NT - 12.04.1985, Blaðsíða 12

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 12
Föstudagur 12. apríl 1985 Föstudagur 12. apríl 1985 Verður Pierce Brosnan næsti ■ Brosnan og konan hans, Cassandra. Hún er leikkona og draumur þeirra er að leika saman í góðri mvnd eða sjónvarpsþáttum. ■ Margir hafa velt vöngum yfir því hver myndi taka við James Bond-hlut- verkinu, þegar Sean Connery og Roger Moore gefa það frá sér. Þeir hafa staðið sig vel sem spæjarinn 007 í gegnum árin, sem eru nú orðin nokkuð mörg. Hetjurnar segjast ekki lengur hafa það úthald og snerpu, sem krafist er af kappanum James Bond. Það sé því sjálfgert að aðrir taki við. Nú hefur einn ungur leikari, Pierce Brosnan, verið umtalaður sem nýr James Bond. Hann hefur getið sér gott orð í sjónvarpsþáttum í Bandaríkjun- um, sem heita Remington Steele, en þar leikur hann kaldan leynilögreglu- mann og mikið kvennagull. Þetta hvort tveggja þykir hæfa vel hinum nýja Bond. Pierce Brosnan er fæddur í írlandi fyrir rúmlega 30 árum, en foreldrar hans skildu er hann var enn í vöggu og hann kynntist því ekki föður sínum. Móðir hans fluttist með barnið til Englands og það var ekki fyrr en Pierce var orðinn fullorðinn og farinn að leika j kvikmyndum að hann kom aftur til írlands. Pá langaði hann að hafa uppi á föður sínum og tókst það eftir mikla fyrirhöfn. Tom Brosnan hét faðir Pi- erce og þeir feðgar ákváðu að hittast í London, því að Pierce var á hraðferð í írlandi. Fyrir eins og tveimur árunt kom Pierce Brosnan til Hollywood og var honum tekið þar tveim höndum og fékk hann strax hlutverk og var eftir- sóttur leikari. Best þekktur varð hann fyrir sjónvarpsþáttinn Remington Ste- ele og þá var farið að nefna, að þarna væri upprennandi nýr James Bond! ■ Fallegur hópur stillir sér upp fyrir Ijósmyndarann, Arna Bjarna hjá ■ Þrír góðir vinir. Tvær dömur ineð herra á milli sín. Hvort þær hafa slegist um herrann er ekki gott að segja, en alla vegta hefur hann lcngið myndarlegt glóðar- auga. ■ Þegar Pierce Brosnan átti að sitja fyrir hjá Ijósmyndara í sambandi við útgáfu á „plaggati“ mætti hann í sparifötunum, í hvítrí skyrtu og með svarta þverslaufu. Ljósmyndarínn og aðstoðarstúlka hans komu sér saman um, að þótt hann væri æðislega sætur í sparífötunum, - þá værí hann ólíkt meira „sexí“ með fráhneppta skyrtuna og jakkalaus! ■ Stephanie Zimbalist og Pierce Brosnan í hlutvcrkum sínum í sjónvarpsþáttunum „Remington Steele“. Þar heita þau Laura Holt og Remington Steele. ■ í vikunni fyrir páskafríið var haldið grímuball í Fossvogsskólanum. Krakkarnir dubbuðu sig upp í alls konar „furðuföt“ eins og gengur við slík tækifæri og skemmtu sér konunglega. Okkur virðist eftir myndum að dæma, að þeir fullorðnu hafi skemmt sér ágætlega líka. Við birtum hér nokkrar myndir frá skemmtuninni til gamans. ■ Kennarinn orðinn kúreki Þarna gengur Guðbjörn kenn- ari um með kúrekahatt og að- gætir að allt fari nú vel fram. ■ Litli arabadrengurinn er alvarlegur á svip, enda er ástandið eftir því í hans heimshluta. ■ Tom Brosnan, faðir Pierce Brosnan. Pierce fór sjálfur á stúfana sem leynilögreglumaður til að hafa upp á föður sínum. „Það var Cassie, konunni minni, að Það var Cassie, konunni minni, að þakka, að ég lét verða af þessu,“ sagði Pierce. tveimur vinstúlk- um. ■ Er þetta hár- greiðslu sýning, eða hvað?! NT-mynd Árni ■ Hreykinn faðir með son sinn: Pierce með Sean, son sinn, sem fæddist í sl. september.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.