NT - 10.04.1985, Síða 3
Miðvikudagur 10. apríl 1985
Ríkisstjórn krefur
bankaráð skýringa
■ Matthías Á. Mathiesen við-
skiptaráðherra ritaði bankaráði
ríkisbankanna bréf í gær, fyrir
hönd ríkisstjórnarinnr, þar sem
beðið er um tafarlausar skýring-
ar og skýrslu um launaauka
bankastjóranna upp á 450 þús-
und krónur vegna bifreiða-
kaupa. Þá var þess einnig farið
á leit, að framkvæmd samþykkt-
ar bankaráðanna um launaauk-
ann yrði frestað.
Halldór Ásgrímsson, sem
gegnir störfum forsætisráðherra
í fjarveru Steingríms Her-
mannssonar, sagði í samtali við
NT í gær, að ríkisstjórnin myndi
bíða skýringa bankaráðanna
áður en næstu skref hennar t
málinu yrðu ákveðin. Hann
Landhelgisbrot:
Fimm togbát-
ar að ólög-
legum veiðum
■ Varðskip kom að
fimm togbátum við ólög-
legar veiðar um klukkan
10.30 í gærdag. Bátarnir
voru að veiðum út af
Stafnesi á Reykjanesi.
Svæðið sem bátarnir voru
á, hafði verið lokað fyrir
veiðum frá miðnætti í
fyrradag, samkvæmt
reglugerð frá sjávarút-
vegsráðuneytinu.
Bátarnir sem voru að
veiðum á svæðinu voru:
Sigurjón GK 49, Geir
Goði GK 220, Jón Gunn-
laugs GK 444, Haukur
Böðvarsson ÍS 847 og
Guðfinna Steinsdóttir ÁR
10.
Að sögn Sigurðar Árna-
sonar skipherra hjá Land-
helgisgæslunni fóru þrír
bátanna til hafnar í Sand-
gerði þar sem mál þeirra
verður tekið fyrir í dag.
Einn báturinn hélt til hafn-
ar í Þorlákshöfn og verður
mál hans einnig tekið fyrir
í dag. Varðskip fylgdi ein-
um bátnum til hafnar'í
Reykjavík, og var mál
hans tekið til meðferðar í
gærkvöld.
Ekki hefur fundist nein
viðhlítandi skýring á
hvernig stendur á ólögleg-
um veiðum bátanna, en
samkvæmt heimildum NT
mun hafa verið um tíma-
skekkju að ræða, og skip-
stjórar bátanna ekki kynnt
sér nægilega vel hvenær
svæðinu væri lokað.
sagði, að þar sem bankaráðin
væru kosin af Alþingi, væri
eðlilegast að um mál þetta yrði
fjallað í þingflokkum, og sagðist
hann eiga von á því að fram-
sóknarmenn tækju það fyrir á
fundi nú fyrir hádegið.
Laun bankastjóra ríkisbank-
anna hafa tekið mið af launum
hæstaréttardómara, sent ákveð-
in eru af kjaradómi. Halldór
Ásgrímsson sagði, að sér fyndist
lang eðlilegast, að kjaradómur
fjallaði beint um laun banka-
stjóranna, þar sem laun hæsta-
réttardómaranna væru ákveðin
án þess að við það væri miðað,
að laun annarra tækju mið af
þeim.
■ Matthías Á. Mathiesen, bankamálaráðherra,
er hann ávarpaði Norðurlandaþing á dögunum.
hvass við bankaráðin?
var þungur ábrún
Verður hann líka
NT-mynd: Sverrir
Launaaukinn:
■ í hinu nýja húsi Seðlabankans verður fjöldinn allur af bílastæðum
að „parkera" launaaukanum.
svo ekki ætti að reynast erfitt
NT-mynd: Róbert
Bílafríðindin í
Búnaðarbankanum:
Fulltrúi Al-
þýðuflokks
ámóti
vísitölu-
bindingu
- óvíst hvort launa-
aukinn verði greiddur
■ Andstaða fulltrúa Al-
þýðuflokksins í bankaráði
Búnaðarbankans, Hauks
Helgasonar, varð til þess, að
launaauki bankastjóra þess
banka vegna bifreiðakaupa
var ekki bundinn lánskjara-
vísitölu, eins og er hjá hinum
ríkisbönkunum, samkvæmt
áreiðanlegum heimildum
NT.
Samþykkt bankaráðs
Búnaðarbankans um launa-
auka bankastjóranna felur í
sér að bankastjórarnir fái
bílafríðindin annað hvort
greidd, eða þá að bankinn
kaupi bílana og reki þá til
afnota fyrir bankastjórana.
Síðari liðurinn er ekki í sam-
þykktum annarra banka-
ráða, og að sögn Stefáns
Valgeirssonar formanns
bankaráðs Búnaðarbankans
er ekki ólíklegt, að sú leið
verði farin. Nokkrir banka-
stjóranna hafi þegar lýst
áhuga á því. Það mun því
vera óvíst hvort launaaukinn
komi nokkurn tíma til
greiðslu í Búnaðarbankan-
unt.
Þessir sitja í bankaráðum
Fjölmargir lesenda NT hafa
farið fram á að upplýst verði
hverjir sitji í bankaráðum ríkis-
bankanna. Listi yfir bankaráðs-
menn fer hér á eftir, en rétt er
að benda á að síðast var kosið í
bankaráð í desember, en tillög-
ur að launaaukum bankastjór-
anna voru lqgðar fram í desem-
ber sl.
En bankaráðin eru sem sé
svona skipuð nú.
Seðlabanki:
Jónas Rafnar, fyrrv. banka-
stjóri, Sjálfstæðisflokki.
Ólafur B. Thors, forstjóri Al-
mennra trygginga, Sjálfstæðis-
flokki.
Haraldur Ólafsson, dósent,
Framsóknarflokki.
Davíð Aðalsteinsson, bóndi
og alþingismaður, Framsóknar-
flokki.
Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar, Al-
þýðubandalagi.
Útvegsbanki:
Formaður: Valdimarlndriða-
son, framkvæmdastjóri, Sjálf-
stæðisflokki.
Jóhann Einvarðsson, aðstoð-
armaður félagsmálaráðherra,
Framsóknarflokki.
Kristmann Karlsson, útgerð-
armaður, Sjálfstæðisflokki.
Garðar Sigurðsson, fyrrv.
kennari og sjómaður, alþingis-
maður, Alþýðubándalagi.
A.rinbjörn Kristinsson, for-
stjóri Setbergs, Alþýðuflokki.
Landsbankinn:
Pétur Sigurðsson, stjórnar-
formaður Hrafnistu og alþingis-
maður, Sjálfstæðisflokki.
Kristinn Finnbogason, Fram-
sóknarflokki.
Árni Vilhjálmsson, prófess-
or, Sjálfstæðisflokki.
Lúðvík Jósepsson, fyrrv. ráð-
herra, Alþýðubandalagi.
Þór Guðmundsson, hagfræð-
ingur, Alþýðuflokki.
Búnaðarbapki:
Friðjón Þórðarson, fyrrv.
sýslumaður, alþingismaður,
Sjálfstæðisflokki.
Stefán Valgeirsson, bóndi og
alþingismaður, Framsóknar-
flokki.
Halldór Blöndal, fyrrv. kenn-
ari, alþingismaður, Sjálfstæðis-
flokki.
Helgi Seljan, fyrrv. kennari,
alþingismaður, Alþýðubanda-
lagi.
Haukur Helgason, skóla-
stjóri, Alþýðuflokki.
BJ lýsir vanþókn-
un á launaaukanum
■ Þingflokkur Banda-
lags jafnaðarmanna hefur
lýst vanþóknun sinni á
ákvörðunum um launa-
auka til bankastjóra
ríkisbankanna. Telur
þingflokkur BJ, að mat á
fjárþörf bankastjóranna sé
í engu samræmi við launa-
kjör starfsmanna ríkisins,
eða lífskjör í landinu.
í fréttatilkynningu frá
þingflokki Bandalags jafn-
aðarmanna segir, að í
þessu pukri fjórflokk-
anna, með þátttöku verka-
lýðsflokkanna svokall-
aðra, hafi bílastyrkurinn
einn orðið jafngildi tvö-
faldra launa fólks, senr
hafi þurft að berjast fyrir
afkomu sinni undir hótun-
um um dómsaðgeröir. Nú
sé komið tölulegt mat á
þeim aðferðum, sem kerf-
isflokkarnir fjórir hafi not-
að til að hygla gæðingum
Bílastyrkur
bankastjóranna:
Bankaráðsmenn
segi af sér!
■ Þingflokkur Alþýðuflokksins skorar á
þá bankaráðsmenn, sem stóðu að þeirri
„löglausu ákvörðun" að greiða bankastjór-
um ríkisbankanna vísitölubundinn launa-
auka upp á 450 þúsund krónur á ári, að segja
af sér þegar í stað. Þá skorar þingflokkurinn
á Alþingi íslendinga að samþykkja fyrir-
liggjandi lagafrumvarp Eiðs Guðnasonar
um að afnema bifreiðahlunnindi ráðherra í
ríkisstjórn íslands þegar á þessu þingi.
Þetta kemurfram í fréttatilkynningu, sem
þingflokkurinn sendi frá sér í fyrradag. Þar
kemur einnig fram, að í maí 1984 hafi
Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu Al-
þýðuflokksins, þar sem ríkisstjórninni var
falið að fella niður bifreiðahlunnindi banka-
stjóra ríkisbankanna og annarra yfirmanna
stofnana. Skorar þingflokkurinn á ríkis-
stjórnina að framfylgja þegar í stað sam-
þykkt Alþingis i málinu, en núverandi
ríkisstjórn hafi brugðist þeirri skyldu sinni.