NT


NT - 10.04.1985, Síða 23

NT - 10.04.1985, Síða 23
Miðvikudagur 10. apríl 1985 23 Kalott-keppnin í sundi: Tíu fslandsmet þar af þrjú sveitamet- Ragnheiður með tvö í sama sundinu Kalott-keppnin í sundi: FRABÆR FRAMMISTAÐA - íslenska sveitin náði 2. sæti í fyrsta sinn - lokasprettirnir tryggðu annað sætið Svíar sigruðu - ísland sigraði í karlaflokki bót. í sveitinni voru Ragnar Guðmundsson, Eðvarð Eð- varðsson, Tryggvi Helgason og Magnús Már Olafsson. 5. Ragnar Guðmundsson varð annar í 800 rnetra skrið- sundi karlaá 8:25,63 sekúndum, íslandsmet. Gamla nretið átti hann sjálfur, 8:27,00. 6. -7. Ragnheiður Runólfs- dóttir setti íslandsmetin sín með „stæl", tvö í samasundinu. Hún varðönnuri lOOmetrabaksundi kvenna á 1:07,84 mín, sem er íslandsmet. Um leið setti hún íslandsmet í 50 metra baksundi, 32,79 sek. Hvorttveggja eru miklar framfarir: Gamla metið í 50 m. var 32,79, og í 100 m. 1:08,59 mín, en þessi met átti Ragnheiður bæði. 8. Magnús Már Ólafsson varð þriðji í 100 nretra skriðsundi eftir mjög harða keppni við Svíana Kagström og Johnson sem urðu sjónarmun á undan honunr í mark. Magnús synti á 52,92 sek, sem er mjög góður tími fyrir svo ungan sundmann. Gamla metið átti Ingi Þór Jonsson, og það var 53,03 sek, sett 1982. Því má við bæta, að Magnús er bróðir Bryndísar Ólafsdóttur, en þau eru börn Hrafnhildar Guðmundsdóttur sunddrottningar á árum áður. 9. Sveit íslands sigraði í 4x100 metra fjórsundi karla. Tíminn var 3:57,38 mín, rúmum fimrn sekúndum betri en gamla lands- sveitarmetið, 4:02,71 nrín. í sveitinni voru Eðvarð Eðvarðs- son, Árni Sigurðsson, Tryggvi Helgason og Magnús Már Ólafsson. .10. íslenska sveitin varð í öðru sæti í 4x100 nretra skrið- sundi kvenna, á 4:05,34 rnín. Gamla metið var 4:07,69 mín. í sveitinni voru Helga Sigurðar- dóttir, Þorgerður Diðriksdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir. ■ íslenska landsliðið í sundi varð í öðru sæti í Kalottkeppn- inni í sundi, sem haldin var um helgina í Sundhöll Reykjavíkur. Svíar sigruðu. Þetta er í fyrsta sinn, sem landslið nær þessum árangri, hingað til hefur þriðja sætið verið það besta sem liðið hefur náð. Karlasveit íslands sigraði í stigakeppni karla- sveita, en kvennasveitin varð í þriðja sæti. Árangur einstakra íslenskra keppenda varð með miklum ágætum, tíu Íslands- met voru sett, mörg þeirra frá- bær afrek. Spennan var mikil í keppninni, stigakeppnin var spennandi til síðasta sunds, en það var einmitt þá, sem íslenska liðið „stal“ öðru sætinu af norska liðinu, með frábærum árangri í boðsundum. Þá voru einnig sett tvö íslandsmet, í tveimur síðustu sundunum, boðsundunum. Fyrir boðsundin í lokin, 4x100 metra fjórsund karla, og 4x100 metra skriðsund kvenna, var staðan þannig að Svíþjóð hafði 237 stig, Noregur 194 ísland 183 og Finnland 168. í fjórsundinu náði íslenska sveit- in toppárangri, nýtt glæsilegt íslandsmet sett, 3:57,38 mín, en gamla metið, sem einnig var ■ Bryndís Ólafsdóttir átti frábæran lokasprett í 4x100 metra skriðsundi. Það var síðasta sund keppninnar, og þá náðu íslendingar loks öðru sætinu. Bryndís setti íslandsmet í 100 metra skriðsundi í keppninni, og lokasprettur hennar mældist á enn betri tíma, þó slíkt sé ekki viðurkennt sem mct. NT-mynd: Sverrir ■ Tíu íslandsmet féllu í sundi um páskahelgina. Mörg þessara meta voru hreint frábær, t.d. skriðsundsmet systkinanna Magnúsar og Bryndísar Ólafs- barna frá Þorlákshöfn, og boð- sundsmetin sem sett voru í lokin og sagt er frá einnig hér annars staðar. Þá má nefna met Eð- varðs Þ. Eðvarðssonar í 200 metra fjórsundi, sem er mjög góður árangur, samkvæmt stigatöflu. En lítum nánar á metin í tímaröð: 1. Bryndís Ólafsdóttir sigraði í 100 metra skriðsundi kvenna á 59,31 sekúndu. Gamla metið átti hún sjálf, 59,53 sekúndur frá því um síðustu helgi. 2. Tryggvi Helgason sigraði í 100 metra bringusundi karla á 1:06,41 mín. Hann setti íslands- met í 50 metra bringusundi á fyrstu 50 metrunum, synti á 31,03 sekúndum, gamla metið átti hann sjálfur, 31,07 sek. 3. Eðvarð Þ. Eðvarðsson sigr- aði í 200 metra fjórsupdi karla á 2:08,63 mín. Gamla metið átti hann sjálfur, 2:10,19 mín, svo hér er um umtalsverðar framfar- ir að ræða. 4. íslenska sveitin varð í fjórða sæti í 4x200 metra skrið- sundi karla á 8:00,64 mínútum. Gamla metið var 8:06,24 mínút- ur, og því nærri 6 sekúndna landssveitarmet var 4:02,71 mín. Þeir sem syntu voru Eð- varð Eðvarðsson, Árni Sigurðs- son, Tryggvi Helgason og Magnús Már Ólafsson, og eftir sundið höfðu Norðmenn 195 stig, íslendingar 193, en Norð- menn ráku lestina í þessu sundi. Nú þurfti kvenfólkið að verða á undan norsku sveitinni, það var nóg, þrjú stig á milli sveita í stigagjöfinni. Þær sem syntu voru Helga Sigurðardóttir, Þor- gerður Diðriksdóttir, Ragn- heiður Runólfsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir, íslandsmetshafi frá deginum áður. Þegar Bryndís fór af stað í síðasta prettinn var hún sjónarmun á eftir norsku stúlkunni, og nærri lengd sinni á eftir þeirri finnsku. Sú sænska var langfyrst, og því torveld bráð. En Bryudís hreinlega flaug áfram í vatninu. Á fyrstu 25 metrunum fór hún fram úr þeirri norsku, á næstu 25 náði hún þeirri finnsku og á síðustu 50 metrunum stakk hún þessa keppinauta af. íslenska sveitin í öðru sæti í þessu 4x100 metra skriðsundi á nýju glæsilegu ís- landsmeti, 4:05,34 mín, gamla landssveitarmetið var 4:07,69 mín. Tími Bryndísar í loka- sprettinum var 59,10 sek, rúm- lega 0,2 sekúndum betra en íslandsmet hennar daginn áður, en náttúrulega ekki viðurkennt þar sem hún tók ekki fyrsta sprett. Lokamarkinu var náð, öðru sæti í stigakeppninni. Lokastaðan varð Svíþjóð 251, ísland 200, Noregur 196, og Finnland 179. Island sigraði í karlakeppninni, hlaut 118 stig, Svíþjóð hlaut 101, Finnland 98 og Noregur 96. í kvennakeppn- inni hlaut Svíþjóð 150 stig, Nor- egur 100, ísland 82 stig og Finnland 81. Það voru því sænsku stúlkurnar sem voru að baki sigri Svía, sem var nánast öruggur strax eftir fyrri dag. ■ Ragnheiður Runólfsdóttir setti fslandsmet í bæði 50 og 100 metra baksundi í sama sundinu. Hér sést hún fagna sigri á mótinu. NT-.nynd Sverrir Hafþór B.Guðmundsson landsliðsþjálfari: Anægður með árangurinn - Svíar sterkari en við bjuggumst við ■ „Ég er mjög ánægður með þennan árangur, þetta var hreint frábært. Annað sæti er það besta sem íslenskt landslið hefur náð í þessari keppni. Og að ná því er frábær árangur því öll hin liðin hafa sýnt miklar framfarir líka“, sagði Hafþór B. Guðmundsson landsliðs- þjálfari í sundi í samtali við NT eftir Kalottkeppnina. „Við vissum að Svíarnir mundu verða sterkir, en bjuggumst ekki við þeim svona sterkum. En það var vitað allan tímann að keppnin yrði hörð á milli hinna þriggja," bætti Hafþór við. íslenska liðið var í þriðja sæti nær allan síðari daginn, á eftir Norðmönnum í öðru sæti og Svíum í því fyrsta. „Norð- mennirnir sigu fram úr okkur fyrri daginn, og þegar við sáum hvað verða vildi síðari daginn, spyrntum við við fótum. Við ræddum málin og komumst að því að þetta var mögulegt. Það lögðu sig allir fram, og við náðum settu marki. Með það er ég sérstaklega ánægður," sagði Hafþór. Hafþór sagði að framundan væru allmörg verkefni hjá sundlandsliðinu. Fjórir kepp- endur færu á „Litlu Ólympíu- leikana“, sem haldnir verða í San Marínó, og síðan yrðu keppendur á Evrópumóti Ung- linga og Evrópumótinu í Sofia. „Ég vildi síðan helstað við gætum farið í keppnisferð til útlanda með fullt lið. Það er spurning um peninga. Við eig- um boð um að fara í keppni til írlands og Færeyja, og ég vona að úr því verði." sagði Hafþór B. Guðmundsson landsliðs- þjálfari í sundi.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.