NT - 10.04.1985, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. apríl 1985 13
Nýja bíó:
Eigin sefjun eða ytri orsakir?
■ Skammdegi. ísland 1985. Fram-
leiðandi: Jón Hermannsson. Handrit:
Fráinn Bertelsson og Ari kristinsson.
kvikmyndataka: Ari kristinsson.
Tónlist: Lárus Grímsson. Leikendur:
Ragnheiður Arnardóttir, Hallmar
Sigurðsson, María Sigurðardóttir,
Eggert Þorleifsson, Tómas Zoéga,
Valur Gíslason, Þráinn Bertelsson og
fleiri. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson og félagar hans í
kvikmyndafélaginu Nýju lífi hafa nú
uni stund sagt skilið við kunrpánana
tvo og furðufuglana Þór og Danna,
sem þjóðin hefur tekið ástfóstri við.
Persónurnar, sent við fáum að kynn-
ast í þessu „gæsahúðardranta" eru enn
undarlegri en hinar tvær, þrjú systkini
á afskekktum bæ vestur á fjörðum, og
þar af einn fáviti.
Þremenningarnir, tveir bræður og
ein systir. búa á fjölskyldujörðinni.
Hokra væri réttara orðið. A landar-
eignirini er þó að finna eina af fáum
auðlindum fastalandsins, sjálfan jarð-
hitann, og það í töluverðum mæli.
Athafnamenn að sunnan og einn fyrir
vestan horfa til hans nteð dollara í
augununr. En systkinin vilja ekki
selja. þar sem þau eru gegnsýrð af
misskilinni heimahagarómantík. Þau
eru þó ekki éinir eigendur að þessum
auma skika, og það vita athafna-
mennirnir. 1 útlöndum býr ekkja eins
bróðurins og hún á hclming jarðar-
innar. Sú vill ólm selja og burgeisarnir
bjóða henni í frí til íslands, svo hún
nregi telja meðeigendur sína á að
ganga að kaupunum. Ekkjan kemur
vestur í svartasta skammdeginu, og
þess vegna ekki langt að bíða. að
dularfultir atburðir taka að gerast.
Skammdegi var að nrestu tekin í
dinimu og snjó í Arnarfirði. nærri
Bíldudal, í ákjósanlegu umhverfi fyr-
ir þá tegund myndar. sem hún átti að
verða. Afskekkt hús hafa nefnilega
löngum verið ákjósanleg sögusvið
fyrir spennumyndir af ýmsu tagi.
Höfundum myndarinnar tckst því
miður ekki það, sem þeir ætluðu sér.
og um leið tekst þeim ekki að uppfylla
þær kröfur. sem áhorfendurnir liljóta
að gera.
Astæðan fyrir því, að svo fór sent
■ Ragnheiður Arnardóttir í hlut-
verki ekkjunnar ungu í skammdeg-
isverki Þráins Bertelssonar.
fór. er fyrst og fremst ófuHburða
handrit. Það er allt of lengi að koma
sér að efninu, og stundum fær maður
það óhjákvæmilega á tilfinninguna.
að höfundar þess hafi ekki alltaf vitað
hvað þeir voru að gera. Útúrdúrarnir
voru of ntargir og of langir, eins og
ýmsar senur með ekkjunni og cldri
bróðurnum, eina manninunt með
heilbrigðu viti á bænunt.
Engu að síður örlar nokkrum sinn-
um á spennu í myndinni, einkum í
upphafi og undir lokin. enda þótt
maður viti stundum ekki hvort sú
spenna sé eigin sefjun. eða hvort það
eru atburðirnir á tjaldinu, sem skapa
hana.
Tæknivinna í myndinni cr öll
snyrtilega unnin og mörg næturatriðin
eru nrjög fallcga mynduð af Ara
Kristinssyni. Tekst oft að skapa lævi
blandað andrúmsloft, scm handritið
fylgir síðan ekki eftir. Leikararnir
standa sig flestir nteð ágætum, sér-
staklega þau Hallmar Sigurðsson og
Ragnheiður Arnardóttir. enda líka
einna mest gert úr þeim.
Skammdegi er nokkur framför frá
fyrri myndum Þráins Bertelssonar,
en hana vantar herslumuninn til að
geta kallast eftirnrinnileg mynd. Mcð
ofurlítið nreiri vandvirkni og meiri
yfirlegu yfir handriti, hefði hún getað
orðið góð. Við skulum vona að svo
verði með næstu mynd. Menn verða
líka að vanda sig, þó svo að þeir ætli
ekki að gera ódauðlcg listaverk.
Guðlaugur Bergmundsson.
Stalín er ekki hér:
Risunum steypt af stalli
■ Stalín er ekki hér. Leikrit eftir
Véstein Lúðvíksson. Leikstjóri: Lár-
us Ýmir Óskarsson. Leikcndur: Helgi
Skúlason, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Egill
Ólafsson, Vilborg Halldórsdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson. Mynda-
taka: Egill Aðalsteinsson. Hljóð:
Baldur Már Arngrímsson. Leikmynd:
Baldvin Björnsson. Stjórn upptöku:
Elín Þóra Friðfinnsdóttir.
Enn heldur sjónvarpið áfram að
gleðja okkur með innlendri leikrita-
gerð. Aö þessu sinni var gripið til þess
ráðs að fara upp í hillu og sækja
þangað margfrægt sviðsverk til að
færa það heim í stofu allra lands-
manna. Sjónvarpið ætti að sjálfsögðu
að gera sem minnst af slíku. heldur
byggja framleiðslu sína á frumsömdu
efni fyrir nriðilinn, enda hefur það
sýnt sig í vetur. að góð leikrit. samin
fyrir sjónvarp. eru til. 1 þcssu tilviki
var það þó vel réttlætanlegt að taka
upp leikhússtykki. Leikrit Vésteins
■ Góður leikari i góðu hlutverki.
Egill Ólafsson sem læknaneminn og
tengdasonurinn í Stalín er ekki hér.
Lúðvíkssonar, Stalín er ekki hér, cr
einfaldlega eitt besta, ef ckki allra
besta innlenda verkið, sent sjónvarp-
iö hefur sýnt um langan aldur.
Vésteinn leggur til atlögu gegn
tveimur risum í verki sínu. kjarnafjöl-
skyldunni og vofu Stalíns innan
vinstri hreyfingarinnar á íslandi á því
herrans ári 1957. Öll eiga þessi átök
sér stað innan sömu fjölskyldunnar,
hjá Þórði járnsmið. Mundu seinni
konu hans, þremur börnum Þórðar af
fyrra hjónabandi ogtengdasyni. Aöur
en yfir lýkur er Stalín steypt af stalli
og fjölskyldan splundrast í smæstu
einingar sínar.
Stalín er ekki hér er einkar vel
skrifað leikrit, hvað svo sem mönnum
kann að finnast um innihaldið og
boðskapinn, sern það flytur. enda
mun þaö hafa vakið miklar deilur á
sínurn tíma, þegar það var sýnt í
Þjóðleikhúsinu. Textinn inniheldur
alla þá spennu. sem nauösynlcg er til
aö halda athygli áhorfandans vakandi
'allan tímann, og persónusköpunin cr
í fullu samræmi viö það.
Helgi Skúlason vann enn einn
leiksigur sinn í hlutverki Þórðar, hins
rétttrúaða Stalínsósíalista, sem horfir
upp á það að heimsmynd hans hrynur
smátt og smátt. Og um leið og
geislabaugurinn fer af Stalín, missir
Þórður smám saman tökin á heimilis-
sellunni, undirstöðu liins sósíalíska
þjóðskipulags. Aörir leikarar eru
Helga fullkomlega samboðnir, nema
þá helst Vilborg Halldórsdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson. Þröstur
vann þó verulega á, þegar líða tók á
verkið, og var oft fjári skemmtilegur
í hlutverki heimilisfíflsins og gal-
gopans Kalla.
Sjónvarpið vandaði greinilega mik-
ið til verksins, sérstaklcga var mikil
natni lögð í leikmyndina. Þar tókst
vel að skap hið dæmigeröa basl-
heimili. Litasamsetningin var einkar
skemmtlleg, grámyglulcg og fátæk-
leg.
Enn á ný hefur veriö gert verk. sem
cr öllum aðstandcndum jress til mikils
sóma.
Guölaugur Bergmundsson.
Auglýsing frá
Orlofssjóði VR
ORLOFSHÚS VR
Dvalarleyfi
Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshús VR sumariö 1985. Umsóknir á þar til
gerö eyðublöð þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi Verzlunarinnar 8. hæð í síðasta lagi
föstudaginn 19. apríl 1985.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
að Ölfusborgum
að Húsafelli í Borgarfirði
að Svignaskarði í Borgarfirði
að lllugastöðum í Fnjóskadal
að Laugarvatni
í Vatnsfirði, Barðaströnd
að Einarsstöðum Norður-Múlasýslu
íbúðir á Akureyri
Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í
orlofshúsunum á tímabilinu 1. júní til 14. september sitja fyrir dvalarleyfum til 20. maí nk.
Leiga verður kr. 2.500,- á viku og greiðist við úthlutun. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi
fyrir 3. juní nk. fellur úthlutun úrgildi. Dregiö verður milli umsækjendaef fleiri umsóknir berast
en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 11. maí nk. kl.
14. og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast
skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 19. apríl nk.
Umsóknareyðublöö eru afhent á skrifstofu VR, Húsi Verzlunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið
á móti umsóknum símleiðis.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur