Þorláksson KR ... 5,64 metrar Kúluvarp: Valbjörn Þorláksson KR ... 11.41 metri Hástökk: Valbjörn Þorláksson KR ... 1,65 metrar Flokkur 60-64 ára: 50 metra hlaup: Marteinn Guðjónsson........ 8,4 sek. Kúluvarp: Marteinn Guðjónsson .... 10,58 metrar ENSKIR MOLAR Frá Hcimi Bergssyni fréttamanni NT í Englandi: ■ ... Wolverhamton Wand- eres, eða „Úlfarnir“ eru nú í bullandi fallhættu í 2. deild ensku knattspyrnunnar og Tommy Docherty fram- kvæmdastjóri hefur boðist til að segja af sér ef stjórn félags- ins telur að það verði liðinu til góðs... ... Brighton hefur nú ákveðið að banna áfengi á heimaleikj- um félagsins. Þetta er gert til að reyna að sporna við óiátum villtra áhorfenda. Það sem mönnum finnst merkilegt við þessa ákvörðun er að Brighton er styrkt af bruggfyrirtæki og mun liðið tapa 2000 pundum á hverjum leik. Já, dýr reynist dropinn þó ei sé drukkinn... ... Fleiri félög íhuga aðgerðir gegn skemmdarverkamönnum í hópi áhorfenda. Ken Bates hjá Chelsea tilkynnti í gær að stæði nr. 13 á heimavelli liðsins, sem frægt er fyrir að hýsa allra verstu og æstustu „stuðningsmennina“, verði breytt í fjölskyldustæði. Þar verði komið fyrir sætum og öðrum þægindum sem henti friðsömum fjölskyldum á helg- arskemmtun... ... Það hefur nú verið ákveðið að Peter Willis, fyrrverandi lög- regluþjónn, muni dæma úr- slitaleik ensku bikarkeppninn- ar í vor, það er að segja F A-bikarkeppninnar...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.