NT - 12.04.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. apríl 1985 5
Hafnargerð á Bakkafirði:
Fjármálaráðuneytið athug-
ar fjárkröfur verktakans
- fer fram á rúmlega 20 millj. króna viðbótargreiðslu
■ Fjármálaráðuneytið vinnur
nú að athugun á fjárkröfum
verktakafyrirtækisins Ellerts
Skúlasonar hf. í Keflavík á
hendur Vita- og hafnarmála-
stofnun að upphæð 22,4 milljón-
ir króna. Kröfurnar eru vegna
seinni hluta framkvæmda við
hafnargerö á Bakkafirði. Fyrir-
tækið lagði fram reikning upp á
30 milljónir króna, en Vita- og
hafnarmálastofnunin samþykkti
■ Frumvarp til laga um vél-
stjóranám var samþykkt sem
lög frá Alþingi á miðvikudag og
hefur verið sent ríkisstjórninni
til framkvæmda.
íkveikjutilraun
í Árbæjarsafni
■ Slökkviliði Reykjavíkur
barst tilkynning um eld í Ár-
bæjarkirkju laust fyrir miðnætti
á þriðjudag. Tveir bílar voru
sendir frá slökkviliðinu. Þegar
þeir komu á staðinn lagði tals-
verðan reyk upp frá bygging-
unni. Slökkviliðsmenn brutu
upp hurð á kirkjuskipinu og var
þá laus eldur á tveimur stöðum.
Greinilegt var að um íkveikju
var að ræða, að sögn varðstjóra
hjá slökkviliðinu sem NT hafði
tal af.
Eldurinn var kveiktur í
spýtnarusli á gólfi kirkjunnar.
Slökkvistarf gekk vel.
aðeins að greiða um 7,5 milljón-
ir.
Þetta er í annað sinn. sem
ágreiningur kemur upp vegna
hafnarframkvæmdanna, sem
hófust árið 1983. Þegar verkið
var hálfnað í ársbyrjun 1984,
hljóðaði reikningur fyrirtækis-
ins upp á 35 milljónir. Vita- og
hafnarmálastofnun vildi ekki
greiða meira en 8 milljónir.
Gerðardómur verkfræðinga
Lögin fela í sér að vélstjóra-
nám skal vera í fjórum stigum
er verði grundvöllur mismun-
andi atvinnuréttinda. 1. stig er
ein námsönn, 2. stig er fjórar
námsannir, 3. stig er sjö náms-
annir og 4. stig er 10 námsannir
eða 5 ár. Sá sem lýkur einhverju
stigi vélstjóranáms á rétt á at-
vinnuheiti í samræmi við nám
sitt og sama rétt eiga þeir sem
eftir eldri lögum hafí. lokið
prófi frá Vélskóla íslands eða
mótorfræðinámskeiði Fiski-
félags íslands.
í hinum nýju lögum er bráða-
birgðaákvæði sem fela í sér að
vélstjórnarmönnum sem starfað
hafa á undanþágu í a.m.k. 2 ár
skuli boðið upp á vélstjórnar-
námskeið sem haldin verði í
öllum landsfjórðungum til
öflunar takmarkaðra vélstjórn-
arréttinda. Skal menntamála-
ráðuneytið, í samvinnu við Vél-
skóla íslands, sjá um fram-
kvæmd þeirra.
gerði stofnuninni síðan að greiða
5 milljónir til viðbótar.
Þegar tilboð í hafnargerðina
'voru opnuð sumarið 1983 átti
Ellert Skúlason hf. lægsta tilboð-
ið, rúmar 12 milljónir króna,
sem var verulega undir áætluð-
um kostnaði. Skömmu síðar
hækkaði taxti vinnuvéla, sem
gerði það að verkum, að tilboð-
ið hækkaði upp í 15,5 milljónir.
Þá var einnig gerður viðauka-
samningur upp á 4,5 milljónir
vegna vinnu í nýrri grjótnámu.
Ellert Skúlason hf. hefur þeg-
ar fengið um 25 milljónir fyrir
verkið, og að sögn Halldórs S.
Kristjánssonar skrifstofustjóra í
samgönguráðuneyti verður
reynt að leysa ágreininginn án
þess að senda málið aftur í
gerðardóm. Eigandi liafnar-
mannvirkisins- er Skeggjastaða-
hreppur og kostar hann 25%
framkvæmdanna.
ina við nægilegan kulda.
AIIs var saltað í 254 þúsund
tunnur á síðasta ári sem er
meira en nokkru sinni eftir að
veiði á Suðurlandssíld hófst, að
árinu 1980 undanskildu.
Grásleppu-
hrognin á
39 kr.kg
■ Verðlagsráð sjávarútvegs-
ins hefur ákveðið að 39 krónur
skuli borgaðar fyrir kílóið af
grásleppuhrognum upp úr sjó á
grásleppuvertíð 1985, og mun
það vera um 34% hækkun frá
síðustu grásleppuvertíð.
Verðið miðast við að gert sé
að grásleppunni fljótlega eftir
að hún er veidd og hrognin
ásamt þeim vökva sem inni í
henni er sé hellt saman í vatns-
helt ílát.
Sofnaði út
frá potti
■ Húsmóðir á Bræðraborgar-
stíg brenndi sig illilega á því að
gleyma sér yfir eldamennskunni
í fyrrakvöid. Húsmóðirin var að
’elda kvöldmatinn, og hefur lík-
lega lagt sig á meðan hún beið
eftir því að suðan kænri upp í
pottinum. Suðan kom upp svo
um munaði, og kölluðu nær-
staddir nágrannar til slökkvilið
vegna reykjarlyktar sem lagði
úr íbúðinni. Slökkvilið kom á
vettvang og veitti nauðsynlega
aðstoð.
Ný lög um vélstjóranám samþykkt á Alþingi:
Bráðabirgðar-
ákvæði fyrir
menn á undanþágu
Akureyri:
Iþróttamenn
halda hátíð
Frá fréttaritara NT á Akureyri, Halldóri
Inga Ásgeirssyni:
■ íþróttaunnendur á Akur-
eyri hafa í nógu að snúast nú
um helgina, því íþróttabanda-
lag Akureyrar heldur upp á 40
ára afmæli sitt með íþróttahát-
íð á laugardag og sunnudag.
Hátíðin hefst kl. 10 á laugar-
dag með íþróttaþingi en kl.
13:30 hefst sögusýning íþrótta-
hreyfingarinnar á Akureyri í
íþróttahöllinni. Sýna þar níu
aðildarfélög íþróttabandalags-
ins ýmsa muni í sýningarbás-
Á sunnudag verður síðan
íþróttahátíð í fþróttahöllinni,
oghefsthún kl. 13:30. Sýnaþar
félögin íþróttir sínar og má þar
líta leikni norðanmanna í
handknattleik, júdó, borðtenn-
is og lyftingum auk fjölda ann-
arra íþrótta.
íþróttafélögin íþróttafélag
fatlaðra, íþróttafélagið Eik,
KA, Þór, Tennis- og badmint-
onfélag Akureyrar, Sundfélag-
ið Óðinn, íþróttafélag MA og
Knattspyrnufélagið Vaskur
taka þátt í hátíðahöldunum.
■ Ljósafossinn lá við höfn í Kópavoginum nú í vikunni þar sem síld sem ekki hefur tekist að selja var
flutt í land og komið í góðar kæligeymslur Síldarútvegsnefndar þar í bær. NT-mynd: g.e.
Síldin send í geymslu-
hús í Kópavogi
■ Síldarútvegsnefnd hefur nú
komið um 7000 af þeim 8000
tunnum af Suðurlandssíld sem
saltaðar voru umfram gerða
sölusamninga, í geymslu í
Kópavoginum. Það er að beiðni
söltunarstöðvanna að nefndin
tekur síldina og færir í kælihús
sitt í Kópavoginum og eykur þar
með geyntsluþol Vörunnar, en
hvergi út á landi hafa síldarsalt-
endur færi á að geyma saltsíld-
Kaupa Egyptar
MS Dettifoss?
■ Eimskipafélag íslands hefur
nú gengið frá sölu á MS Detti-
fossi til einkaaðila í Egyptalandi
sem hyggjast nota skipið til
flutninga á Miðjarðarhafinu og
þar í grennd. Kaupendur hafa
sett þann fyrirvara fyrir kaupun-
um að innflutnigsleyfi þar ytra
fáist og er ennþá óvíst hvort af
sölu verður.
Að sögn Þorkels Sigurlaugs-
sonar forstöðumanns áætlana-
deildar hjá Eimskipafélaginu
hefur verið gengið frá kaup-
samningnum og sagði hann að
verð það sem er í boði, væri
viðunandi.
Ef af kaupum verður taka
Egyptarnir við skipinu á sumri
komandi en Eimskipafélagið
hefur gefið þeim frest út þennan
mánuð til þess að gefa endanlegt
svar. Eimskipafélagið hefur nú
verið með systurskipin Dettifoss
og Mánafóss í sölu hátt á annað
ár með það í huga að selja
annað þeirra og er tilboð Egypt-
anna það hagstæðasta sem
komið hefur til þessa. Skipin
lesta um 4000 lestir og eru 15 ára
gömul.
Þá er í ráði hjá Eimskip að
kaupa annað skip litlu minna í
stað Dettifoss og ennfremur að
manna með íslenskri áhöfn
Skógarfoss og Reykjafoss sem
félagið hefur á kaupleigusamn-
ingi en hafa til þessa verið
mönnuð erlendum áhöfnum.
Því sagði Þorkell að það yrði
engin vandræði að koma áhöfn
Dettifoss í skipsrúm og þyrfti
ekki að grípa til neinna upp-
sagna.
Kaupi Nílarbúar ekki Detti-
foss kvaðst Þorkell ætla að enn
tæki nokkra mánuði að selja
skipið.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERD
VERÐTRVGGÐRA
SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) 1.000 KR. SKÍRTEINI
1980-1. fl. 15.04.1985-15.04.1986 Kr. 8.380,35
Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1985
SEÐLABANKI ÍSLANDS