NT - 12.04.1985, Blaðsíða 3

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 3
f W Föstudagur 12. apríl 1985 3 tl Fréttir ■ Viðskiptaráðherra svarar fyrirspurn Jóhönnu Siguröar- dóttur en þingmenn fylgjast með alvarlegir á svip. lagt er til að kjaradómur ákveði laun bankastjóra í framtíðinni en Svavar Gestsson sagði að það væri alltaf hætta á því að það yrðu til sjálfvirkar ákvarð- anir í stjórnkerfinu sem tryggðu laun yfirmanna, sem mætti kalla hina „nýju stétt" í þjóðfélaginu. Svavar sagði að í raun bæru allir þirtgmenn sök í þessu máli en það væri fyrir tilstilli blaðanna, sérstaklega NT, sem þetta mál hefði komist upp. Gerði hann grein fyrir frumvarpi sem 3 þingmenn Alþýðubandalags flytja þar sem gert er ráð fyrir að þessi hlunnindi verði tekin af bankastjórunum. Kristín Halldórsdóttir lýsti yfir vonbrigðum með svör ráð- herra og taldi þau benda til að stjórnvöld ætluðu ekki að taka á þessu máli með festu. Gerði hún grein fyrir ályktun Kvenna- listans um málið og sagði að „spilling væri spilling og það ætti að uppræta hana þótt göniul væri“. Kvaðst hún ekki geta tekið undir tillögur Alþýðu- bandalags og Framsóknar um að kjaradómur ákveði laun bankastjóra, „því þegar væri nógu fjölmennt í þeim virðulega klúbbi sem kjaradómur er". Ólafur G. Einarsson gerði grein fyrir ályktun Sjálfstæðis- flokksins um málið en þar kem- ur fram að upphæðin sem um er að ræða sé úr öllu hófi og endurskoða verði frá -grunni fyrirkomulag bifreiðahlunninda í öllum opinberum rekstri. Fleiri þingmenn tóku til máls og gagnrýndu allir ákvarðanir bankaráðanna cn það vakti at- hygli að enginn þeirra þing- manna sem sitja í bankaráðum komu í pontu til að verja þessar vafasömu ákvarðanir. Launaauki bankastjóranna til umræðu á Alþingi: Lögbrot, siðleysi og ögrun við launafólk ■ „Lögbrot, siðleysi og gróf ögrun við launafóik“ voru þau orð sem Jóhanna Sigurðardóttir notaði á Alþingi í gær um launaaukagreiðslurnar til bankastjóranna er hún hóf umræðu utan dagskrár um málið. Benti hún á að ábyrgðin á þessu hneyksli væri ekki síður ríkisstjórnarinnar en bankaráðanna og hún væri líka Alþingis. Sagði hún að bankaráðsmenn hefðu brugðist þeim trúnaði sem Alþingi hefði sýnt þeim með því að veija þá í þessi störf og því ætti Alþingi að taka af þeim umboðin og kjósa ný bankaráð, en hægt væri að endurnýja umboð þeirra sem ekki hefðu brugðist. ■ Helgi Seljan þingmaður og bankaráðsmaður Búnaðarbankans í þungum þönkum undir umræðunum í gær. ■ Mál þetta hefur vakið mikla athygli, reiði og hneykslun al- mennings eftir að NT upplýsti um þennan launaauka banka- stjóranna á miðvikudag í síð- ustu viku, fyrst fjölmiðla, en nærri liggur að þessar greiðslur nemi á mánuði þreföldum mán- aðarlaunum verkafólks miðað við dagvinnu. Jóhanna Sigurð- ardóttir benti á að þessar greiðslur undirstrikuðu það sem að undanförnu hefði verið sagt um tvær þjóðir í þessu landi, ríka og fátæka, og kvað það ljóst að spilling færi vaxandi. Fað væru hópar til í þjóðfélag- inu sem ákvæðu laun sín sjálfir og því meiri sem greiðslubyrði launafólksins yrði, því stærri sporslur fengju þessir hópar. Beindi hún nokkrum spurning- um tilI viðskiptaráðherra Matthí- asar Á. Mathiesen um málið og spurði hann í fyrsta lagi hvað hefði verið gert af hálfu ríkis- stjórnarinnar til þess að fram- fylgja ályktun sem gerð var á Alþingi í maí 1984, þar sem samþykkt var að fela ríkis- stjórninni að afnema bílastyrki ríkisbankanna. Vísítölubinding „andstæð lögum“ I svari viðskiptaráðherra kom fram að þá þegar hafi verið hafin endurskoðun á bifreiða- málum ríkisins og ríkisstofnana ■ „Hversu mikið eru ríkis- bankastjórarnir úti að aka við vinnu sína,“ vildi Guðmundur Einarsson fá að vita. Bankastjórar úti að aka! Guðmundur Einarsson vildi fá upplýst hve mikið ríkisbanka- stjórarnir væru úti að aka við vinnu sína á ári hverju og taldi að akstursþörí þessara manna lægi ekki í augum uppi. Peir störfuðu eflaust betur ef þeir væru ekki úti að aka og lífskjör þeirra væru slitin úr öllu sam- hengi við kjör þess fólks sem þcir ættu í raun og veru aö þjóna. Ábyrgðina á þessu sagði Guðmundur vera stjórnmála- manna, þeir hefðu komið þessu kerfi á á sínirni tíma, og í raun og veru hefði ekkert gerst um síðustu áramót annað en það að sakleysislegur bíla- styrkur hefði verið þýddur yfir í peninga. Ekki hefðu þeir 9 al- þingismenn sem sitja í banka- ráðum sagt frá þessu, það hefðu verið „duglegir hlaðamenn og duglegt blað“. Páll Pétursson gerði grein fyrir ályktun þingflokks Framsókn- arflokksins þar sem launaauk- inn er harðlega gagnrýndur og á vegum forsætisráðuneytisins og því hefði verið talið rétt að bíða eftir þeim niðurstöðum áður en hafist væri handa um breytingar á bifreiðamálum ríkisbankanna. Sagði Matthías að meginatriðið í þeirri ákvörð- un sem bankaráðin hefðu tekið í þessu máli hefði verið að greiða bankastjórum ákveðna upphæð í stað þess fyrirkomu- lags sem gilt hefði. Benti hann á að þessi breyting væri meira í átt við umrædda þingsályktun aukans sagði viðskiptaráðherra það vera sína skoðun að hún væri „andstæð lögum" eins og hann orðaði það. Kom fram hjá Matthíasi að hann hefði lagt fram á þingi í gær lrumvarp til laga um viðskiptabankana þar sem gert væri ráð fyrir að banka- ráð ákveði laun og önnur ráðn- ingarkjör bankastjóra, líkt og verið hefur, og væri það byggt á tillögum bankamálanefndar sem í áttu sæti fulltrúar allra þeirra þingflokka sem voru á þingi árið 1981. Sagði Matthías mál þetta nú vera í höndurn Alþingis og hann myndi veita fjárhags- og viðskiptanefndum Álþingis allar upplýsingar sem þær óskuðu eftir. Rifjaði ráð- herra að lókum upp sögu bif- reiðafríðinda ríkisstarfsmanna og hvernig þeim málum hefði verið háttað áður. „Við verðum að átta okkur á því á hvaða tímum við lifum og endurskoða afstöðu okkar eftir því,“ sagði Matthías Á. Mathiesen að lokum. en þar væri ekki gert ráð fyrir að launakjör bankastjóra breyttust frá því sem verið hefði. Um vísitölubindingu launa- ■ Jóhanna Sigurðardóttir hóf umræðu utan dagskrár á Al- þingi í gær um launaauka bankastjóranna. NT-m.vndir: Arí. V?EDESTEINIiiD DRÁTTARVÉLA DEKK ÝMSAR STÆRDIR HAGSTÆTT VERD BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Bankaráðin funda! ■ Oft mæðir á þeim er síst skyldi. Bankaráð ríkisbankanna hafa verið mjög í fréttum síðustu daga eftir að upplýst var um 450.000 kr. launaauka bankastjóra vegna bílakaupa. Bankaráð Seðlabankans fjallaði í gær um bréf Matthíasar Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, þcss efnis að fram- kvæmd samþykkta bankaráðanna yrði frestað. En bankaráðið sem þann fund sat er skipað öðrum mönnum en ákvörð- unina tók. Kosið var í bankaráð í des. s.l. og tóku nýju ráðin til starfa 1. janúar. Bankaráð Seðlabankans sem ákvörð- unina tók 28. des. s.l. var skipað þeim Sverrir Júlíussyni, Inga R. Helgasyni, Ólafi B. Thors, Geir Magnússyni og Sveini Guðmundssyni. Þeir sem nú sitja í ráðinu og fjalla þurfa um hina mjög svo umdeildu ákvörðun fyrirrennara sinna eru f.v. Þröstur Ólafsson, Ólafur B. Thors, Jónas Rafnar, Davíð Aðalsteinsson og Haraldur Ólafsson. Inn í.myndina hefur verið felld mynd af „bailkastjórabíl". NT-mynd: Ámi Bjarna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.