NT - 27.03.1985, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 27. mars 1985 20
Útlönd
Bandaríkin:
Aftökur með kvalafullum
lyfjum lögum samkvæmar
Washington-Reuter
■ Hæstiréttur Bandaríkjanna
kvað í seinustu viku upp þann
dóm að leyfilegt sé að nota
banvæn lyf við aftökur á dauða-
dæmdum glæpamönnum án til-
lits til þess hvort þau séu sein-
virk og kvalafull eða fljótvirk.
Aftökur með því að sprauta
eitri í æð tíðkast í þrettán ríkj-
um Bandaríkjanna. Atta
Mengele
margra
milljóna
virði
Washington-Reuter
■ Stöðugt fleiri bjóða nú fé fyrir
upplýsingar sem gætu leitt til hand-
töku þýska stríðsglæpamannsins
Mengele sem sendi þúsundir
manna í gasklefana í Auschwitz-
fangabúðum nasista og stóð fyrir
þjáningarfullum tilraunum með
Íifandi fólk í seinni heimstyrjöld-
inni.
Bandaríska blaðið The Was-
hington Times bættist í gær í hóp
þeirra aðila sem hafa sett fé til
höfuðs Mengele. Blaðið, sem er í
eigu fylgjenda kóreska trúar-
leiðtogans Sun Myung Moon,
bauð í gær eina milljón dollara
fyrir upplýsingar sem leiddu til
handtöku Mengele. Eigcndur
blaðsins segjast bjóða féð vegna
„trúar á og sterks stuðnings við
mannréttindi". Moon er sjálfur í
fangelsi í Bandaríkjunum um
þessar mundir fyrir skattsvik.
Simon Wiesenthal-miðstöðin í
Los Angeles hafði áður boðið
milljón dollara fyrir sömu upplýs-
ingar og vesturþýsk stjórnvöld í
Hesse hafa boðið milljón mörk
fyrir þær. Sumir telja að Mengelc,
sem gekk undir viðurncfninu
„Engill dauðans" búi nú einhvers
staðar í Paraguay þótt yfirvöld þar
neiti því alfarið.
dauðadæmdir fangar í Okla-
homa og Texas höfðu beðið
hæstarétt um að staðfesta bann
undirrétts á notkun eiturefna
við aftökur nema þau dræpu
hratt og sársaukalaust. í dómi
undirrétts sagði m.a. að mat-
væla og lyfjaeftirlit ríkisins ætti
að hafa eftirlit með því að
eiturefnin uppfylltu þessar
kröfur.
New York-Rcutcr
■ Sovétmenn munu hafa
„hlerað" ritvélar í bandaríska
sendiráðinu í Moskvu þar til á
síðasta ári þannig að Sovétmenn
fengu afrit af skjölum frá sendi-
ráðinu jafnvel áður en þau voru
send til Bandaríkjanna.
Bandaríska CBS-sjónvarps-
stöðin skýrði frá þessu í sjón-
varpsfréttum í fyrrakvöld. Sam-
kvæmt heimildum sjónvarps-
stöðvarinnar höfðu Sovétmenn
komið mjög nákvæmum hlerun-
artækjum í að minnsta kosti tíu
ritvélar í sendiráðinu. Sendi-
tæki í veggjum sendiráðsins
tóku við upplýsingum frá þess-
um hlerunartækjum og sendu
Hæstiréttur komst hins vegar
að þeirri niðurstöðu að það gæti
ekki talist innan verkahrings
lyfjaeftirlitsins að tryggja öryggi
og áhrifamátt aftökulyfja. Sak-
sóknári ríkisins lagðist gegn
slíku eftirliti þar sem það gæti
leitt til þess að ríkin neyddust til
að taka upp eldri og sársauka-
fyllri aðferðir við aftöku.
þau áfram til sovéskra móttöku-
stöðva.
Bandaríkjamenn uppgötv-
uðu hlerunartækin ekki fyrr en
„vinsamleg þjóð" gaf þeim vís-
bendingu um þau eftir að hafa
fundið svipuð tæki hjá sér á
seinasta ári. Að sögn CBS höfðu
tækin að minnsta kosti verið í
sendiráðinu í eitt ár og jafnvel
allt frá árinu 1978 þegar Banda-
ríkjamenn fundu hlerunartæki í
veggjum sendiráðs síns í
Moskvu eftir eldsvoða.
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins hefur ekki
viljað tjá sig um málið. Ekki er
heldur vitað á hvern hátt hlerun-
artækin gátu greint á milli ein-
stakra stafa á ritvélunum.
Hagvaxtarsamdrátt-
ur á Vesturlöndum
senta á seinasta ári. Nefndin
segir að meginástæða minnk-
andi hagvaxtar sé hagvaxtar-
samdráttur í Bandaríkjun-
um.
Samkvæmt spánni verður
hagvöxtur ríkja í Vestur-
Evrópu aðeins 2,5-3% þar
sem eftirspurn eftir útflutn-
ingsvörum þeirra mun ekki
aukast eins mikið og í fyrra.
Sovétmenn hleruðu vélritun
bandarískra sendiráðsmanna
Genf-Rcutcr
■ Efnahagsnefnd Samein-
uðu þjóðanna fyrir Evrópu
spáir minni hagvexti í Evr-
ópu á þessu ári en í fyrra.
í spá nefndarinnar um
heildarhagvöxt vestrænna
ríkja er því spáð að hagvöxt-
ur á þessu. ári verði um þrjú
prósent í stað fjögurra pró-
Sally Field og F. Murrey Abraham.
Símamynd UPI
Óskarsverðlaunin
■ Við afhendingu Óskar$verðlaunanna í Bandaríkjunum í fyrrinótt varð kvikmynd
leikstjórans Milos Forman hlutskörpust. Mynd hans Amadeus hlaut átta Óskarsverð-
laun m.a. hlaut hann verðlaun fyrir leikstjórn og aðalleikari myndarinnar, F. Murrey
Abraham hlaut útnefninguna besti karlleikarinn.
Sally Field var útnefnd besta leikkonan fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Places in the
heart“ en sú mynd hlaut einnig verðlaun fyrir besta frumsamda handritið.
77 ára bresk leikkona, Peggy Ashcroft, hlaut útnefninguna besta leikkonan í
aukahlutverki fyrir leik sinn í „A passage to India“. Ashcroft hcfur lengst af verið
sviðsleikkona og eru þetta fyrstu Óskarsverðlaun sem hún hefur hlotið á löngum
starfsferli.
Á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrrinótt voru einnig veitt verðlaun fyrir teiknimyndir
og var teiknimyndin Charade verðlaunuð að þessu sinni.
Tónlistarmaðurinn Prince hlaut verðlaun fyrir útsetningu sína á laginu Purple Rain.
Bandarískir bankar:
Skuldir rómönsku Ameríku
eru enn mikið áhyggjuefni
FERMINGARGIAFIR
BIBLIAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(fjubbranÍJöötofu
Hallgrimskirkja Reykjavlk
simi 17805 opi0 3-5e.h.
■ Stjórnendur bandarískra
banka og embættismenn hafa
enn miklar áhyggjur vegna
skuldakreppu ríkja róm-
önsku Ameríku, en þeir telja
að þau hafi ekki gripið af
nægilegri festu til aðgerða sem
tryggja efnahagslegan stöðug-
leika.
Bankamenn óttast af-
leiðingar þess að skuldaríkin
hafa ekki gripið til efnahags-
aðgerða eins og þau höfðu þó
samið um við bandarísk
stjórnvöld og Alþjóðgjaldeyr-
issjóðinn árið 1982, en þeir
samningar voru forsenda lána
sem áttu að aðstoða skuldarík-
in í efnahagsþrengingum
þeirra.
Á sama tíma og bankarnir
krefjast meira aðhalds í fjár-
málum skuldaríkjanna og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn
dregur að veita skuldaríkjun-
um lán, fullyrða framámenn
skuldaríkjanna að þær ströngu
efnahagsaðgerðir sem Alþjóða-
gjaldeyríssjóðurinn krefst
muni valda miklum félagsleg-
um og stjórnmálalegum óróa í
skuldaríkjunum
Þjóðartekjur hafa
minnkað
Bankastjóri Þórunarbanka
Ameríkuríkja (IADB), Ant-
onio Ortiz Mena mælti að
öllum líkindum fyrir munn
margra stjórnmálamanna og
verkalýðsleiðtoga í rómönsku
Ameríku, þegar hann sagði á
ársfundi bankans í Vín í vik-
unni: „f mörgum ríkja okkar
(rómönsku-Ameríku) eru
þjóðartekjur á mann svipaðar
því sem var fyrir áratug síðan,
í sumum hafa þær minnkað og
eru nú minni en þær voru fyrir
tveim til þrem áratugum
síðan.“ Hann benti á að þær
ströngu efnahagsaðgerðir sem
gripið hefði verið til hafi leitt
til niðurskurðar á félagslegri
þjónustu en takmörkuðum
þjóðarauð hefur verið eytt í
aðgerðir sem auka útflutning
og framleiðslu.
Áætlunin sem gerð var 1982
virtist hafa komið í veg fyrir
efnahagslegt hrun ríkjanna og
hrun bandarískra banka. Þessi
áætlun virtist tryggja að skulda-
ríkin gætu endurgreitt skuldir
sínar en þau skulda um 360
milljarða Bandaríkjadala.
En Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn frestaði nýlega greiðslu
á aðstoðarlánum til Argentínu
og krafðist þess að gripið yrði
tii sérstakra efnahagsaðgerða
gegn 800% verðbólgu sem
geisar i landinu. Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn stöðvaði
einnig lánagreiðslur til Brasil-
íu, þar sem stjórn landsins
hafði ekki gripið til efnahags-
aðgerða samkvæmt tillögum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Brasilíumenn skulda um 100
milljarða dollara.
Kröíur Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins um efnahagsaðgerðir
gera m.a. ráð fyrir gengisfell-
ingum, samdrætti í opinberri
þjónustu, aðhaldi í útlánum
banka og innflutningshöftum.
Þessar aðgerðir hafa aukið
útflutningstekjur verulega þar
sem þeim hefur verið komið á
og hafa orðið til þess m.a. að
útflutningur frá skuldaríkjum
rómönsku Ameríku jókst um
10% á síðasta ári. Þessi stefna
kemur harkalega niður á efna-
minna fólki og lágstéttum.
Embættismenn í Washing-
ton segja að efnahagsbati í
heiminum hafi komið skulda-
ríkjunum til góða og aukið
útflutning þeirra og gjaldeyris-
tekjur. Lægri vextir í Banda-
ríkjunum hafa einnig haft já-
kvæð áhrif og dregið úr skulda-
byrðinni, en ef staða dollar-
ans versnar og hann heldur
áfram að falla í verði mun það
bæta stöðu skuldaríkjanna enn
frekar.
Rculcr o.fl.
Fyrsti gervi-
hnötturSvía
■ Fyrsti gervihnöttur
Svía, Víkingur, verður
sendur út í geiminn 3.
október á þessu ári með
evrópskri Áriane-1 geim-
flaug.
Hnettinum er ætlað að
rannsaka segulsvið og agn-
ir umhverfis jörðina sem
vísindamenn telja að eigi
þátt í að mynda norðurljós
yfir norðlægum löndum.
Þeir álíta að norðurljósin
myndist þegar sólaragnir
rekast á sameindir í loft-
hjúpi jarðar.
Víkingur verður sendur
á loft frá frönsku geim-
stöðinni í Kourou í
frönsku Guiana í Kyrra-
hafi. Honum verður
stjórnað frá Esrange ná-
lægt Kiruna í Norður-Sví-
þjóð en þangað mun hann
senda 7000 upplýsingabita
á sekúndu sem verður
unnið úr í tölvum.
Gervihnötturinn var
smíðaður af sérstöku
geimfyrirtæki í eigu Saab-
Scania.