NT - 12.04.1985, Blaðsíða 2

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 2
Föstudagur 12. apríl 1985 2 Þingflokkur Kvennalistans: Bílastyrkirnir eru siðleysi ■ Þingflokkur Kvenna- listans fordæmir harðlega þá ákvörðun bankaráða ríkisbankanna að greiða bankastjórum sínum 450 þúsund krónur á ári til kaupa á einkabílum, og telur þessa ákvörðun að- eins eitt dæmi um það siðleysi, sem ríkir hér á landi, þegar kaup og kjör eru ákveðin. í ályktun, sem þing- flokkur Kvennalistans samþykkti á miðvikudag, segir, að ákvörðun banka- ráðanna sýni í hnotskurn aðstöðumun fólks hér á landi og hvernig samtrygg- ing gömlu flokkanna við- haldi honum. Síðan segir orðrétt: „Kvennalistinn er mót- fallinn hvers konar fríðindum og launaauk- um, sem eru til þess eins fallnir að auka tekjubilið í þjóðfélaginu. Þar sem ekki verður séð, að banka- stjórar þurfi meira á bílum að halda vegna starfa sinna en annað vinnandi fólk, telur þingflokkur Kvennalistans réttast að afnema slíka bílastyrki til þeirra með öllu." ■ Lögregla hefur afvopnað drenginn sem stóð á syllunni eftir að hann féll meðvitundarlítill niður á planið fyrir neðan. Hendur og fætur eru albióðugir. NT-níynd: Sverrir ■ Eftir að hafa náð „baseball" kylfunni af drengnum reynir lögreglumaðurinn að ná til hans. NT-mynd: Sverrir ASÍogBSRB: Fordæma bíla- fríðindin! ■ Tvö stærstu launþegasam- bönd íslands, ASÍ og BSRB, samþykktu ályktanir í gær, um launaauka bankastjóra. í ályktun ASÍ segir: „Ætla mætti af fjárhæð bifreiðastyrks- ins, að bankastjórar væru ráðnir í snatt og snúninga, en ekki til stjórnunarstarfa." Ennfremur segir í ályktun ASI að ákvörðun ríkisbankanna opinbcri mengað hugarfar manna sem fara eiga með stjórn nokkurra æðstu stofnana þjóðarinnar. í ályktun BSRB segir: „Stjórn BSRB fordæmir þær ákvarðanir bankaráða ríkisbankanna að greiða bankastjórum 450.000 kr. á ári verðtryggt til kaupa á bifreiðum til einkanota, auk þess sem bankastjórar fá greidd- an reksturskostnað bifreiða sinna." Þá segir í ályktun BSRB að stjórn samtakanna geri þá kröfu til Alþingis að bankaráðsmenn sem að þessari ákvörðun stóðu verði leystir frá störfum og bíla- fríðindin afnumin. Fjölskylduheimili fyrir unglinga: Glerbrotum grýtt og kylfum sveiflað AIDSverður AIPS ■ AIDS er alveg ábyggi- lega bráðhættulegur sjúk- dómur - og það hvort heldur hann geisar meðal kynhverf- inga eða á síðum hinnar gulu götupressu. Orðið eitt - AIDS - er nóg til að vekja með borgurunum óhug og skelfingu í þvílíkum mæli að nú tala menn í Bretlandi urn nýjan sjúkdóm, einskonar hliðargrein af AIDS, og hef- ur hann nú verið skírður AIPS (frb. eips). AIPS er skammstöfun fyrir „AIDS - induced panic syndrome" og mætti kannski kalla það „Áunnin ofsahræðslubækl- un" á íslensku. Helstu smitberar téös sjúkdóms eru fjölmiðlar og dagblöð, sem nærast einsog púkinn á fjósbitanum á AIDS, og er löngu fullljóst að íslenska pressan ætlar ekki að liggja á liði sínu - að minnsta kosti ekki DV. í gær var blaðið komið á snoðir um mikla þjóðbraut fyrir AIDS-veirur til íslands, nefnilega með blóðefni sem flutt hefur verið hingað inn frá Finnlandi síðustu tíu árin. í Finnlandihefursjúkdómur- inn stungið upp kollinum og þarf ekki nema að leggja saman tvo og tvo til að finna út að hér er vá fyrir dyrum og það þrátt fyrir að þeir hjá Blóðbankanum fullyrði að öll séu þessi viðskipti undir góðu eftirliti. DV lætur ekki þar við sitja heldur greinir frá því að nú þjáist tvær milljónir Banda- ríkjamanna af AIDS, sem samsvari tvö þúsund íslend- ingum, og gefur í skyn að allur þessi fjöldi sé hérumbil á grafarbakkanum. Þetta er kannski fulldjúpt í árina tek- ið hjá DV, því reyndin er sú að aðeins brot af þessum tveimur milljónum þjást af sjúkdómnum, en liinir hafa á einn eða annan hátt komist í tæri við sjúkdómsvaldinn og ekki víst að þeir veikist. AIDS er óspart notaður tii að hræra í sálarlífi fólks - staðreyndin er samt sú að það er miklu miklu hættara við því að menn rambi fyrir bíl en að þeir fái AIDS. Fermingartækin komin! Það er nú munur hvað tækninni fleygir fram prestur minn Jónas og Ragnhildur N Um þessar mundir minn- ast sannir íslendingar 100 ára árstíðar Hriflu Jónasar og vökur haldnar honum til heiðurs. Laugarvatn er einn þeirra staða sem á Jónasi alla sína vegsemd að þakka og hafa staðarbúar þar haft á orði að rétt væri að minnast árstíðar velgjörðamannsins með ein- hverjum hætti. í svokölluð- um Jónasarlundi er hin feg- ursta brjóstmynd af skör- ungnunt og þangað hafa menn látið sér detta í hug að stefna fólki á sumri komandi. Til þess að gera samkomuna sem besta hefur svo verið haft á orði að núverandi menntamálaráðherra, Ragn- hildur Helgadóttir heiðri menntasetrið með nærveru sinni og þennan gengna for- vera sinn í starfi með ávarpi. En illkvittnin liggur í leyni og minnist þá samskipta Jón- asar menntamálaráðherra og geðlæknisins, Helga Tómas- sonar á Kleppi. En nefndur Helgi átti einmitt Ragnhildi fyrir dóttur... ■ Vistmenn á fjölskylduheim- ili fyrir unglinga í Búðargerði gengu berserksgang aðfaranótt fimmtudags, og brutu og bröml- uðu rúður og innanstokksmuni. Lögregla kom á vettvang klukk- an þrjú um nóttina, og logaði þá allt í slagsmálum. Lögreglu tókst að yfirbuga ólátaseggina eftir talsvert þóf. Drengjunum var öllum sleppt lausum þegar átökin voru yfirstaðin. Tveir voru tluttir á slysadeild. Það var um þrjúleytið á íimmtudagsnótt sem lögreglu barst tilkynning frá leigubíl- stjóra um mikil ólæti og átök á unglingaheimilinu við Búðar- gerði. Lögreglan sendi ntann- skap á staðinn, og mætti hann andspyrnu drengjanna sem meðal annars sveifluðu um sig stórri „baseball" kylfu. Miklar deilur og í kjölfar þeirra blóðug átök upphófust eftir að nokkrir vistmanna komu heirn af dánsleik. Einn drengjanna lá rotaður uppi á stigapalli þegar lögregla kom á vettvang, og í öðru herbergi voru þrír drengir í heiftarlegum áflögum. Opinn vasahnífur lá á gólfinu við hlið þess rotaða. Að sögn sjónarvotta voru drengirn- ir undir áhrifum vímuefna og bæði sjálfum sér og öðrum stór- hættulegir í því ástandi sem þeir voru. Símasambandslaust var við bygginguna þar sem síminn var rifinn úrsambandi. Starfsstúlka náði að stöðva leigubíl sem kallaði upp lögreglu. Þegar lögregla ætlaði að ráð- ast til uppgöngu í húsið mætti hún harðri andspyrnu tveggja drengja sem vörðu stigann. Á meðan héldu áflog áfram í einu herbergjanna. Eftirnokkurtþóf tókst lögreglu að hreinsa húsið. Einn drengjanna slapp þó úr höndum lögreglu og gekk hann ber að ofan í gegnum rúðu og út á syllu fyrir utan. Drengurinn var stórskorinn eftir og blæddi mikið. Á syllunni stóð drengur- inn lengi og grýtti glerbrotum í átt að viðstöddum. Glerbrotin reif hann berhentur úr falsi brotna gluggans. Einn lögreglumannanna gerði tilraun til þess að ná til drengsins með kylfu af svölum sem voru við enda syllunnar, en án árangurs. Drengurinn féll síðan af syllunni hálf meðvit- undarlaus af öllum blóðmissin- um. Tveir drengjanna voru fluttir á slysadeild þar sem gert var að áverkum þeirra. Forstöðukona heimilsins var kvödd á vettvang til aðstoðar við lögreglu, en hún kom ekki fyrr en atburðirnir voru að mestu yfirstaðnir. Að áeggjan forstöðukonunnar voru drengirnir látnir lausir, og einnig þeir sem höfðu ógnað lög- reglunni fyrr um nóttina með kylfu. Drengirnir eru á aldrinum 17 til 20 ára. Blóðug fjöldaátök meðal vistmanna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.