NT - 12.04.1985, Blaðsíða 4

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 4
 ÍTÍT Föstudagur 12. apríl 1985 4 LL Fréttir Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda: Landbúnaðarframleiðslan hefur minnkað, tekjurnar lækkað og vextirnir hækkað Ofan á annan vanda bænda bætast ótíð og lækkandi niðurgreiðslur ■ Þrátt fyrir hraðstígar tækni framfarir í landbúnaði þá hafa kjör bænda ekki batnað að sama skapi síðustu áratugi og enn eru óþurrkar og vond spretta helstu vágestir landbún- aðarins. ■ „Auðvitað eru til vopn sem hægt er að bcita, til dæmis sölustöðvun sem reyndar var talað um hér á árum áður. En ég hef ekki trú á að bændur grípi til slíkra aðgerða. Þeir væru þá mjög aðþrengdir.“ - Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda er í NT viðtali um aukna erfiðleika bændastéttarinnar en Stéttar- sambandið hefur nú boðað til aukaþings vegna þess þann 17. apríl. En erfiðleikar bænda, á hvern hátt eru þeir meiri en áður? „Viö höfum ekki neinar ná- kvæmar upplýsingar um stöðu hænda. En skuldir bænda við viðskiptastofnanir þeirra hafa aukist þrátt fyrir að um 700 þeirra hafi á síðasta ári fengið lausaskuldalán. Það lagaði ástandið aðeins í bili en síðan jukust skuldirnar aftur. Og þetta kemur okkur ekki veru- lega á óvart. Framleiðslan hefur minnkað, almenn laun í landinu hafa lækkað og laun bænda taka miö af þeim. Vextir hafa hækk- að þannig að fjármagnskostnað- ar við búreksturinn í heild er orðinn miklu meiri en reiknaö er með í verölagsgrundvellin- um. Yfirleitt eiga allir sem stað- ið hafa í fjárfestingum með verðtryggð lán átt í erfiðleikum. Ofan á þetta bætist svo erfitt tíðarfar undanfarin ár eða fra 1979 og allt til 1983. 1984 var tiðarfar aftur á móti mjög gott en áhrifa þess er ekki ennþá farið að gæta að ráði." En hvað er þá á prjónunum, hvað gera bændur í þessari stöðu? „Eins og menn vita þá eru tvö atriöi úr verðlagsgrundvellinum hjá yfirnefnd til úrskurðar, ann- ars yegar launaliður bóndans og hinsvegar flutningskostnaður bú vara. Launaliðurinn hefur verið ákveðinn með tilliti til taxta- hækkunar en það er Ijóst af öðrum upplýsingum að kaup hefur hækkað til muna meira en taxtahækkanir sýna. Hinn liður- inn er flutningskostnaður á landbúnaðarvörum og aðföng- um sem hefur hækkað mun meira en taxtarnir segja til um og er orðinn dýrari fyrir bændur en gert er ráð fyrir. Verðhækkun afurða er auð- vitað ætluð til að bæta kjör bænda en það er líka Ijóst að markaðurinn hefur takmarkað verðþol. Eitt af því sem veldur erfiðleikum við sölu er minnk- andi niðurgreiðslur. Það er svo komið að stjórnvöld leggja nú þegar minna af mörkum til þess að halda niðri verði á innlendum landbúnaðarvörum sem byggð- ar eru á innlendum aðföngum en almennt gerist í nágranna- löndum okkar. Með þessu versnar samkeppnisaðstaða okkar við aðra matvöru. Við teljum semsagt að það verð sem er í verðlagsgrundvell- inum sé of lágt fyrir bændur þó að það sé sjálfsagt nógu hátt fyrir neytendur. Þarna þarf að verða breyting á. Annað sem bætt getur að- stöðu bænda og við leggjum áherslu á er lenging lánstíma til landbúnaðarins, hækkun lána, sérstaklega til nýrra búgreina og búháttabrcytinga. Þau lán sem nú eru veitt eru til of stutts tíma miðað við það að þau eru verðtryggð. Það þarf líka aö veita auknu fé til þess að byggja markvisst upp ný atvinnutæki- færi í sveitum í stað minnkandi framleiðslu hefðbundinna land- búnaðarvara. Ég er sannfærður um að ódýrara er fyrir þjóðfé- lagið að stuðla að atvinnu í sveitunum í stað þess að ætla að flytja það fólk til sem þar er. Annað hvort gerum við verulegt átak til þess að viðhalda byggð- inni í landinu eða þá að fólki þar tekur að fækka verulega á næstu árum, og það fyrr en margan grunai." En hvaö geta bændasamtök- in gert? Nú hefur Stéttarsam- bandið ekki yfir verkfallsvopni að ráða eins og mörg önnur stéttarfélög og torséð hvernig bændur ætla að knýja fram ákvarðanir sínar öðruvísi en að treysta á velvild stjórnvaldanna. „Það sem við höfum gert er að treysta á sanngirni gagnvart stéttinni og skilning á því að landbúnaður er undirstöðuat- vinnuvegur. Það er rétt að við höfurn ekki verkfallsvopn og stjórnvöld hafa viðurkennt þetta með því að lögbjóða að laun bænda skuli taka mið af launum annarra launþega þó misjafnlega hafi svo gengið að fylgja því markmiði. En auðvitað hafa bændur líka vopn sem hægt er að beita eins og til dæmis sölustöðvun sem reyndar var talað um hér á árum áður en ég hef ekki trú á að bændur grípi til slíkra aðgerða nema þeir væru þá mjög að- þrengdir. Sölustöðvnn erbænd- urn mjög dýr. Bóndinn getur ekki stöðvað sína framleiðslu þann dag sem sölustöðvunin tekur gildi, heldur verður að kosta til hennar áfram. Hinsvegar sé ég það að í nágrannalöndum okkar grtpa menn til ýmissa róttækari að- gerða en hér þekkjast og kannski er það það sem við þurfum að líta til.“ En nú talið þið um að staða bænda sé erfið vegna sanidrátt- ar í framleiðslu. Á sama tíma kvisast út að til standi að afnema allar útflutningsbætur á næstu fimm árum og hefur verið sett niður í lagafrumvarpi um Fram- leiðsluráð sem þið ætlið að ræða á ykkar þingi nú. Hvernig kem- ur það heim og saman að bæta kjör bænda og afnema útflutn- ingsbætur? „Það er rétt, það er talað um að afnema útflutningsbætur. Staðreyndin er sú að bændur hafa þegar dregið úr framleiðslu þannig að framleiðsla umfram innanlandsneyslu hefur minnk- að verulega, þrátt fyrir að dreg- ið hafi úr innanlandsneyslu. Ef við höldum þeim markaði sem við höfum í innanlandsneyslu þá þurfum við ekki að fækka sauðfé teljandi frá því sem nú er. Þá reikna ég með að tekið verði tillit til sveiflna milli ára vegna misjafns árferðis og ég tel skyldu samfélagsins að sjá til þess að alltaf verði nóg af þess- ari vöru fyrir innanlandsmarkað og í góðu árferði hlýtur að verða einhver afgangur. Útflutningsbætur tel ég hafa verið eðlilegt öryggi fyrir bændastéttina, nokkurskonar atvinnuleysistrygging fyrir bændur.Þær hafa verið gerðar óvinsælar af mönnum sem oft og tíðum hafa ekki gert sér grein fyrir þýðingu þeirra og tilgangi. Þæreru aðalstuðningur þjóðfélagsins við landbúnað- inn og fjarri því að þessi stuðn- ingur hafi verið hærri en eðlilegt getur talist eða almennt er í nágrannalöndum okkar." En áttu von á að skilningur stjórnvalda verði sá sami þegar þessi fimm ára áætlun um afnám útflutningsbóta kemur til fram- kvæmda? „Já, ég á alveg fastlega von á því. Ég tel alveg víst að stjórn- völd hafi skilning á því eins og aðrir að við eigum að kappkosta að nýta gæði landsins. Það ger- um við best með því að nytja grasið til matvælaframleiðslu og spara erlend aðföng." Og með þessu ljúkum við viðtali við formann Stéttasam- bandsins en bíðum aukaþings samtakanna þar sem aðalmálið verður frumvarp til nýrra Fram- leiðslulaga. Krabbameinsfélag Reykjavíkur: Lýsir stuðningi við söfnun fyrir línuhraðli ■ Krabbameinsfélag Reykjavíkur lýsir fyllsta stuðningi við landssöfnun Lions- hreyfingarinnar til kaupa á línuhraðli og skorar á landsmenn að styðja það lofsverða framtak. Aðalfundur Krabba- meinsfélags Reykjavík- ur var haldinn 1. apríl síðastliðinn og fagnaði fundurinn framtaki Lionsmanna. Krabba- meinsfélagið lýsir ánægju sinni með að framkvæmdir eru nú hafnar við K-álmu Landspítalans en þar verður línuhraðlinum komið fyrir. ■ Jóhann Einvarðsson og Þórunn Gestsdóttir, afhenda forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, kubb með steyptri fjöður. Kubbur þessi er handunnin af Guðrúnu Einarsdóttur, Sellátrum viö Tálknafjörð en hún er 71 árs að aldri. NT-mynd: Róben Rauða fjöðrin: Þjóðarátak ■ Landssöfnun Lionsmanna fyrir línu- hraðli, hefst í dag. Talið er að upp komi um 330 ný krabba- meinstilfelli á ári sem þurfa á geislameðferð að halda á sjúkdómsferlinum. Línuhraðall er eitt fullkomnasta geislameðferðartæki, sem völ er á. Hann mun leysa af hólmi fimmtán ára gamalt kóbalttæki, sem er nú í notkun á Landspítalanum. Fyrsta rauða fjöðrin var afhent forseta íslands í gær og færði hún Lionshreyfing- unni heillaóskir varðandi þetta mikilvæga verkefni. „Það eru orð í tíma töluð að fá slíkt tæki sem Iínuhraðall er, til landsins," sagði Vigdís Finnbogadóttir. 4000 lítra ca. kr. 95.200.- 6000 lítra ca. kr. 145.500.- Sterkbyggðir Mjög stór flotdekk 16x30 Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar nánari upplýsingar G/obust LASBY Tankdreifari LÁGMOLI 5. SlMI 81SS5

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.