NT - 31.03.1985, Page 7
* „A//ar starfsstéttir eru í því að setja fram kröfur um lengri og lengri skólagöngu. Þannig er hægt að lyfta sjálfum sér í launum og gera öðrum það torsóttara að koma á eftir.“ (M-nnnd: ,\rii
að störf manna og þjóðfélagiö sé að
gerast æ flóknara?
„Mér líkar það vel þegar þú notar
orðin „lengri skólagöngu" í þessu sam-
bandi, en ekki „meiri menntun", því ég
tei mikilvægt að greina á milli skóla-
göngu og menntunar, Þetta er sitt hvað
og má ekki rugla saman. Við þekkjum
báðir gagnmenntað fólk sem hefur varla
stigið fæti inn fyrir skóladyr og líka
þekkjum við harla menntunarsnautt fólk
með langa skólagöngu að baki. Við
getum reynt að skilgreina menntun með
ýmsum hætti. Til dæmis sem „ræktun
ýmissa mannlegra eiginleika, svo sem
dómgreindar, ályktunarhæfni, sköpun-
argáfu og tilfinninga. Að menntun sé
öflun þekkingar, svo sem*á samfélaginu
og náttúrunni og að í menntun geti falist
færniþjálfun, svo sem færni tengd hæfni
til að vinna ýmis störf."
Nú, menntunar afla menn sér víða,
svo sem á heimili sínu og hjá félögum og
ættingjum, með því að stunda íþróttir,
og ferðalög, með því að sækja kvik-
myndahús og smíða sér kofa eða búa til
mat, svo dæmi séu tekin.
En ef menn eru heppnir geta þeir líka
aflað sér menntunar í skóla!
En spurningin um það hvort þurfi
sífellt lengri skólagöngu vcgna þess að
störfin gerist flóknari vil ég svara neit-
andi. Það er vegna þess að hin ýmsu störf
í þjóðfélaginu þróast ekki á þann veg að
til þess að gegna þeint þurfi endilega
meiriháttar þjálfun eða þekkingu. Við
vitum að það er í þjónustugeiranum sem
störfunum fer fjölgandi og það eru
tiltölulega fábrotin störf sem ekki krefj-
ast sérstakrar þjálfunar. Við getum litið
á *vaxtarbroddinn í þessunt greinum.
störf við tölvur. Það er ntikill meirihluti
sem þar vinnur að einhverju einföldu,
eins og vélritun eða að einfaldri mötun.
En í tengslum við þetta eru líka til flókin
og erfið störf eins og forritunin en þar er
það nokkuð dæmigert að þeir sem skara
fram úr og ná lengst koma ekki endilega
með þjálfun sína úr skóla, eða með langt
skólanám í þessari grein að baki. Þetta
virðast oft vera kornungir áhugamenn
sem hella sér í þetla og prófa sig áfram,
menn með trú á sjálfa sig sent með
sjálfsnámi virðast ná ótrúlega langt í því
flókna starfi sem þarna er um að ræða.
Nei, ég held að bæði hjá okkur og
ýmsum vestrænum iðnríkjum sé mikið
um óþarflega langa skólagöngu, óþarfa
kröfur og prófskírteini til þess að gegna
hinum ýmsu störfum."
Ég er viss um að þú hefur dæmi úr
íslensku skólakerfl á takteinum?
„Mér er raunar ansi hugleikið dæmið.
frá þeim tíma er ég var í Fræðsluráði
Rcykjavíkur á árunum 1978-82, en þá
fengum við erindi frá cinum fjölbrauta-
skólanum í bænum um að staðfesta það
að tekin yrði upp ný námsbraut sem
kölluð yrði „læknaritarabraut". Nú, við
sáum þarna áætlun skólans um það hvaö
kenna skyldi á þessari „læknaritara-
braut" sem afmörkuð var sem fjögur ár
-við þennan framhaldsskóla. Ég man að
ég varð dálítið hissa þegar ég sá hvaða
áföngum og hvers konar námi var gcrt
ráð fyrir þarna. Hér voru greinar eins og
veðurfræði, jarðfræði, rekstrarhagfræði,
verslunarréttur, margir áfangar í þýsku
eða frönsku eftir vali, stærðfræði og
svona sitt lítið af hverju. Þetta var m jög
tilviljunarkennt og greinilega bara ætlað
til þess að fylla cinhvern kvóta og ná
þannig fjögurra ára námi. Þetta var því
býsna langt frá því sem ætla mátti að
kænti læknaritara raunverulcga vel í
starfi.
Þetta er dæmigert fyrir það hvernig
reynt er að lengja alls konar nám og setja
inní það hverskyns óþarfa. Menn spyrja
nú hversvcgna þetta sé gert, hversvegna
er sú þróun í gangi að gera sífellt meiri
kröfur um próf fyrir hin ýmsu störf. Það
er varla mikill vandi að svara þvt': Við
vitum að skólaganga er einhvers konar
forsenda fyrir því í vitund alls almenn-
Sjá næstu síðu
Jú, það eruýmsiratvinnumöguleik-
ar fyrir tónlistarfólk núna, sérstaklega
t' kennslu, þar sent nóg er að gera. Eg
lauk prófi frá Kennaraháskólanum
1984 og er að hugsa um hvort ég ætti
að gerast grunnskólakennari með
tónlistarkennslu meðfram, eða snúa
mér að músíkinni eingöngu. Þetta
verður að koma í ljós."
Þeir hjá Lúðrasveit verkalýðsins
ætla að spila verk sem þú hefur útsett
í dag. Er ekki heilmikill galdur að
setja út lög fyrir 30-40 hljóðfæri, eins
og í lúðrasveit?
„Það þarf fyrst og fremst góða
tónfræðiþekkingu og að kunna sína
hljómfræði. Helstu kennararnir í
Tónlistarskolanum í þessu voru þeir
William Gregory og Páll P. Pálsson.
En það er svo nteð að setja út fyrir
hljómsveit að það lærist aldrei. Þetta
kemur með æfingu, við að prófa sig
áfram og vera óhræddur að gera
tilraunir. Já, ég hef mikinn áhuga á
að halda áfrant að setja út og þá
einkum fyrir lúðrasveitirnar. Ég tel
mig eiga þeim margt að þakka."
Við óskum Jóhanni Ingólfssyni far-
arheilla á tónlistarbrautinni. Hann er
einn af því unga hæfiieikafólki sem í
framtíðinni mun taka þátt í að lyfta
tónlistarlífi Islendinga upp á það svið
sem þá dreymdi um sem stóðu að
stofnun Tónlistarskólans 1930 og
Tónlistarfélagsins 1932. Árangurinn
af því framtaki getur nú hvarvetna að
líta í borg og byggð, þar sem bumba
er slegin, lúður blásinn og bogi
dreginn, eins og skáldið sagði í kvæð-
inu um Dísarhöll.
v.y.
¥í:Wí:
iisl:
¥:í:S:Sx::!:!:W:W:!áiiÍiÍÍSlí!:S:!:
UMSAGNIR GAGNRYNENDA
Enginhættaeráaðþeim leiðist sem hlusta a
lokkhjartað sl - HANN hjÁLMARSSON, MBL
l sem smitaði ákaft
‘hand myndaðist við
SVERRIR HÓLM,
MIÐAPANTANIR ALLAN
SÓLARHRINGINN