NT - 27.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 10
Minning Miðvikudagur 27. mars 1985 10 Æskuminningar sjö systkina frá Álftaveri Elsta systirin, Guðbjörg Halldórsdóttir, er látin, hún hefði orðið 80 ára þann 13. mars. Svo lifandi er vinkona mín í huga mínum, að mér finnst eins og hún sé í ferða- lagi, og muni nú koma heim, bjóða til veislu og biðja mig um vísu, eins og hún gerði svo oft. En staðreyndir eru ósk- hyggjunni alltaf sterkari, og þetta greinarkorn kemur því í staðinn fyrir vísuna. Guðbjörg lést 28. apríl 1983 í Landakotsspítala eftir tveggja ára veikindastríð. Hún var dóttir hjónanna Sig- rúnar Þorleifsdóttur og Hall- dórs Guðmundssonar, sem bjuggu í Hraungerði í Álfta- veri, Vestur-Skaftafellssýslu. Þar fæddist Guðbjörg og syst- kini hennar sex, og ólust þau þar upp á söguslóðum í skjóli og fegurð fjallanna. Hvort tveggja gat þó brugðið til beggja vona, skjólið og fegurð- in í nábýli við Kötlu og hina miklu sanda. Sandbyljir voru algengir og komu mjög skyndi- lega. Fólkið þekkti einkennin og sagði: „Það er að koma mor.“ Það þykknaði í lofti og dró fyrir sólu, þá var hver sæll og heppinn, sem komst í hús og gat lokað á eftir sér. Hraungerðisbörnin, í ör- uggu skjóli foreldrahúsanna, brostu og sögðu, að tröllin í fjöllunum væru að kasta úr öskutrogunum sínum niður í dalina og sveitina. Guðbjörg ljómaði alltaf, þegar hún sagði frá æskudögunum, hún sagði skemmtilega frá, og aldrei var neitt neikvætt í frásögninni. Það er víst mjög erfitt fyrir yngra fólk að trúa því, að sex ára barn hafi verið skilið eftir heirna með eins og tveggja ára börn á meðan móðirin var að vinna á engjum, en það ætti bara að spyrja eldra fólkið, áður en það er of seint, ekki er langt þangað til sá gluggi lokast og aldrei framar verður hægt að líta aftur í árin nema í skráðum heimildum. Systkinunum frá Hraun- gerði er það minnisstætt, hve móður þeirra varð einu sinni illt við, þegar hún kom heim af engjum, og Guðbjörg sex ára, sagði henni hvað komið hafði fyrir meðan hún var í burtu. Guðbjörg sagði: „Kýrnar af nágrannabæ komu heim á hlað, og ég sagði strákunum að bíða hér á meðan ég ræki kýrnar, og svo rak ég þær út fyrir tún.“ Sigrún bað guð að hjálpa sér, hún vissi að það gekk mannýgur boli með þess- um kúm, sem hafði hvað eftir annað lagt í fullorðna menn, en barninu gerði hann ekki mein. Bræður Guðbjargar, sem hún var að passa, voru Hallgrímur eins árs, og Rögn- valdur, tveggja ára. Sigmund- ur, elsti bróðirinn, var stund- um heima hjá þeim, en ekki í þetta sinn, var þá að hjálpa til við heyskapinn. Hraungerðisbörnin voru sjö, eins og fyrr segir, Sig- mundur elstur, næstelst var Guðbjörg, kölluð Bagga, svo kom Rögnvaldur fjórum árum síðar, svo Hallgrímur og síðan stúlkurnar þrjár, Guðbjörg (Stella), Sigríðurog Rannveig. Guðbjörg hefur snemma orðið yngri börnunum önnur móðir (en það var algengt með elstu dótturina ef ekki var amma eða önnur góð kona, sem gekk inn í hlutverkið), og minnast þau hennar þannig sem góðrar móður. Stella segir: „Ég öfundaði Böggu alltaf af því, hvað hún var fljót að raka og rösk við allt, sem hún gerði. Það var sýo gott að vinna með henni Böggu.“ Sigríður segir: „Hún Bagga var svo léttlynd og glöð og gerði gott úr öllu.“ Rögnvaldur man vel, hve sóst var eftir henni í vinnu, þegar hún var unglingur, frá bæjunum í sveitinni, og hvað hún var hraust og sterk og lét upp bagga, þegar hún var sext- án ára, sem var þó karlmanns- verk. Sigmundur segir: „Ja, hvort það var gott að vinna með henni Böggu, hún var ekki dugleg, hún var hamhleypa." Hallgrímur segir: „Eitthvað það fyrsta, sem ég man eftir mér er það, að við börnin sátum á túnhliðsgrindinni og biðum eftir því, að mamma kæmi heim af engjum." Litlu börnin svengir fyrr en þau stærri, eins og allir vita. „Ég var orðinn hálf ergilegur. Þá sagði Bagga: „Guði sé lof, þarna kemur hún mamma.“ Það birti skyndilega í huga mínum, og ég var altekinn af gleði og trúnaðartrausti, og mér finnst, að áhrif frá þessu skyndilega geðhrifi hafi fylgt mér alla tíð síðan.“ Árin líða, nýir einstaklingar fæðast, dæturnar þrjár í Hraungerði fæðast allar að vetri til, svo að Sigrún getur staðið við hlið manns síns um hábjargræðistímann, eins og sagt var þá: Þá þurftu allir mikið að vinna, einkurn í sveit- um landsins, ungu hjónin í Hraungerði voru þar engin undantekning, búið nokkuð stórt og munnarnir margir. Það var haldið áfram að bíða í túnhliðinu á kvöldin og þrá heimkomu hinnar ágætu móður. Stella varð fyrst til að taka sæti yngsta barnsins af Hallgrími, ári síðar fæddist Sigríður, svo liðu tæp þrjú ár og þá fæddist Rannveig, yngsta barnið. Guðbjörg (Bagga) er þá orð- in stærðar telpa og engin goðgá að hafa hana með litlu börnin. Ekki virðast eftirlifandi syst- kini Guðbjargar eiga neina leiðinlega minningu um hana frá þessum árum. Þó hlýtur hún stundum að hafa orðið að byrsta sig og taka á honum stóra sínum, þó ekki væri nema til að halda hópnum innan túngirðingar. Ekki tala þau um veikindi eða slys á þessum árum og talar það sínu máli um gæsluna. Rannveig segir: „Ég man að við sátum á slá í túnhliðinu óg sungum." Þessi fagra setning, sem Hallgrími er svo minnisstæð er þá fallin inn í eins konar Ijóðform eða orðin að viðlagi. Hún segir: „Við sungum og margendur- tókum: Guði sé lof, Guði sé lof, þarna kemur hún mamma. Þegar Guðbjörg var þrettán ára urðu náttúruhamfarir í Mýrdalsjökli. Katla gaus og bræddi jökulinn í kringum sig. Sá dagur er öllum í nágrenninu mjög minnisstæður, ekki síst þeim, sem þá voru börn. Það var upp úr hádegi þann 12. október 1918 að svört ský dró fyrir sólu, en ekki varð svarta- myrkur þann dag, eins og marga daga síðar. Ógurlegir skruðningar heyrðust frá jökl- inum, sem ágerðust með dun- um og dynkjum, svo steyptist ógurlegt vatnsflóð með stór- kostlegum jakaburði niður af jöklinum suður og austur um Mýrdalssand. Þenna dag voru mest konur og börn heima á bæjunum, bændurnir höfðu verið inni á afrétti í miðleit. Það átti að rétta í Fossarétt þenna dag, en hvernig sem horft var sást enginn koma frá réttinni, þar til tveir menn komu á harða stökki úr þeirri átt, það voru hreppstjórinn Gísli Magnússon í Norðurhjá- leigu og Sigurður Jónsson á Þykkvabæjarklaustri. Þeir höfðu beðið við réttina frá því um morguninn eftir safninu og gangnamönnum, en enginn kom. Svo fór þeim að skiljast að Katla gamla hefði orðið á undan og teppt allar götur fyrir gangnamönnunum. Hrepp- stjórinn skipaði nú Sunnan- byggjurum að flýja suður í Virki, en þar voru fjárhús, sem stóðu hærra en Sunnanbyggj- arabæirnir, en svo nefndust bæirniráÞykkvabæjarklaustri, Norðurhjáleigu, Hraungerði og Sauðhúsnesi. Maturinn varð eftir í pottinum í Hraun- gerði, þó að komið væri fast að matartíma. En kýrnar, jú, þeim varð að bjarga. Sigmund- ur og jafnaldri hans frá næsta bæ, Matthías Eggert Oddsson, hlupu fyrir jökulstrauminn og björguðu kúnum og fóru með þær í Virkisfjárhúsin, og var fólkið í öðru, en kýrnar í hinu til næsta dags, en þá var allt flutt á örugga bæi. Hraungerð- isfólkið fór að Norðurhjáleigu og segir frá því í bókinni „Jarðeldar á íslandi," þar stendur: „Þar var kona frá Hraungerði með sex börn,“ en reyndar voru þau sjö, því það yngsta fæddist eftir tvo og hálfan mánuð. Af gangnamönnunum er það að segja, að þeir voru komnir með safnið fram úr afréttinum, þegar þeir urðu varir við hlaupið. Þeir skildu við féð í svonefndum Upphög- um, sluppu naumlega undan hlaupinu og komust að Skálmabæjarhraunum, sem þá voru í byggð. Daginn eftir komust þeir svo heim. Það, sem eftir lifði af sauðfénu, fannst svo smám saman næstu daga. Reynslunni ríkara, sem ófædda barnið slapp ekki alveg óskaddað frá, flutti Hraun- gerðisfólkið síðan heim. Bæ- inn hafði ekki sakað, en merki um jakaruðning var alveg heim í hlaðvarpa. Öll var þó reynsl- an góð og blessuð fyrst faðir þeirra kom heill á húfi með hinum gangnamönnunum. Svo byrjaði lífið aftur sinn vana gang eftir að mesta hætt- an af gosinu var um garð gengin. Þó að börnin byrjuðu snemma að hjálpa til, var þeim aldrei íþyngt með vinnu og höfðu alltaf dálítinn tíma til að leika sér sem var þá um leið gæsla fyrir yngri börnin. Leikir barnanna voru á þeim árum - og eru kannski alltaf - stæling af gerðum fullorðna fólksins. Guðbjörgsagði: „Við lékum okkur oftast þannig, að við þóttumst vera að messa. Ég var meðhjálparinn og krækti pilsi af mömmu um hálsinn á Sigmundi og gætti þess að föllin væru að aftan svo að það Iíktist sem mest prests- hempu, svo kunnum við marga sálma og sungum mikið. Það var kirkja á næsta bæ við okkur, Þykkvabæjarklaustur. Þangað fengum við alltaf að fara ef fært var veður á messu- dögum, svo leiddum við yngri börnin með okkur, þegar þau voru orðin fær um að ganga það. Þau vissu því, að það átti að sitja rólegur á meðan á messu stóð. Til dæmis þegar Rannveig var skírð, laumufar- þeginn í gosflóttanum að Norðurhjáleigu um haustið, hún var skírð í byrjun janúar veturinn eftir, fædd á nýjárs- dag. Strax og presturinn var búinn að skíra hana brugðum við krakkarnir okkur í skemmu og fórum að leika. Þegar athöfnin stóð sem hæst, birtist sjálfur presturinn séra Bjarni Einarsson í dyrunum og sagði: „Þið eru nú að skíra, börnin góð.“ „O, já,“ sagði einhver meira höfðum við ekki einurð á að segja í það skiptið.“ Éins og fyrr segir var oft gripið til þess leiks að stæla prestsverk, það þurfti ekki annað en að krækja pilsinu um hálsinn á Sigmundi og gæta þess að föllin væru að aftan, þá var hann tilbúinn að halda stólræðu og ekki stóð á kórsöng. Sigmundursegir: „Ég öfundaði Böggu alltaf af því hve hún var fljót að læra lög.“ Séra Bjarni lét hafa það eftir sér, að hann stæði oft úti á góðviðriskvöldum og hlustaði á börnin í Hraungerði syngja, en prestsetur var þá á ná- grannabænum Mýrum. Þá var Guðbjörg - Bagga - að kenna og æfa systkini sín í því að syngja það, sem hún var búin að læra. Guðbjörg og hennar systkini hafa ekki þurft að sæta því hlutskipti, sem var þungur kross á mörgu íslensku barni allt fram á tuttugustu öld að fara að heiman fermiiígarvorið sitt, jafnvel á sjálfan ferming- ardaginn, til þess að fara alfar- ið að vinna fyrir sér. Aftur á móti minnast þau þess, að þau voru lánuð dag og dag, ef mikið var að gera á bæjunum í kring. Það var gaman, næstum eins og orlof. Oftast var beðið um Böggu, hún var svo skemmtileg og harðdugleg. Á þessum árum var háður kappsláttur á íþróttamótum, en heima gátu menn keppt í hvaða grein, sem var. Sig- mundur segir: „Mamma átti metið í því að vera fljótust að skera melgras, okkur Böggu langaði að reyna okkur við hana, ég gerði eins og ég gat og komst einum fjórða fram yfir met mömmu, en þegar farið var að mæla það sem Bagga skar, þá hafði hún tvo fjórðu fram yfir mömmu. Þannig var Bagga alltaf.“ Sigríður segir: „Eg vil ekki láta það liggja í láginni, hvern- ig Bagga reyndist mér, þegar mér lá mest á. Ég var sjö eða átta ára, fjarri mömmu og öllum, sem ég þekkti. Þá reif hún sig upp og kom á eftir mér til þess að halda í höndina á mér yfir örðugasta hjallann, meðan ég var að kynnast og samlagast nýju fjölskyldunni." Þær voru fóstursystur, Sigrún í Hraungerði og Guðrún hús- móðir í Skógum undir Eyja- fjöllum. Sigrún fann sárt til með vinkonu sinni, því að hún bar þungan harm í hjarta vegna barnamissis. Þannig at- vikaðist það, að Sigríður fór að Skógum, en Sigrún vissi, að hvergi fór betur um börn en þar, og kannski hefur hún hugsað, að ef Sigga ílentist þar, þá ætti hún betri framtíð fyrir höndum en þau gætu veitt henni með þenna stóra barna- hóp. En börnin hafa ekki áhyggjur af morgundeginum frekar en liljur vallarins, miklu fremur líkjast þau í hugsun litla fuglinum hans Þorsteins Erlingssonar, sem „harmar í skóginum hrjósturlönd sín.“ Að sjálfsögðu var Sigríðar sárt saknað, svo samrýnd, sem J>essi fjölskylda var alla tíð. Sigríður segir: „Bagga var þá 17 ára, dáð og eftirsótt, hafði aldrei viljað eða þurft að fara út fyrir æskustöðvarnar til að vinna, en nú yfirgaf hún allt og var eitt og hálft ár með mér í Skógum." Svo sannarlega hef- ur hún leitt og stutt litlu systur sína, annars mundi Sigríður ekki minnast þessa atburðar með svo mikilli þökk og virð- ingu, em hún gjörir. Sigríður segir ennfremur: „Ég veit, að Bagga systir sá aldrei eftir því að gera mér þennan mikla greiða, því að hún minntist oft á það, hvað hún Guðrún í Skógum hefði verið góð og skemmtileg, og hve margt hún hefði kennt sér.“ Eftir þetta fór Guðbjörg að fara meira en áður að heiman til þess að vinna. Fyrst var hún í vist í Vestmannaeyjum og svo þetta algengasta á þeim tímum, vistir á veturna og kaupavinna á sumrin. Guð- björg sagðist oft hafa skælt í laumi útaf því hvað sig hefði langað til að læra, einkanlega að spila á hljóðfæri, og fór hún því í vist til Reykjavíkur, þar var helst kennslu að fá. En svo erfitt, sem það var fyrir fátæka pilta, þá var það helmingi erf- iðara fyrir stúlkur, þær höfðu helmingi lægra kaup. Svo var Guðbjörg alltaf með hugann heima, hún vandist á það sem barn að hugsa um litlu systkin- in sín, hún var líka mjög rausnarleg í sér og gat þá ekki skorið neitt við neglur sér. Systurnar muna eftir ýmsu fall- egu, sem hún sendi heim eftir að hún fór að fara suður til að vinna. t.d. kjólum fyrir ferm- ingar o.s.frv. Allt hefði þetta þó getað blessast, því systkinin komust fljótt upp og voru öll bráðmyndarleg og vel gerð, hefði ekki vágesturinn mikli, sem herjaði á íslenska æsku um þessar mundir, krækt klón- um í þennan glæsilega syst- kinahóp. Guðbjörgu fór að verða kvillagjarnt, en lét það ekki halda aftur af sér. Einu sinni leið henni mjög illa, þeg- ar hún kom heim af engjum og mældi sig og var þá með fjörtíu stiga hita. Flensa, auðvitað!! Viðhengi á íslensk- um frímerkjum ■ Þegar prentun íslenskra frímerkja hófst hjá frönsku prentsmiðjunni Périgox 1975, hófst einnig útgáfa frí- merkja með föstum við- hengjum í íslenskri frí- merkjasögu. Að vísu höfðu áður fundist viðhengi, eða „tabs“ eins og það heitir á tæknimáli, á íslenskum merkjum. Um það vil ég nefna þrjú dæmi, sem ég þekki. Árið 1945 var 10 aura merki, grátt, með síld prent- að hjá Thomas de la Rue í London. Merki þetta var prentað í 100 stykkja örkum til venjulegrar sölu á póst- húsum, en einnig til notkun- ar í sjálfsölum. Sumar ark- irnar höfðu ekki verið skorn- ar og því voru hvítu reitirnir ekki skornir, en fylgdu örk- unum heilir ofanvið, eða neðanvið frímerkin. Merki þetta er númer 246 í íslensk frímerki. Næst þegar slíkt viðhengi kemur til, er um að ræða merki sem prentuð eru hjá Finnlands-banka. Þetta eru Einars Benediktssonar frí- merkin frá 16. nóvember 1965, eða 20 árum seinna. Merkið er númer 423 í ís- lensk frímerki. Tækniástæð- i una fyrir þessum viðhengjum neðst í örkinni þekki ég ekki. Þriðja dæmið sem ég nefni, kemur á ný fyrir á frímerkjum, prentuðum hjá Tomas de la Rue, árið 1973. Þarna er um að ræða 80 króna merkið í samstæðunni af tilefni 100 ára afmælis íslenskra frímerkja. Þarna er um að ræða skakkan skurð á einum pakka merkjanna. Merki þetta er númer 503 í íslensk frímerki. Snúum okkur svo aftur að merkjunum sem prentuð eru hjá Périgoux. Fyrsta örkin sem prentuð er, er með 50 merkjum. 5 merki eru í lóð- réttum röðum og 10 í lárétt- um. Þannig hefir neðsta röð- in 10 merki með viðhengi, eða 20% af upplaginu. Við- hengi þessi hafa munstur í aðallit frímerkisins, en auk þess: Fyrsta merki er áprent- að með raðnúmeri arkarinn- ar. Næst koma fjögur við- hengi án nokkurrar áprent- unar annarrar en munstri arkarinnar. Sjötta viðhengið er með hring sem er notaður við innstillingu litprentunar- innar. Það sjöunda hefir „TD“ númer prentunarinn- ar, sem alltaf er „TD 3“ en síðan mismunandi tölur. Á fyrstu örkinni er þetta númer „TD 3-9." Viðhengi 8 og 9 er svo aðeins með munstrinu, en 9. viðhengið er alltaf hluti af dagsettri fjórblokk arkar- innar. Tíunda viðhengið ber svo prentunardagsetningu arkarinnar. Auk þess er að finna á þessu viðhengi eitt, tvö eða ekkert, lárétt strik efst á viðhenginu. Eftir því sem best er vitað eru prent- unardagar hverrar útgáfu ein eða fleiri mismunandi dag- setningar, á hinum ýmsu út- gáfum. mmwm 1 a ssEa tesssa II 11111111111111 di iöÉ 11 iililll P i 11 II 1 8'”5 Heil örk með jaðarprenti, sbr. grein.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.