NT - 27.03.1985, Blaðsíða 24

NT - 27.03.1985, Blaðsíða 24
■ Sameiginleg útvarpsstöö Sunnlendinga er nú rædd meðal bæjarstjúrnarinanna á Selfossi og í Vestmannaeyjum og hala báðir aðilar lýst yfir vilja sínum til þess að útvarpsstöðin verði í sínu plássi. Verður málið vænt- anlega afgreitt á aðalfundi Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í næsta mánuði. Búist er við að lausn málsins felist í því að upptöku og út- sendingarherbergi verði á báð- um stöðum en endurvarpið væntanlega í Vestmannaeyjum sem þykja betur í sveit settar að því leyti. Tillaga þessa efnis frá Vestmannaeyjum var lögð fyrir aðalfund SASS í fyrra. í samtali NT við bæjarstjórn- armenn á báðum stöðum, þá Óla P. Guðbjartsson á Selfossi og Andrés Sigmundsson í Vest- mannaeyjum, kom fram að mik- ill vilji er til að samstarf um þessi mál takist og töldu þeir báðir að svo yrði. í hvorugu bæjarfélaginu hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort stefnt skuli að útvarpsstöð óháðri Ríkisútvarpinu eða úti- búi hliðstætt RÚVAK á Akur- eyri. Báðir sögðust þó heldur hallast að síðarnefnda kostmum en beðið væri.niðurstöðu Alþing* is í útvarpslagafrumvarpinu. Á Selfossi er gert ráð fyrir útvarpsstöð í nýju samkomu- húsi sem er í smfðum og sagði Óli P. Guðbjartsson að útvarps- stöð yrði sett niður þó svo færi að samstarf tækist ekki. Er reiknað með að aðstaða þessi verði tilbúin síðla árs 1986 eða fyrripart 1987. Andrés Sigmundsson sagði að í Vestmannaeyjum væri til reiðu húsnæði sem bæjarfélagið gæti fengið til þessarar starfssemi og tæki þá fáeinar vikur að koma upp fullnægjandi aðstöðu. Að- spurður hvort í útvarpsrekstur yrði ráðist, hvort sem samstaða næðist innan Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga eða ekki sagði Andrés að það hlyti að> ráðast því hvernig Alþingi af- greiddi. útvarpslagafrumvarpið. Kvaðst hann binda allar vonir við að tillaga þeirra Vestmanna- eyinga, sem lögð var fyrir síð- asta aðalfund SASS, næði fram að ganga. Pá benti Andrés á að í Eyjum væru aðilar sem biðu þess að koma upp einkastöðv- um en bæjarstjórnarmenn teldu æskilegra að öðruvísi yrði að málum staðið. Samkvæmt heimildum NT hafa önnur sveitarfélög í Suður- landskjördæmi ekki gert tilkall til að fá útvarpsstöð til sín en Andrés nefndi, þegar NT ræddi við hann, að vel kæmi til greina að upptökuherbergi yrðu víðar en í Vestmannaeyjum og á Selfossi, svo sem á Hvolsvelli eða öðrum þéttbýliskjörnum. ■ Veðrið hcfur leikið við höfuðborgarbúa undanfarna daga, svo mjög að frést hefur af því sumir séu búnir að rífa af fram í júní á dagatalinu sínu. Bréfberalcikhúsið Dúfan hóf líka sumarvertíð sína með uppákomu niðri á torgi í gær og vakti mikla lukku. NT-mynd:Sverrir Per Gyllenhammer á blaðamannafundi: Bættar samgöngur og afnám verslunarhafta - skilyrði fyrir nýrri sókn Evrópu á efnahagssviðinu ■ „Evrópa á nú undir högg að sækja meðan framþróun ríkir annars staðar, t.d. í Japan. Evrópumenn verða að bregðast hart við ef velferð þeirra á að haldast, ef þeir vilja komast hjá atvinnuleysi með öllum þeim félagslegu vanda- málum sem því fylgja.“ Þetta var boðskapur Per Gyllenham- mers, forstjóra sænsku Volvo- verksmiðjanna á blaðamanna- fundi, sem hann efndi til í gær. En hvernig á Evrópa að bregðast við? Með því að af- nema hindranir á verslun milli landanna. Trukkbílstjóri sem ekur frá Norður-Evrópu til Ítalíu, þarf að fylla út milli 20 og 30 tollskjöl. Japan og Bandaríkin búa hins vegar að gríðarstórum heimamörkuðum sem eru grundvöllur að vel- gengni þeirra á alþjóða- mörkuðum. Stór sameiginleg- ur heimamarkaður allrar V- Evrópu er skilyrði fyrir því að Evrópubúar geti snúið vörn í sókn að mati Gyllenhammers. Þetta leiðir hugann að áætl- uninni um efnahagssamstarf og fulla atvinnu, sem samþykkt var á síðasta Norðurlanda- ráðsþingi. Gyllenhammertaldi hana afar mikilvæga og jafn- framt að hún gæti verið ákveð- ið fordæmi fyrir Evrópu sem heild. Bættar samgöngur á öll- um sviðum, efnahagssamvinna og afnám verslunarhindrana væri það sem koma skyldi. Evrópu skorti ekki tækniþekk- ingu, en það skorti skilyrði til að hagnýta hana. Þekkingin væri einangruð inni í stofnun- um hvers lands fyrir sig í stað þess að nýtast Evrópulöndun- um sameiginlega til framfara. Akureyri: Styrkir til könnunar á nýjum atvinnuhugmyndum ■ Akureyrarbær mun á næstunni auglýsa styrki til handa þeini, sem hafa áhuga á að hrinda í framkvæmd nýjungum í atvinnulífinu. Jón Sigurðarson formaður atvinnumálanefndar Akur- eyrar sagði í samtali við NT, að styrkjunum væri ætlað að ýta undir það, að menn könn- uðu hugmyndir sínar á skynsamlegan hátt áður en -þeir legðu af stað með fram- kvæmdir, t.d. með arðsemis- athugunum. Bæjarstjórnin ætlar að leggja tvær milljónir króna úr framkvæmdasjóði í verkefni þetta, og hægt verður að leggja til ineira fé ef þurfa þykir. Jón sagði, að nokkrir hefðu þegar haft samband við bæjarstjórnina vegna þessara fyrirhuguðu styrkja, og því væri ástæða til að ætla, að umsækjendur yrðu margir. Ekki vildi hann hins vegar greina frá þeirn hugmyndum, sem menn hefðu viðrað við bæjarfulltrúana. ■ „Evrópa á undir högg að sækja.“ Per Gyllenhammer, forstjóri Volvo, var ómyrkur í máli á blaöamannafundi í gær, en hann er gestur viðskipta- þings hér á landi. NT-mynd: Árni Bjurna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.