NT - 12.04.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. apríl 1985
Bjarni Hannesson:
Þjóðaratkvæði
■ Á yngri árum athuga flestir
hvað þeir ætla að fást við síðar
á ævinnúgetur það verið vanda-
mál fyrir ýmsa og einnig reynd-
ist það vera fyrir greinarritara,
að hluta og meðal margs ann-
ars sem ég læt hér ógetið þá
valdi ég það sem ég áleit þarf-
ast og sennilegast að maður
þyrfti að kunna, en það var að
verða „sérfræðingur í hvers-
kyns öngþveiti“ þ.e. að skynja
og skýra og leysa ef við veröur
komið og vilji er fyrir hendi
allskonar vandamál, sem upp
geta komið og við þarf að fást,
einnig taldi ég þarft að afla
mér þekkingar og rækta upp
viljastyrk til að geta snúið
óförum upp í ávinning og/eða
sigur ef á þyrfti að halda.
verði eigi hærri en 40% af
þjóðarframleiðslu, fer það þó
talsvert eftir lengd lána og
þjóðernislegri dreifingu lánar-
drottna þ.e. að um sé að ræða
viðskiftalega óskylda aðila.
Hættumörk greiðslubyrðar
pr. ár tel ég vera um 10%
greiðslubyrði af útfluttri vöru
og þjónustu.
Þessum efnahagslegu hættu-
mörkurn náðum við um 1968
og vorum við þau til 1974-75
en síðan hefur stórlega sigið á
ógæfuhliðina og 1984 eru ís-
lendingar við 60%x20%
rnörkin.
Persónubundin útfærsla á
erlendum skuldum er sú að
skuld pr. einstakling er ca. 210
til 230 þús á mann, þ.e. allt að
Niðurstaða mín og mat á „ytri styrk“
lýðveldisins er sú að hann sé nálega
enginn og hverfi alveg nema breytt
sé um stefnu.
Tilefni þessarar sérkennilegu
ákvörðunar var íslensk þjóð-
málaþróun upp úr 1960 og
eigið mat á líklegri þróun og
afleiðingum hennar.
Ytri og innri styrkur
Sannanir fyrir þessu mati tel
ég vera eftirgreindar ásamt
ýmsum öðrum sem of langt
mál er upp að telja á þessum
vettvangi, mun gera það síðar.
Fyrsta: Nálega algert hrun á
„ytri og innri“ styrk lýðveldis-
ins.
Annað: Hraðfara andleg
úrkynjun þjóðarinnar.
Þriðja: Afleiðing þessa á-
stands gat og varð eigi önnur
en efnahagslegt hrun og póli-
tískt ósjálfstæði lýðveldisins
gagnvart öðrum þjóðum. Mat
manna á efnahagslegu sjálf-
stæði er margvíslegt og ein-
hversstaðar verður að draga
mörk sem telja verður „hættu-
mörk efnahagslegs sjálfstæðis"
ríkis gagnvart öðrum þjóðum
og tél ég þau vera áð því er
varðar erlendar skuldir að þær
880 þús. á hverja fjögra manna
fjölskyldu í landinu.
Hernaðarlegt „hlutleysi og/
eða sjálfstæði“ er stór hluti af
„ytri styrk“ ríkis. Rangt mat
ríkjandi og fyrrverandi stjórn-
valda hefur gert ísland að
.hernaðarlegum „taglhnýting"
annars stórveldisins, þ.e.
U.S. A., og er nú verið leynt og
ljóst að gera íslendinga með
ábyrga í mesta og hörmuleg-
asta vígbúnaðarkapphlaupi
veraldarsögunnar, á ég þar við
vígbúnaðaráætlanir Reagan-
stjórnarinnar.
Niðurstaða mín og mat á
„ytri styrk" lýveldisins er sú að
hann sé nálega enginn og
hverfi alveg nema breytt sé um
stefnu.
Andleg úrkynjun
Gamalt máltæki segir „Að
það þurfi sterk bein til að þola
góða daga“. Grun hef ég urn
að íslendingar eigi eftir að
sanna að „engin“ bein þoli
góða daga til langframa.
Það má draga líkur að því að
landnámsmenn hafi verið
„úrval“ frá þeim þjóðum, sern
þeir komu frá, en ekki dugði
það nema um 5-7 kynslóðir og
lifðu þeir síðan við illan kost
um 6 aldir, þá fór að vænkast
hagur og örla tók á sjálfstæðis-
viðleitni en þó tók það verk
um eina öld og voru þó nýlendu-
herrarnir ekki stórþjóð.
Gullflóð stríðsáranna fór að
mestu með þá hollustu Og for-
sjálni sem dugði til að ná sjálf-
stæði og lifnaðarhættir og er-
lend skuldasöfnun síðustu 15-
20 ára hafa að mínu mati
gengið frá „heilbrigðri skyn-
semi“ óþarflega margra og ef
leitað er á opinberum vett-
vangi finnst vart vottur, en þar
á og eiga fjölmiðlar stóran þátt
í að svo er komið, en reyndar er
um samsekt að ræða hjá flest-
um og það kallast víst „að
kunna á kerfið". En ég hef
ekki og ætla mér ekki, ef hjá
1300-
1083
8 66
650
433
!16
Línurit sýriii’ þx-óun á ei’lendum
skuldum Islendinga.Tölur eru
milljónum dollai’a og í árslok
1984 voru erlendar skuldir
I.370.m.$.þ.e.50.milljarðar
íslenskra króna.
Það er um 220,þús pr rnann
þ.e.nálægt 880.þús á
bverja 4. m. i'jölskyldu
4 t ?■ f i
>3 56 59 62 65
Bjarni Hannesson.
verður komist, að blanda mér
nema sem minnst inn í deilur
hagsmunakrafsara og titlasafn-
ara og læt hér lokið þönkum
um slíkt.
Þjóðaratkvæði
Ég hef talið það þarfara að
sérhæfa mig í tengslum íslands
við önnur lönd og sérstaklega
hvað vígvæðingu áhrærir og ég
er það mikill harðlínumaður
að ég seldi jörð, sem ég átti, og
ætla mér að nota andvirði
hennar í baráttu gegn aukinni
þátttöku íslands í vígvæðingar-
brjálæðinu og við þessa áætl-
uðu bylgju aukinnar vígvæð-
ingar hér á íslandi hlýtur það
að vera krafa hvers einasta
manns, er einhverja forsjálni
vill við hafa í hermálunum, að
núverandi staða íslands innan
hernaðarnets USA/NATO
verði gerð opinber með tilliti
til breyttrar stöðu herstöðvar-
innar þar sem allar líkur eru á
að USA sé að gera ísland að
lykilstöð fyrir langdrægan
kjarnorkuflugflota og mikil-
væga fjarskiftastöð fyrri kjarn-
orkukafbátaflota eigin ríkis.
Allt þetta verði rækilega
kynnt landsmönnum í heild
sinni og á hlutlausan hátt og
síðan fari fram þjóðaratkvæða
greiðsla um stöðu, hagi og
ákvarðanir fslendinga í þess-
um hermálum öllum.
Þjóðin hefur aldrei verið
spurð beint að þessu og þessi
mál hafa aldrei verið kynnt
henni á hlutlausan og greinar-
góðan hátt og er því ekki til
mikils mælst að mínu mati.
Að síðustu mótmæli ég al-
gerlega allri þátttöku íslands í
núverandi vígvæðingu og vona
að VÉR MÓTMÆLUM
ALLIR.
Ritað 8/4. 1985
Bjarni Hannesson.
líki Rauðu Khmeranna ogfor-
ingja þeirra Pol Pots hafi ekki
verið annað en rökrétt afleið-
ing.
I kvikmyndinni er Rauðu
Khmerunum lýst sem hálfærð-
um og uppflosnuðum ungling-
um sem hafa komist í háska-
samleg leikföng, skriðdreka og
vélbyssur. En vissulega var
þarna líka hugmyndafræði að
baki, hugmyndafræði haturs á
öllu erlendu og utanaðkom-
andi, sem í ljósi þess sem á
undan gekk var kannski ekki
nema skiljanlegt. En meðulin
voru óneitanlega óvönduð; því
var lýst yfir að nú væri runnið
upp árið núll og til hásætis
leiddur Angka Loeu, sá allt-
umfaðmandi flokkur sem vildi
þvo burt með bóði allt sem bar
merki spillts nútíma, borgar-
lífs, menntunar og útlendrar
menningar. fbúar borga voru
reknir út í sveitir með miklum
harmkvælum. Það skyldi byrj-
að uppá nýtt aftur á steinöld.
Árin urðu fjögur og líkin
eftilvill tvær milljónir þar til
Vietnamar geystust inní
Kambódíu og ráku Rauðu
Khmerana frá völdum. Þrátt
fyrir ævaforna óbeit Kambód-
íumanna á Vietnömum virðast
þeir hafa litið á innrásina sem
illa nauðsyn. Nýlegar heimildir
segja að náttúrlega séu Kamb-
ódíumenn ekki sælir með her-
setu forns fjanda, en samt sé Iff
þar í landi smátt og smátt að
komast í eðlilegt horf - sem
vitaskuld verður ekki í náinni
framtíð - og það sem meira er;
vietnamskir hermenn eru álitn-
ir trygging þess að Pol Pot og
hans lið komi ekki aftur.
En heimspólitíkin er skrítin
og sjaldnast að þar gildi einföld
lögmál einsog gott og illt, hvítt
og svart. Pol Pot og Khmerarn-
ir rauðu standa enn í stríðs-
brölti á landamærunum við
Thailand og nú í bandalagi við
erkióvini sína, liðsveitir Son
Sann, fyrrum forsætisráðherra
sem eitt sinn flúði undan
Khmerunum, og menn Sihan-
ouks prins, sem tekið hefur
ófáum sinnaskiptum síðustu
áratugina. í þessu samstarfi
mun Pol Pot hafa töglin og
hagldirnar, menn hans eru best
skipulagðir og best vopnaðir.
A alþjóðavettvangi er það
útlagastjórn Pol Pots sem nýt-
ur viðurkenningar, ekki Heng
Samrin sem ríkir í skjóli Viet-
nama. Stríð sitt getur Pol Pot
rekið með fulltingi landa úr
bandalagi Suður-Asíuþjóða,
sem óttast útþenslu Vietnama,
en þó einkum Kínverja sem
sjá honum fyrir vopnum og
vistum. Skæruliðarnir á landa-
mærunum njóta líka samúðar
og einhvers stuðnings frá
Bandaríkjastjórn, sem sam-
kvæmt nýjustu fréttum gæti
fyrr eða síðar tekið á sig mynd
beinna vopnasendinga og
hernaðaraðstoðar.
En hvernig má það vera?
Eru menn búnir að gleyma
afrekum Pol Pots, sem Carter
forseti kallaði „versta mann-
réttindabrjót vorra tíma“?
Hann hefur jú verið sagður
engurn líkur, nema kannski
Hitler sjálfum. Er það kannski
fyrirgefanlegra að senda ein-
hvern ótilgreindan fjölda af
gulum mönnum inní eilífðina
en hvíta bræður þeirra? Hefur
Kundera kannski rétt fyrir sér
þegar hann segir að allir leyfi
öllu að gleymst?
Um þessar mundir éru liðin
tíu ár frá því að Rauðu Khmer-
arnir riðu í sigurvímu inní
Phnom Penh og var fagnað
með blómum einsog frelsur-
um. Sú gleði breyttist fljótt í
martröð; martröð sem reynt er
eftir megni að sviðsetja í kvik-
myndinni Blóðvellir; limlest
börn, mæður sem reyta hár sitt
í örvilnun, hálfétin lík í fjölda-
gröfum, fólk sem er rænt allri
mannlegri reisn - allar myndir
og tilbrigði ofbeldisins sem
fljóta hjá augum okkar Vestur-
landabúa í biöðum og sjón-
varpi og gufa svo upp, rúin
merkingu og innihaldi.
En kvikmyndin - hún er
algjört möst.
Egill Helgason.
Athugasemd:
■ í tíma og ótíma í gær
urðu þau mistök að í stað
mynda af formönnum
bankaráða birtust myndir
af fjórum bankastjórum.
Allir þeir sem lesa grein-
ina sjá að spjótum er beint
að bankaráðsmönnum en
ekki bankastjórum. Tekið
skal fram að mistök þessi
skrifast á engan hátt á
reikning höfundar grein-
arinnar, Jóns Daníelsson-
ar.
Hlutaðeigendur eru
beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
Baldur Kristjánsson.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: HaukurHaraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur.Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr.
Rauða fjöðrin
- Von um líf
■Nú um helgina munu karlar og konur úr Lions-
hreyfingunni á íslandi ganga í hús og selja rauða
fjöður.
Þessi rauða fjöður hefur ekkert gildi í sjálfu sér en
gildið felst í því að allur ágóði af sölunni rennur til
kaupa á tæki sem þýðingarmikið er í baráttunni við
mein það er greinist í 700 íslendingum á ári,
krabbamein.
Tæki þetta nefnist línuhráðall og er geislalækn-
ingatæki, mun fullkomnara en það kobalttæki sem
við höfum nú yfir að ráða.
Forsenda þess að hægt sé að taka geislalækninga-
tæki þetta í notkun er að upp rísi svokölluð K-álma
Landspítalans en þar munu menn einbeita sér að
krabbameinslækningum í framtíðinni.
Enginn vafi er á því að takist söfnunin vel og
nægilegt fé safnist til að kaupa línuhraðalinn þá setur
það þrýsting á stjórnvöld að ljúka K-álmunni hið
snarasta.
Talið er að nærfellt helmingur þeirra er fá krabba-
mein fái varanlegan bata. K-álman og línuhraðallinn
myndu auka þetta hlutfall verulega.
Hér er því um það að ræða að bjarga lífi tuga
íslendinga árlega.
Það er því tfl óendanlega mikils að vinna.
Fað endurspeglar þroska hvers þjóðfélags hvernig
búið er að sjúkum. Við höfum um skeið dregist aftur
úr nágrannaþjpðum okkar í krabbameinslækningum
'þar sem tæki á borð við línuhraðalinn hafa verið í
notkun í 15-20 ár. Mál er að linni. í þessum efnum
sem öðrum eigum við að vera þjóða fremst.
Þrátt fyrir óeiningu og sundurlyndi hafa íslending-
ar staðið undurþétt saman í að halda lífinu hver í
öðrum. Svo verður eflaust nú. Fólk mun taka þeim
Lionsmönnum vel er þeir birtast á skörinni, enda
andvirði einnar fjaðrar lítt yfir kostnaði við dag-
skammt af því efni sem svo mjög eykur þörfina fyrir
línuhraðal.
Varnarleikir okkar
- Hervæðing þeirra
Mannkyrissagan, ef skrifuð verður, mun dæma þá
menn hart, jafnt í austri sem vestri, sem standa fyrir
vígbúnaðarkapphlaupi því sem eyðilagt getur allt líf
á jörðu. Hún mun dæma þá menn hart sem skipta
heiminum upp í svart/hvítt; kalla eigin leiki varnar-
leiki en leiki óvinarins hervæðingu; tala af lítilsvirð-
ingu um afvopnunartillögur andstæðingsins í stað
þess að svara þeim með þeim hætti að leitt gæti til
þess að dragi úr spennu. Það skal ítrekað hér að þær
röksemdir Reagans og Thatchers að frysting á
meðaldrægum eldflaugum í Evrópu komi ekki tfl
greina vegna þess að Sovétmenn hafi yfirburði á því
sviði eru ógildar, því að kjarnorkuvopnastyrkur
vesturveldanna er síst minni þegar málin eru skoðuð
í heild og uppsetning fleiri eldflauga vestanmegin
leiðir aðeins til þess að Rússar setja upp enn þá fleiri
eldflaugar austanmegin. Þá þurfa vesturveldin að
setja upp enn fleiri eldflaugar vestanmegin. Því svara
Rússar með því að setja upp ennþá fleiri austanmeg-
in, þá þurfa vesturveldin að setja upp ennþá fleiri
vestanmegin, þá þurfa Rússar....
Þetta leiðir ekki til nema eins.. ,að allir línuhraðlar
verða óþarfir. Þökk sé þeim er tala af lítilsvirðingu
um friðarsinna; halda þeim niðri með lögregluvaldi
austanmegin, með landráðaásökunum vestanmegin.