NT - 27.03.1985, Blaðsíða 6
hf
Miðvikudagur 27. mars 1985 6
Biederman og ratsjárstöðvarnar
eftir Ólaf Kristjánsson
■ Til er alþekkt leikrit, sem
heitir „Biederman og brennu-
vargarnir". Hefur leikrit þetta,
sem er eftir svissneska höfund-
inn Max Frizch, notið mikilla
vinsælda hér á landi og munu
flestir hafa af því kynni, annað
hvort úr leikhúsi eða sjón-
varpi.
Mig langar til að byrja þetta
greinarkorn á því, að rifja
lauslega upp söguþráðinn, því
oft er það svo, að skáldskapur-
inn er áhrifaríkasta tækið til að
athuga mannlífið og atburði
líðandi stundar.
í byrjun leiksins kynnumst
við herra Biedermann, traust-
um heimilisföður og betri
borgara. Hann rekur fyrirtæki
sem framleiðir hárvatn eða
skallameðal og er í góðum
efnum. En ekki er allt með
felldu í heimaborg herra Bied-
ermanns, þorparar og brennu-
vargar leika lausum hala.
Hvert húsið á fætur öðru hefur
orðið eldi að bráð. í leikritinu
skynja áhorfendur þessa ógn í
dularfullum einræðum slökkvi-
liðsmanna, sem höfundur not-
ar sem eins konar grískan kór.
Eykur kórlestur þessi mjög á
spennu leiksins, þar sem kór-
inn túlkar óttalegan veruleik-
ann á meðan Biedermann
hrekst frá einni óskhyggjunni í
aðra uns hann að leikslokum
verður eldinum að bráð. Á
meistaralegan hátt lýsir höf-
undur hvernig tveir þorparar,
Seppi og Eisenring, smjaðra
sig inn á hinn tortryggna heim-
ilisföður og fá hann til að
skjóta yfir sig skjólshúsi. Brátt
fer Biedermann að gruna að
kumpánar þessir muni ekki
hafa sem hreinast mjöl í poka-
horninu, en sú staðreynd, að
þorpararnir vita fullmikið um
viðskiptahætti Biedermanns,
kemur í veg fyrir að hann geti
einfaldlega kastað þeim á dyr.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að hið fræga hármeðal herra
Biedermanns er vita gagns-
laust og tómt svindl, auk þess
sem Biedermann hefur beitt
samstarfsmann sinn „uppfind-
ingamanninn", fantatökum.
Nú fer að kárna gamanið, því
að Seppi og Eisenring taka að
viða að sér vægast sagt vafasöm-
um varningi, svo sem stoppi og
kveikiþræði og koma þessu
fyrir í húsi Biedermanns.
Vegna íkveikjufaraldursins
sem geisar í borginni er
geymsla á hvers kyns eldfimu
efni stranglega bönnuð og er
grátbroslegt á að hlýða þegar
Biedermann fer í óðagoti að
hylma yfir lögbrotið með þorp-
urunum.
Fyrst kastar þó tólfunum
þegar Eisenring fer að hlaða
bensíntunnum upp í risið hjá
Biedermann og fær síðan Bied-
ermann sjálfan til að rekja
kveikiþráð um húsið. í hræðslu
sinni og óðagoti neitar hinn
hrelldi húsbóndi að trúa stað-
reyndum, en Eisenring segir
sallarólegur:
„Þó skrítið sé, þá er hægast
að rugla'menn í ríminu með
hreinum og klárum sann-
leikanum. Honum getur eng-
inn trúað.“
Efti þetta leitast hinn ótta-
slegní Biedermann við að
blíðka þorparana og koma
þannig í veg fyrir að þeir
brenni hús hans. Hann ákveð-
ur að halda þeim veislu og
vinna hugi þeirra og hjörtu.
Þetta veisluatriði er örugglega
sá þáttur leiksins sem áhorf-
endum er minnisstæðastur.
Annars vegar eru sýnd fleðu-
læti og angist Biedermanns, en
hins vegar leikaraskapur og
kæti þorparanna sem hafa allt
í hendi sér.
Að síðustu biðja þeir Bied-
ermann að lána sér eldspýtur,
sem Biedermann fellst glaður
á, því hann telur sér trú um að
raunverulegir brennuvargar
muni aldrei sýna húseiganda
slíka ósvífni, að biðja hann um
eldspýtur til að brenna hans
eigið hús.
Síðan fellur tjaldið, en sír-
enuvæl, óp, köll og snark í
brennandi röftum fyllir
leikhúsið með ærandi hávaða.
Datt ykkur eitthvað kunnug-
legt í hug, lesendur góðir,
þegar þessi söguþráður er rifj-
aður upp? Við komum að því
síðar.
Við lifum nú tíma og ástand
sem á sér enga hliðstæðu í
mannkynssögunni. Tæknibylt-
ing sfðustu áratuga hefur fætt
af sér þann möguleika að út-
rýma öllu lífi á jörðinni. Því
miður hafa stjórnmál og sam-
skipti þjóða ekki tekið neinum
verulegum breytingum og ein-
kennast þau sem fyrr af taum-
lausri hagsmunagæslu, stór-
yrðum og ófriði.
Á blygðunarlausan hátt
stilla stórveldin hinum tortím-
andi vítisvopnum upp í skot-
stöðu sem víðast um heims-
byggðina. Er nú svo komið, að
enginn jarðarbúi getur óhultur
verið fyrir hinni skelfilegu ógn
kjarnorkustyrjaldar. Ekki þarf
annað en ómerkileg mistök
eða bilun í hinum flókna tækja-
búnaði og andartakið sem ræð-
ur lífi eða dauða á þessari
jarðarkringlu verður ekki aftur
tekið.
Hverjir geta axlað ábyrgðina
sem fylgir þessu gífurlega
valdi? Hvernig er hægt að
réttlæta þessa ógn með því, að
verið sé að gæta jafnvægis milli
ríkja sem vilja verja ólík hag-
kerfi?
Eftir síðari heimsstyrjöld
var efnt til réttarhalda í Nurn-
berg í Þýskalandi þar sem
helstu forvígismenn nasista'
voru dregnir fyrir dóm vegna
stríðsglæpa. Fengu þeir með
réttu þyngstu dóma og fyrir-
litningu allra ærlegra manna.
En hvað verður sagt um þá
menn sem nú á tímum beina
hinni hræðilegu ógn kjarn-
orkustyrjaldar og útrýmingar
að meðbræðrum sínum og
hinni lífgefandi náttúru. Eru
ekki sakborningafnir frá Núrn-
berg sem fermingardrengir við
hlið þeirra?
Nú kynni einhver að fara að
tala um „varnar- og öryggis-
mál“. Ég er þeirrar skoðunar
að kjarnorkuvígbúnaður stór-
veldanna sé glæpur sem lítið
eigi skylt við svokölluð örygg-
ismál. Herbúnaður hvers kon-
ar verður víst lengi við lýði í
þessum heimska heimi, en
hvað sem menn vilja álíta er
það mín skoðun, að aðallega
sé hernaðarbröltið til þess ætl-
að af valdhöfum að halda í
skefjum sínum eigin þegnum.
Hin raunverulegu öryggismál
eru hins vegar að halda uppi
almennri og góðri menntun í
hverju landi. Álhliða menntun
sem eyðir fordómum og hatri
einstaklinganna á sjálfum sér
og öðrum. Öryggismál er það
einnig öðru fremur, að uppeld-
ismál séu í góðu lagi. Strangt
og ofbeldisfullt uppeldi fyllir
börn vansælu og hatri, sem
blundað getur í fólki og risið
síðan upp við sérstakar að-
stæður. A ofbeldistímum er
auðvelt að fá slíka einstaklinga
til voðaverka.
En víkjum nú aftur sögunni
að herra Biedermann. Á
haustmánuðum í fyrra var ekki
annað að sjá en að enn væru
sýndir á landi voru kaflar úr
þessu gamalkunna leikriti. í
þetta sinn var í hlutverki Bied-
ermanns maður, sem gerþekk-
ir hlutverkið og hefur leikið
það áður, utanríkisráðherrann
okkar.
Þorpararnir tveir með í-
kveikjuæðið voru enn að draga
eldfimt efni að húsi hans.
Skyldi nú reisa tvær ratsjár-
stöðvar, eina fyrir vestan aðra
fyrir austan. Öaði þá marga
við og skyldu menn illa nauð-
syn þess að þessi fámenna
friðsemdarþjóð þyrfti enn að
auka hlut sinn í því að byggja
upp hið vitfirrta gereyðingar-
kerfi stórveldanna. Eins og
grískur kór stigu andófsmenn
fram á sviðið með erlendan
vígbúnaðarsérfræðing William
Arkin í fararbroddi og mæltu
varnarorð.
En Biedermann okkar var
fastur í netinu. Ef til vill var
samviskan ekki nógu hrein.
Líklegast á þessi þjóð okkar of
mikið undir brennuvörgum
heimsins. Tökum sem dæmi
fiskútflutninginn. Er ekki fisk-
urinn sem sjómenn okkar
veiða með erfiði og áhættu
seldur á yfirfullum matvæla-
mörkuðum ofgnóttarþjóða
vegna sérsamninga sem byggj-
ast á brothættum velvilja
þeirra? Er ekki ofneyslu og
flottræfilshætti þessarar þjóðar
haldið uppi með erlendum
lánum?
Og Biedermann bægir frá
sér áhyggjunum. í stað þess að
setja hnefann í borðið gegn
frekari hernaðaruppbyggingu
á íslandi reynir hann að sann-
færa þjóðina um að umræddar
ratsjárstöðvar séu aðallega
vegna „öryggis“ íslendinga.
Látið er að því liggja, að þetta
séu góðar græjur til að fylgjast
með fiskibátunum á Vestfjörð-
um þegar þeir koma úr
róðrum. Talað er um að í
framtíðinni eigi landhelgis-
gæslan að stunda hernaðar-
störf. Sem sagt, við eigum að
fara að rekja kveikiþráðinn
sjálf.
Fyrrnefndur útlendingur,
William Arkin, sýndi utanrík-
isráðherra skjal úr fórum
ráðamanna vestra, þar sem
minnst var á ísland og að
hingað skyldi flytja kjarnorku-
sprengjur ef mikið þætti við
•iggja-
Það fór hrollur um íslensku
þjóðina Og utanríkisráðherra
kvaðst skyldu setja ofan í við
þessa sprengjumenn. En þeir
Pentagonmenn gerðu lítið úr
þessu skjali, enda var það
laukrétt hjá Eisenring, að
„þótt skrítið sé þá er best að
rugla menn í ríminu með
hreinum og klárum sann-
leikanum. Honum getur eng-
inn trúað.“
Utanríkisráðherra hafði
heldur ekki trú á að neitt væri
að marka þetta skjal. Hins
vegar varð honum tíðrætt um
að hann hefði útvegað undan-
þágur þar vestra fyrir hávaða-
samar íslenskar þotur. Einnig
hefði hann mótmælt þvf að
íslensk skip fengju ekki að
flytja vistir til hersins í Kefla-
vík. Eiga þetta að vera dúsurn-
ar fyrir ratsjárstöðvarnar?
Strangt og ofbeldisfullt uppeldi fyllir
börn vansælu og hatri, sem blundað
getur í fólki og risið síðan upp við
sérstakar aðstæður. Á ofbeldistím-
um er auðvelt að fá slíka einstak-
linga til voðaverka.
Með það í huga, að á islandi er
enginn settur á hæli fyrir vondar
skoðanir, getur utanríkisráðherrann
okkar borið höfuðið hærra en flestir
erlendir starfsbræður hans og beitt
sér fyrir því á alþjóðavettvangi að
kjarnorkuvopn verði afnumin.
„Við þurfum að vera vel á verði til þess
að missa ekki þjóðfélagið út um allar
koppagrundir ólíkra hagsmuna og aðstöðu“
■ Átakakenningar (Conflict
theories) í stjórnmálum ganga
út frá því aö stjórnmálin séu
hagsmunaátök stétta og starfs-
hópa í þjóðfélaginu. Slíkar
kenningar líta á stjórnmálin
fyrst og fremst sem valdabar-
áttu andstæðra hagsmunahópa
t.d. þeirra sem ráða yfir fjár-
magni og hinna, atvinnurek-
enda og verkalýðsstéttar,
borgarbúa og dreifbýlisbúa og
þannig mætti áfram telja þess-
ar kenningar, líta á stjórnmálin
sem átök þar sem hver reynir
að koma hagsmunum sínum
að, hvort sem um er að ræða
starf í flokki, kosningaátök,
samstarf innan stjórnar, átök
stjórnar og stjórnarandstöðu.
Brautagengi hinna ýmsu stétta
eða hagsmunahópa ráðist síð-
an af því hvernig fulltrúar
þeirra standa sig og hvaða
.kjörfylgis þeir afla þegar barist
er í kosningum.
Hagsmunastjórnmál
Auðvitað varpa kenningar
sem þessar skýru ljósi á stjórn-
málin og enginn efast í sjálfu
sér um það, þau er að hluta til
a.m.k. barátta ólíkra hags-
muna. Það þarf ekki annað en
að líta á íslenska flokkaskipan
til þess að sannfærast um það.
Framsóknarflokkurinn er
stofnaður fyrst og fremst til að
vera málsvari bænda, Alþýðu-
flokkurinn verkamanna, eink-
um við sjávarsíðuna og Sjálf-
stæðisflokkurinn til þess að
verja hagsmuni betur megandi
borgara og kaupmanna.
Ekki eingöngu átök
Hitt er svo annað mál að
íslensk stjórnmálasaga er ekki
eingöngu átök milli þessara
þjóðfélagshópa. Allir flokk-'
arnir hafa þegar tímar líða
fram, innan sinna vébandafólk
úr öllum þessum stéttum, þó
einkum Sjálfstæðisflokkurinn
sem einnig varð mikill bænda-
flokkur og hafði innan sinna
raða nokkuð öfluga verkalýðs-
deild, og Framsóknarflokkur
sem snemma náði nokkurri
fótfestu í borgum og bæjum í
kjölfar vaxandi þéttbýlis.
í húsi mínu rúmast...
Þær forsendur sem flokka-
kerfið byggir á hafa hins vegar
breyst gífurlega eftir því sem
liðið hefur á öldina og stjórn-
málamenn og flokkar gert sér
meira far um það að tala til
allra stétta og hópa m.ö.o. að
telja kjósendum trú um að þeir
gæti hagsmuna þjóðarinnar
allrar. Fræg eru orð Jóhanns
Hafsteins 1970 er hann vitnaði
í Bibílu og sagði: t húsi mínu
rúmast allir, allir... Þá hefur
Framsóknarflokkurinn einnig
leikið þetta stef og því meir
sem árin líða. Flokkur sem
allir geta treyst. Flokkur sem
er treystandi til að laða til
samvinnu ólík þjóðfélagsöfl.
Flokkur sem tekur jafnt tillit
til hagsmuna borgarbúa og
þéttbýlisbúans.
Alþýðubandalagið (hinn
byltingarsinnaði hluti verka-
mannastéttarinnar) hefur
einnig reynt að jafna ágreining
borgar og dreifbýlis, en lítur
þó fyrst og fremst á sig sem
baráttuflokk ákveðinnar
stéttar. Alþýðuflokkurinn
(liinn lýðræðissinnaði hluti
verkamannastéttarinnar) er
hins vegar búinn að tapa jarð. -
samband sínu og höfðar til allra
hópa jafnt, hvaða nöfnum sem
þeir nefnast, sama má segja
um Bandalag jafnaðarmanna
(nútíma klofningur úr hinum
■ Þá missum við þjóðfélagið út í fljúgandi átök...