NT - 12.04.1985, Blaðsíða 23
mj
Föstudagur 12. apríl 1985 23
Iþróttir
Sigurður Jónsson í samtali við NT:
MSI tefnum á
Evrópusæti íí
Frá Heimi Bergssyni fréttaritara NT í Eng-
landi:
■ Tíðindamaður NT í Eng-
landi hafði samband við Sigurð
Jónsson cftir sigurleik Sheffield
Wednesday við Manchester Un-
ited nú í vikunni. Siggi var
varamaður í leiknum en kom
inná fyrir Brian Marwood síð-
asta korterið.
„Ég hef æft vel að undanförnu
og sloppið við öll meiriháttar
meiðsl," sagði Sigurður. Og þó
hann hafi ekki spilað mikið í l.
deildinni nú síðustu vikur er
ljóst að hann er alveg við liðið.
Verður gaman að fylgjast með
hvernig Siggi kemur til með að
falla inn í liðið á næsta keppnis-
tímabili. Næsta tímabil gæti ein-
mitt orðið uppskeruríkt hjá
þessu fornfræga félagi.
Liðið hefur nú stóra mögu-
leika á að krækja sér í Evrópu-
sæti og sagði Siggi að „það væri
nú það takmark sem stefnt væri
að á Hillsborough". Einnig virð-
ist Howard Wilkinson, fram-
kvæmdastjóri „Uglanna", en
það er viðurnefni liðsins hér í
Englandi, vera staðráðinn í að
koma upp sterkum hópi leik-
manna sem ætti eftir að skreyta
meir bikarsafn félagsins. Þetta
sanna kaupiná Sigga og Sirnon
Stainrod, sem reyndar spilaði
sinn fyrsta leik á móti United.
„Ég hef spilað með varaliðinu
nú að undanförnu en gengi þess
hefur verið upp og ofan. Okkur
hefur reyndar tekist að vinna
tvo síðustu leiki," sagði Sigurð-
ur Jónsson hjá Sheffield Wedn-
esday.
■ Þessa mynd tók tíðindamaður NT í Englandi af Sigurði er hann
var að koma af æfíngu. Piltarnir með honum eru Gústaf
Baldvinsson, þjálfari KA, og Bjarni Jóhannesson, þjálfari Þróttar
Nes.,en þeir voru að fylgjast með æfíngum hjá Sheffield.
Einar Bollason þjálfari landsliðsins I körfu:
„Náum 25-30 leikjum“
- fram að Evrópumóti hér á landi
■ „Það er ekki óraunhæft að
áætla að við náum 25-30 lands-
leikjum fram að Evrópukeppn-
inni, sem verður haldin hér
vorið 1986, sagði Einar Bolla-
son landsliðsþjálfari í körfu-
knattleik í samtali við NT í
vikunni. „Landsliðið er nú á
leið á Norðurlandamót í Finn-
landi, en strax að því loknu og
liðið kemur heim verða leiknir
fjórir landsleikir við Lúxemborg
hér á landi. Liðið fer síðan á
mót í sumar og landslið koma
væntanlega hingað heim.“
Landsleikirnir gegn Lúxem-
borg verða strax að loknu
Norðurlandamóti. Liðið keppir
á NM 18.-21. apríl, kemurheim
22. apríl, æfir 23. og 24. apríl,
og síðan eru leikir 25., 26., 27.
og 28. apríl. Þá munu þeir sex
leikmenn sem æfa með lands-
liðshópnum en voru ekki valdir
Macari ráðinn
■ Lou Macari, sem áður
spilaði með Manchester Uni-
ted og skoska landsliðinu
hefur verið ráðinn til
Swindon. Það skondna við
þessa ráðningu er það að
hasn var rekinn frá félaginu
fyrir tæpri viku.
Sá brottrekstur var sagður
stafa af því að hann gæti ekki
unnið með Harry Gregg,
sem var aðstoðarmaður
hans. Leikmenn og áhang-
endur vildu ekki missa Mac-
ari svo hann var ráðinn aftur.
el er efst
Einn leikur var í v-þýska
ídknattleiknum á miðviku-
jskvöld. Kiel sigraði
ndewitt 14-12 og skaust
• með í efsta sætið í deild-
til ferðarinnar til Finnlands
koma inn í liðið, og munu því
alls 16 leikmenn verða með í
þessum fjórum leikjum.
Verið getur að frska landslið-
ið komi hingað til lands í byrjun
maí, og leiki hér þrjá leiki 3., 4.,
og 5. maí. írarnir hafa þó ekki
enn staðfest komu sína, en unn-
ið hefur verið að málinu lengi.
Landsliðið mun síðan leika á
fjögurra landa móti í Austurríki
í lok maí og byrjun júní. Þar
verða landslið Austurrfkis,
Ungverjalands og Tyrklands
auk íslands.
Næsta vetur verða allmörg
verkefni. Landsliðið fer til
Bandaríkjanna í boði Luther
College, og leikur þar sjö leiki
gegn háskólaliðum. Sú heim-
sókn verður endurgoldin í janú-
ar 1986, og verður þá væntan-
lega slegið upp móti með ís-
lenska landsliðinu, liði Luther
College og tveimur landsliðum
til.
„Hópurinn sem undirbýr sig
fyrir EM, verður bundinn við
þessa 16 leikmenn, en að sjálf-
sögðu geta fleiri bæst inn í
hann, ef upp koma stórefnilegir
leikmenn á næsta keppnistíma-
bili, og eins ef mál Péturs
Guðmundssonar fer að óskum,"
sagði Einar Bollason. Þessir 16
leikmenn eru (fyrst þeir tíu sem
eru í landsliðinu):
Torfi Magnússon Val, Valur
Ingimundarson UMFN, Pálmar
Sigurðsson Haukum, ívar Web-
ster Haukum, Jón Kr. Gíslason
ÍBK, Tómas Holton Val, Guðni
Guðnason KR, Birgir Mikaels-
son KR, Hreinn Þorkelsson ÍR
og Gylfi Þorkelsson ÍR. Hreiðar
Hreiðarsson UMFN, Jón
Steingrímsson Val, ísak Tómas-
son UMFN, Árni Lárusson
UMFN, Björn Steffensen ÍR,
Olafur Rafnsson Haukum.
■ Guðjón Árnason átti ágætan leik gegn Víkingum. Hér fer hann inn af línunni.
Úrslitakeppnin í handknattleik:
FH-ingar skrefi nær
- meistaratign eftir sigur á Víkingum í gær
■ FH-ingar stigu stóru skrefí í
átt að íslandsmeistaratign er
þeir unnu Víkinga í gær í úrslita-
keppninni í handknattleik.
Leikurinn endaði 28-23 fyrir
FH og var sá sigur mjög
Forest vann
■ Einn leikur var í ensku
1. deildinni í knattspyrnu á
miðvikudagskvöldið. Nott-
ingham Forest sigraði Chels-
ea á City Ground í Notting-
ham með mörkum frá Gary
Birtles og Johnny Metgod.
sanngjarn. Á undan þessum leik
spiluðu Valur og KR og er
skenunst frá því að segja að
Valsarar voru iniklu betri og
sigruðu nijög léttilega 24-17.
Leikur FH og Víkings byggð-
ist rnest á slökum leik Víkinga,
þeir náðu sér aldrei á strik og
því var sigurinn auðveldur hjá
FH. FH-ingar höfðu undirtökin
allan leikinn og staðan í hléi var
14-9 þeim í hag.
í uppahafi seinni hálfleiks
hélst þetta bil á milli liðanna og
þrátt fyrir tilraunir Víkinga til
að minnka muninn þá varð
engu haggað. Lokatölur 28-23
og íslandsmeistaratitillinn í scil-
ingarfjarlægð frá FH-ingum.
Mörkin, FH: Kristján 7, Þorgils og Hans
6, Jón Erling og Guðjón Árna 3, Valgarð
2 og Guðjón 1. Víkingur: Viggó 7, Hilmar
6, Þorbergur 5, Steinar 3 og Einar 2.
Leikur Vals og KR var ekki
fyrir augáð. Yfirburðir Valsara
voru miklirog staðan í hléi segir
allt um það, 12-4 og KR-ingar
sem börn. í síðari hálfleik var
leikurinn jafnari en sigurinn
aldrei íhættu. Lokatölur24-l7.
Mörkin, Valur: Geir 5, Þorbjörn G. 5,
Jakob og Júlíus 4, Þorbjörn Jens 3,
Theódór, Ingvar og Þórður 1 hver. KR: Óli
Lór 5, Haukur Ott. 3, Jóhannes, Hörður og
Haukur G. 2 hver, Páll, Jakob og Friðrik
1 hver.
Pressuleikur
■ í kvöld klukkan 20
hefst í Keflavík pressu-
leikur í körfuknattleik.
Leikurinn er liður í undir-
búningi landsliðsins í
körfuknattleik sein er að
fara til keppni á Norður-
landamótinu sem verður
í Finnlandi 18.-21. apríl.
í liði pressunnar verða
m.a. ýmsir kappar, sem
ekki hafa gefíð kost á sér
í landsliðið, eða mega
ekki keppa með því eins
og Pétur Guðmundsson.
Pétur verður líklega aðal-
vopn pressuliðsins, og
spurning hvernig cinvíg-
inu á milli hans og hins
hávaxna miðherja lands-
liðsins, ívars Websters,
lyktar.
Pressuliðið verður
væntanlega skipað eftir-
töldum leikmönnum:
Pétur Guðmundsson
Sunderland, Jónas Jó-
hannesson Njarðvík,
Þorsteinn Gunnarsson
KR, Jón Steingrímsson
Val, ísak Tómasson
Njarðvík, Árni Lárusson
Njarðvík, Kristján Ág-
ústsson Val, Hreiðar
Hreiðarsson Njarðvík,
Leifur Gústafsson Val,
Hálfdán Markússon
Haukum. Til vara fyrir
miðherjana Jónas og Pét-
ur er Björn Steffensen
1R, og aðrir varamenn
eru Olafur Rafnsson
Haukum, Jón Sigurðsson
KR og Henning Henn-
ingsson Haukuiii.
Stjórnendur prcssu-
liðsins verða blaða-
mennimir Stefán Krist-
jánsson af DV og Ágúst
Ásgeirsson Mbl. en
tæknilegur ráðgjafí
þeirra verður væntanlega
Kristinn Jörundsson.
Áfram pressan.
íslandsmót í karate
■ Fyrsta íslandsmótið í karate á vegum KAÍ,
nýstofnaðs karatesambands innan ÍSÍ, verður
haldið n.k. laugardag 13. apríl. Mótið fer fram
í íþróttahúsi Garðbæinga, Ásgarði og hefst kl.
13.(10.
Keppt verður í KATA og KUMITE. Öll félög
innan KAÍ taka þátt í keppninni - en þau eru
núna tólf talsins. Allir áhugamenn um karate
eru hvattir til að mæta og fylgjast með íslenskum
karateiðkendum. Úrslit hefjast kl. 15.00 og
opnar húsið þá fyrir áhorfendum. Aðgangseyrir
er kr. 150.- f. fullorðna, og kr. 80,- f. börn yngri
en 14 ára.
NM í bogfimi fatlaðra
■ Laugardaginn 13. apríl, fer fram í íþrótta-
húsi Seljaskóla Norðurlandameistaramót í bog-
fimi fatlaðra. Þetta er í fyrsta sinn er ísland
heldur Norðurlandamót í bogfími, en þátttak-
endur á því verða frá öllum Norðurlöndunum,
nema Færcyjum,alls um 30 talsins.
Þátttakendur af íslands hálfu verða 6, en þeir
eru: Rúnar Björnsson Í.F.A., Pálmi Þ. Jónsson
Í.F.A., Einar Helgason Í.F.R., Jón Eiríksson
Í.F.R., Óskar Konráðsson Í.F.R. og Elísabet
Vilhjálmsson Í.F.R. sem í dag er ein besta
bogskytta á Norðurlöndum.
Er það von Í.F. að mót þetta verði til að auka
veg þessarar íþróttar hér á landi og hvetur fólk
til þess að koma og fylgjast með spennandi
keppni.
Mótið hefst eins og áður segir laugardaginn
13. apríl kl. 10.00.
Sveitaglíma íslands
■ Sveitaglíma íslands verður haldin á morgun
í íþróttahúsi Melskóla. Keppnin hefst kl. 14:00.
Tvær sveitir eru skráðar til leiks, þ.e, sveit frá
HSÞ og frá KR. HSÞ sigraði í keppninni í
fyrra.
Meistaramót í badminton
■ Komandi helgi, þ.e. 13.-14. apríl fer fram
Meistaramót íslands í badminton. Mótið verður
að þessu sinni haldið á Akranesi og hefst keppni
kl. 11.30 bæði laugardag og sunnudag.
Skólakeppni FRÍ
■ Skólakeppni Frjálsíþróttasambands íslands,
verður haldin á morgun laugardaginn 13. apríl
1985.
Keppnin fer fram í Ármannsheimilinu og
hefst kl. 11.30 og Baldurshaga kl. 2.30.
ARGUS<€>
þjóðarinnar
Markmiðið með sölu á rauðu fjöðrinni
er söfnun fyrir LÍNUHRAÐLI, tæki sem
bjargar mannslífum.
Sameinumst öll í þessu þjóðarátaki.
12.-14. APRÍL1985
IANDSSÖFNUN
UONS