NT - 27.03.1985, Blaðsíða 21
cw MidvikudagUf 27. mars 1985 21
LlU Útlönd
Vinnudeilurnar í Danmörku:
Hörð átök f ramundan
- haldi ríkisstjórnin launatillögum sínum
til streitu
■ Næturlangir lokaðir fundir
hafa staðið í forsætisráðuneyt-
inu um hvernig stöðva megi
vinnudeilurnar í Danmörku. í
gær var búist við að fundum yrði
haldið áfram í nótt.
Þeir sem sitja þessa fundi eru
ríkisstjórn og fulltrúar Radik-
ala. Ef þessir aðilar komast að
samkomulagi um hvernig binda
megi enda á vinnudeilurnar eru
þeir með meirihluta fyrir því á
þingi.
Talið var öruggt í gær að
samkomulag næðist og verkfalli
yrði aflýst frá og með næsta
mánudegi. Þær aðgerðir, sem
boðaðar eru, ná ekki aðeins til
aðila vinnumarkaðarins heldur
einnig til skattalöggjafarinnar.
Hefur verið talað um að tekju-
hærri einstaklingar þ.e. þeir sem
hafa yfir Í50.000 Dkr verði
þvingaðir til að leggja til hliðar
milli 5 og 10% tekna sinna. Þeir
verði þannig þvingaðir til sparn-
aðar.
Gagnvart launakröfum hefur
ríkisstjórnin lagt fram tillögu
sem myndi leiða til verri samn-
inga en tilboð sáttasemjara gerir
ráð tyrir. Samkvæmt tillögu
ríkisstjórnarinnar yrðu launa-
hækkanir tæplega 2% á ári.
Ýmis launþegasamtök hafa þeg-
ar samið um minnst 3% á ári.
Samningaviðræður milli opin-
berra starfsmanna og ríkisins
standa enn yíir. Um leið og
ríkisstjórnin hafði sett opinber-
um starfsmönnum lokafrest
varð samningafundur þeirra og
fulltrúa ríkisins mjög stuttur.
Fjármálaráðherra sagði að hann
óskaði fyrst og fremst eftir að
samningar tækjust á hinum al-
menna vinnumarkaði, en tals-
maður opinberra starfsmanna
taldi að stór hluti þeirra samn-
inga væri óháður samningum á
hinum almenna vinnumarkaði
og nefndi hann m.a. röðun í
starfsflokka.
Ef lög um samninga verða
samþykkt á þingi, sem allt útlit
er reyndar fyrir, þá mun það
hafa sömu áhrif á opinbera
starfsmenn þó svo að þeirra
samningafrestur renni út fyrsta
apríl.
í gærkveldi var talið að ríkis-
stjórnin og Radikalir héídu
fundi aftur í nótt og var talið að
tillögur myndu liggja fyrir nú
snemma í morgun. Verði tillög-
urnar taldar óhagstæðar má bú-
ast við miklu mótmælum og
átökum einkum af hálfu þeirra
hópa opinberra starfsmanna
sem enn eiga í samningum.
Verkfallið hefur þegar haft
alvarlegar afleiðingar t.d. í Ála-
borg. Þar eru um 75000 manns
án hita vegna bilunar í hitakerfi
sem ekki hefur verið gert við
vegna verkfallsins. Verkfallið
kemur illa niður á elliheimilum
og eldra fólki og er gert ráð fyrir
að undanþágur verði innan
skamms veittar til að bæta úr
neyð þess.
■ Ríkisstjórn Poul Schliiters
ræðir tillögur ásamt Radikölum
sem gera ráð fyrir tæpum
tveggja prósenta kauphækkun-
um á ári, en ýmis launþegasam-
tök hafa þegar samið um 3%
launahækkun á ári. Haldi ríkis-
stjórn tillögum sínum til streitu
er búist við miklum átökum og
mótmælum launafólks. A
myndinni ræðir Poul Schluter
forsætisráðherra við Erik Ninn-
Hansen dómsmálaráðherra.
Símutnynd Polfoto
Sænska ríkisstjórnin:
Bannar kolainn-
f lutning frá S-Af ríku
Stokkhólmur-Reuter
■ Ríkisstjórn Svíþjóðar sagð-
ist í gær ætla að grípa til sér-
stakra aðgerða til að koma í veg
fyrir innflutning á kolum frá
Suður-Afríku, ef fyrirtæki
gerðu það ekki af sjálfsdáðum.
Orkumálaráðherrann, Birg-
itta Dahl, sagði í yfirlýsingu að
hún hafi boðað kolainnflytjend-
ur á sinn fund í dag til að hvetja
þá til að hætta kaupum á kolum
frá Suður-Afríku.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
kemur í kjölfarið á upplýsingum
frá Verðlags- og auðhringa-
stofnuninni en samkvæmt þeim
jókst innflutningur á kolum frá
Suður-Afríku á árunum 1983 og
1984 úr 2098 tonnum í 28403
tonn.
Sænska þingið samþykkti í
síðasta mánuði lög sem herða
verulega viðskiptabann Svía á
Suður-Afríku.
Taiwan:
Leyniþjónustuforingjar kærðir
■ Þrír háttsettir foringjar í
leyniþjónustu hersins á Taiwan
hafa verið ákærðir fyrir aðild að
morði kínverska rithöfundarins
Henry Liu sem var myrtur fyrir
utan heimili sitt í San Francisco
í Bandaríkjunum 15. október á
seinasta ári.
Þrír meðlimir í kínverskum
glæpasamtökum höfðu áður
verið ákærðir fyrir morðið á
Henry Liu sem m.a. hafði skrif-
að gagnrýna ævisögu Chiang
Ching-kuo æðsta leiðtoga þjóð-
ernissinna á Taiwan. Við yfir-
heyrslur skýrðu þessir glæpa-
menn frá því að háttsettir menn
í leyniþjónustu hersins hefðu
verið í ráðum með þeim.
Leyniþjónustumennirnir eru
Wang Hsi-ling aðstoðaraðmír-
áll, aðstoðarmaður hans Hu Yi-
min höfuðsmaður og Chen Hu-
men herforingi sem jafnframt
er aðstoðardeildarstjóri í leyni-
þjónustu hersins.
Morðið á Henry Liu vakti
mikla reiði í Bandaríkjunum og
hafa nokkrir bandarískir þing-
menn hótað því að draga úr
hergagnasölu til kínverskra
þjóðernissinna vegna þessa
máls. Eftir morðið á Henry Liu
skýrðu bandarísk blöð frá því
að hann hefði stundum látið
bandarísku alríkislögreglunni í
té upplýsingar og að þrátt fyrir
gagnrýni hans á þjóðernissinn-
um á Taiwan hafi hann verið
talinn frekar hægrisinnaður af
mörgum samlöndum sínum sem
búa í Bandaríkjunum.
Bólivía:
Mikill ágreiningur í
verkalýðshreyfingunni
- styrkir hægriöf lin í forsetakosningum í júlí
La Paz-Rcutcr
■ Miklar deilur upphófust
í bólivísku verkalýðshreyf-
ingunni á mánudag eftir 16
daga allsherjarverkfall, en
verkalýðshreyfingunni hefur
ekki tekist að ná fram kröf-
um sínum á hendur ríkis-
stjórninni.
Embættismenn sögðu að
starfsemi opinberra stofnana
og fyrirtækja sé aftur komin
í eðlilegt horf eftir að Al-
þýðusamband landsins
(COB) hafði fallist á launa-
hækkanir sem eru mun lægri
en kröfur Alþýðusambands-
ins höfðu hljóðað upp á.
Alþýðusambandið krafð-
ist þess í fyrstu að gripið yrði
til sérstakra aðgerða til að
draga úr 3400% verðbólgu
sem geisar í landinu. Síðar
hvatti leiðtogi Alþýðusam-
bandsins, Juan Lechin,
verkafólk til vopnaðrar bar-
áttu gegn her landsins og
krafðist þess að forseti lands-
ins Hernan Siles Zuazo,
segði tafarlaust af sér.
Verkfallið var brotið á bak
aftur þegar ríkisstjórnin
sendi herinn út á götur La
Paz til að berja niður óeirðir
en ríkisstjórnin sakaði verka-
lýðshreyfinguna um að reyna
að koma á alræði verkafólks
í landinu.
„Markmiðin verða að vera
skýrt skilgreind," sagði Fe-
lipe Tapia formaður Sam-
bands iðnverkafólks og átti
við markmiðið með verkfall-
inu.
í sama streng hefur Sam-
band námaverkafólks tekið
en það sýndi kröfum Alþýðu-
sambandsins stuðning með
skipulögðum mótmælum
12000 námamanna á götum
La Paz.
Heimildarmenn í Alþýðu-
sambandinu sögðu að ágrein-
ingurinn innan þess eigi eftir
að aukast þegar rætt verður
innan Alþýðusambandsins
um markmið verkfallsins og
árangurinn af því.
Sömu heimildamenn
sögðu að átökin í Alþýðu-
sambandinu nú muni styrkja
hægri öflin í forsetakosning-
unum í júlí n.k. Forseti
landsins, sem tók við völdum
1982 eftir að herstjórn hafði
ríkt í landinu í 18 ár, hefur
boðað til kosninga ári áður
en kjörtímabil hans rennur
út.
Japanska menntamálaráðuneytið:
Enga erlenda kennara í grunnskóla
■ Japanska menntamála-
ráðuneytið hefur lengi haft
þá stefnu að erlendir ríkis-
borgarar geti ekki orðið fast-
ir kennarar í grunnskólum
og menntaskólum. Þessi
regla hefur einnig gilt um þá
útlendinga sem hafa dvalist
langdvölum í Japan og eru
jafnvel fæddir þar. Nú hafa
samtök kennara í Japan gert
harða atlögu gegn mennta-
málaráðuneytinu í þessu
máli og krefjast þess að mis-
rétti gagnvart erlendum íbú-
um Japans verði hætt.
Bannið við ráðningu er-
lendra fíkisborgara í stöður
kennara hefur fyrst og fremst
bitnað á þeim 670.000 Kór-
eumönnum sem eru búsettir
í Japan. Flestir þeirra eru
fæddir í Japan og eiga jap-
önsku að móðurmáli. Jap-
önsk stjórnvöld vilja gjarnan
að Kóreumennirnir taki upp
japanskan ríkisborgararétt
en þeir hafa fæstir viljað gera
það þar sem þeir benda á að
þeim yrði áfram mismunað á
■ Japanska menntamála-
ráðuneytið vill ekki láta er-
lenda kennara „spilla“
barnaskólanemendum.
ýmsum sviðum vegna þess
að í íbúaskrá er uppruni
þeirra rakinn í þrjá ættliði.
Bankar geta því séð fjöl-
skylduuppruna þeirra og
synjað þeim um lán og sum
stórfyrirtæki vilja ekki ráða
fólk af kórönskum uppruna.
Deilur vegna misréttis
gagnvart kóreskum íbúum í
Japan blossuðu aftur upp
fyrir skömmu þegar mennta-
málaráðuneytið neitaði að
staðfesta ráðningu Yang
Hong Ja, 28 ára gamallar
konu með kóranskan ríkis-
borgararétt. Yang hefur full
kennsluréttindi frá japönsk-
um kennaraskóla og síðast-
liðin sex ár hefur hún kennt
sem forfallakennari í barna-
skólum í Naganohéraði í
Japan. Forfallakennslan stóð
aldrei lengur en sex mánuði
í senn, þá varð hún að fara í
aðra bekki og kynnast nýjum
nemendum. Hún var orðin
mjög þreytt á þessum þeyt-
ingi svo að hún sótti um fasta
stöðu í einum af skólunum
þar sem hún hefur kennt.
Skólanefndin samþykkti um-
sókn hennar en menntamála-
ráðuneytið skarst þá í leikinn
og bannaði að hún yrði ráðin.
Menntamálaráðuneytið
byggir andstöðu sína við
ráðningu útlendinga ekki á
neinum lögum eða reglu-
gerðum. Það vitnar í sam-
þykkt starfsmannaeftirlits
ríkisins frá því 1953 þar sem
kveðið var á um að ríkis-
starfsmenn skuli vera jap-
anskir. Ráðuneytið segir að
þetta eigi einnig að gilda um
kennara. En árið 1982 voru
samþykkt lög þar sem ríkis-
reknum háskólum er heimil-
að að ráða erlenda kennara
og engar hömlur eru á
kennslu útlendinga við
einkaskóla.
Samtök japanskra kenn-
ara hafa skipulagt baráttu
gegn ákvörðun menntamála-
ráðuneytisins sem þau segja
að sé í andstöðu við stjórn-
arskrána en svo virðist sem
menntamálaráðuneytið sé
staðráðið í því að kvika
hvergi frá stefnu sinni.
HUSGOGN OG
INNRÉTTINGAR
SUÐURLANDSBRAUT18
Cabína rúmsamstæða
Tekk dýnustærð 200x90 cm.
Beyki dýnustærð 191x92 cm.
Verð kr. 15.700.-