NT - 10.04.1985, Side 11
GC
■ { Bandaríkjunum er það
auðvitað höfuðglæpur að vera
leiðinlegur eða gamaldags, auk
þess sem ekki þýðir fyrir neinn
að koma fram sem ekki hefur
tæknina fullkomlega á valdi
sínu, á hvaða sviði sem vera
skal. Empire Brass Quintet frá
Boston, sem hér lék fyrir Tón-
listarfélagið í Austurbæjarbíói
2. apríl, sýndi á tónleikum sín-
um svo ekki varð um villst hvers
vegna hann (kvintettinn) er svo
frægur og eftirsóttur sem raun
ber vitni: Þetta eru afburða
hljóðfæraleikarar, og frábærir
sviðsmenn. Hin prentaða efnis-
skrá var þannig upp byggð, að
fyrir hlé skyldu vera „klassísk"
verk eða alvarleg, en eftir hlé
nútímatónlist. En eftir fyrstu
tvö verkin, Svítu í G-dúr eftir
Tommaso Albiononi (d. 1750)
og Tríósónötu nr. 2 eftir J.S,
Bach (f. 1750) lók efnisskráin
að riðlast: Þá stungu þeir inn
kafla úr 3. hornkonsert
Mózarts, léku síðan Sinfóníu
fyrir málmblásara eftir Viktor
Ewald (d. 1935), stungu þá inn
Stúlku með hörgult hár eftir
Debussy, en fluttu loks enska
renaissance-svítu, samsetta úr
verkum fjögurra enskra tón-
skálda Í7. aldar: Adson,
Purcell, Holborn og Handel.
Allt nema Tríósónötu Bachs
fluttu þeir blaðalaust, standandi
framarlega á sviðinu, og oft
með miklum (en þaulæfðum)
hreyfingum um sviðið. Og af
Miðvikudagur 10. apríl 1985 11
manni var send og gildir einu
um höfund og viðtakanda en
þar segir svo:
Auðna er það:
við ævinnar áttunda tug
að geta glaðst við lífið
með geiglausum hug,
halda hörku og þreki,
hugsjónum trúr,
hæfa enn þungum höggum
heimskunnar múr.
Baldvin Þ. Kristjánsson er
slíkur gæfumaður og því sam-
fagna ég honum og fólki hans.
H.Kr.
Empire Brass Quintet
afburðamikilli list, snilli og
kunnáttu.
Eftir hlé fór hins vegar „allt í
vitleysu", því þeir tóku upp
léttara hjal: Fluttu fyrst Svítu úr
„West Side Story" eftir vernd-
ara sinn Leonard Bernstein, þá
Cole Porter, þá Carnival í Fen-
eyjum, með frægri kornett-sóló
úr hljómsveit lúðrakóngsins So-
usa, þá Central Park Suite eftir
David Chester, og loks Black
Bottom Stomp - Dixieland.
Ekki vildu áheyrendur una því
að tónleikunum lyki þar með,
og komu þá tvö aukalög, Ain’t
misbehavin’ eftir Fats Waller og
Stars and Stripes Forever eftir
Sousa, vinsælt aukalag hjá öll-
um amerískum hljómlistar-
mönnum.
Fyrri hluti hljómleikanna var
semsagt með sæmilega hefð-
bundnu sniði, að öðru leyti en
því hve yfirburða snjallir og
skemmtilegir þeir félagar eru,
en seinni hlutinn var aðallega
gamansamur, og til þess gerður
að sýna kúnst hinna ýmsu hljóð-
færaleikara í einleik; mátti ekki
á milli sjá hver snjallastur var
eða skemmtilegastur, Rolf
Smedvis 1. trompet, sem „brilli-
eraði" á Bach-trompet í Bach,
og á Cornet í Hátíð í Feneyjum,
Charles Lewis 2. trompet, sem
lék einleik í jazz-lögunum, Da-
vid Ohanian í Mozart-konsertn-
um og víðar, básúnuleikarinn
Scott Hartman, eða túbuleikar-
inn James Samuel Pilafina - í
höndum hans reyndist þetta
stirðlega hljóðfæri vera furðu
sporlétt, eins og sagt er raunar
að fíllinn sé, ef mikið liggur
við, og höfðu menn af hið mesta
gaman. Þetta eru semsagt menn
sem „geta allt", enda hefur
tónleikaskrá það eftir ónefnd-
um manni, að „leik Empire
Brass Quintet verði ekki til
neins jafnað hvað varðar
fegurð, skírleika, nákvæmni,
jafnvægi og samspil. Leikur
þeirra er hrein upplifun frá upp-
hafi til enda."
Nú er eftir að sjá hvort okkar
menn vilja læra af félögum Em-
pire sprellfjöruga framkomu og
það að spila blaðlaust - ef þeir
gerðu það gæti lúðrakvintett
orðið meðal eftirsóttustu mús-
ík- og skemmtiatriða á landinu.
Þetta virðist nefnilega vera hefð
meðal lúðrakvintetta, því fáum
dögum eftir tónleika Heims-
. veldiskvintettsins flutti útvarpið
dagskrá frá tónleikum Kan-
adíska lúðrakvintettsins í ein-
hverri höll í Þýskalandi, og var
þar hið sama uppi á teningnum.
Sig. St.
75 ára
Baldvin Þ. Kristjánsson
Fyrir síðustu jól kom út bók
með nafninu Jákvæður lífskraft-
ur. Höfundurinn er Norman
Vincent Peale en Baldvin Þ.
Kristjánsson íslenskaði. Þetta
er sjöunda bókin sem hann snýr
á íslensku eftir þennan víðfræga
Vesturheimsprest. Og nú eru 20
ár síðan fyrsta bókin birtist í
þýðingu Baldvins. Sjálfur er
hann nú hálf áttræður, fæddur
9. apríl 1910.
Norman Vincent Peale semur
bækur sínar sem hagnýtar hand-
bækur í daglegu lífi. Þær eru
áminning um gildi trúar og bæn-
rækni, studdar mörgum dæmum
frá hversdagsleikanum. Þær eru
áminning um lífsgildi léttrar
lundar og þann háska sem stafar
af ólund og annarri myrkvun
hugans. Og presturinn er ekki í
vafa um ráð við hverjum vanda.
Hann trúir á guð sinn og frels-
ara.
Grímur Thomsen orti á sinni
tíð:
Verst af öllu villan sú,
vonar og kærleiks laust
á engu að hafa æðra trú,
en allt í heimi traust,
fyrir sálina setja lás,
en safna magakeis,
ogá vel tyrfðum bundinn bás
baula eftir töðumeis.
Sú mynd sem skáldið dregur
hér upp og telur versta af öllu er
býsna algeng í dag. Svo margir
eru þeir sem bundnir á básnum
baula eftir töðumeisnum og
sumir ærið hátt og kröftuglega.
Undir þeim kringumstæðum er
það ærinn velgjörningur að
koma á framfæri þeim boðskap
sem Norman Vincent Peale
flytur.
Liðinn er meira en hálfur
sjötti áratugursíðan við Baldvin
sátum saman á skólabekk. Á
þeim tíma hefur margt gerst og
vissulega hefur sumt af því kom-
ið að óvörum. Ég reyndi í
jólablaði ísfirðings 1980 að gera
eins konar úttekt á lifsskoðun
okkar jafnaldra og þróun henn-
ar og verður það ekki rakið hér.
Hins vil ég geta að þrátt fyrir öll
þessi ár finnst mér Baldvin harla
líkur því sem hann var.
Ég mun ekki rekja starfsferil
Baldvins í þessari stuttu grein.
Það hefur hann sjálfur gert í
safnritinu Aldnir hafa orðið,
12. bindi. Þess eins vil ég geta
að lengstum hefur atvinna hans
verið félagsleg þjónusta. Og
það er í fullu samræmi við
skoðun hans og lífsviðhorf eins
og ég kynntist því forðum og
jafnan síðan.
Þegar ég hugsa um þessi svo-
kölluðu tímamót á æviferli
Baldvins er mér ofarlega í huga
afmæliskveðja sem öðrum
stórfenglegur, hann sofnaði
aldrei á verðinum hvernig sem
á gekk. Minni hennar var frá-
bært hún mundi öll nöfn og
afmælisdaga allra í fjölskyld-
unni sem er ekkert lítil, 6
börn, 23 barnabörn og 22
barnabarnabörn, alls 51 af-
komandi.
Það má kallast yndislegt að
hafa getað sinnt öllu þessu
fólki og afa mínum og heimil-
inu fram á síðustu stund eins
og hún gerði.
Aldrei kom maður í heim-
sókn til ömmu og afa öðru vísi
en að allt væri svo fínt og fágað
að maður skammaðist sín fyrir
draslið heima hjá sér.
Við börnin megum vera
þakklát fyrir að eiga ömmu og
afa svona lengi, og fá að njóta
þeirra í ríkum mæli eins og ég
hef gert, amma mín. Ég þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir rnig, alla sláturgerðina og
allar yndislegu samverustund-
irnar sem við höfum átt saman.
Elsku amma ég bið góðan
Guð að varðveita þig og
geyma, því þú ert okkur svo
dýrmæt.
Nú legg ég augun aftur,
og Guð þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil, syo ég sofi rótt.
S. Egilsson.
Vertu bless elsku amma rnín
og hvíl þú í friði.
Erla Sigurðardóttir, Sig-
rún Pálsdóttir, Ágústa
Harpa Kolbeinsdóttir,
Sigurður Heimir Kol-
beinsson, Þorsteinn Örn
Kolbeinsson og Kol-
beinn Þorsteinsson.
Guðrún Sigurðardóttir
fyrrum húsfreyja að Þóroddsstöðum Ólafsfirði
Hún hefði orðið 90 ára í
september ef Guð hefði lofað,
eins og hún sagði alltaf ef
eitthvað var, ef Guð lofar.
Persónuleiki hennar var
Fædd 17. september 1985.
Dáin 28. mars 1985.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
ersefurhérhinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margs er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir langa tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði.
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far þú á
braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
V. Briem.
í dag er til moldar borin á
Ólafsfirði, frú Guðrún Sigurð-
ardóttir fyrrum húsfreyja að
Þóroddsstöðum á Ólafsfirði,
síðar til heimilis að jósheimum
6, Rvík. Gift Þórði Jónssyni
fyrrum bónda að Þóroddstöð-
um og bæjarstjóra Ólafsfjarð-
ar, síðar gjaldkera Öfna-
smiðjunnar h.f. í Reykjavík.
Þau áttu 6 mannvænleg börn.
Þau eru:
Jón Þórðarson framleiðslu-
stjóri að Reykjalundi, giftur
frú Jóhönnu Sveinsdóttur, eiga
þau einn son Ægir Þór. Áður
giftur Auðbjörgu Pétursdótt-
ur. Áttu þau 4 börn þau Pétur,
Sigrúnu, Guðrúnu og Guð-
nýju.
Sigurður Hólm Þórðarson
vélsmiður, giftur frú Guðrúnu
Tómasdóttur. Eiga þau 2
dætur. Þær eru Guðrún Erla
og Sóley.
Ármann Þórðarson kaupfé-
lagsstjóri á Ólafsfirði. Giftur
Þórgunni Rögnvaldsdóttur.
Eiga þau 3 börn þau Auði
Guðrúnu, Þórð og Sigrúnu.
Þórgunnur átti einn son áður
Rögnvald.
María Sigríður Þórðardóttir
saumakona á Akureyri. Ekkja
Sigurjóns Steinssonar búfræði-
ráðunauts. Börn þeirra eru
Þórður Gunnar, Steinn
Oddgeir, Sigmundur, Ingi
Rúnar og Guðmundur.
Eysteinn Gísli Þórðarson
forstjóri búsettur í Los Ange-
les í Californiu. Giftur Pamelu
Þórðarson. Áður giftur Dóru
Hjartar Rvík. Eiga þau 2 syni
Gunnar Þór og Leif Egil. Búa
þau öll í Californiu.
Svanberg Jóhann Þórðarson
húsasmiður á Akureyri giftur
Önnu Halldórsdóttur. Börn
þeirra eru Halldór, Gunnar,
Þórður, Hulda, Kristinn Helgi
og Sigurjón Már.
Ingólfur Magnússon fóstur-
sonur sem kom til þeirra um 10
ára og var hjá þeim í 30 ár.
Búsettur í Ólafsfirði.
Guðrún Sigurðardóttir var
miklfengleg húsmóðir á stór-
býli, gestrisin og góð heim að
sækja. Hannyrðakona mikil og
lét aldrei verk úr hendi sleppa.
Kát var hún og hress gaman-
söm og lífsgleðin í hávegum.
Ekkert taldi hún eftir sér að
gera þó hún væri stundum
slæm af gigt. Alltaf var hún
reiðubúin til að hjálpa öðrum
hvernig sem á stóð, enda leit-
uðu margir til hennar. Ef
eitthvað bjátaði á hjá okkur
var hún alltaf með góðar ráð-
leggingar til handa okkur. Ég
man þegar ég var lítil og
meiddi mig, eða var með allt á
hornum mér, þá kenndi hún
mér bænir til að biðja góðan
Guð um hjálp. Gaman var að
fá að koma í sveitina til þeirra
að Þóroddsstöðum og vera þar
um tíma á sumrin, þar var líf
og fjör, því gestkvæmt var
mjög þar. Allir sem fóru fram
eftir komu við til að spjalla og
þá var nú kaffisopinn góður og
kökurnar líka. Hún var greind
og víðlesin kona þó hún hefði
ekki haft langa skólagöngu.
og litríkur
vetur
Vertu hlýlega klædd 1 vetur 1
falleguin og hlýjum hnésokkum
eða sokkabuxum frá
Fjölmargir klæðilegir litir
Þér líður vel í
:
m .. ir
ISLENZK