NT - 31.03.1985, Blaðsíða 12
12
<§>
V<*
tí>‘
;>w
að passa það að leggja ekki tólið á og
hafa síðan samband við sjálfvirku
símstöðina strax klukkan átta næsta
morgun og þá ætti að vera hægt að
rekja samtalið þrátt fyrir að langt
væri um liðið.
Starfsmenn Pósts og síma eru
bundnir þagnareiði og eftir að þeir
hafa rakið símtalið skrifa þeir skýrslu
um málið, sem send er skrifstofu-
stjóra stofnunarinnar. Ef fólk vill fara
í hart með málið er eðlilegast að kæra
það til Rannsóknarlögreglu ríkisins
en lögreglan sækir síðan um leyfi til
dómsyfirvalda um að fá nauðsynlegar
upplýsingar hjá Pósti og síma.
Hörður benti ennfremur á að mikill
hluti kvartananna færi aldrei til lög-
reglunnar heldur væru málin leyst
áður en að því kæmi.
Særir blygð-
unarsemi
Arnar Guðmundsson rannsóknar-
lögregit^iaoapjaot. pjciwir'ao pau
máI semTWmu til kasta lögreglunnar
væru af ýmsum toga spunnin. Algengt
væri að krakkar yllu ónæði með
símhringingum og síðan væri töluvert
um það að fullorðið fólk væri með
hótanir eða ónæði í símann og undan
því væri kvartað. „Því er svo heldur
ekki að leyna að nokkuð er um það
að menn, sem ekki láta nafns síns
getið, hringja í konur og hafi uppi
klúrt orðbragð. Slíkt vekur að sjálf-
sögðu óhug og særir blygðunarsemi
fólks. Það getur verið erfitt að taka á
svona málum auk þess sem talið er að
aðeins hluti þeirra komi til okkar
kasta."
Arnar sagði að fólk ætti þess kost
að leita til Pósts og síma og láta
athuga hvaðan slíkar hringingar
kæmu.
„Það er full ástæða að benda fólki
á að notfæra sér þá þjónustu. Rann-
sóknarlögreglan gerir síðan allt sem í
hennar valdi stendur til að upplýsa
málin.“
Tóldónar eiga
í erflóleikum
í upphafi þessa spjalls reyndum við
að gefa örlitla lýsingu á tóldóna við
iðju sína. Því miður verður að viður-
kennast að fræðirit eru tiltölulega
fátæk að upplýsingum um þessa teg-
und öfuguggaháttar. Ekki er heldur
víst að allir fræðimenn sætti sig við að
orðið öfuguggaháttur sé notað í þessu
sambandi og má benda á að margir
telja allt í sambandi við kynlíf manns-
ins eðlilegt. Ekki ætlum við okkur þá
dul að hætta okkur út í deilur um þau
efni og helst ekki að verða til þess að
kasta fyrsta steininum. Á hinn bóginn
má þó ljóst vera að sá, sem fyrir því
verður að fá yfir sig hringingar af því
tagi sem hér um ræðir, er ekki
öfundsverður, og í mörgum tilvikum
vekja árásir þessar mikinn ugg.
Óruggt má telja að tóldónar eigi í
erfiðleikum hvað kynlíf sitt snertir og
oftast er þessi tegund útrásar sett á
sama bás og exhibitionismi eða það
að hafa unun af því að berrassast á
almannafæri. Sá sem hringir kemst í
stuð, ef svo má að orði komast, við
það eitt að hringja og fá tækifæri á því
að láta í sér heyra. Þessari kynhegðup
hefur stundum verið líkt við járn-
brautarlest sem fer út á hliðarspor og
nær því ekki á áfangastað nema eftir
krókaleiðum. Viðkomandi þorirekki
að gefa annarri persónu hlutdeild í
tilfinningalífi sínu og þá oftast vegna
óttans við að verða hafnað. Þennan
ótta telja svo margir að megi rekja til
skorts á hlýju og umhyggju á fyrsta
æviskeiði mannsins.
Þeir fræðimenn, sem um þetta hafa
ritað, benda einnig á að tóldónar vilji
ná sér niðri á þeim sem þeir telja fyrir
fram að hafi hafnað sér og því sé um
aggressíft athæfi að ræða. Að öllu
jöfnu láti þeir þó hringingarnar nægja
og eru ekjci hættulegir eða árásar-
gjarnir.
Ef þú ert másari...
Ef einhver sem þetta les veit upp á
sig sökina í þessum efnum er þeim
hinum sama bent á að leita til
geðlæknis eða sálfræðings þar sem
hann gæti fengið tækifæri á því að tala
um hneigðir sínar. Þessar tvær starfs-
stéttir eru bundnar þeim heitum að
óhætt er að treysta að upplýsingarnar
fari ekki lengra. Á hinn bóginn er
ekki hægt að tryggja að það eitt að
lei.ta aðstoðar í vandamáli sem þessu,
hat'i í för með sér varanlega breyt-
ingu.
En hvað sem því líður verður að
átta sig á því að framferðið vekur
mikinn ótta og það hjá fólki sem
oftast hefur ekki gert viðkomandi
nokkurn skapaðan hlut.
Hinum sem fyrir hringingunum
verða, er lítið annað hægt að ráð-
leggja annað en að láta rekja símtölin
og koma þannig í veg fyrir áframhald-
andi ónæði.
JÁÞ