NT - 31.03.1985, Blaðsíða 6
GD
Sunnudagur 31. mars 1985
6
kólinn tekinn
bei
r.í{£
;í-* “Tí?y £r:: s'S»“;
göngu °S 8*““ ar Sem afla» v
færni og &««*** sam|élag.n»-
og samskipi* v>oa ---
■ Mcðan á nýafstððnu kennaraverk-
falli stóð fór fram mikil umræða um gildi
skólans og menntunar fyrir framtíðar-
möguleika þjóðarinnar, efnahag hcnnar
og mögulcika á að standa sig í saman-
burði við aðrar þjóðir. Mörgum hefur
líka þótt fróðiegt að hcyra svör yfirvalda
menntamálanna, þegar spurt hefur vcrið
hverjar afleiðingar það hefði er skóla-
hald legðist niður í nokkurn tíma, cins
og stöðvun skólastarfs í þrjár vikur
vegna verkfalls var dæmi um. Var á
mönnum að hcyra að þeir vissu varla
hvort þctta skipti máli cða ekki, hvort
bæta ætti við kennslu eður ci. Kennarar
voru hins vegar ódcigir talsmcnn sinnar
starfsgreinar og gildis hcnnar fyrir líf og
framtíð þjóðarinnar.
Allt varð þctta hvað mcð öðru til þess
að okkur datt í hug að fá skeleggan
gagnrýnanda skóla- og stofnanavalds til
viðtals hér í blaðinu, Hörð Bergmann.
Hörður hefur birt í blöðum og tímaritum
skoðanir og sjónarmið scm lýsa cfasemd-
um um það uppfræðsluform scm í
skólunum tfðkast og rísandi sérfræðinga-
ycldi í lanílinu.
Höröur kcnndi á gagnfræðastiginu á
árunum 1956-1974 og starfaði eftir þaö
sem námsstjóri hjá menntamálaráðu-
ncytinu og fylgdi því kcnnsla á kennara-
námskciðum. Hann hefursamið margar
kennslubækur í dönsku og íslensku.
Hörður starfar nú scm fræðslufulltrúi
hjá Vinnucftirliti ríkisins.
Það er greinilcgt að hcr cr komið að
cfni sem cr Herði Bcrgmann hugleikið.
Þegar viö byrjuöum að ræða saman
finnst þaö að þetta er ekki citthvað sem
hann fór að huglciða fyrst í dag cða í
gær. Sjónarmið hans cru grundvölluð á
fenginni reynslu af því áð kynnast skóla-
starfi frá ólíkum sjónarhornum og af
verkum fræðimanna sem um þaö hafa
fjallað.
Nú að undanförnu hefur mikið verið
uni það rætt að aukin uienntun eða
öflugt skólastarf liafí efnaliagslega þýð-
Allt of mikið
um óþarfa skólagöngu
Alþýðufólk er farið að
spyrja sérfræðinga um hluti
sem það hefur alltaf vitað og kunnað
ingu og skili sér einkum í betri lífskjör-
um. Er menntunin þá góð fjárfesting,
Hörður?
„Lítum nú á. Hæpnar og órökstuddar
hugmyndir cins og þessi verða að eins-
konar stórasannlcik, sem fær að standa
án þcss að neins konar gagnrýni komi
fram. Að mínum dónii er þetta rugl.
Þessu er þveröfugt farið: Fyrst komast
þjóðir í efni, síðar cr komið á skóla-
skyldu og framhaldsnámi. Eftir því sem
efnahagurinn batnarersvomeira kostað
til skólakerfisins. Það þcnst út. Kröfur
um meiri skólagöngu og fleiri próf, til
þess að gegna bæði einföldum störfum
og flóknum, vaxa. Við þekkjum þcssa
þróun mætavel hér. Hvort sífellt lcngri
og almennari skólaganga skili sér svo í
efnahagslegum framförum cr mjög á
huldu."
Hafa átt sér stað rannsóknir sem
varpa Ijósi á þetta?
„Einhvcrntíma sá ég samantekt eftir
Þráin Eggertsson, prófessor í hagfræði,
þar scm hann hafði reynt að kanna
niðurstöður rannsókna á meintum
tcngslum milli menntunar og efnahags.
Niðurstaðan var sú að mjög erfitt væri
að finna cinhverja fylgni eða að rannsaka
þetta mál. Ég var nýlega með bók í
höndunum eftir bandarískan prófessor í
félagsfræði sem heitir Randall Collins,
bók scm heitir „The Credintial Society"
eða „Prófskírtcinaþjóðfélagið". Þar
fjallar hann allítarlega um þetta mál og
gerir grein fyrir því að til séu 37 athugan-
ir á því hvort efnahagslegar framfarir
(advances in economical development)
hafi fylgt í kjölfar fjölgunar nemenda í
framhaldsnámi. Scgir hann að í 12 af
þessum 37 athugunum sýnist eitthvað
benda til að svo sé. Þar með er ekki hægt
að draga neinar ályktanir um þetta efni.
í sömu bók er greint frá rannsóknum
sem bcnda til þess að framleiðni þeirra
sem hafa lengri skólagöngu sé síst meiri
en annarra. Hann kallar þá með lengri
skólagöngu „better educated emplo-
yees".
Við gætum farið út í það að skoða
okkar samfélag með hliðsjón af þessum
„ Að prófa sig áfram og vera
óhræddur aö gera tilraunir
Rætt við Jóhann Ingólfsson, klarinettleikara, sem
hyggst leggja stund á útsetningar fyrir lúðrasveitir
■ Hann heitir Jóhann Ingólfsson,
er 24 ára gamall og ætlar að taka
burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík nú á næstunni með klari-
nett sem aðalhljóðfæri, en klarinett-
inu hefur hann helgað tíma sinn
meira og minna sl. 15 ár! Ilann reynir
að æfa sig ekki skemur en fjóra tíma
á hverjum degi um þessar mundir en
leikur líka með hljómsveit l ónlistar-
skólans og er í tveimur lúðrasveitum
í Reykjavík, I.úðrasveit Reykjavíkur
og Lúðrasveit verkalýðsins. í dag,
laugardag, verður verk sem hann
hefur útsett flutt á tónleikum síðar-
nefndu lúðrasveitarinnar í Háskóla-
bíói. Það blandast því engum hugur
um að Jóhann ætlar að gera tónlistina
að lífsstarfí sínu.
Hann er einn margra ungra tónlist-
armanna sem við höfum eignast síð-
ustu árin og er það gleðilegt tímanna
tákn um vaxandi áherslu á tónlistar-
kennslu í skólakerfinu, sent ekki
gerði þessari hinni göfugustu af lista-
gyðjunum mjög hátt undir höfði
lengst af. Við spyrjum Jóhann um
upphaf fimmtán ára klarinettleikara-
ferils, sem auðsæilega hefur hafist
harla snemma!.
„Jú, ég byrjaði nokkuð snemma,
en það var í skólalúðrasveitunum
sem ég byrjaði undir handleiðslu Páls
P. Pálssonar, þá tíu ára gamall," segir
hann. Þar kenndi Vilhjálmur Guð-
jónsson mér á klarinettið í fimm ár.
í Tónlistarskólanum byrjaði ég 14
ára. og fór sama ár að leika með
Lúðrasveit Reykjavíkur. Já, lúðra-
sveitirnar hafa veriö mér mjög góður
skóli og ég held að varla sé hægt að
sækja betri skólun og hvatningu í
músík í nokkurn hóp. Sextán ára fór
ég svo einnig að leika með Lúðrasveit
verkalýðsins. Jú, þetta hefur tekið
mikinn tíma, en þetta er hægt þegar
spurningum um efnahagslegan ávinning
af langskólagöngu. Þrengjum dálítið
sjónarhornið og lítum á það sem við
höfum fengið af sérlræðingaráðunum
frá þeim sem lengsta skólagöngu hafa í
verkfræði og hagfræði og hafa verið að
leggja á ráðin um stórvirkjanir og stór-
iðju. Þá höfum við það fyrir okkur að
kostnaðaráætlanirnar reynast iðulega
tvöfalt hærri en þessir langskólagengnu
segja stjórnmálamönnunum. Síðast er
hægt að nefna hvað hefur komið út úr
áætlunum um sjóefnavinnslu. Hérer um
að ræða áætlanir sem sérfræðingarnir
hafa gert fyrir þjóðina og virðast alls
ekki skila neinum efnahagslegum ávinn-
ingi. Þvert á móti hafa þær lagt þunga
skuldabagga á hcrðar alþýðu manna."
En nú er því einniitt mjög haldið fram
að þörf sé lengri skólagöngu vegna þess
■ Jóhann
Ingólfsson
hefur helgað
sig klarinettu-
leik í 1S ár,
þótt hann sé
aðeins 24 ára.
Hann hefur
einnig lagt
stund á hljóm-
sveitarútsetn-
ingarogátón-
leikum Lúðra-
sveitar verka-
lýðsins í dag
verður flutt
viðamikil út-
setning frá
hans hendi.
(NT-nnnd: Arni)
áhuginn er nógur og maður hefur
ánægju af þessu."
Nú stendur burtfararprófíð fyrir
dyrum. Hvað ætlarðu að spila?
„Þetta verða fimm verk sem ég leik,
þar af fjögur rneð undirleik á píanó.
Ég hef verið að búa mig undir þetta
allt frá því er ég lauk svonefndu
forprófi í febrúar og því er ekki að
neita að þetta hefur kostað rnikla
vinnu og ástundun.
Þau verk sem ég leik með píanó-
undirleik eru Premiére Rhapsodie;
eftir Debussy, fslensk þjóðlög, í út-
setningu Þorkels Sigurbjörnssonar,
sónata fyrir klarinett og píanó eftir
Saint Sáns og umskrifaður fiðlukons-
ert eftir Giuseppi Tartini. Eitt verkið
leik ég án píanóundirleiks, en það er
fantasía fyrir klarinett eftir Malcolm
Arnold. Þar reynir auðvitað mest á
mann.
Já, maður er nokkuð spenntur,
enda eru prófdómarar allir helstu
kennarar við blásaradeildina, í Tón-
listarskólanum voru þeir kennarar
mínir Vilhjálmur Guðjónsson, Gunn-
ar Egilsson og nú síðast Einar Jó-
hannesson."
Stefnirðu á einleikarapróf?
„Það er ekki gott að segja, en því
ekki það. Til þess þarf meiri „brill-
ance" eins og sagt er og það er leikið
með hljómsveitarundirleik. í fyrra
var einmitt einn klarinettleikari að
ljúka einleikaraprófi, en hann er
Guðni Franzson. Við erum hins vegar
sjö eða átta sem ljúkum burtfarar-
prófi nú, þar á meðal á píanó, flautu,
cello og fiðlu.