NT - 31.03.1985, Síða 5
Sunnudagur 31. mars 1985
Vidtal
S
íðastliðna viku hefur hið illræmda stjórnarfar í Suður-Afríku verið mikið í sviðsljósi fjölmiðla. Líkt og endranær, er
tilcl'nið ófagurt, miskunnarlaus dráp lögreglunnar á svertingjum sem risið hafa til andófs gegn aöskilnaðarstefnunni (apartheid).
í þcim hluta Suður-Afríku, þar sem einna mest ókyrrð er um þessar mundir, Port Elisabeth og nágrenni, hafa yfir þrjátíu manns
látið lífiö undanfarna daga.
Hér á íslandi hafa framhaldsskólanemendur í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar tekið þátt í samnorrænu verkefni,
Nordisk Operation Dagsværk sem miðaði aö því að efla andstöðu hér á Vesturliindum viö apartheid og styðja uppbyggingu
menntam'ála í heiinalöndunum svokölluðu í Suöur-Afríku.
Heimalönd þessi eru einn megin máttarstólpi apartheid kerfisins. Fyrir rúmum aldarfjóröungi var gripið til þess að afmarka
sérstök héruð í Suður-Afríku, sem voru kölluð heimalönd eða „bantustan“ og áttu að vera ættlönd eða heimalönd svartra
Suður-Afríkana. Stjórnvöld hafa haldið því fram aö til þessara svæða geti allir Afríkanar (blökkumenn) rakið uppruna sinn.
Svæöin, sem á þennan hátt hafa verið skilgreind sem heimalönd, nema um þaö bil 13 prósentum af flatarmáli Suður-Afríku og
eru hrjóstrug og illa lallin til landbúnaðar. Leynt og ljóst stefnir apartheid stefna hvíta minnihlutans að því að flytja alla
blökkumenn til þessara svæða og gera þau síðan aö sjálfstæðum ríkjum. Þannig missa svertingjar ríkisborgararétt sinn og verða
að útlendingum í sínu eigin landi. Milljónir Afríkana hafa verið fluttir nauðungarflutningum til heimalandanna, þar sem ekkert
bíður þeirra nema húsnæðis- og atvinnuskortur, mannmergð og vonleysi. Ástandið á þessum svæðum er mjög slæmt og „gervi“
samfélög þessi samanstanda einkum af gamalmennum, konum og börnum. Vinnufærir karlmenn þurfa hins vegar að beita sér
að vinnu í námum, verksmiðjum og á landareignum hvítra manna utan heimalandanna.
Aparthcid kerflö tckur þó til mun fleiri atriða en heimalandanna og felst í ýmsum boðum og bönnum, sem gegnsýra allt þjóðlíf
Suður-Afríku. Þó kerfi þetta sé nú oröið frægt aö endemum um allan heim, má þó minna á nokkur atriði til viðbótar.
Kynþáttamisrétti er bundiö í stjórnarskrá og ber öllu fólki að skrá sig eftir kynþætti, sem hvítir, þeldökkir, cða svartir. Tveimur
síðarnefndu flokkunum cr síðan skipt niður í fjölmarga undirflokka og réttindi manna miðast við það hvar þeir lenda í þessari
flokkun. Á grundvelli flokkunarinnar eru kynþættirnir einnig skildir að svo það er aöcins á afmörkuöum svæðum og stöðum
sem ákveðnir kynþættir geta látið sjá sig og tekið sér búsetu. Blöndun kynþáttanna varðar við lög, ósiðsemislögin, þannig að
giftingar milli kynþátta, sem og önnur eðlileg pcrsónulcg og félagsleg samskipti, eru hindruð. í öllu þessu flókna kerfi aðskilnaðar,
eru það Afríkanar sem minnstan hafa réttinn. Sérhver sextán ára Afríkani þarf að bera á sér vegabréf, scm segir til um hvort
hann hafi rétt til þess að ferðast eða hvar
hann megi húa og vinna.
í landi, þar sem einn limmti liluti ihiianna
er hvítur og nýtur allra réttinda, getur
skipulag af þessu tagi ekki þrifist til lang-
frama án öflugrar mótspyrnu. Þessi mót-
spyrna hefur alla tíð verið fyrir hendi í
Suður-Afríku, þó hún hafi verið misvel
skipulögð og haft mismikil áhrif. Stærsta
samfylkingin gegn aparthcid í Suöur-Afríku
nú cr Sameinaða lýðræðisfylkingin, en aö
henni standa fjölmörg minni félög. Eitt
þeirra, og sennilega þaö þckktasta, er Sam-
kirkjuráð Suður-Afríku, en það eru samtök
Dcsmonds Tutu friöarverðlaunahafa. Hér á
landi Itefur veriö staddur æskulýðsfulltrúi frá
þessum samtökum Jacqueline Williants. Hún
leit inn á ritstjórnarskrifstofu NT fyrir
skönimu og tóku Helgarblaðsmenn liana tali.
Ríkid herdir tökin
- Heimabyggö þin, Port Elizabeth,
og svæðið þar í kring er mikið í sviðsljós-
inu þessa dagana vegna uppþota og
ofbeldis, meðal annars af hálfu lögregl-
unnar. Hvað cr að gerast?
„Þaö hetur verið talsverður órói þarna
að undanförnu og ntcr kentur það ekki
á óvart þótt uppúr hafi soðið. Annars er
vaxandi ókyrrð alls staðar í landinu.
Ástandið í Suður-Afríku er mjög slæmt
og mjög einkennandi er. að ríkisvaldið
er að hervæðast í auknum mæli. Þaö cr
alltaf að verða erfiðara að gera greinar-
mun á hlutvcrkaskiptíngunni milli lög-
reglunnar annars vegar og hcrsins hins
vcgar. í smávægilegustu mótmælaað-
gerðum grípur ríkisvaldið inn í af fuHum
styrk. bæði lögreglu og hers, og gengur
milli bols og höfuðs á fólki í bókstaflegri
merkingu. Morðin á mótmælendum í
síðustu viku undirstrika hversu öfga-
kennd og miskunnarlaus viðbrögð ríkis-
valdsins eru við öllum mótmælum gegn
aparthcid kerfinu án tillits til stærðar og
umfangs.
Það er kannski rétt að taka það fram,
þar sem ég hef heyrt örla á því viðhorfi
hér á Vesturlöndum, að gagnstætt því
sem stjörnvöld í Suður-Afríku hafa
verið að reyna að auglýsa hefur ekkert
verið slakað á aðskilnaðarstefnunni á
undanförnum árum. Þvert á móti, allar
breytingar sem gerðar hafa verið, eru til
þess fallnar, að siíndra lita meirihlutan-
um og tryggja aðskilnaðarstefnuna í
sessi. Eftir sem áður þurfa blökkumenn
að sæta þcirri niöurlægingu og hrotta-
skap sem fylgir lögreglu/her-veldis
stjórnarfari - vegartálmunum, vegabréf-
um og hugsanlegri fangelsisvist án dóms
og laga. Með hliðsjón af þeirri auknu
hervæðingu ríkisvaldsins, sem ég minnt-
ist á áðan, mætti einna helst líkja þessu
við herlagaástand, í það minnsta hvað
varðar lita mcirihlutann."
Lögreglan skelfir mig
„Því fer fjarri, að slakað hafi verið á
NT ræðir
vlð
Jacqueline
Williams,
æskulýðs-
fulltrúa
Samkirkju-
ráðs
Suður-Afríku
aðskilnaðarstefnunni og almenningur,
þ.e.a.s. Afríkanar. er búinn að missa trú
á að einhverjar umbætur komi frá stjórn-
völdum. Enginn tekur lengur mark á
loforðum stjórnarinnar um umbætur og
mótmælin halda áfram. Einkum er ungt
fólk hætt að gera sér rellu út af loðnum
yfirlýsingum um umbætur og í öllum
borgum landsins til dæmis, hunsa nem-
endur skólana og halda uppi mótmæla-
aðgerðum. Reynslan hefur kennt þeirn
að þetta er eina leiðin til þess að hafa
áhrif á stjórnvöld og vekja athygli, ekki
síst erlendis.
Atvinnuleysi hamlar þó samstöðu
blökkunianna, þar sem mikið framboð
af vinnuafli gerir víðtæk verkföll erfið í
framkvæmd. Ástandið í heimalöndun-
um er víðast hvar hörmulegt. Heilsu-
spillandi kofakumbaldar, gjörsamlega
óviðunandi aðstaða að öllu leyti og
kirkjugarðar fullir af smábörnum blasa
við þegar komið er til þessara svæða.
Það mætti eiginlega segja að þeldökkir
Suður-Afríkubúar séu á barmi örvænt-
ingar og ekkert getur haldið aftur af
mótmælum okkar. Ég verð að segja fyrir
mig til dæmis, að tilhugsunin um yfirgang
og barsmíðar lögreglunnar skelfir mig,
en samt ekki nóg til þess að það haldi
mér frá því að berjast gegn apartheid
kerfinu. Það er stundum sagt að ríkis-
valdið sér sértekning og fjarlæg fólkinu,
en í Suður-Afríku hefurþessi sértekning
svo sannarlega holdgerst. Hún drepur
fólk!"
- Þegar þú nefnir svikin loforð uni
umbætur, áttu þá við stjórnarskrána og
kosningarnar, sem svo mikið voru í
fréttum á Vesturlöndum á sínum tíma?
„Það er vitanlega ekki eina dæmið, en
undirstrikar nokkuð vel eðli þessara
„umbóta". Skilaboðin til Vesturlanda
voru. að nú stefndi allt í betri átt.
Raunin var hins vegar sú, að veita átti
einstaka hópum takmarkaðan rétt og
reyna með því að ala á sundrungu meðal
andstæðinga apartheid. Þannig átti að
tefla fólki af asískum uppruna gegn
svörtum og kynblendingum gegn svört-
um og asískum, o.s.frv. En raunveruleg
réttindi voru þó ekki fengin neinum.
Þetta er sama bragð og hefur verið notað
um árabil, að etja einum hópi gegn
öðrum og í krafti sundurlyndis meirihlut-
ans að drottna yfir honum. Eða hvers
vcgna heldur þú að þeldökka meiri-
hlutanum sé skipt upp í mismunandi
kynþátta-flokka, þar sem hver flokkur
hefur mismikil (lítil) réttindi? Hérgeng-
ur aftur gamla rómverska máltækið,
„deildu og drottnaðu". Hins vegar geng-
ur þessi herstjórnarlisti verr nú en oft
áður og það er ekki síst vegna þess, sem
ríkisvaldið hefur sýnt þessi ofstækisfullu
viðbrögð."
Eitthvað springur
fyrr eða síðar
- Þú talar um herstjórnarlist ríkis-
valdsins, en hvað með herstjórnarlist
aparthcid andstæðinga? Verður frelsun-
M Ríkisvaldið í Suður-Afríku beitir
aukinni hörku í tilraunum sínum til
að brjóta á bak aftur andstöðuna við
apartheid kerfið. Leiðtogar Samein-
uðu lýðræðisfylkingarinnar eru nú í
fangelsi og ákærðir fyrir landráð.
Sunnudagur 31. mars 1985 5
I “
in sjálf ekki blóðug og verður hægt að
hafa hemil á hefndaraðgerðum sem
miða að því að útrýma hvíta minnih-
lutanum?
„Þetta er mjög erfið spurning, því það
virðist vera nokkuð sama hvaða baráttu-
aðferðum við beitum, ríkisvaldið svarar
með ofbeldi og ógnaraðgeröum. Hingað
til hefur fjöldinn verið mjög þolinmóður
og einkum barist án ofbeldis. En lögregl-
an og herinn hafa svarað með því að
skjóta fólk, cn þrátt fyrir það hætta
menn ekki að fara í mótmælagöngur. í
svona ástandi skapast ákveðin örvænt-
ing, sem ég er hrædd um að hljóti að
leiða til ofbeldis. Þegar öllum þrýstingi
er haldið svona innbyrgðum og dampin-
um aldrei hleypt af. getur ekki verið um
hægfara þróun að ræða -eitthvað spring-
ur fyrr eða síðar. Það er ekki svo, að
fólkið vilji ofbeldi, heldur er því þröngv-
að upp á það.
Ofsóknirnar gegn leiðtogum Samein-
uðu lýðræðisfylkingarinnar sem ekki eru
ofbeldissinnar, sýna þetta kannski bctur
en margt annað. Þessir menn eru nú í
fangelsi og ákærðir fyrir landráð. Það
þýðir að ofbeldislaus andstaða við apart-
heid er ólögleg og hvaða valkostir eru þá
fyrir hendi?
Auðvitað eru leiðtogar okkar ekki
hlynntir hefndaraðgerðum þótt apart-
heid falli. Persónulega hef ég ekki áhuga
á að hegða mér eins og skepna, þó
þannig hafi verið komið fram við niann.
Allt sem ég krefst, cru mannréttindi og
jafnrétti okkur til handa, en ég geri mér
vel grein fyrir því hversu dýrmæt þessi
réttindi eru og dettur ekki í hug að svipta
nokkrum manni þeim. Tutu biskup, til
dæmis, er næstum íhaldssamur hvað
varðar rétt hvítra eftir frclsunina. Hins
vegar er aldrei hægt að segja með neinni
vissu um það sem óorðið er. Margir eiga
um sárt að binda og það hafa mörg tár
fallið, þannig að það er skiljanlegt að
mikil heift brenni undir. En eitt er víst,
að stjórnvöld hafa ekki hjálpað til með
sínum grimmúðlegu aðgerðum."
Súrir ávextir og sætir
- En hvað með hvíta minnihlutann
sjálfan, ekki stendur hann heill að baki
apartheid? Eru ekki cinhvcrjir þjóðfé-
lagshópar, til dæmis lágstéttirnar sem
sýna þeldökka meirihlutanum einhverja
samstöðu og skilning?
„Hvítir íágstéttarmenn eru þeir allra
verstu. Þetta er fólk sem ekki hefur
tckist að skapa sér almennilegt hlutskipti
í lífinu í samfélagi, þar sem því standa
allir möguleikar opnir og hlaðið er undir
það. Þeir þrífast á hörundslit sínum
einum, en út fyrir það nær samfélags-
skilningur þeirra ekki. Það eru einmitt
verstu og ofstækisfyllstu kynþátta-
hatararnir, sem koma úr þessum
stéttum. Sannast sagna er þetta fyrirlit-
legt fólk! Hins vegarer auðvitað talsvert
af upplýstum hvítum mönnum sem hafa
tekið þátt í baráttu okkar og hætt
sjálfum sér og öryggi sínu með því.
Því miður eru slíkir menn ekki nógu
margir og meiri hluti hvíta minnihlutans
lítur framhjá vandamálinu og lætur sem
það sé ekki til. Þetta cr hægt, þótt
ótrúlegt rnegi virðast, vegna þess að
hvítir menn búa aðskildir frá þeldökka
meirihlutanum í fallegum hverfum og
hafa eins lítið saman við þeldökkt fólk
að sælda og hægt er. Ávextir apartheid
eru sætir fyrir þennan hóp og hann býr
upp til hópa við munað, sem fólk hér
lætur sig ekki einu sinni dreyma um. Það
er því afskaplega óþægileg tilhugsun, að
þurfa að deila þessum gæðum með
okkur „villimönnunum" eins og þeir
álíta okkur, því óhjákvæmilega fylgir
afnámi apartheid að skipta verður efnis-
legum gæðum landsins upp á nýtt."
Andleg kúgun líka
- Hvað með afstöðu og aðstoð Evr-
ópubúa undanfarin ár og hvað gctum við
hér á íslandi gert til þess að hjálpa til?
Lengi vel, finnst mér, að viðhorf
Evrópubúa hafi verið nokkuð hrokafullt
gagnvart svörtum mönnum, ekki bara í
Suður-Afríku heldur í þriðja heiminum
M Af völdum apartheid stefnunnar
hafa mörg tár fallið.
almennt. Það verður að hafa í huga að
áþján þriðja heimsins og þeldökks fólks
í Suður-Afríku er ekki bara líkamleg,
heldur líka andleg. Á sínum tíma var
þröngvað upp á okkur gildum og verð-
mætamati Vesturlanda og ekki komið
frani við okkur eins og fullgilt fólk.
Jafnvel í lýðræðisríkjum Vesturlanda
eimir eftir af þessum hugsunarhætti. Það
er eins og verið sé að hjálpa einhverjum
minni mönnum, sem eru einungis færir
um að þiggja en geta ekki gefið neitt.
Mér finnst ég, sem Afríkubúi, í rauninni
hafa menningarlega jafn mikið að bjóða
Evrópumönnum og þeir mér.
Hvað það varðar, sem íslendingar
geta gert, verður færra um svör nenia í
frekar almennum dúr. í fyrsta lagi geta
íslendingar aflað sér þekkingar á því
sem er að gerast í Suður-Afríku og sýnt
samstöðu með baráttu hins þeldökka
meirihluta. í öðru lagi, og það erreyndar
nátengt fyrra atriðinu, þá er að hafa
samband við skipulagðar hreyfingar í
Suður-Afríku og þá á ég við að fólk
hittist og ræði vandamálin á jafnréttis-
grundvelli. Þetta gæti verið tengsl, svip-
uð þeint sem nú eru komin á milli
Samkirkjuráðsins og NOD, cn ég tel þau
vera mikilvæg fyrir baráttu okkar í
Suður-Afríku."
Jacquline Williams vildi ekki tjá sig á
nákvæmari hátt um önnur atriði hugsan-
legs stuöningsstarfs við baráttuna gegn
apartheid. Það er kannski ekki furða,
þvi ef hún hefði til dæmis stungið upp á
efnahagslegum þrýstiaðgerðum. gæti
hún allt eins lent í fangelsi við heimkom-
una.
Frk. Williams var tímabundin meðan
á hinni stuttu dvöl hennar á íslandi stóð
og hún þurfti að rjúka á fræðslufund í
cinhverjum framhaldsskólanna. llelgar-
blaðsmenn þökkuðu henni því kærlega
fyrir innlitið og fræðandi samtal. Ólík-
legt er, að þessi sauður-afríska baráttu-
kona uni sér hvíldar, fyrr en meirihluti
landa hennar losnar úr fjötrum aðskiln-
aðarkerfisins.
BG
ÆTLAR ÞÚ ÚT
AÐ SKEMMTA ÞÉR.
TAKTU EKKIÁHÆTTU.
LÁTTU OKKUR SJÁ
UM AKSTURINN.
VIÐ LOKUM ALDREI.