NT - 12.04.1985, Blaðsíða 21
Útlönd
Föstudagur 12. apríl 1985 21
Sameinuðu þjóðirnar:
Nýjar reglur um
neytendavernd
SanieinuOu þjóðirnar-Keulcr.
■ Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í fyrradag
nýjar alþjóðlegar reglur
til verndar neytendum
eftir að Bandaríkin
höfðu látið af fyrri
andstöðu sinni.
En Alan Keyes, full-
trúi Bandaríkjanna, lét
fara frá sér sérálit þar
sern segir að sérhvert
land verði að tryggja
það að reglurnar verði
ekki misnotaðar í
verndarskyni fyrir
ákveðna framleiðslu.
Hann sagði að
Bandaríkjamenn álitu
• hið frjálsa markaðs-
kerfi best til þess fallið
að standa sjálft vörð
um hagsmuni neyt-
enda.
í hinni nýju reglu-
gerð, sem samþykkt var
af fulltrúum hinna 159
aðildarríkja, eru ríkis-
stjórnir hvattar til þess
að leggja áherslu á æðra
siðferði í viðskiptalíf-
inu en nú tíðkast, efla
neytendavernd og þau
markaðskilyrði sem sjá
neytendum fyrir rneira
úrvali og lægra verði.
í sérstöku ákvæði urn
öryggi segir að ríkis-
stjórnir eigi að setja
viðeigandi mælikvarða
og lög, öryggisreglur,
þjóðlega og alþjóðlega
stuðla, dagsetningar og
vörulýsingar til að
tryggja að framleiðslan
sé örugglega neysluhæf.
FERMINGARGJAFIR
I
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(f>uÍjbranböóto(u
Hallgrimskirkja Reykjavlk
simi 17805 opiÖ3-5e.h.
Enver Hoxha látinn:
Albanir syrgja
mikinn stalínista
■ Hin opinbera fréttastofa Albana skýrði frá því í
gærmorgun að æðsti leiðtogi landsins Enver Hoxha væri
látinn.
Enver Hoxha var 76 ára gamall. Hann var valdamesti
forystumaður Albana allt frá því að kommúnistar náðu
völdum eftir heimsstyrjöldina síðari. Þegar fyrir Iok
heimsstyrjaldarinnar var hann Ieiðtogi kommúnískra
skæruliða sem börðust gegn hernámsliði fasista.
Albanskir kommúnistar bæta lífskjör.
hafa undir leiðsögn Hoxha Pótt æðsti leiðtogi Albana
fylgt mjög eindreginni þjóð- að Hoxhalátnum, Ramiz Alia,
ernisstefnu og þeir hafa ekki
þolað nein afskipti erlendra
ríkja af innanríkismálum í Al-
baníu. Fyrst eftir valdatökuna
fylgdu þeir samt Sovétríkjun-
um og Stalín mjög eindregið
að málum og tóku þátt í því að
fordæma Títo og Júgóslavi fyr-
ir svik við sósíalismann þegar
Títo reis upp gegn forystu
Sovétríkjanna í heimshreyf-
ingu kommúnista árið 1948.
En vinátta Hoxha við sov-
éska leiðtoga minnkaði mikið
eftir að Stalín féll frá og árið
1961 gerði Hoxha bandalag
við Kínverja gegn „sovéskum
heimsvaldasinnum" sem hann
sagði að hefðu svikið komm-
únismann. I meira en einn
áratug virtist sem Hoxha væri
orðinn mikill maoisti auk þess
hann hampaði Stalín mikið
sem fyrirmynd en eftir lát
Maos 1976 snerist hann einnig
gegn Kínverjum og sagði þá
engu minni svikara en Sovét-
rnenn. Hann sagði að Mao
hefði raunverulega aldrei ver-
ið sannur kommúnisti og hinir
nýju leiðtogar í Kína væru
andmarxistar sem væru í
bandalagi við bandaríska
heimsvaldastefnu.
Á valdatíma Hoxha hafa
Albanir lagt mikla áherslu á
efnahagslegt sjálfstæði auk
hreinræktaðrar stjórnmála-
stefnu marx-lenínismans.
Miklar framfarir hafa orðið á
þessum tíma á efnahag lands-
ins en erlendir efnahagssér-
fræðingar segja að nú sé það
nauðsynlegt fyrir Albani að
auka efnahagssamskipti sín
við önnur lönd, sérstaklega
iðnaðarríki ef þeir vilji halda
áfram að efla efnahag sinn og
sé einnig harðlínustalínisti bú-
ast flestir fréttaskýrendur við
að Albanir auki viðskipti sín
við Vesturlönd og að tengsl
þeirra við önnur sósíalistaríki
batni einnig nokkuð á næst-
unni. Ólíklegt er samt talið að
Albanir gangi aftur að fullu
■ Enver Hoxha þegar hann
var í blóma lífsins.
inn í fylgiríkjahóp Sovét-
manna.
Framtíðarþróun tengsla
Albana við Júgóslavi er talin
sérstaklega mikilvæg þar sem
áætlað er að um tvær milljónir
Albana eigi heima í Júgósla-
víu.
Nú þegar Enver Hoxha er
látinn er ekki ólíklegt að búast
megi við hörðum átökum inn-
an Flokks vinnunar (þ.e.
kommúnistaflokksins í Alban-
íu) á næstunni. Barátta innan
flokksins hefur oft verið hörð
á undanförnum árum og blóð-
ug þar sem albanskir kommún-
istar hafa fylgt þeirri stalínísku
hefð að lífláta þá leiðtoga sem
verða undir í valdabaráttunni.
Dollarinn
snarfellur
■ Dollarinn snarféll í
verði á erlendum gjald-
eyrismörkuðum í gær
er fréttir bárust um
minnkandi hagvöxt í
Bandaríkjunum.
Að sögn þýsks
bankamanns er búist
við því að dollarinn eigi
enn eftir að lækka.
Smásala í Bandaríkj-
unum minnkaði um
1,9% í marsmánuði
einum og er það mesti
samdráttur sem orðið
hefur síðan 1978.
Aðalhagfræðingur
viðskiptaráðuneytisins.
Robert Ortner, sagði
að minnkandi smásala
bæri minnkandi hag-
vexti í Bandaríkjunum
enn frekara vitni, en
ýmislegt hafði bent til
þess áður en þessar töl-
ur komu í ljós.
Hagfræðingurinn
vildi ekki meina að
efnahagsástandið væri
mjög alvarlegt en viður-
kenndi þó að nú væri
komið á daginn að
ríkisstjórnin hefði verið
einum of bjartsýn er
hún áætlaði 4% hag-
vaxtaraukningu.
■ Tancredo Neves, sem kjörinn var forseti Brasilíu í janúar síöast liðnum fagnar sigri ásamt
eiginkonu sinni. Hann er nú sagöur á batavegi eftir sjötta uppskuröinn á einum mánuði.
Brasilíuforseti
mun á batavegi
SaoPauio-Reuter: inn á einum mánuöi. Ástand gamla forseta var enn of hrað-
■ Tancredo Neves, sern kjor- hans er þó enn a|var,egt_ að ur cn lungu hans voru betri
mn var forset' rasi íu í januar því er læknar sögðu í gær. eftir að öndunarleiðslu var
siðast hðnum. er nu sagður a komið fyrir í öndunarvegi hans
batavegi eftir sjotta uppskurð- Hjartsláttur hins 75 ára vjQ Uppskurðinn í gær.
Neves veiktist og var skorinn
upp í fyrsta sinn aðeins nokkr-
um klukkustundum áður en
hann átti að taka við embætt-
inu en hann er fyrsti lýðræðis-
lega kjörni forsetinn í Brasilíu
lengi.
Yfir hundrað manns lágu á
bæn fyrir utan sjúkrahúsið í
fyrri nótt og báðu fyrir forseta
sínum.
í yfirlýsingu um hcilsufar
forsetans frá í gær var skýrt frá
því að hann væri vakandi og
gerði öndunaræfingar.
.......\
Höfum fyrirliggjandi
á mjög góðu verði
flestar gerðir af
öryggjum frá Sipe,
Fortúgal.
nflTUIXIIM"
HÖFÐABAKKA 9 REVKJAVIK
SÍMI: 68S656 og 84530