NT - 12.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 8
__________________________________Fóstudagur 12. apríl 1985 8 Lesendur hafa orðið Kaup bankastjóra aldrei of hátt ■ Mér finnst algjör óþarfi hjá NT að hneykslast yfir því hvað kaupið hjá bankastjórun- um sé hátt og að þeir skuli fá nokkur hundruð þúsund krón- ur í kaupauka til bílakaupa. Pað er ekki nema eðlilegt að æðstu og valdamestu menn þjóðfélagsins fái sæmileg laun. Hvernig eiga þeir annars að geta samið við erlenda starfs- bræður sína ef kaupið hjá þeim væri ekki nema upp í nösina á ketti. Bankastjórarnir hjá okkur myndu bara fá minnimáttar- kennd þegar þeir færu til út- landa á venjulegu túristafar- rými tii að semja um lán fyrir útgerðina hjá okkur sem alltaf er á hausnum. Þeir myndu skammast sín aö þurfa að búa á venjulegum ódýrum hótelum í staðinn fyrir að geta leigt sér villur eins og bankastjórar í Bandaríkjunum. Það er ekki nema sjálfsagt að bankastjórar geti keypt nýj- an Bens á hverju ári og fái að hafa einkabílstjóra. Hvernig gætu þeir annars verið þekktir fyrir að bjóða erlendum kunn- ingjum sínum í laxveiðar hér á sunrrin. Nei, bankastjórunum er aldrei oflaunað. Þaö væri alls ekki svo fráleitt að ákveða það í eitt skipti fyrir öll að Seðla- bankastjóri eigi að hafa tvöföld laun forsætisráðherra auk fríðinda og aðrir bankastjórar hafi þá eitthvað lítilsháttar lægri laun. Auki Setjum lög á rigninguna ■ Nú er vorið farið að láta á sér kræla. Hjá sumum eru trjáspírur farnar að brjóta og sumardagar eins og þeir sem við höfðum um páskana fylla okkur von um sólríkt sumar. En hvaða trygging er fyrir því. Undanfarin ár höfum við aumingjar hérna á suðvestur- horninu mátt þola rigningu á rigningu ofan hvert sumarið á fætur öðru. Og hverjum er það að kenna. Alltaf trúir fólk því að þetta sé nú eitthvað sem ekkert verður við gert rétt eins og forfeður okkar stóðu varn- arlausir gagnvart drepsóttum hungurvofu. En hversvegna ekki að taka veðurfarið í sínar hendur. Hversvegna hafa stjórnvöld ekki á sínum snærum veður- málaráðherra. Nú er sýnt að með skipan fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og ým- issra annarra hefur tekist að ná tökum á höfuðskepnunni, mannanna brauði, gáfnafari fjöldans og mörgu fleiru. Hver veit nema við næðum ágætri stjórn á veðrinu, veðurguðirnir létu okkur það eftir, bara ef við bærum okkur eftir því. Meðan við sýnum engan lit á að stjórna veðrinu er ekki nema von að það sé í annarra höndum. Eða ani áfram stjórn- laust. Setjum lög á rigning- una. ■ Svona mikil rígning ætti að vera bönnuð með lögum! ■ Ráðnir verði stórir hópar ungmenna... Fegrum borgina okkar! ■ Nú þegar fer að vora ættu borgarbúar að taka höndum saman og gera borgina sannan- -legan yndisauka nú í sumar. í fyrrasumar var miðborgin meira og minna sundurgrafin vegna einhverra framkvæmda, en nú ættu borgarbúar og borg- arstarfsmenn að leggjast á eitt til að gera borgina sem snyrti- legasta og fellegasta. Ef veður verður jafn fallegt og gott og veðurglöggir menn spá, þá má búast við sannköll- uðu „sumarveðri“ hér í borginni og spillir þá ekki fallegt um- hverfi. Oft hefur á sumrum mátt sjá hópa ungmenna í tiltekt og hreinsun á borgarlandinu, og vil ég að svo verði einnig nú. Það er líka mikilvægt að kenna ungviðinu að umgangast land sitt, og eru þá borgir og bæir ekki undanskiidir. Vil ég því beina þeim tilmæl- um til yfirvalda að ráðnir verði stórir hópar ungmenna til þessa verkefnis, að hreinsa borgarlandið og snyrta, setja niður tré og gera tilveruna að öllu leyti sem yndislegasta. Þá mættu borgarbúar einnig taka þátt í þessu og gróðursetja tré, runna og blóm þar sem það hentar. Jóka ■ Úr þýskum fangabúðum í stríðinu. „Aríar þjóðarinnar“ myrða! - Gísli Þ. Gunnarsson skrifar frá USA ■ Kosningasigur Ronald Reagans í nóvember gaf ýms- um öflum byr undir báða vængi í Bandaríkjunum. Helms öld- ungardeildarþingmaður lagði til að hópur sem hallur er undir fasisma eignaðist meirihluta í CBS. Til að svæla út frjáls- lynda fréttamenn sem túlka fréttir að eigin geðþótta. Nýfasismi birtist í ýrhsum myndum í Bandaríkjunum. Vinsælt tómstundargaman er skæruhernaður gegn ímynduð- um óvinunt. Þá aðallega vinstrisinnum, svertingjum og gyðingum. FBI gerði nýlega upptækt illræmt nasistabæli í Washingtonfylki. Skömmu síðar hreykti flokkur, sem kall- ar sig Aríar þjóðarinnar sér af mannvígum í Colorado. Þar var frjálslyndur útvarpsþulur skotinn. Forsprakki þessa flokks var handtekinn í síðustu viku í Georgia. Síðasta vetur hef ég veriö í sambandi við skrifstofu í Virg- inia Beach sem er einhvers- konar upplýsingarmiðstöð fyr- ir fólk sem vill frið í heiminum. Einstæð móðir með þrjú börn vinnur í sjálfboðavinnu á skrif- stofunni. Umsvif friðarhreyf- ingarinnar eru harla lítil hér um slóðir enda er stærsta her- stöð bandaríska sjóhersins á næstu grösum. Síðustu vikur hefur ríkt hálf- gert neyðarástand á skrifstof- unni. Meðlimir Aría þjóðar- innar hafa haft í hótunum að sprengja skrifstofuna í loft upp. Sorgleg þróun í landi sem hreykir sér af lýðræði. Upp- runaleg merking orðisins Ary- an í sanskrít er göfugur maður/ kona. Það var Adolf Hitler sem setti samasemmerki við Aria og germanska kynstofn- inn. Er það ekki tímanna tákn að Ronald Reagan skuli ekki heimsækja útrýmingarbúðirn- ar í Þýskalandi er hann fer þangað í opinbera heimsókn. Hann sagði orðrétt: „Það er ekki hægt að þvinga Þjóðverja til að hafa sektarkennd yfir einhverju sem er búið og gert. “ Þjóðverjar útrýmdu ekki baragyðingum. Prestar, sósial- istar, kommúnistar, tatarar, kynhverft fólk, vangefnir, geð- sjúkir og gamalmenni fengu að fjúka. Djúpt í sálarskoti Reagans forseta leynist kannski aðdáun á aðförum nasista. Hingað til hefur hann orðið að láta sér nægja dauða- sveitir í E1 Salvador og and- byltingarmenn í Nicaragua. U.þ.b. 40 milljónir Bandaríkja- manna lifa við sult og seyru vegna niðurskurðs á almanna- tryggingum og atvinnuleysis. Við hverju er að búast þar sem allt fjármagn er notað til brjál- æðislegrar kjarnorkuvopna- væðingar. Gísli Þór Gunnarsson Meyjarströndin 30. mars ’85.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.