NT


NT - 31.03.1985, Side 16

NT - 31.03.1985, Side 16
Sunnudagur 31. mars 1985 16 Ólögfróður sagði mér Kæri lagakrókur M Undirritaðan langar til að fá lögfræðilegt álit á eftirfar- andi: Fyrir nokkrum árum keypti ég jörðina sem ég bý á af föður minum. Faðirminn misstikonu sína (móður okk- ar systkina) nokkrum árum áður en hann hætti að búa og bjó í óskiptu búi með leyfi barna sinna. Eftir að ég lauk búfræðinámi vann ég að mestu við bú föður míns og þegar ég gifti migbauðhann mér jörðina til kaups. Var gengið frá þeim kaupum á venjulegan hátt (eftir for- málabók), skrifað á skjala- pappír ásamt vottum. Þetta var síðan sent til viðkomandi sýslumanns og þar gengið frá kaupunum, kaupunum þinglýst og mér sent skjalið með álímdum stimpilmerkj- um og stimplum. Nú er mér sagt af ólögfróð- um manni, að salan sé ólög- mæt vegna þess að ekkihafi verið leitað eftir samþykki systkina minna þar sem bú- inu var óskipt eins og áður sagði. Spurningin er því, þurfti faðir minn að fá leyfi barna sina til að selja jörð- ina? Með bestu kveðju, bóndi. Má ráðstafa eignum búsins að eigin vilja ■ Það er bersýnilega rétt hjá þér að um ólögfróðan mann hafi verið að ræða sem sagði þér að sala jarðarinnar til þín væri ólögmæt. Við- komandi ráðgjafi þinn hefur þó haft einhverja nasasjón af því að ekki væri sama hvernig sá sem situr í óskiptu búi fer með eignir búsins. í þeim kafla erfðalag- anna sem fjallar um óskipt bú eru ákvæði sem eiga að veita þeim erfingjum sem eiga arf inni í óskiptu búi réttarvernd. Þar er meðal annars ákvæði um að erfingi geti krafist að fá skipt út sínum hluta í iúinu ef sá sem i því situr rýrir efni búsins með óhæfilegri fjár- málastjórn, eða gefur tilefni til að óttast megi slíka rýrnun. Jafnframt þessum vernd- arákvæðum er ákvæði í erfðalögunum sem kveður á um það að sá sem situr í óskiptu búi fari með eignar- ráð búsins. Af þessu ákvæði má ráða að viðkomandi má ráðstafa eignum búsins að eigin vilja, svo fremi að ekki fari í bága við önnur ákvæði erfðalaganna. Það erþvíljóst að faðir þinn þurfti ekki leyfi barna sinna til að selja þér jörðina. Á hinn bóginn gæti salan hafa leitt til þess að aðrir erfingjar móður þinnar eignuðust rétt til að fá skipt út sínum hluta úr búinu, þ.e.a.s. ef salan til þín yrði talin rýra efni búsins í fram- angreindum skilningi. Það myndi þó ekki breyta því að salan héldi. Þrátt fyrir að sá sem í búi situr fari með eignarráð þess og geti þar með ráðstafað því er ein undantekning enn sem rétt er að geta og gæti haft áhrif í tilviki sem þínu. í erfðalögunum er kveðið á um það að erfingi geti fengið rift gjöf sem maki gefi úr búinu, ef gjöfin er óhæfilega stór miðað við efni búsins. Gjöfinni verður þó ekki hrundið nema með dómi og viðtakandi verður að hafa vitað eða átt að vita að gef- andi sat í óskiptu búi og að gjöfin væri óhæfilega há. Það er jafnframt skilyrði að mál sé höfðað innan árs frá að erfingi, eða lögráðamaður hans, fékk vitneskju um gjöf- ina, þó mega ekki líða meira en þrjú ár frá þvi að gjöfin var afhent. Það myndi verða flokkað undir gjöf sam- kvæmt þessum lið ef að faðir þinn hefði selt þér jörðina á verði sem bersýnilega væri svo langt undir markaðs- verði að segja mætti að um gjöf væri að ræða. Þegar um það er að ræða, eins og þínu tilviki, að faðir selur syni sínum bújörð í sveit til áframhaldandi búsetu og jafnvel áskilið að faðirinn fái að vera áfram á heimilinu, þá þarf töluvert mikið til að koma til að talið verði að um gjöf hafi verið að ræða. Ég vona að þessi svör hafi skýrt þessi mál fyrir þér og að bæði þú og vinur þinn séu lögfróðari eftir en áður. Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurn• ingum lesenda um lögfræðileg málefni ■ íslenskar konur hafa að undanförnu haft uppi kvak um misrétti kynjanna. Ég ætla að leyfa mér að benda þeini á að skreppa til Marokko. í hlíðunum þar má sjá karlrembusvín ríðandi á asna sínum reykjandi hasspípu meðan konan trítlar á eftir með börnin í poka ásamt pylsunni salami og öðru því sem bóndanum bragðast vel. í þessu sambandi skipta litlu eða engu meira eða minna stórmerkar hugsanir sem sveima í hassmettuðu höfði karlsins á asnanum (kannski er hann að setja saman ný trúarbrögð eða að endurbæta afstæðiskenninguna?)-en það er bara ekki kjarni málsins. Hér er um að ræða illa meðferð á maka sínum. Karlinn gæti alvegeins riðiö kerlingunni og látið asnann drattast með börnin og vistirnar, og væri það mahnúðlegra en fyrrgreind verkaskipting. Islenskur karlmaður meðhöndlar konu sína vissulega öðruvísi. Hann byggir utan um hana fallega og látlausa höll eða kastala, þar sem hún getur drukkið sérrý í ró og næði innan um Kjarvalsmálverkin og austurlensk skurðgoð. Ég get nefnt dæmi sem sýnir Ijóslega muninn á sönnum Islendingi og venjulegum berba. Vinur minn íslenskur sem kalla má „vel bjargálna" - þó hann borgi ekki háa skatta -gaf konunni sinni afmælisgjöf í tilefni af því að hún átti afmæli (aldur ekki upp gefinn - enda skiptir hann ekki máli í þessu sambandi). Haldi nú einhver að hann hefði gefið henni hrærivél, þá er það misskilningur. Hanngafhenni tveggja kílómetra langa hestagirðingu með rauðum silkiborða fyrir ofan efsta gaddavírsstreng sem hnýttur var í slaufu við hvern staur. Síðan, þegar hann sjálfur átti afmæli skömmu síðar, lét hann konu sína gefa sér rauðblesóttan fola (Kirkjubæjarkynið) og gaf henni „utan dagskrár" andvirði hans, því að sjálfsögðu langaði konuna sem hafði þegið heila hestagirðingu í afmælisgjöf að endurgjalda hana með fullri reisn og án þess að glata sjálfsvirðingunni. Annar vinur minn gaf konu sinni Alfa Romeo, sportlegan og þægilegan. Lét hann pakka honum inn í gylltan pappír og hnýta um með rauðum silkiborða ásamt látlausu korti: „Til Gúndí frá manninum hennar." í rauninni má Ijóst vera að það er alveg útí hött að bera okkur samari við einhvern fjallaþjóðflokk í norðurhlíðum Afríku. Afturámóti er leitt til þess að vita að sumar konur íslenskar virðast með engu móti skilja þau forréttindi sem þær þó hafa, og mættu þær að skaðlausu setja sig endrum og eins í spor kynsystra sinna af þjóðflokki berba. í fullri vinsemd mætti benda þeim konum á það að þeim væri fyrir bestu að skilja sitt hlutverk og átta sig á því til hvers þær eru skapaðar- enda eru þær fæddar með breiðan rass eins og aðrar konur, sem er einkar vel til þess faliinn að sitja á (t.d. meðan þærdrekka sérrý). Ekki fer þeim heldur vel að tala um orkumál á Alþingi, og enn síður um fjármál. Konum hentar best að ræða um aðrar konur, eins og dæmin sýna, enda óþrjótandi umræðuefni. Og hana nú! Munurinn á sönnum íslendingi og venjulegum berba i ~ Oddur Björnsson I

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.