NT - 10.04.1985, Page 27
EM-unglinga í badminton:
Tveir sigrar, eitt tap
- og 15.sætið náðist - Betri árangur en áður
■ f síðustu viku lauk Evrópu-
móti unglinga í badminton.
Mótið var haldiö í Pressbaum í
Austurríki og voru íslendingar
meðal þátttökuþjóða.
íslenska liðið spilaði í riðli
með Frökkum og Finnum. Sigur-—
vannst á Frökkum 4-1 en leikur-
inn gegn Finnum tapaðist 1-4.
Liðið varð því í öðru sæti í
riðlinum þar eð Finnar unnu
Frakka og þurfti íslenska liöið
að spila við Belga um 15.-16.
sæti í þriðja styrkleikahópi. ís-
land vann Belga með 3 vinning-
unt gegn 2 og hafnaöi því í 15.
sæti. I síðustu keppni varð ís-
lenska liðið í 17. sæti. Pess má
geta að Finnar unnu sig upp úr
3. styrkleikaflokki.
í einliðaleikjum í einstak-
lingskeppninni sem fram fór
eftir að liðakeppninni lauk þá
duttu allir íslensku keppendurn-
ir úr keppninni í fyrstu umferö
nema Guðrún Júlíusdóttir en
hún sigraði franska stúlku í
fyrstu umferð en tapaði síðan
fyrir danskri stúlku í annarri
umferð.
í tvíliðaleik þá sigruðu Árni
Pór Hallgrímsson og Snorri
Ingvarsson par frá Rússlandi í
fyrstu umferð. Var það góður
sigur. í næstu umferð þá lentu
þeir á móti Dönunum Paulsen
og Pedersen og töpuðu. Pess
má geta að þeir dönsku sigruðu
í tvíliðaleik á mótinu.
Danir sigruðu í liðakeppninni
eftir úrslitaleik við Englend-
inga. Leikurinn fór 3-2. Þá sigr-
uðu Danir í öllum einstaklings-
greinunum nema í einliðaleik
karla en þar sigraði Englend-
ingur.
Á Evrópuþingi badminton-
sambanda sem haldið var í
tengslum við badmintonkeppn-
ina var samþykkt að í næstu
keppni myndu sex sterkustu
þjóðirnar sitja hjá í einstak-
lingskeppnunum í fyrstu þrem-
ur umferðunum. Gefur þetta
þeim lakari fleiri leiki og meiri
möguleika.
Bayern gegn Bayern
- Uerdingen mætir Bayern Munchen
■ Það verða Bayern Uerding-
en og Bayern Múnchen sem
keppa til úrslita í þýsku bikar-
keppninni í knattspyrnu.
Leikurinn fer fram í Berlín
þann 26. maí.
Bayern Mtinchen sigraði Bor-
ussia Mönchengladbach með
einu marki gegn engu eftir fram-
lengdan leik. Það var Daninn
Sören Lerby sem skoraði mark-
ið eina úr vítaspyrnu eftir að
Höness hafði verið felldur.
Leikurinn var ferlega jafn og
áttu leikmenn „Gladbach" sín
færi í honum. í byrjun síðari
hálfleiks bjargaði Matthaus á
línu frá Bruns og á 88. mínútu
átti Rahn skalla að marki Ba-
yern sem Pfaff sló naumlega yfir
slá.
Bayern Munchen eru nú
komnir í úrslit í bikarkeppninni
þýsku, eru í efsta sæti deildar-
innar þremur stigurn á undan
næsta liði og eiga að spila í
kvöld við Everton í Evrópu-
keppni bikarhafa undanúrslit-
um. Sannarlega frábær árangur
hjá liðinu það sem af er vetri.
Bayern Uerdingen lék án
Lárusar Guðmundssonar er lið-
ið sigraði Saarbrúcken með einu
marki gegn engu. Pað var Franz
Raschid sem skoraði markið
eftir að markvörður Saarbrúck-
en hafði varið fast skot frá
Scháfer en misst knöttinn frá
sér.
Ef Uerdingen nær að sigra í
■ Toppliðin í v-þýsku fyrstu-
deildinni í knattspyrnu töpuðu
flest stigum rétt fyrir páska,
þegar heil umferð var leikin hér.
Bayern Múnchen mátti gera
sér jafntefli að góðu í Frankfurt,
og mátti reyndar vel við una.
Werder Bremen, í öðru sæti,
tapaði í Hamborg, en Borussia
Mönchengladbach lagði Bielef-
eld að velli og sótti á í toppbar-
úrslitaleiknum þá verður Lárus
bikarmeistari í Þýskalandi en
hann varð bikarmeistari með
Waterschei í Belgíu áður en
hann fór til Þýskalands.
áttunni. Bayern Urdingen, lið
Lárusar Guðmundssonar, tap-
aði fyrir Schalke 0-4 á útivelli
með Lárus innanborðs, en
hangir þó enn í fjórða sæti.
Berthold og Tobollik komu
Frankfurt í 2-0 gegn Bayern, en
Michael Rummenigge og Nor-
bert Eder björguðu málunum
rétt í lokin, 2-2.
HSV vann sanngjarnan sigur
á Bremen, 2-0. Felix Magath og
Thomas Von Heesen skoruðu.
Lárus byrjaði inná gegn
Schalke, en var tekinn útaf á 70.
mínútu. Thon skoraði bæði
mörk Schalke.
Fortuna Dússeldorf komst í
bullandi fallhættu eftir tap gegn
Köln, 1-2. Dusend kom Dúss-
eldorf yfir, en Bein og Allofs
sneru dæminu við.
Frankfurt-Bayern Munchen........ 2-2
Hamborg-Bremen ................. 2-0
Mannheim-Stuttgart.............. 1-1
Dusseldorf-Köln................. 1-2
Leverkusen-Kaiserslautern....... 3-0
Karlsruher-Dortmund............. 2-4
Schalke-Uerdingen .............. 2-0
Bochum-Braunschweig............. 1-0
Gladhach-Bielefeld ............. 2-0
Grikkland:
Sigurður gerði tvö
■ Sigurður Grétarsson held-
ur liði sínu Iraklis í baráttunni
um gríska meistaratitilinn í
knattspyrnu. Sigurður skoraði
bæði mörk Iraklis í sigri á
Pierikos. Iraklis er nú komið í
annað sætið í deildinni.
Úrslit um helgina:
Aek-Panathinaikos ..............1-1
Olympiakos-Athens.............. 1-1
Ethnikos-Aris...................2-2
Kalamarias-Panionios............. 1-0
Paok-Egaleo.......................3-1
, Ofi-Larisa ..................... 1-1
Pierikos-Iraklis .................0-2
Doxa-Panachaiki ..................2-0
Stada efstu liða:
Paok
Iraklis
Pauathinaikos
Olympiakos ...
Aek
Larisa
23 16 4 3 44 22 36
23 15 3 5 40 22 33
23 13 6 4 48 24 32
23 14 4 5 39 19 32
23 11 9 3 43 23 31
23 11 5 7 43 28 27
■ Lerby skaut Bayern í úrslitin. í hvaða merki er hann?
V-Þýskaland:
Bágt hjá toppliðunum
Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í
V-Þýskalandi:
Miðvikudagur 10. apríl 1985 27
ísland*Belgía, landskeppni í fimleikum:
Stúlkurnar sterkar
unnu sigur á þeim belgísku - Piltarnir lágu
■ íslendingar og Belgar háðu
landskeppni í fimleikum hér á
landi á síðastliðinn laugardag.
Keppnin var jöfn og spennandi
en Islendingar gátu ekki stillt
upp sínu sterkasta liði þar er
Hanna Lóa, íslandsmeistari
kvenna, veiktist rétt fvrir
keppnina.
Sigur vannst í kvennakeppn-
inni og þar fékk Kristín Gísla-
dóttir flest stig eða 32,85
samtals. Belgíska stúlkan Van
Onckelen varð önnur með 31,55
stig og þær Fjóla Ólafsdóttir og
Dóra Óskarsdóttir urðu jafnar í
þriðja sæti með 30,90 stig.
Samtals fengu íslensku stúlk-
urnar 88,30 stig en þær belgísku
84,55 stig.
Hjá körlunum voru Belgar
sigurvegarar fengu samtals
144.70 stig gegn 137,35 stigum
Islendinga. Belgar áttu einnig
fyrstu tvo menn samanlagt, þá
Mortier og Leyssens en Davíð
Ingason varð þriðji og Heimir
Jón Gunnarsson varð fjórði.
Mortier hafði yfirburði í karla-
flokknum og sigraði í öllum
greinunum sem kcppt var í en
þær voru alls sex.
Italir unnu Portúgali
■ ítalir lögðu Portúgali
að velli 2-0 í vináttulands-
leik í knattspyrnu fyrir
páska. Conti skoraði á
41. niínútu og Rossi úr
víti á 78. mínútu.
Körfuknattleikur:
Cibona lagði Real
■ Júgóslavneska liðið Cibona Zagreb varð um páska-
helgina Evrópumeistari félagsliða í körfuknattieik er
liðið sigraði Real Madrid í úrslitaleik sem fram fór í
Aþenu í Grikklandi. Lokatölur urðu 87-78.
Það var Drazen Petrovic, besti leikmaður Cibona,
sem lagði grunninn að þessum stórgóða sigri. Ilann
skoraði alls 36 stig í leiknum og gekk leikmönnum Real
illa að stöðva hann.
Staðan í hléi var 39-38 fyrir Júkkana en Petrovic og
bróðir hans Alexander Petrovic, sem gerði 16 stig, snéru
dæminu við í síðari hálfleik og tryggðu Cibona sigur.
Stigahæstur Real-manna var Bandaríkjamaðurinn
Wayne Robinson sem gerði 24 stig.
Enska knattspyrnan:
Everton vann stórleikinn
■ Everton tók stórt og ákveðið skref í átt til ineistara-
titils í ensku knattspyrnunni rétt fyrir páska, er liðið
lagði Tottenham að velli á White Hart Lane, 2-1. Eftir
leikinn hafði liðið afgerandi forystu í deildinni, forystu
sem erfítt verður að vinna upp. Um leið vann Manchest-
er United Leicester 2-1, og settist í annað sæti.
Andy Gray kom Everton yfir eftir aðeins 10 mínútur,
en Grahant Roberts jafnaði á 23. mínútu með þrumu-
langskoti. Trevor Steven gerði svo út um leikinn á 61.
mínútu.
Frank Stapleton og Bryan Robson skoruðu mörk
Manchester United gegn Leicester.
Samtímis áðurnefndum tveimur leikjum var einn,
Liverpool lagði Sunderland að velli, 3-0 í Sunderland.
Enska knattspyrnan:
United lá í Sheffield
- Everton nánast öruggur meistari
■ Manchcster United náði ekki að minnka bilið á milli
sín og Everton í toppslag ensku knattspyrnunnar í
gærkvöldi. Liðið fór í heimsókn til Sheffield og lék gegn
Sheffíeld Wednesday. Wednesday vann 1-0 með
fallegu skallamarki Lee Chapman. Hann stökk manna
hæst er fyrirgjöf frá Brian Marwood kom fyrir markið
og skallaði örugglega í netið.
Mark þetta kom strax á 17. mínútu og eftir það þá
mátti ekki á milli sjá hvort liðið væri bctra. United
reyndi að sækja eins og kostur var en allt kom fyrir ekki.
Vörn Sheffield var traust.
Við þessi úrslit má telja næsta öruggt að Everton
verður enskur meistari í ár. Tottenham á meiri mögu-
leika en United á að ná Evcrton en mjög litla þó.
Annar leikur var í 1. deild í gær. Southampton sigraði
Leicester léttilega með þremur mörkum gegn einu.
I 2. deild voru þrír leikir en enginn merkilegur.
Huddersfíeld og Grimsby skildu jöfn 0-0 og einnig
Shrewsbury og Cardiff Þá vann Wimbledon Oldhain 1-0.
ENGLAND STADAN
Hér er staðan eftir leikina í gærkvöldi:
1. DEILD: Everton 32 21 6 5 71 35 69 2. DEILD: Oxford 34 20 7 7 65 28 67
Man. Utd. 35 19 8 8 67 37 65 Portsmouth 36 17 14 5 60 42 65
Tottenham 33 18 7 8 62 35 61 Man. City 36 18 10 8 54 31 64
Liverpool 33 16 9 8 49 25 57 Birmingham 35 19 6 10 47 31 63
Southampton 35 16 9 10 47 42 57 Blackburn 35 17 10 8 55 36 61
Arsenal 35 16 7 12 53 42 55 Brighton 36 16 11 9 40 27 59
Sheff. Wed 34 14 13 7 50 36 55 Leeds 36 16 10 10 57 38 58
Nott. Forest 33 15 5 13 47 41 50 Fulham 35 16 6 13 58 57 54
Chelsea 32 13 10 9 48 36 49 Shrewsbury 35 14 11 10 58 48 53
Aston Villa 35 13 10 12 48 49 49 Bamsley 34 13 13 8 39 30 52
West Brom 35 13 6 16 46 52 45 Grimsby 35 15 7 13 60 52 52
Leicester 35 12 6 17 55 60 42 Huddersfield 34 14 9 11 46 48 51
Q.P.R. 35 11 11 13 44 55 44 Wimbledon 34 14 6 14 63 67 48
Norwich 33 11 9 13 39 48 42 Carlisle 36 13 6 17 46 54 45
Newcastle 35 10 12 13 48 62 42 Oldham 36 12 7 17 39 58 43
Watford 33 9 11 13 59 60 38 Sheff.Utd. 35 10 11 14 51 57 41
West Ham 32 9 10 13 40 53 37 Charlton 35 10 9 16 44 51 39
Ipswich 32 í 1 9 14 32 44 36 C. Palace 34 8 12 14 38 54 36
Sunderland 34 9 8 17 36 50 35 Middlesb. 36 7 9 20 35 52 30
Coventry 31 10 4 17 35 51 34 Wolverh. 36 7 8 21 32 63 29
Luton 32 9 8 15 41 53 35 Notts Co. 36 7 6 23 35 66 27
Stoke 34 3 8 23 20 71 17 Cardiff 35 6 8 21 38 70 26
Frakkar og Júgó-
slavar fylgjast að
■ Frakkar og Júgóslavar gerðu jafn-
tefli 0-0 í undankeppni HM í knatt-
spyrnu rétt fyrir páska og fylgjast
væntanlega að upp úr 4. riðli í úrslitin
í Mexíkó, ef marka má stöðuna.
Lcikið var í Sarajevo.
Búlgarir eiga þó enn von, því þeir
sigruðu Austur-Þjóðverja á laugar-
dag 1-0, í Sofiu. Mladenov skoraði í
síðari hálfleik.
Staðan:
Frakkland................ 4 3 1 0 7-0 7
Júgóslavia................4 2 2 0 4-2 6
Búlgaría...............4 2 115-1 5
A-Þýskaland... ........ 4 1 0 3 7-6 2
Luxemborg................ 4 0 0 4 4-14 0
Tvö cfstu komast til Mexíkó.
Ungverjar lögðu Kýpurbúa í Búda-
pest, 2-0 í 5. riöli. Nyilasi og Szokolai
skoruðu. Ungverjar eru allöruggir
um að komast áfram úr riðlinum. en
Austurríkismcnn og Hollendingar
berjast um að komast í aukaleiki um
sæti.
Staðan:
Ungverjaland..................4 4 0 0 9-3
Holland...................... 4 2 0 2 9-4
Austurríki................... 3 2 0 1 4-4
Kýpur........................5 0 0 5 3-14
Rúmenar lögðu Tyrki 3-0 í Búka-
rest. Camatranu skoraði tvö og Hagi
eitt. Staöan í 3. riðli:
England....................3 3 0 0 14-0 6
N.írland.................. 4 2 0 2 5-5 4
Finnland...................4 2 0 2 4-8 4
Rúmenia....................2 10 1 5-3 2
Tyrkland...................3 0 0 3 1-13 0
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(fjubbranÍJöðtofu
Hallgrimskirkja Reykjavlk
simi 17805 opi6 3-5e.h.
FERMINGARGJAFIR